Þjóðviljinn - 09.03.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1967, Blaðsíða 4
4 SlDA — ÞJÖÐVIUINN — Fimmtudagur 9. marz 1967. Otgefandi: Sameíningarflokkur alþýðo. — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (ób). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.:Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiðtrr Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði, — Lausasöluverð kr. 7.00. Hver eru nöfnin? l^ingvallanefnd hefur lengi sætt anikilli og rök- * studdri gagnrýni fyrir að spilla þjóðgarðssvæð- inu með lóðaúthlutun til einstaklinga, og hefur orðið fátt um varnir af hálfu nefndarinnar. Hefur þess m.a. verið krafizt-um langt skeið að nefndin birti þessa sérkennilegu úthlutun sína opinber- lega, en nefndin hefur tregðazt við; Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra lét sér til að mynda nægja að sýna lista yfir Þingvállagæðingana á al- þingi í fyrra en fékkst ekki til að lesa hann í heyranda hljóði. Pukurstarfsemi af þessu tagi er fráleit með öllu; opinberar nefndir verða að vinna verk sín fyrir opnum tjöldum og gera fulla grein fyrir athöfnum sínum. Það þykir til dæmis sjálf sögð regla í Beykjavík nú orðið að birta lista yfir úthlutun lóða. Það á ekki að þola Þingvallanefnd að hegða sér eins og þjóðgarðurinn sé einkaeign hennar. Fráleit skoðun Fulltrúar stjórnarflokkanna í útvarpsráði hafa nú ákveðið endanlega að umræðuþáttur lækna um ástandið í heilbrigðismálum megi ekki koma fyrir eyru hlustenda; málstaður heilbrigðismálaráðherr ans þoli slíkt ekki og er það þungur dómur. Jafn- framt hefur verið ákveðið að þáfturinn „Þjóðlíf“ sem ætlaði að flytja þessar umræður læknanna skuli felldur niður fyrir fullt og allt, og er sú á- kvörðun rökstudd með því að umsjónarmaðurinn sé erindreki Framsóknarflokksins og hafi talað í fundi hjá ungum Framsóknarmönnum í Vest manriaeyjum á sama tíma og hann tók upp út- varpsþátt þar. Ekki skal dregið í efa að umsjónar- maður þessa þáttar sé erindreki Framsóknar flokksins; hann'hefur sjálfur barizt um fast til að vekja athygli á þeirri staðreynd og ætlar sér greini lega mikinn frama á þeim vettvangi. En hann er sannarlega ekki eini útvarpsmaðurinn sem hefur t'engsl við stjórnmálaflokka. Núverándi og fyrrver- andi blaðamenn stjórnarblaðanna hafa til að mynda verið mjög umsvifamiklir í hljóðvarpi og sjónvarpi um skeið, farið með yfirstjórn fjölmargra þátta og verið greinilega vilhallir í vali umræðu- efna og gesta. Má í því sambandi. minna á hinn illa samda áróðursþátt „Efst á baugi“. Auk þesá eru sjálfir stjórnendur ríkisútvarpsins, útvarpsráðs menn, kjörnir umboðsmenn stjórnmálaflokkanna í landinu. Það er fráleit skoðun að útvarpsmenn þurfi að vera óháðir öllum stjómmálasamtökum í land inu; útvarpið á að vera spegill þjóðlífsins, einnig þeirra stjórnmálahræringa sem þar gerast. Hins vegar á útvarpið að vera óhlutdræg stofnun, tryggja mismunandi sjónarmiðum jafnræði. En slíkt jafnræði ber að skipuleggja á jákvæðan hátt, með auknu málfrelsi, vaxandi víðsýni/en ekki með ritskoðun og bönnum. — m. MIKIÐ VILDI ÉG óska að maður- inn sem ég mætti á homi Klapp- arstígs og Skúlagötu um daginn sæi sér fært að draga svolítið úr hraðanum næst þegar hann leggur í beygjuna. Ég var á leið niður eftir með fullan bílinn af krökkum og kominn í annan gír, undir hið versta búinn á gatnamótunum, en samt tel ég að það hafi eingöngu verið snarræði minu að þakka að ekki hlutust af klessuverk, því and- stæðingur minn þurfti alla göt- una og vel það fyrir þessa ógnar beygju. — Hver átti réttinn pabbi? spurði yngsta bamið. Ég. — Ætli maðurinn hafi verið orðinn of seinn í vinnuna? — Nei, sagði ég, þá væri hann langt inni á Skúlagötu enn. ÉG HELD nefnilega að hraðakst- ursköppum borgarinnar liggi yfir- leitt ekki svona mikið á, aðrar á- stæður og geigvænlegri orsaki fart- ina, og raunar ekki leikmanna, heldur sálfræðinga og geðlækna að fjalla um málið. í>ó hef ég tek- ið eftir að þeim sem stjórna göml- um og kraftlausum skrjóðum finnst mikið tilvinnandi að komast fram eigendur þeirra mundu aftur á móti bíða varanlegan álitshnekki ef svo færi í augsýn alþjóðar. Og um- fram allt verður að komast yfir gatnamótin áður en græna ljósið slokknar, það er ekki að vita hve- nær það kviknar á ný, en á öðrum og ljóslausum vegamótum verður fyrst og fremst að koma í veg fyr- ir að óvina-bíllinn ræni mann rétt- Þór Gt/ð/ónsson; inum, slíkt mundi spyrjast illa fyr- ir meðal borgarbúa og koma óorði á ökutækið. MÁRGIR MUNU hafa sömu sögu að segja frá námsárunum við stýr- ið. í>að var óþægilegt hvernig allir vegfarendur fylgdust með klaufa- legum tilburðum byrjandans, aðr- ir ökumenn og lengra komnir sátu glottandi og svellkaldir með aðra hönd á stýri, tvíkúplandi og bakk- andi á lífshættulegum beygjum, en sjálfur drap maður þar á vél- inni og rembdist við að starta aft- ur án árangurs, bullsveittur og titrandi, eldrauður upp í hársræt- ur, en ungar stúlkur gefigu fliss- andi framhjá í endalausum fylking- um, — og umferðin í borginni löm- úr nýrri og aflmeiri módelum, en uð að eilífu með háu pípi í öll- um áttum. SEINNA VARÐ manni svo.ljóst að þetta var ástæðulaus ímyndun, veg- farendur fylgjast yfirleitt ekki með ökulagi náungans, — hafa meira en nóg af persónuiegum vandamálum að hugleiða, þar á meðal að sleppa óhultir undan ökuspjátrungum, — nemendum er því óhætt að vera rólegum þó hann drepi á sér á næsta hringtorgi, heimurinn ferst ekki fyrir það, og þeir sem neyðast til að skrönglast um borgina í gömlum druslum mega vera þess fullvissir að það tekur enginn til þess þó þeir nái ekki 100 kílómetra hraða á Suðurlandsbrautinni. Og æskumönnum á nýjustu módelum skal á það bent að það þarf ekki endilega að vera vottur um karl- mennsku og dug að láta þá grenja á hverri beygju, heldur eitthvað allt annað. Og mikið vildi ég óska að maðurinn sem ég mætti á hom- inu á Klapparstíg og Skúlagötu um daginn áttaði sig á því að það er hægt að komast þar fyrir homið í þriðja gír líka, einnig í öðmm, og ekki heldur útilokað í fyrsta, ef í harðbakkann slær. KRUMMI: Bændur hlunnfurnir? Við setningu Búnaðarþings hinn 20. febrúar s.l., flutti for- maður Búnaðarfélags Islands, . Þorsteinn Sigurðsson, ræðu, þar sem hann vék að veiðimálum. 1 ræðunni taldi hann, að frum- varp til breytinga á lögum um lax- og silungsveiði, sem nú liggur fyrir Alþingi til af- greiðslu, sé „mjög neikvætt í garð bænda". Ennfremur -segir hann: „Virðist að bví stefnt að draga yfirráð þessara dýrmætu hlunninda úr , höndum bænda yfir í hendur sport- og pen- ingamanna béttbýlisins.“ Við athugun á frumvarpinu verður, að mínum dórni, ekki séð, að bað gefi tilefni til slíkra ummæla. Eru bau líkleg til að skapa tortryggni og óróa um málið, sem ■ gæti skaðað meðferð þess, bar sem svo margir hafa ekki tök á bví að setja sig inn í það. Að sjálfsögðu líta menn - hlutina mismunandi augum. Sumir sjá hættur allsstaðar, þar sem aðrir eygja aðeins möguleika á hættum. Þvi er ekki fyrir að synja, að bak við frómar tillögur geti leynzt möguleikar á að fara í kringum atriði í lögum, en fyrir slfkt verður að girða eins og frek- ast er unnt. Annars eru ummælin svo óljós, að það er ekki auðvelt að sjá, hvað formaður hafði sér- staklega í huga, þegar hann hafði þau yfir. Þykir mér sennilegast, að þau eigi við breytingar á atkvæðagreiðslum í fiskiræktarfélögum og veiði- félögum, og ef til vill það at- riði, að stangarveiðimenn fái fulltrúa í Vei'ðimálanefnd. Frumvarpið til breytinga á laxveiðilögunum var undirbúið af Landbúnaðarráðuneytinu, að fengnum tillögum veiðimála- nefndar og veiðimálastjóra. Á3- ur en endurskoðun laganna hófet var veiðifélögum, fisk- ræktarfélögum, stangaveiðifé- lögum og fleiri aðilum skrifað, og þeir beðnir um tillögur um breytingar á lögunum. Tillögur bárust frá nokkrum aðilum, og voru þær hafðar til hliðsjónar við samningu breytingartillagn- anna. Þar komu m.a. fram til- lögur frá veiðibændum um að breyta atkvæðagreiðslum i veiðifélögum bannig, að láta at- kvæðafjölda á lögbýli fara eft- ir stærð eignahluta bess í heildarveiðinni í stað þess, að nú hefur hvert lögbýli eitt at- kvæði. Þá þótti ósanngjarnt, að ábúandi eða eigandi, sem á V fleiri en eina jörð, gæti ekki farið með fleiri en eitt at- kvæði. Ennfremur var lagt til, að komið verði í veg fyrir, að jörðum verði skipt í fleiri lög- býli til þess að auka áhrifa- vald þeirra í veiðifélagi. 1 frumvarpinu gengur land- búnaðarráðuneytið 1 að nokkru til móts við ofangreind sjónar- mið veiðibænda, þar sem í því er ákveðið, að ábúandi eða eig- andi, sem býr á eða á fleiri en ■ eitt lögbýli, geti farið með at- kvæði íyrir ,hvert þeirra í veiðifélagi. Þá er atkvæðisrétt- ur miðaður við fasteignamaí 1942 eða eldra mat til þess að koma í veg fyrir skiptingu lög- býla með það fyrir augum, að öðlaát fleiri atkvæði. 1 frumvarpinu er fjölgað nefndarmönnum í veiðimála- nefnd og er þá gert ráð fyrir, að stangarveiðimönnum verði heimilað að tilnefna einn mann í nefndina. Aðrir nefndarmenn verði tilnefndir af Búnaðarfé- lagi Islands, Hafrannsóknar- stofnuninni og Landssambandi veiðifélaga, en ráðherra skipi íormanninn án tilnefningar. Það þekkist, að neytendur fái fulltrúa, í opinbera nefnd sam- anber Sexmannanefndina, en telja má stangarveiðimenn neytendur í þessu sambandi, þar sem fléstar ár landsins og mörg stöðuvötn eru leigð til stangarveiði. Stangarveiðimenn ættu þannig einn nefndarmann af fimm í veiðimálanefnd, og myndi hann fylgjast með af- greiðslu mála í nefndinni og hafa um þau atkvæði. Veiðimálin eru í örum vexti og löggjöf okkar um veiðimál nýleg og að miklu leyti frum- smíð. Er því eðlilegt, að hún sé tekin til endurskoðunar á nokkurra ára fresti. Eru hóf- legar umræður hlutaðeigandi aðila um löggjöfina og breyt- ingartillögur við hana mjög gagnlegar og æskilegt fyrir Alþingi að fá rökstuddar at- hugasemdir við frumvörp, sem fram koma um breytingar á löggjöfinni eins og það, sem nú liggur fyrir. Af þessari óstæðu sendi landbúnaðamefnd neðri deildar Alþingis umrætt frum- varp til margra aðila til at- hugunar og umsagnar. Er ekki við því að búast, að allir verði sammála um hinar nýju tillög- ur í frumvarpinu og munu væntanlega koma fram athuga- semdir við það, sem svo Al- þingi mun styðjast við, þegar málið verður afgreitt. Öhætt er að fullyrða, að þeir, sem lögðu fram vinnu við undirbúning frumvarpsins viðurkenna það mikilvæga sjónarmið, sem lax- veiðilöggjöfin byggir á, að veiðihlunnindi fylgi jörðum og að ábúendur á þeim njóti þeirra. — (Aðsent) Félag bifreiðaréttmgamanna Aðulfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 14. marz kl. 20.30 í jarnarbúð (uppi). Stjómin. Kvöldvaka Félags íslenzkra leikara. verður endurtekin í Þjóðleikhúsinu fimmtu- dagskvöld kl. 23,15. Uppselt á allar sýningar til þessa. Aðgöngumiðasala i Þjóðleikhúsinu. 1 VAL HINNA VANDLÁTU ssiM,3-85'85E®«]I13BÍ SuSurlondsbrout 10 tgegnt IþróttoHöll) simi 38585

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.