Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 2
2 SfÐA — ÞJÖÐVTUTNN — Föstudagur Xfl. marz 1967. lánssktrteini, sem er um 12% 1 meira en árið 1965. Inn komu fyrir lánsskírteini rúmar 187 þúsund krónur. BókabíU. Af nýjum verkefnum, sem fyrir liggja á því ári, sem nú er hafið, ber að nefnai hér kaup á bðkajbíl. Athugun fer nú fram um slík kaup, sbr. heim- ild frá borgarráði 2. nóvember sl. Ekki liggja þó enn fyrir. fullnaðar niðurstöður af þeim athugunum. Vonir standa til, að bókabíll geti tekið hér til starfa síðast á árinu 1967. Mundi hann baeta mjög aðstöðu þeirra, sem búa fjarri safninu eða útibúum þess, til útvegun- ar á bókum- Mun bíllinn ganga einu sinni til tvisvar í vi'ku út í hvert borgarhverfi, sem ekki hefur bókasafn, og standa við einn til tvo tíma á hverjum stað, en skammt verður milli biðstöðva. Húsnæðismál. Eékaeigit Borgarbókasafns komin yfir 100 |>ijs. bindi P Á síðasta ári voru keyptar um 13.700 bækur til Borgarbókasafns Jteykja- víkur og komst þá bóka- eign safnsins nokkuð yfir hundrað þúsund bindi. Lán- uð voru út á árinu 290.187 bindiyog er þar um 8,8% aukningu að ræða Stairfsemi Borgarbókasafns Reykjavíkur fór eftir líkum leiðum og árin á undan. Deild- ir safnsins voru hinar sömu og áður og einni bætt við, hjnn 15. nóvember. Er það útlánadeild fyrir böm í Laug- arnesskólanum. Var þar áður lesstofa fyrir nemendur skól- ans, sams konar og í þremur öðrum skólum bórgarinnar — Miðbæjarskóla, Austurbæjar- skóla og Melaskóla. Þessa nýju útlánsdeild nota einkum nem- endur úr Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Hinn 30. júní lét Snorri Hjairtarson af störfum við safn- ið sem borgarbókavörður, en við tók Eiríkur Hreinn Finn- bogason. Aðrir starfsmenn við safnið voru til 15. nóvember 20, en eftir það 21- í ársbyrjun höfðu 13' þessara starfsmanna fullt 6tarf, þ«. 38 stundir í viku. Bókakaup. — Innan sviga eru ssmsvar- andi tölur fyrir árið 1965. — Bókaeign safnsiiis var í árslok 100.852 (92.840þ bindi. Árið 1966 '^voru keyptar í bókasafnið 13.699 (8.793) bækur fyrir kr. 1-840.094 (1.218.413.11). Af þessum bókum voru 9-652 (6.691) skáldrit, en 4.047 (2.102) bækur um fræðileg efni. Með- alverð keyptra bóka í safnið á árinu var kr. 134.00 (139.00) Meðalverð hefur því lækkað, þótt verð íslenzkra bóka hafi hækkað allmikið og er sú lækk- un vegna hagkvæmra kaupa á eldri íslenzkum bókum og einn- ið hefur verið keypt allmikið af erlendum bókum í vasa-/^ brotsútgáfum, sem verða' æ al- gengari víða um lönd og um leið vandaðri án þess að verðið hækki. títlán. Bókaútlán safnsins voru sam- tals á árinu 290.187 bindi (266. 187). Otlánaaukning frá fyrra ári er því samtals 23.289 bindi sem er um 8,8 af hundraði. Á árinu voru lánuð 128 (117) skipasöfn fil 31 (28) skipa. Lán- aðar voru\út 12-927 bækur á er- lendum málum (9.719) bindi — þar af 4.885 á dönsku og 4.467 á ensku. í útlárium verður hlutur skáldrita á íslenzku langsam- lega mestur eða 232.767 bindi. Næst ganga bækur um sagn- fræði — 21.424 bindi. Á árinu voru seld 18.753 Húsnæðisskortur háir nú mjög allri þróun í starfsemi Borgarbókasafnsins. Svo þröngt er orðið um aðalsáfnið við Þingholtsstræti, að þar verður engin starfsemi aukin frá því sem nú er, og er allmiklum erfiðleikum bundin sú starf- semi, sem þar fer fram. Eru bæði bókageymslur allt of þröngar sem og útlánasalur og þó ekki sízt það húsnæði, þar sem öll innri vinrjan í safninu fer fram, þ.e. flokkun og skrá- setning bóka, bókbandsvinna og skrifstofuvinnu. En allt það starf hefur aukizt mjög síðustu ár bæði vegna aukinna bóka- kaupa, útlána og bókbands- vinnunnar, sem í rauninni er ný f safninu, en krefst mikils húsrýmis, ef vel á að ganga. Því er brýn nauðsyn, að safnið fái sem fyrst nýtt bókasafns- hús. Er gert ráð fyrir, að það verði reist f nýja miðbænum í Kringlumýri. (Skv. skýrslu borgarbóka- varðar). Theodór B. Líndaí í mannréttinde- nefnd Evrópu Tilkynnt hefur verið í Stras- bourg, að ráðherranefnd Evrópu- ráðsins hafi kjörið Theodór B. Líndal prófessor til að takasæti f mannréttindanefnd Evrópu. Nefndin starfarsamkvæmtmann- réttindasáttmála, Evrópu og fjall- ar um kærur vegna brota á 4- kvæðum hans. Sigurgeir Sigur- jónsson, hæstaréttarlögmaður, sem átt hefur sæti í mannrétt- indanefndinni, hefur nýlega beð- izt lausnar frá starfinu. Meira af svo góðu! Upp er komið eitthvert al- varlegasta fjárdráttarmál sem um getur í sögu þjóðarinnar, einstæð misnotkun Framsókn- arflokksins á opinberu fé. Það er' nú sannað mál að Ólafur Ragnar Grimsson, einn af yngstu leiðtogum Framsókn- arflokksins, lét ríkisútvarpið greiða fyrir sig hálft flugfar- gjald til Vestmannaeyja, en þar safnaði hann efni í út- varpsþátt og flutti jafnframt ræðu á fundi Félags ungra Framsóknarmanna. Hefur Morgunblaðið ljóstrað upp um þetta einstæða hneyksli og skrifað margar greinar af þessu tilefni, logandi af sið- ferðilegri vandlætingu; sgin- ast í gær segir blaðið í for- ustugrein: „Hér er um mjög alvarlega misnötkun að ræða, sem vafalaust er einsdæmi i sögu útvarpsins og sýnir næsta ótrúlega ósvifni af hálfu starfsmanns Framsókn- arflokksins að misnota á þennan hátt það traust, sem honum var sýnt með því að fela honum stjórn útvarps- þáttar“. Skýrt hefur verið frá því að hin alvarlega misnotkun, einsdæmið og ósvífnin hafi í krónum talið numið hvorki meira né minna en tæpum 500 kr. — segi og skrifa fimm hundruð krónum — og má af því marka hvílíkt keppi- kefli það hlýtur að hafa ver- ið Framsóknarflokknum að klófesta þvílíkan feng og hvert skakkafall þetta mál er fyrir sjóði ríkisútvarpsins. Þarf að gera gangskör að því áð endurheimta þessa fjár- muni alla hjá Framsóknar- flokknum, og ætti honum að takast að standa skil á þeim, til að mynda með því að efna til almennra samskota. Jafnframt er þess að vænta að Morgunblaðið gangi nú á lagið, greini frá dæmum um aðra menn sem sótt hafa fé í opinberá sjóði til ferðalaga en sinnt jafnframt pólitískum áhugamálum sínum. ’ Þyrfti flatarmál þeirra greina að standa í réttu hlutfalli við upphæðir þær sem um er að ræða, þótt Morgunblaðið yrði þá að vísu að gerast stærsta blað í heimi. Ráðizt á dómsmálaráðherra Enn heldur Marshallpressa Morgunblaðsins áfram að endurprenta gamlar dylgjur um prentvélakaup Þjóðvilj- ans. Reynir blaðið i gær að gera það tortryggilegt að prentsmiðja Þjóðviljans hafi á sínum tíma keypt tvær prentvélar. Það er rétt að fyrst var keypt gömul prent- vél af íhaldsblaðinu Natio- nal-Tidende í Danmörku, en hún var svo stór að yfir hana hefði orðið að reisa sér- stakt hús. Því var það ráð tekið af fátæktar sökum að selja þá vél, þegar kostur var é prentvél í Gautaborg sem unnt var að koma fyrir í húsnæðinu við Skólavörðustíg. Útborganir til þessara kaupa voru yfirfærðar á venjuleg- an hátt af íslenzkum yfir- völdum, og lán í því skyni veittu þrír ríkisbankar. Al- gangurinn var eins og marg- sinnis hefur verið skýrt frá greiddur með láni sem sænsk- ur banki veitti gegn tryggingu frá Útvegsbanka fslands, en Jóhann Hafstein, þáverandi bankastjóri, veitti Þjóðviljan- um hina beztu fyrirgreiðslu við að koma þeim viðskiptum í krirfg. Dylgjur Morgunblaðsins um þetta efni eru því fyrst og fremst árásir á Jóhann Haf- stein; komi rúblur við þessa sögu hlýtur Jóhann að vera meðalgöngumaður. Er þess að vænta að núverandi dóms- málaráðherra uni ekki jafn blygðunarlausum árásum öllu lengnr, svo uppnæmur sem hann hefur reynzt fyrir ‘ann- arskonar gagnrýni að undan- fömu. — Austri. Staða aðstoðar/æknis við lyflæknisdeild Borgarspdtalans, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15. júní n.k. til eins árs í senn. Laun samkvæmt samningi Reykjavíkur- borgar og Læknafélags Reykjavíkur. Upplýsingar varðandi stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsuvemdarstöðinni, fyrir 1. maí. Reykjavík. 8 marz. 1967 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Vélrítunarstúlka getur fengið starf við ritsímastöðina í Reykjavík (vaktavinna) frá 1. aríl n.k. Umsóknir, þar sem getið er aldurs og menntunar, sendist mér fyrir 20. þ.m. RITSÍM AST J ÓRINN. SKYNDISALAN heldur áfram í dag. — Notið tækifærið! TÖSKUBÚÐIN Laugavegi 73. -----------------------I ATHUGID Getum bætt við okkur klaaðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. Góðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. í BLAÐADRílFING Blaðburðarböm óskast í eftirtalin hverfí: Laufásveg — Skipholt — Hverfisgötu II. Tjamargötu — Vesturgötu — Höfðahverfi. Auglýsingasími Þjóðviljans 17 500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.