Þjóðviljinn - 09.03.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.03.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 9. marz 1967 — 32. árgangur — 57. tölublað. fundur um þjóðfrelsis- og utunríkismál Æskulýðsfylkingin á Akranesi efnir til almenns, fundar um þjóðfrelsis- og utanríkismál í félagsheimilinu Rein n.k. laugardag kl. 15. —' 'Á fundinum verður fj#illað um hina. ýmsu þætti þjóðfrelsis- og utanríkismála, afstöð- una til Atlanzhafsbandalagsins. styrj- öldina í Vietnam og fleira. RÆÐUR FLYXJA: Jónas Árnason, rithöfundur. Svavar Grestsson, stúd júr. Jón Hannesson, menntaskólakennarl. Sýnd verður stutt kvikmynd frá'Viet- nam. — Pétur Pálsson syngur stefíur. Æskulýðsfylkingin á Akranesi. HöfuSstóll AtvinnuleysisfryggingasjóSs er orSinn 932 m/7/ón/V króna Sjéður verkulýðsfélugunnu frú verkföllun- um 1955 hefur lánuð 622 miljónir krónu □ Fram kom í svari félagsmálaráðherra á Al-^ þingi í gær við fyrirspumum um Atvinnuleysis- tryggingasjóð, að þessi mikli sjóður sem verka- lýðshreyfingin knúði fram að stofnaður yrði sem einn þáttur í lausn kjaradeilunnar og verkfall- anna miklu 1955, hefur á einum áratug veitt lán að upphæð um 622 miljónir króna, til hinna marg- víslegustu atvinnufyrirtækja og fjárfestingar um land allt. Til atvinnuleysisbóta hafa á sama tíma verið greiddar tæpar 10 miljónir. 25% hækkun! Víða munu hafðir uppi tiíburðir til að brjóta verð- stöðvunarlögin. í gær var hringt til Þjóðviljans frá vinnustað þar sem starfs- fólkið hefur keypt sér há- degismat, f Kjötverzlun Tómasar Jónssonar. 1 gær rakst starfsfólkið á það að kjötbollur sem undanfarið hafa kostað 12 krónur voru alit í einu hækkaðar í 15; þar er um 25 prósent hækkun að ræða. VerjHags- skrifstofan var látin vita og hefur væntanlega gert sínar ráðstafanir. Ástæðaer til að hvetja fólk til þess að gera verðlagsskrifstof- unni strax viðvart ef það rekst á fyrirbæri af þessu tagi. Sverrir Júlíusson hafði gert fyrirspum í mörgum liðum um atvinnuleysistryggingasjóðinn og í svari ráðherra Eggérts G. Þor- steinssonar, komu m.a. fram eft- irfarandi upplýsingar um starf sjóðsins. ★ Höfuðstóll Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs um síðustu áramót var um 932 miljónir króna. ★ Til sama tíma höfðu lán úr sjóðnum numið 621.860.000,00 kr. ★ Greiddar höfðu verið atvinnu- leysisbætur sem nema 9.800,000,00 kr. ★ Á hvaða hátt hefur fé sjóðsins verið varið, spurði þingmaðurinn. Ráðherrann svaraði:. Samkvæmt lögum. Lán hafa verið veitt til: Sjávarútvegs og fiskiðnaðar: kr. 107.460.000,00. Landbúnaðar og vinnslu Iandbúnaðarafurða: 0,5 miljónir. Iðju og iðnaðar: 36 milj- ónir. Hafnarframkvæmda: 125,6 miljónir. Húsnæðismála: 215 Framhald á 8. síðu. Karl GuðjónSson Björgvin . Salómonsson. Jóhannes Helgason. Jónas Magnússon. Framboðslisti Al- þýðubandalagsins □ í gær birti Eyjablaðið framboðslista Alþýðubanda- lagsins í Suðurlandskjördæmi við alþingiskosningarnar í vor en listinn var samþykktur á kjördæmisráðsfundi á Selfossi nýverið. Sigurður Stefánsson. Magnús Aðalbjarnarson. -<S> Jóhann Hafstein reyndi ekki að verja útvarpshneykslið YFIRSTJÓRN HEILBRIGÐISMÁLA Á ÍSLANDI ER MJÖG ÁBÖTAVANT □ Miklar umræður urðu á fundi sameinaðs þings í gær um tillögu Alfreðs Gíslasonar um að skipun heilbrigðis- mála verði endurskoðuð. Flutti Alfreð rökstudda ádeilu- ræðu á stjómleysi heilbrigðismálanna, sem segja mætti að allár ríkisstjórnir væru samsekar um, þó sök núver- andi stjórnarsamsteypu væri þar þyngst. Heilbrigðismála- ráðherrann Jóhann Hafstéin svaraði með langri ræðu sem átti að sanna að allt væri í stakasta lagi með stjórnsem- ina í heilbrigðismálunum! Athygli va*kti að ráðherrann reyndi ekki að verja útvarpshneykslið nýja, þó fast væri á hann deilt fyrir það. Tillaga Alfreðs er þannig: Alþingi ályktar að fela ríkis- Prentaravexjkfall HELSINKI 8/3 — í dag hóhé 12.000 prentarar verkfall í Finn- landi og hefur öll útgáfa blaða og tímarita stöðvazt. Verkfall- ið er háð til að mótmæla því að vinnuveitendur hafa rofið. gerða kjarasamninga og búizt er við að það geti orðið lang- vimrt. stjórninni að láta rannsaka frá grnnni meðferð heilbrigðismála í landinu og endurskoða gild- andi lagaákvæði um stjórn þeirra. Sérstaklega verði kann- að, hvort ekki sé hagkvæmt að koma á fót sérstöku heilbrigðis- málaráðuneyti, endurskipu- leggja landlæknisembættið og sameina þætti heilbrigðisþjón- ustunnar undir eina yfirstjórn. Athugun þessari skal hraðað, og að henni lokinni skal álitsgerð og tillögur lagðar fvrir Alb'ngi. 1 íyrsta kafla ræðu sinnar minnti Alfreð á hversu mikið vantaði á að löggjöf íslend- inga um heilbrigðismál væri slík að um nútímaheildarlög um þau mál væri að ræða. Til væru heil lög um heilbrigðismál sem eklci væri litið við að fram- kvæma, en ákvæði annarra stönguðust ó. Þá tók ræðumaður ýtarlega fyrir landlæknisembættið eins og það væri orðið í framkvæmd, og taldí þess enga von að þar gæti verið um þá forystu og heildarstjórn heilbrigðismálanna að ræða, sem til virtist ætiazt. Fastast deildi Alfreð Gisla- son á stjórnarvöld landsins fyr- ir tómlæti þeirra, sinnuleysi og skilningsleysi á þörf þjóðarinn- ar í þessum mólum. Tók hann þar sérstaklega til meðferðar sjúkrahúsmálin, og lét svo um mælt að skortur sjúkrahúsa væri hér svo tilfinnanlegur að hann hefði háð allri læknaþjón- ustu frá upphafi vega. Víst væri um það að margur maðurinn hefði týnt lífi fyrir þann skort. Alfreð ræddi loks ýtarlega um læknaþjónustuna og aðstöðu lækna innan sjúkrahúsa og ut- an. Læknar hafi löngum unnið við frumstæð skilyrði ón þess að mögla en nú fói þeir ekki lengur orða bundizt. Minnti Al- freð á margs konar framtak lækna til að stugga við stjórn- arvöldunum, og viðbrögð valda- manna í svefnrofunum, m.a. þvingunarlög og útvarpsræðu- skammir um lækna. Tók hann útvárpshneyksli Jóhanns Haf- steins með Þjóðlifsþáttinn sem nýjasta dæmið um slík við- brögð og flutti að lokum kafla úr greinargerð læknanna sem komu þar fram, og gerði orð þeirra að sínum. Þessi merka ræða um heil- brigðismólin verður birt hér í blaðinu á næstunni. Umræðu var frestað að lok- inni ræðu Jóhanns Hafsteins. Listinn er þannig skipaður: 1. Karl Guðjónsson, fulltrúi, Reykjavík. 2. Björgvin Salómonsson, skólastjóri,' Ketilsstöðum, V-Skaptafellssýslu. 3. Jóhannes Helgason, bóndi og kennari, Hvammi í Hruna- mannahreppi, Árnessýslu. 4. Jónas Magnússon, bóndi, Strandarhöfði, V-Landeyjum, Rangárvallasýslu. 5. Sigurður Stefánsson, form. Sjómannafélagsins Jötuns, Vestmannaeyjum. 6. Magnús Aðalbjarnarson, verzlunarmaður, Selfossi. 7. Guðrún Haraldsdóttir, hús- freyja, Vaðnesi, Rangárvalla- sýslu. 8. Frímann Sigurðsson, oddviti, Stokkseyri. 9. Guðmunda Gunnarsdóttir, form. Verkakvennafélagsins Snótar, Vestmannaeyjum. 10. Þór Vigfússon, menntaskóla- kennari, Laugarvatni. 11. Kristín Loftsdóttir, Ijósmóð- ir, Vík f Mýrdal. 12. Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ), rithöf., Vestmannaeyjum. Leit hafin að Hafnfirðingi í gærkvöld var Hjáípar- sveit skáta í Hafnarfirði kölluð út vegna leitar. Er blaðið hafði samband við lögregluna í Hafnar- firði vildi hún lítið gefa upp um þetta að . svo stöddu. — Maðurinn sem verið var að leita að hafðl farið að heiman frá sér . kl. 2 í gærdag. ÆFR Fylkingarfélagar athugið! — Það er ekki í kvöld sem Haukur Helgason flytur erindi sitt held- ur næstkomandi fimmtudags- Wöld kl. 21. Hullinn 183,8 milj. krónur ■ Þjóðviljarium hafa borizt bráðabirgðatölur frá Hagstofu ís- lands um inn- og útflutning í janúarmánuði síðast liðnum. ■ f mánuðinum voru fluttar inn vörur fyrir 434,3 milj. króna en útflutningurinn nam 250.5 miljónum króna. Var vöru- . skiptajöfnuðurinn í janúar því óh'agstæður um 183,8 milj- ónir króna. f janúar í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar óhagstæður um aðeins 3,4 miljónir króna. Er hallinn því 1-80 miljónum króna meiri nú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.