Þjóðviljinn - 09.03.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.03.1967, Blaðsíða 2
I 2 SlÐA — ÞJÓÖVILJINN — Fimmtudagur 9. marz 1967. Hlýtt í kulda og svalt í hita Fóru til Afríku og fslands til að reyna gæ&i efnisins Við brugðum okkur .á viðgerðarnámskcið eitt kvöldið og tókum þar þessa mynd af Agnari Leví, skrifstofustjóra . hjá Trabant umboðinu og þrem dömum sem voru að Iæra að skipta um viftureim. Þær voru allar mjög ánægðar yfir fræðslunni og þóttust áreiðanlega geta hjálpað sér sjálfar héðan í frá ef eitthvað kæmi fyrir Trabantana þeirra.— (Ljósm. Þjóðv. vh). , Fyrir þá sem ekki kunna að gera við bílana sína sjáifír Allt í einu stöðvast bíllinn útá miðjum þjóðvegi, langt frá allri byggð auðvitað, og hvern- ig sem þú hamast kemst hann ekki aftur í gang. Fjandakorn- ið! Og þú ferð út og opnar vél- arhúsið I þeirri veiku von að kannski komir þú auga á hvað aflaga fer — en æ, nei, — þarna niðri er allt svo flókið og eiginlega þorirðu ekki að snerta neitt, því að það gæti bara orðið til að gera illt verra. Og svo labbarðu af stað og ferð ö- fagrar lýsingar Sú var tíð að fjársvikamál þóttu tíðindum sæta á ís- landi, og siðferðilegir dómar almennings voru þungbærari en viðurlög dómstóla. Nú er þetta allt breytt. Umfangs- mikil fjársvik eru orðin afar algeng fyrirbæri, og nægir í því sambandi að minnast á jafn hversdagslega atburði og falskar ávísanir. Svo algeng eru svikamál af þessu tagi að dómstólar landsins dragast sífellt lengra aftur úr samtíð sinni, enda þótt dómurum hafi fjölgað örar en öðrum stéttum, þegar bankastjórar eru undanskildir. Til að mynda er hæstiréttur nú að fjalla um mál Jósafats Arn- gríihssonar og Þórðar Hall- dórssonar, en það mál hefur verið á fjórða ár að þokast gegnum kvörn réttvísinnar. Svo mikil aukning hefur síð- an orðið á fjársvikamálum að gera má ráð fyrir því að Pálar þeir og Friðrikar sem nú eru að hefja för sína inn í völundarhús dómstólanna komist ekki á vettvang hæsta- réttar fyrr en undir næstu aldamót. Síðan mun koma að því að hæstiréttur verður að fela húsbændum í efra og neðra að framfylgja dómum. Sízt mun það draga úr framtaki fjárglæframanna, ef þeim verður ljóst að þeir þurfa ekki að óttast dóma fyrr en eftir andlátið. Hins vegar mun sumum þeirra hafa brugðið í brún af lýsingum Áka Jakobssonar hæstarétt- arlögmanns á harðrétti því er Jósafat Amgrímsson hafi orðið að þola meðan hann sat í gæzluvarðhaldi. Ákí skýrir svo frá, að því er Tíminn hermir í gær, „að 6kjólstæð- ingur hans hafi verið í hálf- gerðu hungurverkfalli í hegn- ingarhúsinu i 5 vikur, en hann var þar í algjörri ein- angrun frá 31. jan. 1964 til 15. eða 16. marz sama árs. Hafði yfirfangavörður Hegn- ingarhússins kallað lækni til að athuga líðan Jósafats. Vegna hins slæma ástands skjólstæðings síns, sagði Áki, að hann hefði gefið rangar játningar til að losna úr gæzluvarðhaldinu." Þessar lýsingar minna á aðfarir í lögregluríkjum þar sem rétt- arfar er talið hvað afleitast í veröldinni. Jósafat Arn- grímsson yar svo grátt leik- inn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg að hann greip til þeírrar sígildu baráttuað- ferðar að svelta sig þar til hann var orðinn viðfangsefni lækna. En grimmd yfirvald- anna var svo alger að þessi barátta hreif ekki; langsolt- inn varð Jósafat loksins að bera ljúgvitni gegn sjálfum sér til þess að sleppa. Hætt er við að tvær grímur geti runnið á ýmsa þá sem á- stunda viðreisnarsiðferði í umgengni. við fjármuni ann- arra, ef þeir geta átt von á þvílíku harðrétti, En sem betur fer virðist barátta Jósafats hafa borið árangur ' þrátt fyrir allt. í fjársvikamálum þeim sem ver- ið hafa á dagskrá að undan- förnu hafa engir verið settir í gæzluvarðhald- hinir grun- uðu hafa ekki þurft að gera næringarþarfir slnar að bar- áttutæki fyrir réttlætinu, og hafi þeir borið ljúgvitni hef- ur það væntanlega beinzt gegn einhverjum öðrum en þeim sjálfum. Gæzluvarðhaldi er nú einvörðungu beitt við þá fjársvikarmm sem blygðun- arlausastir eru og hættuleg- astir, farmenn sem reyna að hafa tekjur af Áfengisverzl- tm ríkisins. — Austri. á þumalfingrinum í bæinn, hringir á verkstæðið og þeir senda mann eftir bílnum. Þú mátt búast við öllu: bíll- inn getur verið stórskemmdur, en, það gétur líka allt eins ver- ið að svo til ekkert sé að hon- um, eitthvert smáatriði sem kippa má í lag á einni mínútu. Kannski hefur losnað vír eða . herða þarf smáskrúfu- Allavega hefurðu haft af þessu bæði kostnað og fyrirhöfn, sem þú ' hefðlr kpmizt hjá" ef þú vissir eittíhvað um vél bílsins og hvernig hún vinnur. 1 ökuskóla Geirs Þormars er nú hafin kennsla fyrir svonai fólk eins og þig og mig, sem kann að vísu að keyra bfl, en veit ekki sitt rjúkandi ráð ef eitthvað bilar. Enda segist Geir hafa fengið hugmyndina að námskeiðunum þegar hann eitt sinn á Þingvöllum hitti blaða- ljósmyndara sem var í stökustu vandræðum af því að benzín- vír hafði slitnað hjá honum, en hann hafði ekki einu iinni hugmynd um hvað benzínvír er. Tilgangurinn með kennslunni er að gera fólk sjálfbjarga þegar eitthvað kemur fyrir bíl- inn, þannig að það viti a. m. k. hvað að er og geti sjálft gert við einföldustu atriði — og jafnvel meir. Námskeiðin eru haldin í samráði við bifreiða- umboðin hér" og útvega þau kennara. Þegar hafa verið haldin fimm námskeið frá ára- mótum fyrir eigendur Volks- wagen og Trabant bifreiða og nú hefur Fiatceinnig farið fram á námskeið, segir Geir. Á mámskeiðunum er farið mjög nákvæmlega í allt það sem snertir vél t»g öryggisút- búnað og fá nemendur sjálfir að framkvæma hlutina, gera við einföldustu atriði, skrúfa sundur og setja saman. Til þess að allir geti komizt að vélinni, fylgzt með og fengið tækifæri til að eiga við þetta, er hámarksfjöldi í flokki tíu manns. Það er nefnilega ekki nóg að lesa í bók og vita fræðilega hvemig á að gera Mutinn, það þarf líka að prófa þetta í verki. Sparar, þetta fólki ekki heil- mikið fé? spurðum við Geir og hann svaraði, að þegar hefðu margir sem verið hefðu á nám- skeiðunum hringt í sig og sagzt hafa sparað stóra peninga og ekki sízt miklai fyrirhöfn. Allir vita, hvemig er að fara með bílinn á verkstæði, þér er kannski sagt að koma með hann um morguninn klukkan hálfátta og þú mátt sækja ’ hann klukkan sex, enginn veit hve Framhald á 9. síðu. Fyrir helgina komu hingað til lslands beint frá Afriku fimm manns á vegum þýzka fyrirtækisins Gebriider Colsman í Essen og var erindið að reyna gæði og eiginleika nýs fataefn- is sem fyrlrtækið hóf fram- leiðslu á í nóvember s. 1., við mismunandi aðstæður, hitann í Afríku og kuldann hér. I förinni voru tveir starfs- menn fyrirtækisins, ljósmynd- ari, sýningarstúlka (í það starf var valin flugfreyja sem vön er hitabreytingum og snöggum umskiptum út einu Iandi í ann- .að) og einn af ritstjórum þýzka tizkublaðsins Neue Mode, sem hér er vel þekkt og mikið keypt. Hittu fimmmenningam- ir blaðamenn að máli smá- stund og sögðu þeim frá til- raununum. Afghalon-efnið er 100% gervi- efni, skylt terelyne, en unnið á sérstakan hátt, þannig að í stað þess að vefa beint úr hin- um slétta þræði gerviefnisins er þráðurinn þvældur og marg- krullaður áður en ofið er úr hönum og fær efnið við þessa meðferð eiginleika ullarinnar, er gljúpt, fullt af lofti milli þráðanna og því hlýtt án þess þó að halda lofti frá líkaman- um. Þetta’ verður jafnframt til ■ þess, að í hita getur- húðin andað undir efninu, sem er al- ger nýjung á sviði gerviefna, énda kannast víst flestir við þá andstyggilegu tilfiríningu þegar útstreymi húðarinnar kemst ekki burt og nælonskyrtan eða blússan límist við líkamann. Ástæðan til vinsælda nælons- ins og annarra syntetískra gerv:- effia þrátt- fyrir þessi óþægindi hefur' verið hve auðveld þau hafa verið í meðförum og ódýr í framleiðslu. Þessum kostum heldur Afghalon-efnið, flík úr því er óhætt að þvo í þvotta- vélinni og óþarfi er að strauja hana. Það-er framleitt í öllum mögulegum litum, einlitt Dg mynztrað, og í þrem mismun- andi þykktum. 1 ferð fimmmenninganna frá Colsman var notað mælitæki til að mæla hitastigið milli húð- ar og flíkur og reyndist efnið í hitum í alla staði eins og framleiðendurnir höfðu gert sér vonir um. 1 Nairobi í Kenya var 40 stiga hiti óg hélzt þar sama hitastig innanklæða sem !<*>- Ég hef sem flugfreyja ferðazt um mestallan heim, en aldrei fyrr haft tækifæri til að koma til Islands, sagði Susanne Curtis flug- freyja hjá BOAC, sem hér sýnir okkur jakkakjól úr Afghalon, — (Ljósm. Þjóðv. vh). utan. Vöktu þessar tilraunir geysimikla athygli þar og í Jó- hannesarborg þar sem efnið var líka reynt, því að hingað til hafa Afríkubúar ekki getað notið kosta gerviefnanna vegna fyrrnefndra ókosta þeirra, og hefur baðmull verið eina not- hæfa efnið í hitunum. Hinsvegar, sagði fulltrúi fyr- irtækisins, reyndist efnið við mælingamar hér ekki alveg eins hlýtt og uilin, hitastigið við húðina læfckaði heldur fljótar þegar Sússanna flug- freyja 1 etóð úti f Krýsuvik í Afghalonkjól en þegar hún var í ullarpeysu. 1 Krýsuvík tófcu þau margar tízkumyndir með hverina í baksýn. Umboð fyrir efnin frá Cols- man hér á landi hefur Ágúst Ármann h.f. og sagðist forstjóri þess, Magnús Ármann, þegar vera farinn að flytja inn Afg- halon-efnin og selja þau verzl- unum hér. Hann hefur lengi átt viðskipti við þetta fyrirtæki, m. a. flutt inn hið þekkta* fóð- urefni, Novalin, sem má þvo og ekki hleypur, svo Dg fleiri gerðir kjólaefna- Hún ætlaði varla að trúa því að önnurhver kona í Reykjavík keypti þýzk sníðablöð til að sauma eftir. Þetta er frú Hill, einn af ritstjórum Neue Mode. Tímarit um rússneskunám Sú deild Moskvuháskóla sem fjallar um rússneskukennslu hefur í ár útgáfu „ á tímariti sem nefnist ..Rússnesk tunga i útlöndum". Höfuðviðfangsefni útgáfunnar er að undirbúa áhrifaríka að- ferð til rússneskukennslu er- lendis- Tímaritið mun reglulega birta skýrslur sovézkra og út- lendra málfræðinga, tungu- málakennara og sálfræðinga.^, Vísindaleg verk munu birtast í hverju hefti tímaritsins ásamt ýmsum daglegum verkefnum sem aðstoðað geta bæði kenn- ara og nemendur ’við að ná valdi á rússneskri tungu. Auka- efni tímaritsins verða ritgerðir sovézkra rithöfunda, bók- menntagagnrýni, greinar um leikhúsmál, kvikmy.ndir og blaðamennsku. Er tilgangurinn sá að auka þekkingu lesand- ans á lífi Sovétþjóðanna, vís- indum. bókmenntum og list- um. Tímaritið er ætlað kennurum, nemendum sem nokkuð eru komir áleiðis í rússnesku og öðrum er óska að auka þekk- ingu sína á rússneskri tungu. . „Rússnesk tunga í útlöndum“ mun koma út ársfjórðungslega á rússnesku. Viðauki tímaritinu verða grammófón- plötur, framburðaræflngar, — textar og dæmi úr rússnesku nútímamóli. Áskriftagjald fyrir eitt ár er kr. 245.00 sem greiðist fyrir- fram við þöntun. Sýnishom af • tímaritinu verða væntanlega til sýnis í verzluninni fstorg h.f., Hallveigarstíg 10, Reykjavík, P- O- Box 444, og er þar tekið á móti áskriftum. Eldur í vinnuskúr Á sunnudagsmorguninn kl. 9,34 var lögreglunni í Kópavogi til- kynnt að eldur væri laus í gömlu íbúðarhúsi að Álfhólsvegi 107. Nokkuð er síöan hætt var að búa í húsinu sem er ein hæð og var það notað sem vinnuskúr og geymsla fyrir hús í bygginguþar 1 grenndinni. Húsið brann allt áð innan en einhverjum verðmæt- um var bjargað svo sem vinnu- fötum og öðru slíku. Ekki er kunnugt um eldsupptök. Á mánudagsmorgún var lög- reglan í Reykjavík kölluð að Grandavegi 36 en þar var eld- úr í rusli í gömlum þurrkhjalli. Ekki er heldur kunnugt umelds- upptök í þessu tilíelli en lítið með í tjón mun hafa orðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.