Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. mar-z 1967 — ÞJÓÐVrLJINN — SlÐA 5 Frímann skrifar um tvo síðustu leiki íslandsmótsins í handknattleik FH og Fram í úrslitum — unnu Val og Víking með yfirburðum Yfirleitt munu margir hafa beðið eftir því með eftirvaent- ingu hvort FH mundi leika þriðja leikinn í röð með tapi, og hvort það gæti verið að lið- inu hefði raunverulega farið svo afeur, síðan það lék við Honved, með þeim ágætum sem þar gerðist, sem tveir síðustu leikirnir bentu til. En það sýndi sig að það hef- ur orðið andleg og leikræn breyting á liðinu frá því að það lék síðast. Sljóleikinn var horf- inn, hraðinn var aftur vopni.ð sem Hafnfirðingum beit. Langri sigurgöngu var lokið. þar sem sjálfsagt var að sigra í hveri- um leik, þetta var allt svo eðli- legt að sigra, að það var naum- ast annað en að koma sjá og sigra, og ekki grunlaust að sumum hafi þótt sem æfingar væru ekki nauðsynlegar. Æf- ingatíminn orðinn langur, og ef til vill svolítið leiðigjamt alltaf þetta sama. Þá er það svo oft sem fer eins og fór fyrir FH um daginn. En F.H.-ingar voru menn til þess að hrista af sér slenið, losa um hina andlegu eða sál- rænu stíflu, og sameinast í ný, og árangurinn kom vel fram í leik þeirra við Val á sunnudag. F.H. byrjaði í upþhafi með hraða og krafti, og leikandi til- þrifum, sem setti Val strax út- af laginu. Enginn FH-inganna var þekkjanlegur frá því f leiknum við Víking, og það sem ef til vill setti Valsmenn sér- Ármann J. sigurvegari Landsflokkaglíman var háð í Iþróttahúsinu að Hálogalandi í fyrradag. Glímt var í þrem flokkum fullorðinna og þrem aldursflokkum drengja, en keppendur voru alls 31. Sig- urvegari í 1. þyngdarflokki var Ármann J. Lárusson, og lagði hann alla keppinauta sína. Vegna þrengsla í blaðinu í dag verður nánari frásögn af mótinu að bíða til morguns. staklega útaf laginu var hin frábæra markvöm Kristófers, sem varði hvað eftir ann- að með miklum ágætum. Var sem tneð þessu væri dregnar flestar „vígtennur" úr Vals- mönnum. Meira að segja hin snjalla skytba Vals, Hermann Gunnarsson átti fjöldamörg skot, sem öll mistókust þar til undir lok leiksins að það heppnaðist honum að skora. Valsmenn virtust ekki kunna tökin á FH-ingum í þessum ham. og gerðu sig hvað eftir annað stórseka um það að skjóta í tíma og ótíma, og missa þannig knöttinn hvað eftir annað, að óþörfu. Þó éf til vill hefði verið rét.t fyrir Vals- liðið að ..svæfa“ FH-ingana, ef þess hefði verið kostur, sem erfitt hefði verið, i þeim ham sem þeir voru, en þeir gerðu hvorugt, að reyna að mæia þeim með hraða eða að ,„svæfa“ þá, og því fór sem fór. Hitt er svo ann-að mál að svo vel leikandi lið sem Valur er, með þetta góða leikni með 1 knöttinn á hiklaust að temjn sér meiri hraða og þá um leið meiri þjálfun sem það krefst. Hraði er undirstaða undir nútíma handknattleik. framhjá þvi verður ekki geng- ið, en honum ráða Valsmenn ekki yfir eins og er. Það er hraði og aftur hraði sem Vals- mennina vantar, og meðan þeir bæta honum ekki við getu sína ná beir ekki mikið lengra. Það var greinilegt að bað var meira en hraðinn og leikgleð- in sem FH-ingar höfðu endur- heimt, beir breyttu nú skipt- ingum leikmanna bannig að þær voru eðlilegar og rökrétt- ar, en það vantaði mjög á hjá þeim undönfarið. og hafði sfn áhrif á allan leik þeirra. FH-ingar höfðu fullkomin tök á leiknum, þannig að Valur fékk aldrei blandað sér inn f og ráðið gangi leiksíns. Þó var það í 8 mfnútur í fyrri hálfíleik sem FH-ingum tókst ekki að skora, en á þeim tíma skoruðu Vaismenn 2 mðrk, en það stóð ekkí lengi og staðan í hálfleik var 13:8 fyrir F.H. í byrjun sfðari hálfleiks 'bvrja Valsmenn með þvi að skora 2 mörk i 4:11. En þá skora FH-ingar 5 mörk í röð, og stóðu leikar þá 19:11, og til leiksloka breikkaði heldur bilið og lauk leiknurn með 25:15. Beztu menn í liði FH voru bræðumir Geir og Öm, og svo Kristófer sem varði oft mjög vel. Páll var og ágætur, og fyr- ir samleikinn var Ragnar mik- ils virði þótt skotáræðni hans hafi heldur hrakað. Valsmennimir áttu ekki góð- an leik og þeir eiga að geta mun betur með þá kunnáttu $em þeir ráða yfir., Þeir féllu ekki nógu vel saman, voru heldur seinir affur, og of seinir í snúningum. Bezt sluppu Jón f markinu, Stefán Sandholt, Ágúst og Bergur Hermann var langt, fyrir neðan það sem hann getur. Þeir sem skoruðu fyrir FH voru: Geir 8, Öm 7, Páll 5, Auðunn 2, Birgir, Jón Gestur og Ámi 1 hver. Fyrir Val skoruðu: Bergur 7 -------------------------------- Látið stilla bílinn fyrir vorið i Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstíllingar. Skiptum um kerti platínur. liósasamlokur o.fl. — Örugg þjónucta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. (6 úr vítak.). Stefán 2 og Her- mann 2 (1 víti), Jón Karlsson, Bjarni, Gunnsteinn og Ágúst 1 hver.: Bómari var Karl Jóhannsson og dasmdi yfirleitt vel. Fram lék sér að Víkingum og varm 31:16 y Yfirleitt mun hafa verið meiri eftirvænting í sambancii við úrslit leiks Vfkings og Fram. Sigur Vfkinga yfir FH var mðnnum minnisstæður og almennt var talið að hinir ungu Víkingar mundu ógna Fram svo að um munaði. Það fór þó á allt annan veg, og er vafalítið að hér réði miklu um reynsluleysi hinna ungu Víkinga í þýðingarmikl- um leik, og svo að hinu leytinu keppnisvani Fram sem hefur marga hildi háð á undanförn- um árum, og þar eru margir reyndir menn, þó inn á milli komi ungir menn sem enn vant- ar hina nauðsynldgu reynslu. en meirihluti er margreyndur f erfiðum leikjum. Til að byrja með voru Vfk- ingar harðir, og virtust sem þeir ætluðu að standa við þær hugmyndir manna að þeir yrðu Frömurum erfiðir. Fram byrjar að skcra og var Gýlfi þar að verki, en Einar Magnússon jafnar úr víti á 4. mínútu. Næst skora þeir Gunnlaugur og . Sigurður Einarsson en Jón Hjaltalín bætir við fyrir Vfk- ing. Ingólfur bætir við marka- tölu Fram með óvæntu skoti í gegn niður við gólfið 5:3. Aft- ur er Jón Hjaltalín að verki með brumuskoti af löngu færi, sem markmaður ræður ekkert við. Tómas skorar laglegt mark af línu 6:4. Enn er bað Jón Hjaltalín sem skorar fyr- ir Vfking 6:5, og á 18 mín. leiksins skorar Sigurbergur fyr- ir Fram. 7:5 Víkingar berjast sem meSt þeir mega, en það »v eins og enginn nema Jón geti skotið svo um munar. Litlu sfð- ar er dæmt vítakast á Víking og tekur Gunnlaugur það en markmaður ver hressilega og knötturinn fer langt, fram á völlinn og þar nær Jón Ólafs- son honum og einleikur af krafti í áttina að marki Fram og skorar 7:7. Þótti nú sem veruleg spenna væri að færast í leikinn, en það var sem Víkingar hefðu nú eytt öllu sínu púðri, og stæðu uppi skotfæralausir, því í þær 10 mínútur sem pftir voru skoruðu þeir ekki eitt einasta mark en Fram 6, og stóðu því leikar í hálfileik 13:7. Og þetta hélt áfram í byrjun síðari hálf- leiks því þá bættu Framarar við 2 mörkum, eða 8 mörk í röð án þess að Vfkingar svðr- uðu fyrir sig, og þar með var útéð um úrsþt leiksins. Síðari hálfleikur var því ein- stefna, og náði Fram oft góðum leik og skipulegum, þannig að Vfkingár komust ekki í gegn um vörn. Við það bættist að í liði Víkings var aðeins einn maður sem gat skotið að ráði og það var Jón Hjaltalín,' og auðvitað tóku Framarar hanm úr umferð þegar á leið og var ekki að sökum' að spyrja. Einar Magnússon er mjög efnilegur leikmaður í liði Vfkinga, en hann kann ekki lag á því að nota ágæti sitt frá náttúrunnar hendi. Ef Einar reyndi að lyfta sér örlítið og skjóta úr þeirri stöðu yrði hann mjög skæð skytta, en hann notaði þetta aðeins í eitt skipti í þessum leik og skoraði hó auðvitað skemmtilega. Einar verður að nota betur skothæfíl-ika sfna, og það er ‘ greinilesa alvarlegt Jyrir lið Vikings að aðeins einn maður skuli geta skotið, en sú var reyndin í þessum leik. Þórarinn náði ekki að ógna með skoturn þó hann sé þýðingarmikill fyr- ir samleikinn, og Rósmubdur ógnaði Htið. Það verður því ekki annað sagt en að Víking- ur hafi ekki staðizt þá raun sem á hann var lögð, og er eins og fyrr segir æsku liðsins um að. kenna og of stuttum reynslutíma. Framarar léku af miklu ör- yggi, og sérstaklega eftir að til þess kom að Víkingar tóku að ógna, en þá brutu beir Vík- inga niður á mjög skipulegan hátt, og fullri prúðmennsku. Beztu menn hjá Fram voru Gunnlaugur, Gylfi Þorsteinn í markinu, Ingólfur. Sigurður og Tómas. Fyrir íking skoraði Jón Hjaltalín 11 af þessum 16 mörkum: Einar skoraði 2, ann- að úr víti. Hjá Víking voru beztir Jón Hjaltalín, sem var f sérflokki, Einar í markinu var og góður svo og Þórarinn, og enda Ein- ar, sem á að geta mun meira. Þeir sem skoruðu flest mörk- in fyrir Fram voru Gunnlaug- ur 7, Gylfi 6, Tómas 5 og Ing- ólfup og Sigurður 4 hvor. Takist bæði FH og Fram upp svipað og þeim tókst þennan dag er ekki að efa að úrslita- leikurinn verður mjögskemmti- legur og erfitt að spá í dag um úrslit. Bæði liðin hafa tapað tveim leikjum í mótinu, og maður hefur það á tilfinhing- unni að nú uppá síðkastið hafi leikir FH^ verið skrikkjóttari, en leikir Fram, og svo er ekki að vita hvernig liggur í FH þegar í úrslitin kemur. Endur- taki þeir leikinn við Víking um daginn, verða Framarar ekki í neinum vandrasðum, en haldi þeir áfram eins og móti Val í gær, er FH sigurstranglegra, en allt getur skeð. Dómari var Valur Benedikts- soþ og slapp heldur vel frá leiknum. Frímann. Körfuknattleikur: IR efst í 1. deild vann ■11 KR I fyrradag fór fram sá leikur sem teljast má úrslitaleikur í 1. deíld Islandsmótsins í körfu- knattleik. Mættust þar í fyrri léik sínum í mótinu þau tvö félög sem bera af í deildinni, ÍR og KR. Sem kunnugt er hefur. KR vegnað betur í við- ureign þessara félaga nú í tvö ár, og var þetta því mjög kær- kominn sigur ÍR-ingum. KR h'afði yfir í fyrri hálfleik og enöaði hann 29:25 fyrir KR, én iR-ingar náðu undirtökun- um snemma í seinni hálfleik og komust fljótlega yfir og héldu því 'nær allán leikinn út. Var leikurinn mjög spennandi allan 65:60 tímann, og mátti ekki á milli sjá hvort félagið færi með sig- ur af hólmi að lokum, þar sem leikar stóðu jafnir 60:60 er ein mínúta var til leiksloka, en IR- ingar tóku mjög góðan enda- sprett og skoruðu sex sinnum. Leikurinn fór fram í Vals- heimilinu og voru áhorfendur allmargir. Dómarar voru Jón Eysteinsson og Marinó Sveins- son. ★ Tveir leikir verða leiknir í 1. deild í kvöld. ÍS gegn KR -og ÍR gegn _ Ármanni. . Leikirnir hefjast í fþróttahöllinni klukk- an 20.15- Frotte-handklæði rósótty einlitt,. röndótt, einnig gesta- og baðhand- klæði. Aldrei meira úrval en nú. Nokkrar gerðir af hvítu og mislitu damaski eru ennbá fyrirliggj- andi, einnig rósótt sængurveraléreft. Ath.: Verzlunin verður lokuð laugárdaginn fyrir páska. Verzlun H. TOFT. Skólavörðustíg 8. A THUGIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagmenn. # Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. Á hátíðaborðið: í nestið: Svínasteik Hangikjöf London lamb Harðfiskur Léttreyktir dilkahryggir Smjör Rauðkál í glösum Flatkökur Grænmeti í dósum Pylsur Sýrt grænmeti í glösum og pk. Bjúgu Súpur í dósum og pökkum Svið Ávéxtir, ferskir, Ávaxtasafj þurrkaðir, niðursoðnir. Reyktur lax, . \ Verzlið í kaiwfélagsbúðum / t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.