Þjóðviljinn - 15.03.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1967, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. marz 1967 — ÞJÖÐVTLJXNN — SlBA 'J Snjórinn liggur eins og þykkt, hvitt teppi á jörðinni, þögnin er aðeins rofin af marri hans undir fótum okkar. Vegurinn breiður og beinn, trjáaraðir til beggja handa, greinar trjánna svigna undan snjó. Við enda vegarins er stórt steinhlið. í>ess gæta steinriddarar með 'brugð- in sverð. Hvítur, kaldur snjór, grár, kaldur steinn, þögn ald- anna og kaldheiður himinn. Við göngum inn um hliðið. rauð- nefjaðir ferðamenn meðmynda- vélar á öxlum, göngum inn í ríki bræðranna föilnu. Hér log- ar eilífur eldur í keri, tákn ei- lífs þakklætis þeirra sem lifa. Hér hvila í frosinni jörð 2846 hraustir hermenn, hér hafa þeir legið í 50 ár. Á hverju leiði er legsteirm með nafni þess sem þar hvílir og ártölum. Fæðingarártölin tilheyra Jið- inni öld, dánarártölin 1916 — 1917. Þetta eru lettneskir her- menn, sem fómuðu lífi sínu ættjörðinni og byltingunni. Lettnesku skottiðarnir voru frægir fyrir hreysti. Þeir börð- ust við Þjóðverja í fyrri heims- styrjöld og snerust á móti keis- ara sínum, þegar byltingin hófst. Þeir börðust ekki aðeins í Lettlandi, herdeildir þeirra tóku Kreml 1917. Margir féllu þeir hetjudauða í bardaga. Minning þeirra er heilög lettn- esku þjóðinni. Þess vegna log- ar eldur á leiði þeirra og Móð- .ir Ættjörð réttir þeim lárviðar- sveig þar sem hún stendur á stalli og drúpir höfði í þögulli sorg, við fætur hennar lieeja tveir fallnir synir Alfreð Veikels En þeir féllu ekki allir. Sum- ir þeirra lifa eiin. Einn úr hópi þeirra gætir bræðra sinna, gaet- ir þess, að eldurinn slokkni ekki á leiðum þeirra, hugag að blómum þeirra og trjám á sumrin. Hann er garðyrkju- maður að atvinnu, 73 ára að aldri og heitir Alfreð Veikels. Við kynntumst honum af til- viljun þegar kuldinn var hvað bitrastur þennan vetrardag og myndavélar okkar frosnar. Lettneskur vinur okkar, Andr- es, sá aumur á okkur inn í upp- ingum, leiddi okkur inn í upp- hitaða skrifstofu kirkjugarðs- varðarins. Alfreð tók vel á móti okkur: — Aumingjamir, er ykkur svona kalt. Blessuð, hlýið ykkur Við ofntetrið. Má ég ekki bjóða ykkur tesopa' Hann var búinn að hella i bollana áður en við áttuöum pkkur á þessari gestrisni. Það er upplífgandi að fá gesti.sagði hann. Hvaðan komið þið? Við segjum hönum það, og hann fór strax að spyrja okkur um tíðarfar og garðyrkju á ís- landi og Kúbu. Teið er sjóð- heitt og sætt og ekki líður á löngu þar til kuldinn er gleymd- ur. Talið berst að graíreitnum. við berum fram spumingar eins og hverjir aðrir forvitnir ferðamenn, en brátt hættum við að spyrja, því Alfreð er mælskur vel og grafreiturinn er honum hjartans mál. Þeir sem hvíla hér féllu i bardögum hér í grenndinni. Á kvöldin, þegar bardögum lauk, fluttum við líkin ’ hingað. Þá var hér skógur, en rétt hjá er stór, gamall kirkjugarður. Við grófum þá alla hér og merktum leiðin. Arið 1924 hófst skipu- lagning grafreitsins. Mynd- höggvarinn Sales gerði uppdrátt að honum, hann gerði Jíka all- ar styttumar hér. Við vorum 12 ár að gera grafreitinn. Þá var ekki sú tækni sem nú er, við söguðum stemana með handsög, þaðvar íhennisænskt stál. 1936 var fluttur hingað eldur frá Leningrad og síðan hefur haran logað hér í kerinu. Ég hef unnfð hér aTlan þennan tíma. Það er gat á frakkanum þínum Öjá, np eru liðin 50 ár síðan við börðumst, Undarlegt hvað tíminn líður. Við vorum ungir og fjörugir þá, eins og þið er- uð núna. Berjast fyrir ættjörð- ina, það var okkar líf. Alfreð dregur upp gamlar Ijósmyndit úr vasa sínum: Sko. avona lít- um við út. Var ég ekki myndar- legur? Það fannst stelpunum þá. Hérna er konan mín, hún var hjúkrunarkona, við gift- umst á vígvellinum, í einkenn- isbúningum. Nú höfum við ver- ið gift í 50 ár. Ja, þetta líf. Þetta eigið þið eftir, börnin góð Við virðum fyrir okkur myndirnar: Flokkar ungra sveina í einkennisbúrtingum. allir hlæjandi framan í ljós- myndarann, þarna er Alfreð. sá myndarlegasti af þeim öll- um, stæltur og knár með glampa í augum og siða barta- eins og þá var í tízku. Konan hans brosmild stúlka, meðhvít- an kappa á höfðinu og rauðart kross á svuntunni. Já, svono var það, segir Alfreð og sötrar teið sitt. Þá var maður ekki að tvínóna við hlutina. 1 bar- daga hefur maður % sekúndn til að hugsa sig um: Hann eða ég? Lífið eða dauðann? Bara áfram, áfram, það er það sem gildir. Ég man eftir einum bar- daga vefcurinn 1916. Þá var djúpur snjór yfir öllu eins og nú. Ég var einn á ferð eftir þröngum göngum, sem höfðu verið grafin í snjóinn. Þákoma tveir Þýzkarar á móti mér, hvor á fætur öðrum Ég varð að snúa þeim við eða skjóta. Þaon fyrri skaut ég. Hinn skaut mig. Hann hitti mig hérna undir viðbeinið, kúlan fór í gegn. Ég tók ekkert eftir því, en óð strax að honum með byssustinginn. Hann stóð tein- réttur fyrir framan mig ug horfði á mig lengi. Og hvílík augu! Ég gleymi þeim aldrei. Dauðinn var í þeim, þessurr, augum. Svona stóð hann lengi, grafkyrr. Hálf sekúnda leið, margar sekúndur liðu. Þá sagöi hann: Lieber Kamerad! Dreptu mig ekki, ég á konu og tvær litlar dæt.ur heima. Hvað gat ég gert? Hann var ungur eins og ég. Ég lét hann fara op horfði á eftir honum. Senni- lega hefur hann ,ekki komizt langt, okkar menn. vóru þarna allt í kring. Þegar ég hitti fé- taga mína um kvöldið, sagði einn þeirra: Alfreð, það er gat aftan á frakkahum þfnum! oe framan á líka! Það var kúlan Þýzkarans, skiljið þið. Daginn eftir var höndin á mér eins og útblásin blaðra. Þá var ekki annað að gera en leita iæknis Ég þvældist úr einum herspítai- anum í annan. En maður var nú ekki að kveinka sér á þeim aldri. AUsstaðar var ég pottur- inn og pannan í öllum stráka- pörum — ég spilaði á píanóog dansaði við hjúkrunarkónurnar. Það var segin saga, ef einhver spurði um þær, þá var svar- iðb: Þær eru hjá Lettanum auö- vitað, hvar annars staðar Þetta var gott lif Var með í að taka Kreml Svo kom byltingin. Ég var með í að taka Kreml. Þaðgerð- ist þannig, að skeyti kom frá Lenin: — Kem eftir fjóra daga, hreinsið Kreml. Við drifum í því. Og þegar Lenin kom var Kreml tilbúin, ekki einn ein- asti hvítliði eftir. Við stóðum og gerðum honnör þegar hann kom. Svo vorum við verðir þarna í Kreml svolítinp tíma Á hverjum morgni kl. 10 fór Lenin til vinnu sinnar. Vin- gjamlegasti maður og alltaf snyrtilegur til fara. Hann bauð okkur alltaf góðan dag og við svörðum í sama -máta. Svó fór- um við heim aftur í friði og spekt. Síðan hef ég verið íð dunda við garðræktina. — Svo kom seinna stríðið, segjum við, hvað gerðirðu þá? — Þá var ég orðinn of gam- all til að berjast. Ég varaðvísu kallaður í herinn 1945, en þegar ég mætti til skrásetningar var þar fyrir gamall stríðsbróði c, hann var þá orðinn herforingi. Það urðu fagnaðarfundir, og hann sagði mér, að hann færi nú ekki að senda mig í stríðið. enda yrði því bráðum lokið. ég skyldi bara fara heim. Og það gerði ég. En maður fann nú fyrir stríðinu samt, þótt maður tæki ekki beinan þátt í því. 1941 komu Þjóðverjarmr og hertóku okkur, þeir fóru yfir garðinn minn á leiðinni inn í Rigu, brutu fyrir mér girðingu, bölvaðir. Það munaði litlu að ég yrði drepinn á þeim irum. Svoleiðis var, að éghafði 'Tum saman haft land á leigu ijá sama eiganda. Ég hafðí ■æktað það upp, byggt gróður- hús og fleiri mannvirki á því. Á hverju ári borgaði ég leigu aí landinu og geymdi allar kvittanir. Svo kom að því að eigandinn vildi selja jörðinatil að kaupa sér villu inni í 'borg- J . r...,.. ■ f • -.Vá : " inni. Hann kom þá til mín og sagðist hafa týnt öllum kvitt- unum, þurfa að gera upp reikn- inga og bað mj£ að lána mín- ar kvittanir. Ég sá strax, að eitthvað gruggugt var á seyði og neitaði að afhenda pappír- ana, enda hefði ég verið vita réttindalaus án þeirra. Þá sagði eigandinn: — Jæja karlinn, þú þykist vera svona .gáfaður? Bíddu bara hægúr. Ég vissi að ekki var á góðu von. Enda frétti ég seinna af fyrir- hugaðri hefnd hans. Hann fór til Þjóðverjanná og sagðist skyldu vísa þeirh á kommúnista. Það var ég. Þetta var tóm vit- leysa, ég var enginn kommún- isti, en Þjóðverjarnir voru ekki vanir að spyrja að þess h'áttar, þeir stilltu mönnum upp við vegg og' skutu, hefðu þeir hinn minnsta grun um að viðkom- andi væru kommar. Enda sögðu þeir við landeigandann: — AHt í lagi, komdu á morgun og fylgdu okkur heim til hans. Um nóttina var mjög mann- skæð orusta á þjóðveginum, rétt hjá húsinu mínú. Morgun- inn eftir var allt orðið kyrrt, en líkin lágu eins og hráviði á veginum. LÆndeigandinn og 2 þýzkir hermenn, sem hann fékk í fylgd með sér, þurflu að stikla yfir þá föllnu. Allt, f einu sjá þeir fallinn rússnesk- an hershöfðingja með kíki á maganum. Landeigandinn gerði sér litið fyrir og tók kfkinn. Það líkaði Þýzkurunum ekki, það mátti ekki ræna líkin. Nú koma þeir að öðrum föllnum herforingja og þegar landeig- andinn beygði sig niður til að taka kfkinn af honum líka, skutu Þjóðverjarnir hann til bana. Svo sneru þeir við, því að þeir vissu ekki hvar ég átti heima. Svona hafígir lifmanns i bláþræði stundum, án þess maður hafí huemvnd um það. Þar sást ekki stingandi strá Nú er kominn tími til brott- ferðar. Alfreð gefur okkur kon- fektmola í nesti og býður okk- ur að koma heim til sín dag- inn eftir, þá eigi hann fri. Við þiggjum heimboðið með þökk- um og kveðjum að sinni. Daginn eftir stigum við upp í strætisvagn og ökum yfir ána Daugava í útjaðri Rígu. Eftir nokkra leit fundum við hús Alfreðs, lítið einbýlishús í stórum trjágarði. Alfreð er á vakki um garðinn og kemur út að hliðinu á móti okkur, heils- ar með hlýju handabandi og broshýrum augum: — Þið haí- ið fundið slotið, það var nú gott. Gangið í bæinn, tetrin.mín og verið eins og heima hjá ykk- ur, ég kynni ykkur fyrir dótt- urdóttur minni, við erum ein heima eins og stendur. Konan er í vinnunni og kemur ekki fyrr en í kvöld. Við göngum inn í húsið, sem ér hlýtt og vistlegt. Gamlar ljósmyndir á veggjum, gömul húsgögn, ofin áklæði í þjóðleg- um stíl, ailt hreint og fágað. Dótturdóttirin er hlédræg og vinaleg stúlka á gelgjuskeiði. Hún ber á borð fyrir okkur appelsínur, epli og súkkulaði. Við ,kynnumst líka heimilis- kettinum, sem nefndur er tígr- isdýrið. Alfreð er í essinu sínu. Hann segir okkur frá búskapn- um. Nú þarf hann ekki að borga leigu af landinu, pem hannyrk- ir. Þegar Lettland varð sovézkt aftur að stríðinu loknu var honum boðið að velja sér jörð hvar sem hann vildi, það var þakklætisvottur fyrir framlag hans í fyrra stríðinu og bylt,- ingunni. Hann valdi sér jörð, sem var sendin og algjörlega ó- ræktuð. Það er þetta sem gef- ur lífi okkar garðyrkjumann- afina gildi: —. að sá nýju lífi þar sem ekki sést stingandi strá. Viö lítum út um glugg- ann á hávaxin aldintré — hér hlýtur að vera ræktarlegt og fallegt á sumrin. Og allt er þetta verk húsbóndans. Hann byggði líka sjálfur íbúðarhús- ið, gróðurhúsin og hænsnakof- ann. Garður og fjöldagröf — Sjáið þið skemmtigarðinn hérna hinum megin við veg- inn? spyr Alfreð og bendir út um gluggann. Þama á bak við trén er grafreitur, sem ég á minn þátt í. Þannig er mál með vexti, að á stríðsárunum höfðu Þjóðverjar fangabúðir hérna rétt hjá. Þá bjó ég ennþá á leigujörðinni, en hún var líka hér í næsta nágrenni. f fanga- búðunum voru rússneskir stríðs- fangar. Þið vitið hvermg fangabúðir voru hjá nazistum, ég þarf ekkert að lýsa þvi. Nema fivað fangamir hrundu niður ór hungri og iHri með- ferð og var hent nöktum f grunna fjöldagröf héma ámóti, aðeins þunnt sandlag yfirþeim. Samkvæmt upplýsingum, sem ég fékk seinna irninu Rggja þarna rúmlega 12.000 manns. ! sumarhitunum varð stækjan frá gröfinni óþolandi. Þá fór ég á fund Þjóðverjanna og kvartaði. Þeim fannst þetta heldtrr en ekki frekja f einum Iettneskum karli, að vera að krítisera vinnuforögð þeirra, hundskömmuðu mig, en komu þó nokkru síðar með klór, sem þeir dreifðu <yfir gröfina. Ég var alltaf að velta fyrir mér hvemig ég gæti búið bstur að veslings mönnunum, sem lágu þama allsnaktir með ekkertyf- ir sér nema sand, Svo 'loks- ins fann ég ráð. Ég átti afmælí einn daginn. Þá sendi ég öll- um garðyrkjumönnum sem ég þekkti, heimboð og lét fylgja með að veizlan hæfist straxum morguninn og að gestimirættu að koma með hestvagna og skóflur. Að morgni afmælis- dagsins kom svo löng lest af hestvögnum akandi heim að húsinu mínu. Ég gaf öllum nóg að borða og drekka og fór svo f broddi fylkingar út að gröf- inni, AUan daginn vorum/ við að hylja gröfina með mold og sá grasfræi f. Að kvöldi var verkinu lokið, þá hélt veizian áfram alla nóttina og gestirnir fóru heim glaðir og reifir dag- inn eftir. Svo fór ég smáf1, og Framhald á 9. síðu. Fréttaritari Þjóðviljans í Moskvu, Ingibjörg Haraldsdóttir, segir í þessari grein frá kynnum sínum af einum hinna frægu „lettnesku skotliða“, sem gátu sér mikið orð í heimsstyrjöldinni fvrri og byltingunni. Maður þessi. Alfreð Veik- els, hefur nú þann starfa að huga að grafreit vopnabræ'ðra sinna, og kann frá mörgu að segja af viðburðaríkri ævi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.