Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 10
r IQ A — ÞJÖÐVXLJINN — Föstndagaí’ 10. mæez W8IÍ. -----------------------------------:---------------- L 11 ' -----------■ L JOHN FOWLES: SAFNARINN 10 í kjallaranum. Ég er svona gerð- ur, ég er stundum fljótur á mér, tek áhættu sem aðrir myndu ekki taka. Ég sé til, sagði ég. Ég þurfti að gera ýmsar undirbúningsráð- stafanir. — Ef ég lofaði við drengskap minn, myndi ég ekki svíkja það. í»að er ég viss um, sagði ég. Og það var nú það. í>að var alveg eins og þetta hefði hreinsað loftið. ef svo mætti segja. Ég bar virðingu fyrir henni og hún bar virðingu fyrir mér eftir þetta. Hið fyrsta sem hún gerði var að skrifa lista yfir alit sem hún vildi fá. Ég varð að finna listaverkasala í Lewes og kaupa sérstakan papp- ír og alls konar blýanta og hitt og annað: sepiabrúnt og túss og pensla, sérstakar styttur og stærðir og gerðir. Svo var þetta ýmsa úr apótekinu: lykteýðir og þess háttar. Það var hættulegt að kaupa dömuvörur sem gátu ekki verið handa sjálfum mér, en ég tók áhættuna. Svo skrif- aði hún upp mat sem ég átti að kaupa, hún varð að fá ný- malað kaffi og mikið af ávöxt- um og grænmeti — hún lagði mikla áherzlu á það. Hvað sem því leið þá skrifaði hún síðan næstum daglega hvað við þyrft- um að kaupa, hún var vön að segja rtiér líka hvernig ég ætti að meðhöndla það, það var al- veg eins og að eiga konu, veika konu sem maður þurfti að verzla fyrir. Ég var varfærinn í Lewes, ég fór aldrei í sömu búðina tvisvar í röð, til þess að þeim fyndist ekki sem ég keypti mik- ið handa einum manni. Ein- hverra hluta vegna hélt ég allt- af að fólk gæti séð að ég byggi einn í fyrsta skipti keypti ég líka grammófón. Bara lítinn fón, en ég verð að segja að hún sýndist ósköp ánægð, ég kærði mig ekki um að hún vissi, að ég hefði ekkert vit á tónlist, en ég sá plötu með einhverri tónlist eft- ir Mozart, svo að ég keypti hana. Það voru góð kaup, henni' líkaði hún og féll líka vel við mig fyrir að hafa keypt hana. Einn daginn, miklu seinna, þeg- ar við sátum og vorum að hlusta á hana, sat hún og grét. Ég á við að hún var með tárvot augu. Seinna sagði hún að hann hefði verið helsjúkur þegar hann skrif- aði þessa tónlist og hefði vitað að hann myndi brátt deyja. Mér fannst þetta vera alveg eins og Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð*(lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SÍMI 33-968. öll önnur tónlist, en hún var auðvitað músíkölsk. Jæja, en daginn eftir fór hún aftur að nauða um að fá bað og ferskt loft. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera; ég fór upp í baðherbergið til að hugsa um þetta án þess að ég 'lofaði einu eða neinu. Baðherbergisglugginn var fyrir ofan bíslagið við kjall- aradyrnar. Sneri að bakhliðinni og það var öruggast. Loks sótti ég nokkra planka og festi þá yf- ir gluggann með þriggja tommu skrúfum, svo að hún gæti ekki gefið ljósmerki eða klifrað út. Ekki svo að skilja að líklegt væri að neinn væri á ferðinni á þessum slóðum svona seint. Þannig gekk ég frá baðherberg- inu. Hið næsta sem ég gerði var að láta sem hún væri með mér og við færum saman upp úr kjallaranum til að athuga hvar hættulegustu staðirnir 'væru. Herbergin á neðri hæðinni voru með tréhlerum fyrir að innan- verðu, það var auðvelt að setja þá fyrir og festa þá (seinna út- vegaði ég mér hengilása), þannig að hún gæti ekki gefið merki gegnum gluggana og engir for- vitnir gætu kíkt inn um glugg- ana utan frá. í eldhúsinu gætti ég þess vandlega að allir hníf- ar og þess háttar væru utan seilingar. Ég hugsaði mér allt sem hún gæti fundið upp á til að reyna að flýja og loks var ég öruggur um að öllu væri óhætt. Jæja, eftir kvöldmat byrjaði hún aftur að þusa um baðið og ég leyfði henni að nudda dálitla stund og svo sagði ég: Allt í lagi, ég tek áhættuna,' en ef þér standið ekki við loforð ýðar, verðið þér að vera hér um kyrrt. — Ég er ekki vön að svíkja loforð. Viljið þér gefa mér dreng- skaparorð yðar? — Ég legg við drengskap minm að ég skal ekki reyna að flýja. Eða gefa merki. — Eða gefa merki. Ég verð að binda yður. — En það er móðgun. Ég myndi ekki lá yður það þótt þér svikjuð loforð yðar, sagði ég. — En ég ... hún lauk ekki við setninguna, hún yppti að- eins öxlum og sneri sér við og hélt höndunum fyrir aftan bak. Ég hafði tekið með mér klút, til þess að reipið særði hana ekki, ég batt hana ramlega, en ekki svo að það meiddi hana, svo ætlaði ég að kefla. hana, en fyrst fékk hún mig til að safna saman þvottadótinu sem hún þurfti með og (það gladdi mig) húh hafði tekið til dálítið af fötunum sem ég hafði keypt. Ég gekk á undam og hélt á dótinu upp stigann í ytri kjall- aranum og hún beið þangað til ég var búinn að opna dyrnar og kom upp þegar ég sagði til, þegar ég var búinn að ganga úr skugga um að enginn væri í nánd. Það var auðvitað mjög dimmt, en heiðskírt og það var hægt að sjá fáeinar stjörnur. Ég hélt fast um handlegginn á henni og lét hana standa þarna í fimm mínútur. Ég heyrði að hún dró andann djúpt. Þetta var mjög rómantískt, höfuðið á henni náði mér rétt í öxl. , Þér heyrið að þetta er mjög afskekkt, sagði ég. Þegar tíminn var liðinn (ég varð að draga hana inn með mer), fórum við inn um eldhúS- ið og borðstofuna og inn í for- stofuna og upp stígann að bað- heeberginu. Það er engirm lás á dyran- um, sagði ég. Þér getið ekki einu sinni lokað, ég festi klossa, í milli, en ég skal ekki angra yður svo framarlega sem þér standið við orð yðar. Ég verð héma fyrir utan. Það var stóll á stigapallinum fyrir framan. Nú skal ég losa bandið af höndunum á yður ef þér lofið því að hrófla ekki við keflinu. Kinkið kolli. Já, hún gerði það, svo að ég losaði af henni bandið. Hún neri úlnliðina dálítið, bara til að ergja mig býst ég við, og svo fór hún inn i baðherbergið. Allt gekk vel, ég heyrði hana baða sig, heyrði skvampið og allt það, allt var eins og það átti að vera, en mér brá í brún þegar hún kom út. Hún var ekki með keflið.' Það var eitt áfallið. Hitt var það, að hún var svo breytt í nýju fötunum og með nýþvegið hár, sem hékk vott og slegið niður á herðarn- ar. Hún virtist einhvern veg- inn mýkri, já yngri; ekki svo að skilja að hún hefði nokk- urn tíma verið hörkuleg eða ljót. Ég hlýt að hafa verið und- arlegur ásýndum, reiðilegur vegna keflisins og um leið ófær um að reiðast vegna þess hve falleg hún var. Hún talaði í miklum flýti. — Heyrið mig, það var farið að meiða mig svo mikið. Ég hef lagt við drengskap minn. Ég geri það aftur. Þér getið keflað mig aftur ef þér viljið — núna. En ef ég hefði viljað æpa, þá væri ég búin að gera það fyrir löngu. Hún rétti mér keflið og það var eitthvað í svip hennar sem gerði það að verkum að ég gat með engu móti keflað hana aftur. Ég sagði: það bjargast með hendumar. Hún var í græn- köflótta skokknum, ,en í einni fif blússunum sem ég hafði keypt og ég geri ráð fyrir að hún hafi verið í nýju nærföt- unum innan undir. Ég batt hendumar á henni fyrir aftan bak. Mér þykir leitt að ég skuH vera svona tortrygginn, sagði ég. Það er bara það, að þér eruð það eina sem ég hef sem gerir lífið nokkurs virði. Þetta var ekki réttur staður né stund til að segja þess háttar, það veit ég, en mér varð um megn að horfa a hana standa svona. Ég sagði: Ef þér farið, þá held ég að ég fyrirfari mér. — Þér þurfið á læknishjálp að halda. Ég umlaði bara eitthvað. — Ég myndi gjarnan vifja hjálpa yður. Þér haldið að ég sé brjálaður vegna þess sem ég hef gert. Ég er ekki brjálaður. Það er bara það, að ég hef enga aðra. Mig hefur aldrei langað til að þekkja neina aðra en yður. — Þetta er það sjúklegasta, sagði hún. Hún sneri sér und- an á meðan ég var að binda hana. Hún leit niður. — Ég kmini í brjósti um yður. Svo sneri hún við blaðinu, hún sagði: — Hvað um þvott? Ég er búin að þvo ýmisle^t smávegis. Get ég hengt það út? Eða er þvottahús í nágrenninu? Ég sagði: Ég skal þurrka það í eldhúsinu. Þér getið ekki sent neitt í þvottahús. Hvað nú? Og hún leit i kringum sig. Stundum varð hún dálítið prakk araleg á svipinn, það var auð- séð á henni að hún var til í hasar, á þennasj háfct anðtöfeað Eins og í stóðoi. — ÆflSð þéar ekfci að sýna mér húsið? Hún brosti í alvöru, fyrsta raunverulega brosinu sem ég hafði séð á henni; ég gat efcki annað en brosað á móti. — Hvað er það gamalt? Hún talaði eins og hún hefði ekki heyrt það sem ég sagði. Það er steinplata með ártalmu 1621 yfir dyrenum. — Það er slæmur Htur á þessu teppi. Þér hefðuð átt að hafa strámottur eða eitthvað í þá átt. Og þessar myndir — skelfi- legar! Hún gekk eftir stigapallinum til að líta betur á þær. Flott. Nógu voru þær dýrar, sagði ég. — Það er ekki verðið sem máli skiptir. Ég get ekki lýst því hve und- arlegt það var að við skyldum standa þarna á þennan hátt. Og hún kom með gagnrýnisathuga- semdir, eins og kvenfólki er lagið. — Má ég líta aðeins inn í herbergin? Ég var ekki með sjálfum mér, ég gat ekki neitað mér um þessa ánægju, svo að ég stóð við hlið- ina á henni í hverjum dyrum og sýndi stofurnar, þær sem ætlað- ar voru Annie frænku og Ma- bel. ef þær kæmu einhvern tíma, og herbergið mitt. Miranda skoð- aði sig alls staðar vel um. Auð- vitað voru gluggatjöldin dregin fyrir og ég stóð við hliðina á henni og gætti þess að hún tæki ekki upp á neinu. <Ég fékk fyrirtæki til að sjá um þetta allt, sagði ég, þegar við vorum komin að dyrunum að herbergi mínu. — Þér eruð snjall. Hún horfði á nokkrar gamlar fiðrildamyndir, sem ég hafði keypt á fornsölu. Þær valdi ég, sagði ég. — Þær eru það ema faHega sem hér er, Já, þarna stóðum við og hún sló mér gullhamra og ég verð að játa að mér féll það vel. Svo sagði hún: — Mikið er hijótt hérna. Ég hef verið að hlusta eftir bílum. Ég held við hljótum að vera í Norður-Essex. Ég vissi að þetta var gildra, hún virti mig fyrir sér. Það er rétt til getið. sagði ég. Og þóttist verða undrandi. Allt í einu sagði hún: — Þetta er undarlegt, ég ætti að skjálfa af ótta. En ég er örugg með yður. Ég skal aldrei gera yður neitt illt. Nema þér neyðið mig til þess. Allt í einu var allt orðið eins og ég hafði vonað, við vorum að kynnast hvort öðru, hun fór að sjá mig eins og ég var í raun og veru. Hún sagði: — Það var dá- samlegt að ' fá ferskt loft. Þér getið ekki gert yður það í hug- arlund. Jafnvel þetta loft. Það er frjálst. Það er allt sem ég er ekki. Og hún gekk af stað, svo að ég varð að elta hana niður aft- ur. Niðri i forstofunni sagði hún: — Má ég líta hér inn? Það er ekki hundrað í hættunni úr því sem komið er, hugsaði ég, enda voru hlerarnir fyrir og glugga- tjöldin. Hún gekk inn í reyk- herbergið og litaðist um, gekk um allt með hendurnar á bak- inu, það var í rauninni dálítið spaugilegt. — Þetta er fallegt, sérlega fal- legt herbergi. Það er illa gert að fylla það af þessu rusli. Er SKOTTA ætlaði áp segja Donna upp í sumasr, en nú hef ég ekki efni á því, hann er búinn ad fá vinnu á ísbarnumi TRYGGIO ÁÐUR EN ELDUR ER LAUS Á EFTIR ER ÞAD OF SEINT TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINPARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SfMI' 22122 — 21260 Auglýsingasími Þjóðviljans 17 500 @iitineníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinh nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veiia góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.