Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.03.1967, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. marz. 1967 — ÞJÓÐVIUINTí — SlÐA J Framboðslistar Framhald af 12i síðu. Vestf.iarðakjördæmi: 1. Sigurvin Einarsson alþingis- maður, Saurbæ á Rauðasandi, 2. Bjarni GuðbjörrissoA bankastjóri, ísafirði, 3. Steinérífnur Her- mannsson verkfrséðingur, Garða- hreppi, 4. Halldór Kristjánsson bóndi, Kirkjubóli. — Hermánn Jónasson hverfur nú af þingi en hann skipaði áður efsta sæti list- ans. Sigurvin og Bjarni færast ,upp um eitt sæti og Steingrímur sonur Hermarins hreþpir 3. sæt- ið. Voru átök hörð um efstu sæt- Islandsmeistarar Vals í knattspymn. Árangursrík starfsemi Knattspyrnu- félagsins Vals á síðastliðnu ári Aðalfundur knattspyrnufélags- ins Vals, van haldinn í félags- heimilinu að Hlíðarenda 7. febrúar sl. Páll Guðnason for- maður setti fundinn með stuttu ávarpi og stakk upp á Frí- manni Helgasyni, sem fundar- stjóra og Gisla Sigurðssyni fundarritara. Flutti formaður- inn síðan skýrslu stjórnarinnar sem var hin ítarlegasta ogvitn- aði um margþætt störf deilda félagsins og félagsins í heild. Á knattspyrnusviðinu unnust alls 11 mót, en Valur tók þátt í öllum kappmótum sumarsins, en svipmestur var auðvitað sig- urinn í Islandsmótinu, en auk þess unnust margir góðir og kærkomnir sigrar í yngri flokk- unum, sem bera vitni mikilli grósku í knattspyrnustörfum fé- lagsins í heild á árinu og á- gætri stjóm þeirra. Aðalþjálfari félagsins var Óli B. Jónsson, sem er þjóðkunnur knattspymuþjálfari. Mun Óli þjálfa hjá Val næsta keppnis- tímabil. Alls voru skoruð af Vals hálfu 403 mörk gegn 195, en stig samanlögð urðu 191. Á sviði handknattleiksins var og mikið Jíf og fjör og fjöldi flokka, yngri og eldri stóðu í eldinum. En þar bar hæst kvennaflokk félagsins ímeist- araflokk). En sá flokkur vann það einstæða afrek, að færa félaginu þrjá bikara, kjörgripi fnikla, til eignar, eftir að hafa unnið þá alla þrjú ár í röð. En þessir glæsilegu verðlauna- gripir eru: Islandsbikarinn inni og úti og Reykjavíkurbikarinn. Munu i nú glæsigripir þessir prýða félagsheimili Vals, um aldur og ævi, og vitnaumdugn- að, þrótt cg þrek kvennaflokks félagsins á árinu 1966, jafn- framt því að vera fyrirmynd komandi handboltakynslóða Vals til sóknar og sigra. I sambandi við sigra þessa er ekki um neina heppni að ræða eða tiJviljun, sem stund- um getur ráðið úrslitum keppni. Hér giltu hreinir yfirburðir, eins og eftirfarandi tölur sanna, því af 37 leikjum sigraði flokk- urinn í 36 skipti og skoraði 426 mörk gegn 207. Þá varð 2. flokkur kvenna-A sigurvegari i sínum flokki í Rvíkur- og ís- Iandsmóti. Aðrir flokkar hánd- boltans stóðu sig yfirleitt vel og fn.a. varð meistaraflokkur karla annar í röðinni í Rvfk- urmótinu. Þórarinn Eyþórsson hefur verið og er aðalþjálfari Vals í handbolta jafnframt þvi sem hann var form. deildarinnar undanfarin ár, en lét af því starfi á árinu. Hið mikla for- ustu- og þjálfarastarf Þórarins á þessu sviði innan Vals verð- ur seint fullþakkað. Þá las gjaldkeri upp reikn- inga félagsins og Sigurður Ól- afsson flutti skýrslu um Hlíð- <fc- Brídgekeppnií Kópavogi Sveitakeppni Bridgeíélags Kópavogs er lokið og sigraði sveit Magnúsar Þórðarsonar sem hlaut 50 stig, og er því vel að sigrinum komin. Meðspilarar Magnúsar voru Oddur Sigur- Jónsson, Halldór Helgason, Ingi Eyvinds, Sveinn Helgason og Aðalsteinn Snæbjörnsson. Þátt- tökusveftjr voru tíu og varð röð næstu sveita þessi: 1. Sveit Gylfa Gunnarssonar 37 stig. 3. sveit Guðm. Sigtr.s. 37 stig. 4. Sveit Jóns Hermanns- sonar 29 stig. 5. Sveit Sig. Gunn- laugssonar 27. Hraðsveitakeppni ellefu sveita stendur yíir, en 30. marz hefst firmakeppni sem jafnframt er einmenningskeppni og stendur yfir í fimm kvöld. Keppt verð- ur um glæsilegan bikar sem Sparisjóður Kópavogs gaf á sínum tíma og nú prýðir skrif- stofu Trésmiðju Sigurðar Elías- sonar. Stjóm Bridgefélagsins heitir á firmu í Kópavogi að taka þátt í keppninni og óakkar stuðning þeirra hingað til. Bridgespilarar, tökum hönd- um saman um að fjölmenna í firmakeppnina! — Stjórnin. Kuidajakkar, úlpur og terylene buxur í úrvali. Ó. L. Traðarkotssundi 3 (ínóti Þjóðlcikhúsinu) arendaéignina og las upp reikn- inga hennar. Þá voru fluttar skýrslur og reikningar um fé- lagsheimilið og Valsblaðið, en blaðið kom út fyrir jólin, stórt og vandað, þar sem m.a. var sérstaklega minnzt 55 ára af- mælisins. ‘ ■ Miklar umræður urðu um skýrslurnar og reikningana. Páll Guðnason, sem verið hefur formaður Vals undanfar- in 4 ár lét nú af formennsku, en við tók Ægir Ferdinandsson. Vom Páli þökkuð ágæt stör-f í þágu félagsins bæði fyrr ogsíð- ar, og var hann hylltur af fund- armönnum. Aðrir í stjóminni næsta ár em þeir Þórður Þor- kelsson, Einar Björnsson, Frið- jón Friðjónsson og Jón Kristj- ánsson. Auk þess eiga formenn deildanna sa^ti í aðalstjóminni, en þeir em: Elías Hergeirsson, formaður knattspyrnudéildar, Garðar Jóhannsson formaður handknattleiksdeildar og Matt- hías Ste’ingrímsson fcrmaður skíðadeildar. Varamenn: Björn Carlsson og öm Ingólfsson. Endurskoðendur, vom kjörnir Jón Bergmann og Guðmundur Ingimundarson. Á fundinum var 4. fl. af- hentur „Jóns bikarinn" sem er verðlaunabikar fyrir bezta frammistöðu á árinu og þann flokk félagsins sem hlotið hefur flest stig. Formaður knatb spyrnudeildar, Elías Hei-geirs- son afhenti bikarinn. Fundurinn var mjög fjölsótt- ur og einkenndist af samhug og sóknarvilja Valsmanna. Reykjavíkurmótið í svjgi var haldið um síðustu helgi Framhala ai Keykjavikui - móti í svigi var haldið um síð- ustu helgi. Mótið átti að fara fram við Skíðaskálann í Hvera- dölum, en vegna lítils snjós varð að færa það í Hamragil. Skíðaráð Reykjavíkur sá um mótið, sem fór í alla staði vel fram. Leifur Gíslason lagði braut- ina sem var mjög erfið og þurfti þó nokkra kunnáttu til að komast hana niour. Mót- stjóri var Þórir .Lárusson form. Skíðaráðs Reykjavíkur. Keppt var í B fl.. C fl. karla, drengja- fl. og telpna fl. Skíðadeild Ármanns á nú . mikið af upprennandi skíða- fólki, eins og sjá má á vinn- ingaskránni áttu þeir meistara í öllum þeim flokkum sem keppt var í. Hörðust var keppnin i drengjaflokki milli þeirra Har- alds Haraldssonar ÍR og Tóm- asar Jónssonar Á. Eftir fyrri umferð fékk Haraldur R6.8 sek. en Tómas 86,9. í seipni umferð fékk Haraldur 26.5 sek. en Tómas keyrði af miklum hraða og öryggi og fékk 24,4 sek. og hreppti tiltilinn Reykjavíkur- meistari í svigi í drengjafl. B fl. karla, 41 hlið„ 205 m lörig, fallhæð 130 m. Sek. 1. Arnór Guðbjartsson Á 85,8 2. Ágúst Björnsson ÍR 102,8 C fl. karla, 36 hlið, 180 m. löng, fallhæð 115 m. 1. Bergur Einar^son Á 79,7 2. Bragi Jónsson Á 81,5 3. Jóhann Jóhannsson Á 97,4 Sveit Ármann 1. Drengjaflokkur, 28 hlið, 130 m. löng og fallhæð 90 m. 1. Tómas Jónsson Á 51,8 2. Haraldur Haraldsson ÍR 53,3 3. Þórarins Harðarson ÍR 85,2 Telpnaflokkur 1. Áslaug Sigurðardóttir Á 69,3 2. Auður Harðardóttir Á 75,1 3. Jóna Bjarnadóttir Á 94,5 Sveit Ármanns 1. V estur landsk jör dæmi: 1. Ásgeir Bjarnason alþingis- maður, Ásgarði, 2. Halldór E. Sigurðsson alþingismaður. Borg- arnesi, 3. Daníel Ágústínusson bæjarfulltrúi, Akranési, 4. Gunn- ar Guðbjartsson bóndi, Hjarðar- felli. — Óbreytt frá 1963. Austurlandskjördæmi: 1. Eysteinn Jónsson alþingis- maður, Rvík, 2. Páll Þorsteinsson alþingismaður, Hnappavöllum, 3. Vilhjálmur Hjálmarsson bóndi, Brekku, 4. Tómas Ámason hrl., Kópavogi. — Halldór Ásgrímsson alþingismaður hverfur nú af þingi en hann var áður í 2. sæti listans. Póll og Vilhjálmur íær- ast upp um eitt sæti en Tómas ér nýr á listanum. Norðurlandskjördæmi eystra: 1. Gísli Guðmundsson alþingis- maður, Rvík, 2. Ingvar Gíslason alþingismaður, Akureyri, 3. Stef- án Valgeírsson bóndi, Auð- brekku, 4. Jónas Jónsson ráðu- nautur, Rvík. — Karl Kristjáns- son, efsti maður listans 1963, læt- ur nú af þingmennsku, Gísli og Ingvar færast upp um eitt sæti en Stefán og Jónas eru nýir menn í framboði. Suðurlandskjördæmi: 1. Ágúst Þorvaldsson alþingis- maður, Brúnastöðum, 2. Björn Fr. Björnsson sýslumaðpr, Hvols- velli, 3. Helgi Bergs verkfræð- ingur, Rvík, 4. Sigurgeir Kristj- ánsson lögregluþjónn, Vest- mnnnasyjum. — Sigurgeir kemur í stað Óskars Jónssonar frá Vík. Reykjaneskjördæmi: 1. Jón Skaftason alþihgismað- ur, Kópavogi, 2. Valtýr Guðjóns- son, ' bankastjóri, Keflavík, 3. Björn Sveinbjörnsson hrl., Hafn- arfirði. — Björn kemur í stað Guðmundar Þorlákssonar loft- skeytamanns I Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkur Að síðustu kemur svo röðin að Sj álf stæðisflokknum. Vestfjarðakjördæmi: 1. Sigurður Bjarnason alþing- ismaður, Rvík. 2. Matthías Bjarnason alþingismaður, ísa- firði, 3. Ásberg Sigurðsson, sýslu- maður. Patreksfirði, 4. Ásmund- ur B. Ólsen oddviti, Patreksfirði. — Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, alþingismaður, er var í 2. sæti 1963 var felldur úr því eft- ir mikil átök milli fylgismanna hans og Matthíasar er skipaði áður 3. sætið. Neitaði Þorvaldur þá að taka sæti á listanum og eru Ásberg og Ásmundur nýir menn í framboði. Vesturlandskjördæmi: 1. Jón Árnason alþingismaður, Akranesi, 2. Friðjón Þórðarson, sýslumaður, Stykkishólmi, 3. Ás- geir Pétursson sýslumaður, Borg- arnesi, 4. Eggert Ólafsson pró- fastur, Kvennabrekku. — Sig- urður Ágústsson alþingismaður hverfur nú frá framþoði. Jón flyzt upp um eitt sæti, Friðjón flyzt úr 5. sæti upp fyrir Ásgeir sem heldur óbreyttu sæti á list- anum ;en Eggert færist irpp um tvö sæti. Austurlandskjördæmi: 1. Jónas Pétursson alþingis- maður, 2. Sverrir Hermannsson, viðskiptafræðingur, Rvík. 3. Pét- ur Blöndal framkvæmdastjóri, Seyðisfirði. — Óbreytt röð. Norðurlandskjördæmi vestra: 1. Sr. Gunnar Gíslason álþing- ismaður, Glaumbæ, 2. Pálmi Jónsson bóndi, Akri, 3. Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, Rvík, 4. Óskar Leví, bóndi, Ósum. — Einar Ingimundarson lét af þing- ménnsku á kjörtímabilinu, en hattn skipaði 2. sæti listans 1963. Hermann Þórarinsson var í 3. sæti 1963 en hann er látinn og kom fjórði maður listans, Óskar Leví á þing í stað Einars. Nú tekur hins vegar Pálmi, sonur Jóns á Akri sæti Einars á list- anum og Eyjólfur Konráð tryggði sér 3ja sætið á undan ÓskarL Reykjaneskjördæmi: 1. Matthías Á. Mathíesen al- Jjingismaður, Hafnarfirði, 2. Pét- ur Benediktsson bankastjóri, Rvík, 3. Sverrir Júlíusson útgerð- armaður, Rvík, 4. Axel Jónsson fulltrúi, Kópavogi. — Ólafur Thórs, efsti maður listans 1963, lézt á kjörtímabilinu. Færist Matthías upp um eitt •sæti, Pét- ur er nýr maður á listanum, en Sverrir og Axel eru í sömu sæt- um og áður. Schlesinger Framhald af 3. síðu, lögur Kennedys, m.a. bróðir hans, Edward, öldungadeildar- maður frá Massachusetts, Willi- am Fulbright og hinir kunnu blaðamenn Walter Lippmann og Joseph Kraft. Vinde Framhald af 3. síðu. unni. Tilefnið var sú fyrirætlun Diems að loka 10 miljónir bænda inni í gaddavírsgirðing- um svo að hann gæti haft hemil á þeim. 1963 var hann myrtur og Bandaríkin hófu íhlutun sína svo að um munaði. Þegar John- son kom eitt .sinn til Suður- Vietnams í varaforsetatíð sinni líkti hann Diem við Churchill, en Kennedy sagði að ef banda- riskir hermenn ættu að vinna stríðið í Vietnam, væri það tap- að. — í dag hafa Bandaríkin 450.000 menn í Vietnam, en ef þau ætla sér ag vinna stríðið verða þau að senda þangað hálfa miljón manna til viðbótar. En þótt sigur ynnist á Hanoi, myndi baráttu Þjóðfrelsisfylk. ingarinnar ekki ljúka, því að stríðið er ekki árásarstríð af hálfu Norður-Vietnams, heldur þjóðfrelsisstríð, uppreisn allrar þjóðarinnar, sagði Victor Vinde að lokum. Húsnæðislán Framhald nt 1. síðu. d) Lána vegna þeirra um- sókna um lán út á nýjar ibúðir, sem berast eiga húsnæðismálastjóm fyrir 15. marz n.k.? e) Hinna sérstöku viðbótar- lána til efnalítilla meðlima verkalýðsfélaga? f) Lána til byggingar leigu- íbúða sveitarfélaga og Ör- yrkjasambands íslands? 4. Hver er áætluð fjárþörf Framkvæmdanefndar bygg- ingaáætlunar á þessu ári? 5. Hvaða ráðstafanir hefur ríkis- stjómin gert eða ákveðið að gera til útvegunar fjármagns til byggingaáætlunar, eða er það ef til vill ætlunin, að þeirri fjárþörf verði að mestu eða ijllu leyti fullnægt með fé byggingasjóðs ríkisins, eins og gert hefur verið hingað til samkvæmt fyrirmælum ríkis- stjórnarinnar? 6. Hvaða ráðstafanir hefur rík- isstjómin gert eða hyggst gera til þess að afla bygg- ingasjóði ríkisins fjár til í- búðalána á þessu ári?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.