Þjóðviljinn - 22.02.1967, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 22.02.1967, Qupperneq 7
Miðvikudagur 22. febrúar 1967 — ÞJÓÐVELJINN — SlÐA J Sjón er sögu ríkari Framhald af 5. síðu. Eftir síðustu styrjöld var Austur-Þýzkaland í örbirgð: borgirnar hrundar, landið í ör- tröð og. bústofninn eyddur. Ein- asta ráðið til bjargar var að sameina bústofninn í stærri^. heildir og sameina krafta fólks- ins. Þetta var gert og þetta tókst eftir leiðum sósíalismans. Nú er þjóðin á mikilli fram- farabraut á öllum sviðum þjóð- lífsins, og horfir mót bjartri framtíð ef heimsfriður helzt. í Austur-Berlín Frá þessu samyrkjubúi fór- um við aftur til Berlínar og komum þangað undir kvöldið, og fengum samastað á Sport- Hcrtel. Við fórum með Pólverj- um á skemmtistað seinna um kvöldið. Var það alllöng leið, sem við fórum í sporvagni; þót'ti mér það fremur leiðilegt farartæki. Á þessum skemmti- stað kom fram ungversk söng- kona, listdanspar og annað par sem lék saman af mikilli list á harmónikur og básúnur. Munu þessi pör hafa verið þýzk. En ekki nutum við þessara atriða vel sökum fyrirkomulags húsa- kynna, sem voru frá gamalli tíð. Að morgni 8. júlí skoðuðum við hluta af dýragarðinum í Austur-Berlín. Er hann vaxihn hávöxnum og fjölbreytilegum skógi, en umhverfi dýranna í rjóðrum hér og hvar, gert sem líkast náttúrlegu umhverfi hverrar dýrategundar. Var garð- urinn fagur og mjög vel hirtur. En lengst af þenfian dag Var okkur ekið um Austur-Berlín, v og sáum við í senn nýjan og gamlan tíma borgarinnar. Ný- byggingarnar voru yfirleitt stórar „blokkir" í léttum, fal- legum stíl, sem stungu mjög í stúf við gamla stílinn, gráan pg þunglamalegan. Enn sáust rústir frá stríðinu, svo og gaml- ar merkisbyggingar, eins og leikhús og kjrkju sáum við með flakandi sárum eftir sprengjur, en átti að gera við á þann máta, að þær yrðu svo til eins og fyrr — en þessi endurbygg- ing hafði enn orðið að bíða vegna annarra meir aðkallandi verkefna. Víða hafði verið gert við byggingar þannig, að hluti byggingarinnar var gam- all en ný viðbygging í sama stíl. (Framhald). Brottför hersins Framhald af 5. síðu. leyna, að róttæk samtök eins og Alþýðubandalagið, sem hafa skýra stefnu í þjóðfélagsmál- um og ákveðna afstöðu, sem oft er frábrugðin stefnu rnn- arra flokka, — þau hljóta að eiga úr vöndu að ráða, þegar tækifæri býðst til að taka þátt í ríkisstjórn. Ef við fáum ekki öll helztu stefnumál okkar fram, eigum við þá að bíða og einangra okkur, þar til þjóðin hefur veitt okkur nægilegt þing- fylgi? Eða eigum við að taka þátt í stjórnarmyndun, þegar hagstætt þykir, og reyna þá að koma í framkvæmd, þó ekki sé nema nokkrum mikilvægum stefnumálum? Auðvitað er það í engu »am- ræmi við hagsmuni og vonir kjósenda, að þingflokkur ein- angri sig vegna afstöðu til mála, sem hvort eð er fást ekki fram árum saman, saman- ber það sem ég hef áður sagt um Alþýðubandal. og NATO. Á hinn bóginn hlýtur hver þingflokkur að setja nokkur af mikilvægustu stefnumálum sín- um að skilyrði fyrir stjórnar- þátttöku hverju sinni. Hvaða mál það eru, fer eftir aðstæð- um. Lengi hefur verið veruleg von til þess, að unnt væri að knýja fram brottför hersins. Sú von fer vaxandi. Það mun þó því aðeins takast, að Al- þýðubandalagið einbeiti afli sínu að þessu marki, þegar sýnilegt færi gefst. Alþýðubandalagið hefur allt- af talið herstöðvamálið eitt ör- lagaríkasta stórmál þjóðarinn- ar, og mun ekki ganga til samn- inga um stjórnármyndun án þess að leggja þunga áherzlu á brottför hersins. Reykjavík, 17. febr. 1967 Ragnar Arnalds. Deildarhjúkrunarkonu- staða Staða deildarhjúkrunarkonu við taugasjúkdóma- deild Landspítalans er laus til umsóknar. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðukona Land- spítalans í síma 24160 og á staðnum. Reykjavík, 20. febrúar 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. Verkstjórnarnámskeiðin Síðasta almenna' verkstjórnarnámskeiðið á þessum vetri verður haldið sem hér segir: Fyrri hluti Síðari hluti 6. — 18. marz. 24. apríl — 9. maí. Umsóknarfrestur er til 1. marz n.k. — Umsóknar- eyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Iðnað- armálastofnun íslands, Skipholti 37. Stjóm Verkstjórnarnámskeiðanna. UtsaSa i nokkra daga ÍVIIKILL AFSLÁTTUR. Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður AUSTURSTRÆTI 6 Sími 18354, PÍANÓ FLYGLAR frá hinum heims- þekktu vestur-þýzku verksmiðjum Steinway & Sons, Grotrian-Steinweg. Ibach, Schimmel. ☆ ☆ ☆ Glæsilegt úrvai. Margir verðflokkar ☆ ☆ ☆ Pálmar ísólfsson & Pálsson Pósthólf 136 — Símar 13214 og 30392 Kaupið ; Minningarkort Slysavarnafélags íslands Halldór Kristinsson erullsmiður. Oðinsgötu 4 Sími 16979 HÖGNI JÖNSSON Logfræði- og fasteignastofa Skólavörðustig 16. Sími 13036. heima 17739 SMURT BRAUÐ SNITTUR — OL - GOS OG SÆLGÆTl Opið frá 9—23,30. - Pantið tímanlega ' veizlur BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 16012 Grillsteiktir KJÚKLINGAR SMÁRAKAFFI Laugavegl 178. • f Sími 34780. Gerið við bílana ykkar sjálf — Við sköpum aðstöðuna Bílaþjónustan Auðbrek'-' 53. Sími 40145. Kópavogi. Viðgerðir a skinn- og rúskinnsfatnaði. -óð þjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B Simi 24-6-78. .r.UiÍÁFPÖjZ Skólavör&ustíg 36 $ími 23970. innheimta Í.ÖOTRÆ9tSrðRP S Æ N G U R Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af vms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Sími 18740. (örfá skref frá Laugavegi) SMURST.ÖÐIN Kópavogshálsi Sími 41991 Opin frá kl. 8—18. A föstudögum kl. 8—30. ☆ ☆ ☆ HEFUR ALLAR algengustu smuroliuteg- undir fyrir diesel- og benzínvélar. Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu III. hæð) símar 23338 og 12343 SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Hamborgarar Franskar kartöflur Bacon og egg Smurt brauð og snittur SMÁRAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. m KU K BYÐUR YÐUR SMiJRT BRAIJÐ & SNITTUR ASKUR. suðurlandsbraut 14 sími 38550 Auglýsið í Þjóðviljanum Smurt brauð Snittur við Óðinstorg Sími 20-4-90 i- • * rutí -.1 Blað- dreifing Blaðburðarböra óskast I eftirtalin hverfi: Laufásveg Laugaveg Skipholt. DMIIINN SÍMASTÓLL Fallegur - vandaður Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7. Sími 101U Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆN GUR DRALONSÆNGUR * SÆNGURVER LÖK KODDAVER búðiH Skólavörðustíg 21. Snorrabraut 38 * Útsölunni iýkur í þessari viku. Þess vegna eru nú síðustu forvöð að eignast margskonar úrváls fatnað með allt að helmings afslætti. * BRl DGESTONE HJÓLB ARÐAR Síaukin sala sannargæðin. B:RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggiandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholt; 8 Sími 17-9-84 FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á allar tegundir bfla. OTUR Hringbraut 12L Sími 10659. V 0 [R Pez? \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.