Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 10
Smásálarskapur póstmeistara ★ Eins og kunnugt er hafa5 póstmenn þurft ad ganga að því með hörku að fá sanngjamar leiðréttingar mála sinna í sambandi við kjör sín ' eftir að kjara- dómur úrskurðaði laun þeirra fyrst. Hefur póst- meistari oft sýnt mikla stirfni í þessum málum, svo að vakið hefur reiði póstmanna, og- ekki eru þeir hvað sízt reiðir hon- um vegn^ síðasta afreks hans í þessum efnum. ★ Svo er mál með vexti að samkvæmt úrskurði fé- lagsdóms áttu póstmenn í 12.—14. laúnaflokki sem starfað hafa í 4 ár að gangast undir sérstakt próf nú innan skamms og laun þeirra þá að haskka. Hækkunin gilti frá 1. nóv. sl, og var mismunurinn borgaður eftir kontó-. greiðslu. Nú gerist það síðast í febrúar að einn þessara póstmanna deyr, og átti ekkja hans þá að fá greidd iaun hans í þrjá næstu mánuði. Þá bregð- ur svo við að póstmeist- ari dregur fvrrgreindan mismun af launum til ekkjunnar. ★ Vel má vera að póstmeist- ari hafi til þess lagalegan rétt að draga þennan mis- mun frá, þar sem hinn látni póstmaður hafði ekki lokið fyrirhuguðu prófi, fremur en starfsfélagar hans, þar sem próf hafði ekki verið haldið enn, er hann lézt. En póstmeist- ari hefur hér sýnt mikla smámunasemi í launa- greiðslu til ekkjunnar og eru póstmenn, eins og áð- 1 ur segir, mjög sárir vegna þessarar framkomu. Eríndi Hermanssons Hermansson kom fram á mörgum fundum á rnedan hann dvaldist hér. Myndin er tekin á einum þeirra sem haldinn var í Lindarbæ. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Aljjingi grí©« fram fyrir hertdur ó Þingvallanefnd! 'EftiríÉirandi tillaga var sam- þykkt samhljóða á aðalfundi Fé- lágs íslenzkra frsgða 16. marz 1967. Aðalfundur Félags íslenzkra fræða haldinn 16. marz 1967, á- telur harðlega þá ráðstöfun Þingvallanefndar að úthluta ein- staklingum sumarbústaðalóðum í landi þeirra jarða í Þingvalla- sveit, sem ríkið hefur fest kaup á til verndunar helgasta sögu- stað þjóðarinnar, Þingvelli við Öxará. Þar sem Þingvallanefnd hefur brugðizt þvi hlutverki sínu að standa vörð um hinn fornhelga þingstað og gerzt í þess stað lóðaúthlutunarnefnd, skorar fundurinn á alþingi fslendinga að grípa fram fyrir hendur nefndarinnar, koma í veg fyrir frekari sumarbústaðaþyggingar einstaklinga á Þingvallasvæðinu og vinna að því að endurheimta til friðunar þau sumarbústaða- lönd, sem þegar hafa verið af- hent einstaklingum á umræddu svæði. Jafnframt skorar fundurinn á þá borgara, sem úthlutað hefur verið lóðum á Þingvallasvæðinu á þessum vetri, að afsala sér lóðunum og hætta við bygging sumarbústaða þar. Truflnanir á rafmagni, síma og útvarpi vegna óveðurs Flug féll niður, en vegir sluppu furðanlega H Miklar truflanir urðu á rafmagni, útvarpssendingum og síma af völdum veðurs um helgina, en þá var óvenju umhleypingasamt, skiptist á ofsarok með él'jagangi, rign- ingar og frost á Suðvestur- landi, en snjóaði víðast ann- arsstaðar. ■ Innanlandsflug féll alger- lega niður og utanlandsflugi seinkaði, vegir sunnanlands sluppu furðanlega. en fyrir vestan, norðan og austan er að mestu leyti samgöngulaust á landi. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdeí gh a b c d e t g h HVÍTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 16. gxf6 Rafmagnstruflanir urðu eink- um á Súður- og Suðvesturlandi, bæði ’ á laugardag og sunnudag. Um kl. fimm á laugardag bilaði aðalrofi í Elliðaárstöðinni og fór þá rafmagn af Sogsvirkjunar- svæðinu öllu. Tók um klukku- stund að kippa þessar^ bilun í lag, en á laugardagskvöld urðu nokkrar truflanir í Árbæjar- hverfi er háspennulínur biluðu. Á sunnudagsmorgun urðu bil- anir víða á Suðurlandi. m.a. var rafmagnslaust í langan tíma á öllu svæðinu frá Hellu austur að Vík, þá fór rafmagn af Kjósinni um tíma og smærri truflanir urðu annarsstaðar. Á sunnudags- kvöld varð rafmagnslaust í Hafnarfirði og nágrenni, m.a. á Vatnsendahæð og féllu þá niður sendingar útvarpsins. Talsvert var um bilanir á símalínum víða um land, m.a. biluðu línurnar frá Brú að Hólmavík, Búðardal og Patreks- firði, línur milli Akureyrar og Varmahlíðar, Húsavíkur og Raufarhafnar og víðar. Allt innanlandsflug lá niðri um helgina vegna veðurs, en ut- anlandsflug hélzt samkvæmt á- ætlun, þó með talsverðum seink- unum vegna mótvinds. Er Þjóðviljinn spurðist fyrir um ástand hjá Vegamálaskrif- stofunni í gærkvöld var sagt að vegir sunnanlands hefðu sloppið ótrúlega vel og er ágæt færð frá Reykjavík um Þrengslin allt austur að Vík, en Hellisheiði er lokuð. Frá Vík og austur yfir Mýrdalssand er aðeins fært á fjallabílum, en sæmileg færð er austan sands. Þá er fært upp í Hvalfjörð og Borgarfjörð, og var búizt við að í dag yrði opn- uð Brattabrekka vestur í Dali Framhald á 8. síðu. ■ FÉLAG RÓTTÆKRA STÚD- ENTA hélt ágætan fund í Lídó í íyrradag, en þar flutti C. H. Hermansson erindi um Leið vinstri hreyfingar á Norðurlöndum og svaraði fyrirspurnum. SVAVAR GESTSSON setti fund- inn og stjórnaffi honum, en síðan flutti Magnús Kjart- ansson inngangsorð og vék að þeim stórauknu umræðum um sósíalisma sem mótað hefðu stjórnmálaástandið í Vesturevrópu að undánförnu. . Síðan flutti Hermansson er- indi sitt; hefur liann gefið Þjóðviljanum heimild til að birta það og verður efni þess því ekki rakið hér; það kem- ur í heild hér í blaðinu vænt- anlega á fimmtudag. AÐ ERINDINU LOKNU voru bornar fram fjölmargar fyr- irspurnir sem Hermansson svaraði jafnharðan, en að loknum þakkaði Svavar Gestsson Hermansson kom- una fyrir hönd Félags rót- tækra stúdenta og fundar- manna. Þriðjudagur 21. marz 1967 — 32. árgangur — 67. tölublað. slendíngaspjall órs Laxness H Út er komin hjá Helgafelli ný bók eftir Halldór Laxness sem nefnist Islendingaspjall. Þar segir böfundur frá afstöðu sinni til ýmissa þátta í íslenzkri menningu svo og frá gömlum og nýjum viðskiptum hans við landa sína. ÆF félagar ÆF félagar! Dansleikur á vegum ÆF verður haldinn á miðviku- dagskvöldið í Félagsheimili Kópavogs við Neðstu tröð og hefst kl. 9. Nánar auglýst í blað- inu á morgun. Haldór Laxness segir í for- ^ mála að margir samlandar sín- ir auk ýmsra skandínavískra lesenda hafi spurt hvar ísland sé í Skáldatíma, og hafi hann saman skrifað þetta kver, íslend- íngaspjall, til að ráða nokkra bót á því! (það er) sarrianskrifað í fyrsta lagi fyrir tilmæli minna góðu sænsku forleggjara, Rabén & Sjögren, sem hafa beðið mig að gera lángan Íslandskapítula, innskot í nýja útgáfu þeirra á Skáldatíma. í annan stað er kver- ið miðað við óskir íslenzkra les- enda sem fannst ég hefði í Skáldatíma svikið þá um þá ánægju að fá sjálfsmynd af höf- undinum með ísland kringum sig og mega kynnast hug hans eins og sakir standa til íslenzkr- ar menningar að fornu og nýju. Á kápusiðu er þessi bók skil- greind sem eins konar ný Crymogæa: leiðrétting á skoðun- um útlendinga á íslenzkri menn- ingu og svör við náttúrlegum efasemdum þeirra. En með allt að því sama rétti, stendur þar, má segja að hún sé leiðrétting á skoðunum íslendinga um sjálfa sig. Þá er þar og búizt við því að landar „kveinki sér enn við vægðarlausri snilld hans“ þ.e. Halldórs Laxness. — Bókin er 129 bls. i VaraþingmaSur lætur að sér Þormóður goði seldi vel Þormóður goði seldi í gær- morgun í Bremerhaven 245 tonn fyrir 262:200 mörk. í morgun áttu Úranus og Karlsefni að selja i Þýzkalandi og Kaldbakur í Englandi. ★ Önnur umræða ,>bjargráð- anna“ í neðrideild Alþing- is virtist ætla að verða stutt eins og oft er með mál sem mikið er búið að ræða rétt fyrir þing- hlé. Framsögumenn nefnd- arhluta, Birgir Finnsson (meirihluti) og Luðvík Jósepsson og Jón Skafta- son (minnihlutar í sjávar- útvegsnefnd) tölnðu allir stutt mál. Ráðherrarnir tveir sem mest eiga hltít að máli, Eggert G. Þor- steinsson sjávarútvegs- málaráðherra og Magnús Jónsson fjármálaráðherra þökkuðu góða afgreiðslu. ★ Þá skauzt upp í ræðustól varaþingmaðurinn Sverrir Hermannsson og tók að flytja langa skrifaða ræðu unf dýrð núverandi rikis- stjórnar í sjávarútvegs- málum og vonzku vinstri stjórnarinnar í þeim sömu málum! ★ Lúðvík Jósepsson tókfyrir mestu fjarstæðurnar í ræðu varaþingmannsins og var heldur lítið eftir af fullyrðingum Sverris að því loknu. Halldór E. Sig- urðsson og Einar Agústs- son tóku einnig til máls um þessa sérkennilegu ræðu. En að lokinni ræðu ! Lúðviks á síðdegisfundi kvaddi enginn sér hljóðs og lauk svo 2. umr., en : atkvæðagreiðslu var frest- i að. Pólyfónkórinn færíst mikið í fang Eins og áður heíur verið sagt frá hér í blaðinu hefur Pólýfónkórinn undir stjórn Kathaleen Joyce Ingólfs Guðbrandssonar ráð- izt í þaS stórvirki að flytja Jóhannesarpassíuna eftir J. S. Bach nú um páskana. Flytur kórinn passíuna tvisvar, i fyrra skipti í kvöld í Krists- kirkju og í síðara skiptið í stærsta samkomuliúsi lands- ins, íþróttahöllinni í Laugar- dal, á skírdag kl. 4 síðdegis. Jóhannesarpassían er eitt af hinum fjórum stóru kór- verkum Bachs og hefur hún aðeins einu sinni áður verið flutt hér á landi. Ættu tón- listarunnendur ekki að láta fram hjá sér fara þetta ein- staka tækifæri til þess að hlýða á hana í flutningi ís- 'enzkra tónlistarmanna. Með kórnum, en í honum eru nú nær 70 manns, flytja fimm einsöngvarar verkið. Eru þag Sigurður' Björnsson óperusöngvari sem fékk leyfi frá óperunni f Stuttgart, sem hann er fastráðinn söngvari við, til þess að fara með hlut- verk guðspjallamannsins. Þá fer Kristinn Hallsson með hlutverk Pílatusar og Péturs, Halldór Vilhelmsson með hlutverk Krists og Guðrún Tómasdótir með sópranhlut- verkið í verkinu. Þá er ótalið althlutverkið sem fræg brezk söngkona, Kathleen Joyce, mun fara með. Kom. hún hingað til landsins í síðustu viku og gafst fréttamönnum kostur á í gær að hitta hana að máli og hlýða á hana flytja tvö lög. Er þetta mikil söngkona sem á glæsilegan feril að baki og komið hefur fram á tón- leikum og í útvarpi víða um lönd. Mun hún einnig halda sjálfstæða tóníeika hér á landi og verður nánar frá því skýrt í blaðinu á morgun. Það er að sjálfsögðu í mik- ið ráðizt hjá Pólyfónkórnura að fá íþróttahöllina til tón- leikahalds og kostar undir- búningur allur fyrir tónleik- ana mikið fé. Ættu tónlistar- unnendur að sýna í verki að Sigurður Björnsson þeir kunni að meta þennan stórhug kórsins með því að f j ölmenna á tónleikana. Nægilegt er plássið í íþrótta- höllinni, því hægt er að setja í hana sæti fyrir allt að 1600 manns og auk þess eru stæði fyrir nokkur hundruð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.