Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 6
£ SfÐA — ÞJOÐVILJINN — Föstudagur 10. marz 1987. Provos villutruarmenn velferðarþjóðfélagsins □ Á síðari misserum hafa stundum birzt í blöðum fréttir af hollenzkum ungmennum sem kalla sig Provos og öðrum skyldum hópum — þeir kasta reyksprengjum að prinsessum stendur þar eða gera af sér annan ó- skunda. í meðfylgjandi grein reynir ungur danskur menntamaður að gera grein fyrir þessu fyrirbæri, fyrir andstöðu þessa fólks við velferðarþjóðfélag Vestur-Evr- ópu, fyrir kenningum þeirra, sumpart barnalegum og ó- raunhæfum, sumpart athyglisverðum ... AHollandi hefur á síðari ár- um færzt nýtt líf í þann gamla anarkisma með því að upp er kominn mjög athafna- samur hópur sem kallar sig Provoa (sett saman úr provok- ation — ögrun og proletariat — öreigar), sem minnir í ýmsu á stjómleysingja Provoar beindu að sér talsverðri athygli þegar þeir efndu til mótmælaaðgerða í sambandi við brúðkaup hol- lenzku krónprinsessunnar og' þegar þeim tókst í fyrra að fá mann kosinn í borgarstjóm Amsterdam. Fengu þeir 13 þúsund atkvæði — án þess að byggja á eigínlegum flokkssam- tökum. Ástæðan fyrir því að hreyf- ing eins og Provoar fær nokkum byr í segl er líklega sú, að hollenzki kapítalisminn er enn ríkari að mannfyrirlitningu en til að mynda sá danski. En þótt sá danski sé að ýmsu leyti skárri, hefur einnig orðið til í Danmörku hópur sem á margt sameiginlegt með Provtium. Hér er átt við Zenit, deild úr stúd- entasamtökunum. Einnig í Sví- þjóð, Englandi og jafnvel i Vestur-Þýzkalandi hafa sXdpað- •ar hræringar gert vart við sig, og því er ekki út í hött að kalla þetta fyrirbæri vesfur- evrópskt. Hvert er baksvið þessara Provoa-strauma á miðjum sjö- unda áratug tuttugustu aldar- innar? Höfuðóvinur Provoa er kapí- talisminn. Helztu rök Prov- o-manna gegn auðvaldsskipu- lagihu eru þessi: í kapítalisma er auðmagnið miðdepill samfélagslífs, sem leiðir til þess að maðurinn verður ekki annað en tæki kapítalismans. Sú afstaða til lífsins sem reynt er að skapa hjá hverjum einstaklingi i slíku samfélagi er sú, að skapa trú á neyzluhugsjónir sem ekki geta rætzt, en mamnlegur veruleiki, mannlegt sjálfstæði er ekki tekið með í reikninginn- Auð- ur er hamingja, auð skulu menn trúa á, eftir kapítali eiga menn að sækjast ár og síð. Persóna þín er einskis virði — penihgar þínir eru alls virði. Það eru peningamir sem ráða á vinnu.stað þínum, ekki þú sjálfur. í aúðvaldsþjóðfélagi koma stöðugt upp andst.æður milli hugsjóna kapítalismans^ sem standa utan við manninn og mannlegs veruleika — Dg maðurinn sjálfur á jafnan í vök að verjast. Það er greinilegt, að árásir Provoa á auðvaldsþjóðfélagið lúta ekki að því fyrst og fremst að það skipti iífsgæðum ójafnt á milli manna, eins og árásir klassískra sósíalista, heldur er ráðizt á auðvaldið fyrir sálræn áhrif þess á manneskjuna. I stað auðvaldsþjóðfélagsins vilja Provoar samfélag, þar sem manneskjan er ekki beygð undir utanaðkomandí áhrifa- vald, <en tekur frjálsum og sjálf- stæðum þroska í svo rfkum mæli sem unnt er. jQrovoar veitast einnig að M kommúnistnim og sósfal- demókrötum — að vísu vilji þessir flokkar afnema auðvalds- skipulagið, en aðferðir þeirra og það sem boðið er upp á í staðinn er Provoum ekki að að skapa nýja pólitíska afstöðu kjósenda. Raunverulegar pólitískar for- sendur þess að Provoar koma fram nú og hér eru þess- ar: baráttan gegn kjarnorku- vígbúnaði, brátta gegn stalín- isma, umræðurnar um firringu mannsins í auðvaldsþjóðfélagi og hentistefna sósíaldemókrata. Barátta gegn kjarnorkuvig- búnaði og gegn stalinisma hefur hvatt Provoa til að snúa sér gegn trú á áhrifavald (átorítet) og miðstjórnarvald. Umræður hann taki sjálfur ákvarðanir um tilveru sína, og vinnustað- ur hans er grundvöllur tilveru hans. Til að m&ðurinn nái þeim þroska að ráða sjálfur yfir vinnustað sínum, verður hann sjálfur að berjast fyrir valdi sínu yfir honum. Þetta þýðir að baráttan fyrir slíkri valda- töku fer fram í hverju ein- stöku fýrirtæki. Með því væri og tryggt að þessi pólitíska af- staða verði ekki notuð i þágu venjulegra þingræðisspekúla- sjóna. 1 reynd hafa Provoar bar- izt fyrir stefnu sinni með þvi Algeng sjón á síðari misserum Provoar í lögreglufylgd. skapi. BæQi sósíaldemókratar og kommúnistar vilja ^fnema kapítalismann með því að rikið taki framleiöslufækih í sínar hendur. Að vísu á að stjórna hinu sósíaldemókratíska eða kommúnistíska ríki á lýðræðis- legan hátt, þannig að maðurinn sé, a.m.k. að forminu til, mið- depill samfélagsins, en hver einstakur maður getur ekki fengið yfirlit yfir jafnstóra ein- ingu og heilt ríki. Þetta, segja ProvOar, kemur í veg fyrir að maðurinn sjálfur verði í raun og veru miðpúnktur alls, því geti maðurinn ekki haft yfir- sýn yfir sjónarspil lýðræðisins þá hefur hsnn í raun og veru mjög takmarkaða möguleika til að ráða nokkru um framvindu raála. Rfkið verður þannig^ . framandi áhrifaafl eins og auð- ' magnið. Provoar enu einnig andvígir baráttuaðferðum flokkanna. 1 kommúnistaflokkum er „lýð- ræðislegt miðstjórnarvald“ sem gerir ráð fyrir því að einstakir meðlimir flokksins lúti ákvörð- unum sem teknar eru af mið- stjórn. Provoar eru mjög and- vígir þessu, því þeir telja að með þessu móti verði flokkur- inn að áhrifavaldi sem ekki taki tillit til sjálfstæðs per- sónuleika. Provoar ráðast á sósíaldemókrata (og sumpart einnig á kommúnista) vegna þess að þessir flokkar vinni að- eins á þingræðisvettvangi fyr- ir stefnumálum sínum. Styrkur flokka á þingi verður aáltaf, segja þeir, endurspeglun af pólitískri afstöðu kjósenda. Þetta þýðir að ef menn láta sér vettvang þingræðis nægja hljóta menn einfaldlega að að- laða sig afstöðu kjósenda, og láta eigin afstöðu lönd og leið — en á þann hátt ná menn ekki raunverulegum pólitískum árangri — mönnum tekst ekki um firringu mannsins hafa orðið til þess að Provoar ráð- ast fyrst og fremst á kapítal- ismann fyrir sakir sálrænna á- hrifa hans á mannfólkið og sumpart til þess að þeir eru andsnúnir því að ríkið taki framleiðslutækin í sínar hend- ur. Hentistefna sósíaldemókrata hefur espað Provoa gegn þing- ræði- Aþessum forsendum setja Provoar fram stefnuskrá sem hljómar á þessa leið: Þeir vilja sósíalisma án miðstjómar- valds, sem byggist á því að maðurinn ráði sjálfur yfir sín- um vinnustað. Það er forsenda fyrir sjálfstæði ménnsins, að að koma valdakerfinu í klípu eftir mætti í þeim tilgangi að „styrkja manninn sjálfan". Þeir reyna að brjóta niður traust manna á valdsmönnum og stofnunum og hefðum o. s. frv. Með ögrunum sínum vilja Provoar neyða menn til að taka hugsjónir sínar til endur- skoðunar, til að hugsa á nýjan hátt. Þeir vjlja ögra yfirvöld- unum til að taka fljótfærnisleg- ar ákvarðanir, sem geri þau ó- vinsæl og beini mönnum inn á veg þess stjórnleysis sem þeir boða. Verkam&nnaflokkarnir hafa, segja þeir, brugðizt bylt- ingarstefnumiðum sínum, ögr- unin er okkar síðasti mögu- leiki til að fá manninn til að rísa upp..... Aðstoi vii aldrai fólk í umferiinni Það er staðreynd, að aldrað það verði að sýna þolinmæði fólk biður sjaldan um aðstoð í og ganga ekki út á akbrautina umferðinni. Það vill í flestum fyrr en hæfileg eyða verður á tilfellum helzt bjargast sjálft, þrátt fyrir þá heilsubresti, sem aldurinn hefur í för með sér: bilaða sjón, rýrnandi heyrn, seinni viðbragðsflýtir, stirðar hreyfingar og erfaðan gang. Umferðarskýrslur sýna, hve mikil hætta öldruðu fólki er búin í umferðinni. Eftir erlend- um heimildum mun 3. hver fót- gangandi, sem ferst í umferðar- slysum vera kominn yfir sex- tugt. Úr þessu er meðal annars hægt að bæta, ef yngra fólkið, sem sér betur, ef hætta er á ferðum og sem verður ekki gripið ótta, tekur tillit til aldr- aða fólksins — já, blátt áfram gætir þess og hjálpar því á all- an hátt. Ræðið umferð við aldraðfólk og segið þvi, án þess að hræða það, hversu hættulega þér álít- ið umferðina vera. Hvernig getið þér hjálpað aldraða fólkinu? Útskýrið að það sé óheppi- legt, að ferðast yfir aðalum- ferðartímann til þess að kom- ast á ákveðinn stað, getum við oft valið leið, sem er öruggari en önnur vegna þess að þar eru t.d. gangbrautir eða gatnamót þar sem umferðarljós eru. Gerið þeim Ijóst, að ómögu- legt er fyrir ökumenn að „stöðva á staðnum" og að öku- tæki — ekki sízt í myrkri — aki oft hraðar en maður gerir sér grein fyrir og að hemlun- arvegálengdin lengist í’ úrkomu og háfku. Reynið að gera þeim ljóst, að milli farartækjanna, sem eru á ferð. Akandi umferð kemur oft í bylgjum, einkum í borgum, vegna bess, að ökutækin verða að nema staðar annað slagið við umferðarljós. Sé maður nægilega þolinmóður verður næstum alltaf hlé, sem gerir okkur kleift, að ganga örugg yfir akbrautína. Þegar þér hjálpið aldraða fólkinu. Ef þér eruð akandi — verið þá sérstaklega vel á verði er þér sjáið aldrað fólk, gangandi eða akandi, nætri yður — og verið viðbúin að þurfa að hemla snögglega. Ef þér eruð gangandi — þá bjóðið öTdruðu fólki, sem þér sjáið, að ætlar yfir götuna, hjálp yðar. Að sjálfsögðu mun það þakksamlega þiggja þá að- stoð. Þegar þér hjálpið öldruðu fólki yfir akbrautina, þá er mikilvægt, að þér sýnið, hversu vandlega þér lítið í kring um yður, áður en þér gangið út á ákbrautina og að bér gangið á markaðri gangbraut eða -við gatnamót, jafnvel. þótt bér burf- ið að taka á yður svolítinn' krók til þess. 'Á þennan hátt öðlast aðstoð yðar tvöfalt gildi. Aldr- aða fólkið æfist í mikilvægustu reglum gangandi vegfarenda, um leið og það nýtur aðstoðar yðar. Ef þér gangið með öldruðu fólki á dimmum vegi, þar. sem hvorki er gangstétt eða gang- Framhald á síðu 3. Dýralœknar styðja kröfur Bandalags Hóskólamanna Þjóðvi’ljanum hefur borizt eft- irfarandi samþykkt sem Dýra- læknafélag íslands hefur gert á fundi í félaginu: „Dýralæknafélag fslands bein- ir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún beiti sér nú þegar fyrir þeirri breyt- ingu á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 55/1962, að Bandalagi Háskóla- manna verði falið að fara með samningsrétt um laun og önnur kjör háskólamenntaðra manna í opinberri þjónustu. Innan vébanda B.H.M. eru nú 12 stéttarfélög háskólamennt- aðra manna og kvenna með um 1409 félaga, eða nær alla há- skólamenntaðra íslendinga. Því verður ekki, að óreyndu. trúað að ríkisvaldið beri ekki það traust til þessara samtaka að þeim sé ekki vel treystandi tii þess að túlka sjónarmið há- skólamenntaðs fólks og að semja um kjör þess. Dýralæknafélag íslands mót- mælir eindregið þeirri hugmjmd B.S.R.B. að samningsréttargjald ,á alla ríkisstarfsmenn verði lög- fest. Dýralæknafélag íslands legg- ur áherzlu á, að ríkisstjórnin virði ekki lengur að vettugi þær eðlilegu kröfur háskólagenginna manna, að fá rétt til að semja um launakjör sín á vegum eig- in samtaka og þurfa ekki leng- ur að hlíta, í þeim efnum, for- sjá samtaka, sem við erum ekki aðiiar að og óskum eigi að fari með kj arasamninga stéttarinn- Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur Reykvískir sjómenn vilja endurnýjun togaraflotans Aöalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur var haldinn í Tjamarbúð sunnudaginn 26. fébrúar sl. 1 upphafi fundar var lesin fundargerð siðasta fundar og hún samþykkt athugasemda- laust. Þá minntist formaður þeirra 13 manna er fallið höfðu frá á liðrm starfsári og vottuðu fundarmenn þeim virðingu sína og aðstandendum samúð með því að rísa úr sætum. Formaður flutti því næst skýrslu stjómar og gat þess helzta er gerzt hefði milli að- alfunda. Síðan voru lesnir og skýrðir reikningar félagsins endurskoð- aðir af Iöggiltum endurskoð- endum. Reikningamir sýndu að s'kuldlausar eignir félagsins vora í ánslok kr. 4.144.289.29. Eignaaufcning á árimx hafði orðið kr. 1.013.897 31. Nokkrar nmræður urðu um skýrslu stjómar og reikning- ana en að þeirn loknum voru reikningamir samþykfctir eirt- róma. A árinu höfðu 82 gengið í fé- lagið, 18 s&gt sig úr þvi og 60 strikaðir af félagsskrá vegna skulda. Om áramót töldust fé- lagsmenn vera 1743. Á fundinum var lýst stjóm- arkjöri en stjómin varð sjálf- kjörin að kvöldi 20. nóv. sl. þar sem aðeins einn listi barst áður en f ramboðsf res tur var úti, en það var listi stjómar og trúnaðarmannaráðs félags- ins. I stjðrn eru: Formaður: Jön Sigurðsson, Kvisthaga 1. Vara- formaður: Sigfús Bjarnason, Sjafnargötu 10. Ritari: Pétur Sigurðsson, Goðheimum 20, Gjaldkeri: Hilmar Jónsson, Nesveg 37. Varagjaldkeri: Pét- ur Thorarensen, Laugalæk 6. Meðstjómendur: Karl E. Karls- son, Skipholti 6 og Öli J. Barð- dal, Rauðalæk 59. Varamenn í stjórn: Bergþór N- Jónsson, Kleppsveg 56, Jón Helgason, Hörpugötu 7 og Sig- urður Sigurðsson, Gnoðavogi 60. Árgjöld félagsmanna voru á- kveðin þau sömu og voru á sl. ári, þ.e. kr- 1.000.00 'og inntöku- gjald kr. 100.00. Þegar hinum eiginlegu aðalfúndarstörfum var lokið, voru tekin fyrir ýmis mái, en að umræðum loknum voru samþykktar einróma ýms- ar tillögur og áskoranir. 1 þessum tillögum er lýst stuðningi við ýms frumvörp sem fram hafa komið eða sam- þykkt hafa verið á f>ingi og varða hagsmunamál sjómanna. í einni samþykktinni er varað við ofveiði. Þá var og sam- þykkt Rvofelld tilíaga um end- urnýjun togaraflotans: Framhald á sfðu 8.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.