Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. marz. 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Þíngkosningarnar í Frakklandi Kommúnistar eini flokkurínn sem hækkaði hlutfallstöluna Bættu við sig rúmri miljón atkvæða síðan í fyrri lotu kosninganna 1962 — Ósigur fylgismanna NATO Nánari fréttir hafa nú bor- izt af úrslitum í fyrstu lotu kosninganna til franska þjóð- þingsiíis sem fram fór á sunnudaginn var, og verður af þeim ljóst að kommúnist- ar vorti eini flokkurinn sem hækkaði hlutfallstölu sína frá því í fyrri lotu kosning- anna 1962. Frásögn sjónarvottar eftir ferð til Kína: Kínverjar una vel sínum hag og menningarbyltingunni líka Fréttaritari ,.l’Unitá“ í París telur það sérstaklega athyglisvert að kommúnistar juku nú kjör- fylgi sitt um 1.026.000 atkvæði frá því í fyrri lotunni 1962, fengu nú 5.029.808 eri höfðu 4.003,553. Fylgi þeirra hefur þannig auk- izt um fjórðung, en vegna fólks- fjölgunar á síðasta kjörtímabili og aukinnar kjörgóknar hækkaði þessi mikla atkVæðaaukning hlut- fallstölu flokksins ekki verulega, aðeins úr 21,84 prósentum upp f 22,46 prósent, en athyglisvert er, segir fréttaritarinn, að kommún- istar voru eini stóri flpkkurinn sem hækkaði hlutfallstölu sína. Flokkur gaullista, UNR og bandamenn hans (UNR-UDT, fylgismenn Giscards fyrrverandi fjármálaráðherra, og „óháðir lýðveldissinnar”), hélt hins vegar aðeins í horfinu, þótt hann bætti einnig við sig atkvæðum, ?n hann fékk nú 8.453.512 atkvæði. fllutfallstala þessa kosninga- bandalags lækkaði nokkuð frá þvi 1962, eða úr 37,88 í 37,75%. Vinstribandalag lýðræðissinna og sósíalista hlaut 18,79 þrósent og 4.207.166 atkvæði. Það getur vel við þá útkomu unað, en engu að síður fékk bandalagið lægri hlutfallstölu en þcir flokk1 ar sem að því standa (sósíal- demókratar, róttækir og aðrir vinstrimenn) , fengu samtals í kosningunum 1962, þegar beir buðu fram hver í sínu lagi. Þá var samanlögð hlutfallstala þeirra 20.33 prósent. Hinsvegar jókst at- kvæðatalan um hálfa miljón eða svo, úr samanlagt 3.718.378 f fyrri lotunni 1962. Óháði sósíalistaflokkurinn (P- SU), flokkur Mendes-France, fékk nú 506.592 atkvæði, eða nokkru fleiri en 1962 (427.467), en hlutfallstala 'hans lækkaði úr 2.33 prósentum 1962 í 2,26. Stærsta fylkingin. Samanlagt fengu vinstriflokk- arnir þrír nú 9.743.566 atkvæði og 43,41 prósent og þannig tæp- lega 1,3 miljón fleiri atkvæði en gaullistar og bandamenn þeirra. Vinstriflokkamir myndu vera sterkasta aflið á þingi ef hlut fallskosningár væru í Frakklandi. Það hefur verið reiknað út að af 470 þingmönnum sem kosnir eru í Frakklandi sjálfu (16 eru kjömir í hlutum franska ríkis- ins í öðrum heimsálfum) myndu vinstriflokkamir við hlutfalls- kosningar hafa fengið 203" þing- menn, en gaullistar og banda- menn þeirra aðeins 177. Komm- únistar hefðu fengið 105. Vinstri- bandalagið 88 og PSU 10. * * Ósigur NATO-sinna. Af því sem hér ‘hefur verið rakið verður ljóst að ekki háfa orðið verulegar breytingar á styrkleika þessara höfuðfylkinga í frönskum stjórnmálum. öðru máli gegnir um „Miðbandalag* (Centre Democratique) Lecanuets, sem miðaði kosningabaráttu sfna aðallega við gagnrýni á stefnu de Gaulle í utanríkismálum gagnrýndi afstöðu hans til Atl- anzhafsbandalagsins, fjandskap hans við Bandaríkin og andstöðu við aðild Breta að EBE. Mið- bandalagið sem að mestu saman- stendur af fyrrverandi fylgis- mönnum kaþólska flokksins MRP og „óháðum“ íhaldsþing- mönnum fékk nú 12,79% atkvæða en aðstandendur þess fengu Hans Granqvist, sem er fréttaritari þlaða á Norðurlönd- um — m.a. danska blaðsins „Information“ — í Hongkong rekur í fréttapistli þaðan frásögn kínverskrar konu sem búsett er í Hongkong en nýlega fór að heimsækja ættingja sína í Kína. Segir hann að lýsing þessa sjónarvottar á hög- um og viðhorfum manna í Kína nú sé ein sú athyglisverð- ™. sjoðþurrð asta sem þaðan hafi borizt. Mendes-France sem bauð sig fram fyrir PSU í Grenoble tókst ekki i fyrri lotu að fá fleiri atkvæði en frambjóðandi gaullista, en þó er búizt við því að hann muni ná kosningu á sunnudaginn kemur — með tilstyrk kommúnista. MYNDIN' er tekin af honum, dauð- þreyttum, að loknum síðasta kosningafundinum. samanlagt í fyrri lotu kosning- anna 1962 16,74 prósent og Lec- anuet fékk um 16 prósent í for- setakosningunum 1965. Það er þannig ljóst að yfirgnæfandi meirihluti franskra k.iósenda styður meginatriði utanríkis- 1 stefnu de Gaulle. Granqvist segir að þessi kín- verska kona taki sjálf enga af- stöðu til þess sem verið hefur að gerast í Kína og reyni ekki að koma á framfæri neinum skoð- unum öðrum en sínum eigin. Hann hefur þetta m.a. eftir henni: — Fólkið virðist una vel hag sinum og leggur menningarbylt- ingunni lið af furðulegum ákafa. En allir vita að hún mun taka enda, eins og allar fyrri herferð- ir, og að lífið mun aftur færast í samt horf. Menn láta sér orð- ið í léttu rúmi liggja þótt þeir séu gagnrýndir. Gagnrýnin er ekki auðmýkjandi. Bændum er það efst í huga að bæta kjör sín. Og það hefur * þeim tekizt eins og 1962. Margar konuf geta nú eignazt sínar eigin saumavél- ar og þær sauma föt á sjálfar sig og sína. Fyrir nokkrum ár- um voru aðeins tvær saumavélar í bænum: nú er saumavél á nærri þvi hverju heimili. Fólk reynir að gera tilveruna lítið eitt skemmtilegri og þá verða fötin fyrst fyrir. Það saumar sér ekki fatnað meö vesturlenzku sniði, enda hefur menningarbylt- ingin bannað það, en það reynir að auka fjölbreytnina í klæða- burði. Matvæli eru nóg, en enginn í- burður á sér stað. Bændur lifa mest á hrísgrjónum ásamt með dálitlu af grænmeti, saltfiski eða fleski. Tvisvar á ári fá þeir laun sín staðgreidd frá alþýðu- kommúnunum og þar sem þeir komast af á sinni eigin fram- leiðslu geta þeir varið peningun- um til kaupa á saumavél. útvarpi eða reiðhjóli. Stúlkurnar sem létu stutt- klippa sig á fyrsta skeiði menn- ingarbyltingarinnar láta nú hár sitt vaxa aftur. Menn hlíta ekki öllum ákvörðunum sem teknar eru í Peking: sumt gamalt fólk hélt þannig nýárið hátíðlegt með því að brenna reykelsi i minn- ingu foreldra sinna. Bændur hafa fallizt á manna- skiptin í flökknum. Þeir segja að umturnunin geti leitt til þess að hagur þeirra batni. Þeir telja gagnrýnina mestmegnis réttmæta — einkum gagnrýnina á emb- ættismenn sem sekir hafa reynzt eða annað mis- En bændur vita auðvitað líka að þótt þeir fái einhverja betri forystumenn, þá verða nýju mennirnir ekki fullkomnir. Farið verður af stað á nýjan leik eft- ir nokkur ár og þá mun aftur hreinsað til í hópi þeirra leið- toga sem nú hafa fengið völdin. Bændur láta sér fátt um finn- ast hvað gerðist í Peking. Bændur eru ekki hræddir við nýtt „stökk fram á við“ á borð við það sem tekið var 1958. Stjórnin hefur sagt þeim að hag- ur þeirra muni stöðugt batna og fram að þessu hefur það kom- ið fram. Arthur Schlesinger jr.: * Johnson er andvigur samningaviðræSum WASHINGTON 9/3 — Einn af helztu ráðgjöfum Kennedys heitins forseta og síðar Roberts bróður hans, prófessor Arthur Schlesinger jr., sagði í gær að augljóst væri að Bandaríkjastjórn vildi sem stæði engar samningaviðræð- ur um Vietnam. Oswaid og Ferrie fóru til Rubvs Schlesinger hélt þessu fram á fundi með blaðamönnum í New York í gær. Hann sagði þá m.a.: — Ef það er ekki svo, að ríkis- stjórnin vilji forðast samninga- viðræður, hvers vegna hefurhún þá hert á skilyrðum sínum og krafizt þess sem ekki var kraf- izt fyrir einu ári? Víst þykir að Schlesinger hafi ekki haldið þennan fund með blaðamönnum nema í samráði við Robert Kennedy, sem ný- liega gagnrýndi stefnu Benda- ríkjanna í Vietnam í þingræðu og lagði til að þau hættu þegar í stað loftárásum sínum á Norð- ur-Vietnam og lýstu sig jafn- framt reiðubúin til að hefja samningaviðræður innan einnar viku. Johnson forseti hafnaði alger- lega þessum tillögum Kennedys og talsmenn hans, bæði Rusk utanríkisráðherra og Westmore- land, yfirmaður bandaríska hersins í Vietnam, lýstu því yf- ir að ekki kæmi til greina að stöðva loftárásirnar á Norður- Vietnam. Bandaríkin hafa þvert á móti hert mjög hernaðarað- gerðir sínar gegn NorðurViet- nam upp á siðkastið, bæði með því að hefja skothríð úr fall- byssum á landið frá herskipum og yfir markalínuna við 17. breiddarbaug og með^ því að leggja tundurduflum í fljót og skipaskurði. Ýmsir áhrifamenn í Banda- ríkjunUm hafa tekið undir til- Framhald á 5. síðu. Jim Garrison saksóknari. DALLAS 9/3 — Starfsmenn Jims Garrisons, saksóknara í New Orleans, hafa yfirheyrt fyrrver- andi leigubilstjóra í Dallas sem segist hafa ekið með Lee Harvey Oswald og flugmanninn David Ferrie til næturklúbbs Jacks Rubys í Dallas snemma árs 1963. Bílstjórinn, Ramon Cummings, sagði að þriðji maðurinn hefði verið með þeim Oswald og Ferrie frá íbúð Rubys til næturklúbbs ins ,,Carrousel“, en um hann gat hann ekki annað sagt en að hann hefði verið við aldur. David Ferrie var einn þeirra manna sem Garrison grunar um að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða Kennedy forseta, en Ferrie fannst látinn í íbúð sinni í New Orleans áður en hægt væri að yfirheyra hann. Það var þjóðin sem reis upp / Vietnam Victor Vinde, fyrrv. ritstjóri aðalmálgagns sænskra sósíaldemókrata, lýsir skoðun sinni KAUPMANNAHÖFN 9/3 — Bandaríkjamönnum hefur skjátlazt í Vietnam. Þeir héldu að, þar ættu þeir að bæla niður minniháttar uppreisn kommúnista, en það reyndist vera uppreisn allrar þjóðarinnar, sagði hinn kunni sænski blaðamaður Victor Vinde á fundi 1 danska stúdentafélag- inu á sunnudaginn. Victor Vinde er einn kunnasti blaðamaður Svía, var um árabil fréttaritari sænskra blaða er- lendis, en tók við ‘ ritstjórn aðalmálgagns sænskra sósíal- demókrata, „Stockholms-Tidn- ingen“, sem nú hefur verið lagt niður. Hann hefur skrifað fjölda greina um Vietnam og stríðið þar og sagt frá dvöl sinni í N-Vietnam í bók. Fyirirlest- ur sinn á fundi danska stúdenta- félagsins kallaði hann „Vietnam — hið sauruga stríð“, en hann lagði á það áherzlu að hann væri enginn fjandmaður Banda- ríkjanna, heldur vinur þeirra sem vildi segja þeim sannleik- anh. Þjóðarmorð — Bandaríkin sem eru mesta herveldi heims gætu unnið hern- aðarsigur í Vietnam, en þá yrðu þau að útrýma þjóðinni. Það myndi vera þjóðarmorð, sagði Victor Vinde. Því aðeins er von um frið að Bandaríkin vilji binda endi á stríðið. Vilji Bandaríkin frið, verður að hætta loftárásunum og viðurkenna Þjóðfrelsisfylkinguna sem samn. ingsaðila, þar sem Norður-Viet- nam getur ekki samið af hálfu íbúa Suður-Vietnams. Bandarík- in myndu hins vegar vaxa í áliti ef þau kölluðu burtu her sinn úr landinu. — Almenningur í heiminum kynnist því sem er að gerast í Vietnam af áróðursskrifum. Er þar um árásarstríð kommúnista að ræða eða hafa stórveldin svikið vietnömsku þjóðina? spurði Victor Vinde og komst að þeirri niðurstöðu að síðari spurningunni bæri að svara ját- andi. 1945 lýsti Ho Chi' Minh Vietnam sjálfstætt lýðveldi, en Truman og aðpir leiðtogar stór- veldanna, að meðtöldum Stalín og Sjang Kajsék. vildu ekki við- urkerina sjálfstæði Vietnams. Hefði sjálfstæði landsins verið viðurkennt þá hefði það ekki orðið jafnháð hinum kommún- istísku ríkjum og það er í dag, sagði Vinde. Svik stórveldanna — Stríð Frakka í Vietnam var harmleikur. Frakkar lofuðu Vi- etnömum sjálfstæði og þeir leit- uðu stuðnings hjá Mao, en það dugði ekki til, sagði Vinde enn- fremur. Franski hershöfðinginn Lattre de-Tassigny setti fram þá kenningu að ef Vietnam yrði ekki undirokað myndi kommún- isminn breiðast yfir allán heim. í franska kafla Vietnamsstríðs- ins féllu 100.000 franskir her- menn og 300.000 vietnamskir, auk þeirra fjölmörgu óbreyttu borgara sem týndu lífi. Eftir ó- sigur Frakka 1954 biðu Viet- namar diplómatiskan ósigur 1954, þegar Genfarsamningarnir voru gerðir. Enn sviku stórveld- in landið. Því var skipt við 17. breiddarbaug og þá hófst harm- saga Norður-Vietnams. Harðstjórn Diems einvalda eftir 1956 leiddi af sér and- spyrnuhreyfinguna. 1957 , hélt hann því fram að kommúnistar hefðu verið brotnir á bak aftur, en 1961 var andspyrnuhreyfingin skipulögð í Þjóðfrelsisfylking- Framhald á 5. síðu. 0PNUM I DAG nýja og giæsilega veriian Kjöf- og nýlenduvörur, mjólk, brauð og fiskur Kjörbúðin LAUGARAS Norðurbrún 2. t é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.