Þjóðviljinn - 21.03.1967, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Qupperneq 7
Þriðj'Jdagttr ZL marz 1967 — ÞJÓÐVIMINN — SlöA f Þrengt að útflutningnum - mörkuðum glopra niður - aukið styrkja- og niðurgreiðslukerfi Kafli úr ræðu Lúðvíks, Jósepssonar, formanns Þingflokks Alþýðubandalagsins, við 1. umræðu „bjargráða" ríkisstjórnarinnar. - Ræðan var flutt 13; marz sl. Ég hafði fyrr í ræðu minni vikið að nokkrum aðalþáttum sjávarútvegsins, hvernig ástatt væri fyrir þeim rekstursþáttum nú og hvaða ástæður laegju til þess, að svo væri komið sem komið er fyrir þessari atvinnu- grein. Ég hafði sýnt fram á, að það, sem méstu veldur um erfiðleika sjávarútvegsins er röng stefna ríkisstjórnarinnar * á undanförnum árum í efna- hagsmálum í mörgum greinum, en þau vandamál, sem nú eru að koma upp vegna verðfalls á frosnum fiski á erlendum mörkuðum eru í rauninni alveg umfram þann almenna vanda, sem ég var hér að gera að um- talsefni og sem steðjar að þess- ari atvinnugrein. Þegar núverandi sljórnar- flokkar tóku við sijórn sjávar- útvegsmála og byrjuðu að framkvæma sína nýju stefnu, viðreisnarstefnuna, mátti segja að hagur sjávarútvegsins í landinu væri mjög sæmilegur og enda er það viðurkennt af öllum sjávarútvegsmönnum. Árið 1958 var sjávarútveginum mjög hagstætt ár. Afli var þá mikill og málefni sjávarútvegs- ins voru leyst það ár með víð- tækum samningum við útvegs- menn og við þá samninga var staðið í öllum greinum. Segja mátti, að jafnt hagur togara- útgerðarinnar sem annarrar út- gerðar í landinu og fiskvinnsl- unnar var tiltölulega góður. Það ár var almennt talið að togararnir hefðu skilað tals- verðum tekjuafgangi. Sama var að, segja um árið 1959. Það var tiltölulega mjög hagstætt ár fyrir íslenzka út- gerð, og einnig það ár var tog- araútgerðinni gott ár. Þegar „viðreisnarstefnan“ var því tekin upp, áttu að vera öll skilyrði tiltölulega hagstæð til þess að hún hefði getað heppnazt. Sá vandi, sem þá var við að glíma var það, hvernig ætti að koma fyrir í íslenzku hagkerfi þeirri millifærslu, sem átt hafði sér stað með millifærslukerfinu þá um nokkurra ára bil, og það leysti ríkisstjórnin með nýrri skrán- ingu á verðgildi íslenzkrar krónu, fyrst á árinu 1960 og síðan aftur á árinu 1961. En þessar gengisbreytingar áttu að tryggja það, að eftir hana ætti sjávarútvegurinn almennt séð að búa við ekki lakari kjör en haftn hafði búið við áður. eftir uppbótakerfinu. Og síðan kom til stefna „við- reisnarinnar" og hefur staðið allan tímann þar til nú og það er ekki undan því að kvarta, að þessi „vðireisnarár" hafi verið óhagstæð varðandi ár- ferði. Enginn mun reyna að halda því fram að erfiðleikar sjávarútvegsins á þessu tíma- bíli stafi af illu árferði. Og þá er í rauninni engu öðru til að dreifa en því, að það eru þau kjör, sem ,við höfum búið þess- ari atvinnugrein á undanförn- um árum, sem eru.röng. Við upphaf timábilsins hafði staðið tiltölulega vel hagur báta, togara og fiskiðnaðar í landinu, s@m fyrr segir. Af- koman var tiltölulega góð reikningslega séð, og síðan hef- ur verið um gott árferði að ræða öll árin, en samt er svona komið, eins og bent hefur ver- ið hér á með afkomu sjávar- útvegsins. Það er því í raun- inni engu öðru, til að dreifa en því, að stefnan, sem ríkj; hefur í landi okkar ,í efnahagsmálum og verðlagsmálum almennt séð, hefur verið þessari atvinnu- grein óhagstæð. En það virðist vera svo, að hversu oft sem þetta er sagt þeim mönnum, sem standa að „viðreisnar- stefnunni", breytir það sára- litlu. Þeir a.m.k. halda' áfram að þræta og þeir lemja höfð- inu við steininn og virðast enn halda sér í þessa alröngu stefnu. Þegar maður lítur til hinna erlendu markaða hafa öll skil- yrði þar verið hin hagstæð- ustu á þessu tímabili. Það er ekki aðeins, aO frosni fiskurinn hafj stórhækk- að á þessum árum á erlendum markaði. Saltfiskurinn hefur hækkað enn meir, skreiðin hef- ur hækkað tiltölulega mikið, þó ekki eins mikið og hinar tvær framleiðsluvörur okkar. Og yfirleitt aðrar útfluttar sjávarafurðir hafa hækkað mikið í verði. Það hefur verið mjög hag- stætt árferði að þessu leyti til. Hins vegar kemur fram, að hin almenna viðskiptastefna sem ríkisstjórnin hefur haldið uppi, hefur líka reynzt sjávar- útveginum óhagstæð og hefur m.a. komið fram í sambandi við markaðsmálin. Ég hef áður bent á þáð, að mjög þýðing- armiklir og góðir markaðir, sem við höfðum unnið okkur 't.d. í löndum Austur-Evrópu, hafa nú glatazt vegna við- skiptastefnu ríkisstjórnarinnar; Þar er mjög sláandi dæmi dæmið um markaðinn í Tékkó- slóvakíu. í Tékkóslóvakíu höfðu ís- lendingar á nokkrum árum unnið sér markað fyrir frosinn fisk, sem var á milli 7—8 þús. tonn á ári. Þetta er land, sem hvergi liggur að sjó, og það mun því mjög seint Verða sjálfu sér nóg um öflun á fisk- meti. Þetta var því mjög þýð- ingarmikill markaður, ekki sízt, þegar það er haft í huga að þessi viðskiptaþjóð borgaði meira fyrir fiskinn okkar en nokkur annar rtiarkaður. En viðskiptastefna ríkisstjórnar. innar hefur leitt til þess, að nú erum við búnir að glata þessum markaði. Nú selj.um við svo að segja ekkert af frosnum fiski til Tékkósló- vakíu, vegna þess að stjórnin hefur skipulega unnið að því og margsinnis hælt sér fyrir það að hafa náð árangri á þessu sviði, að hún væri að brjóta niður verzlunina við vöruskiptalöndin. Þetta hefur reynzt útflutn- ingsframleiðslunni óhagstætt. Hún hefur orðið í þessum greinum að víkja af hag- stæðum mörkuðum, sem hún hafði þarna unnið sér, og leita inn á miklu óstöðugri og verri markaði. Mjög skýrt dæmi kom fram í þessum efnum á s.l. hausti. Ég veit ekki, hvort alþingis- menn háfa veitt því athygli, að einmitt um það leyti sem einna mest veiddist af síld á íslandi og það flaaddi eiginlega svo að segja út úr öllum döll- um af síld, kom tilkynning um það, að frystihúsunum væri banna að frysta fhelra af síld heldur en þau þá höföu gert. Nú lá það þó fyrir, að það var búið að frysta um þetta leyti miklu minna magn af síld heldur en gert hafði verið um mörg ár. Hvernig stóð á þessu? Jú, ástæðan hefur komið fram m.a. í samþykktum frá sam- tökum frystihúsamanna, þar sem þeir hafa veriö að mót- mæla stefnu ríkisstjórnarinnar í viðskiptamálum við tiltekin lönd. Það gerðist sem sagt á s.l. sumri, að viijskiptamála- ráðuneytið ákveður, að nú skuli nýir viðskiptasamningar gerðir við Tékkóslóvakíu og, Pólland eftir kenningum þeirra Jóhannesar Nordals o.fl., að nú skuli öll viðskipti íslendinga við Pólland og Tékkóslóvakíu vera gerð upp á frjálsum gjald- eyrisgrundvelli, þ.e.a.s. ef það hallist eitthvað á í viðskiptun- um á vissu tímabili, átti sá að- ili, sem hallaðist á að borga í frjálsum gjaldeyri. Útflytjendur, m.a. frystihúsa- menn, bentu ríkisstjórninni á það hvað eftir annað, að þessi breyttu samningaviðhorf mundu leiða til þess, að þessar þjóðir keyptu ekki af okkur jafn mikið af frosinni síld eins og þær hefðu ger.t til þessa, en það höfðu þær skuldbundið sig til með samningum til tiltekins tíma. En þegar þær stóðu orð- ið frammi fyrir því, að þær áttu að eiga viðskipti við ís- lendinga á frjálsgjaldeyris- grundvelli, mátti búast við því, að þær notuðu sinn gjaldeyri, sem þær eignuðust h'ér til þess að kaupa aðrar vörur. sem þær höfðu um langan tíma sótt hér meira eftir að fá, en ekki feng- ið, eins og m.a. síldarmjöl og síldarlýsi og fleiri vörur. Það stóð ekki á því* að reynslan sýndi hvor hefði á réttu að standa, þeir, sem stjórnuðu Seðlabankanum og þeir sem réðu í viðskiptamála- ráðuneytinu, eða framleiðend- urnir sem mótmælt höfðu þess- ari nýju stefnu. Útkoman varð, eins og frystihúsamenn höfðu sagt, hún varð sú að Pólverj- ar svo að segja hættu að kaupa frosna síld og Tékkóslóvakía hætti sömuleiðis. Við töpuðum þessum mörk- uðum, en við sáum hins vegar, að á sama tíma voru sendar sendinefndir frá Norðmönnum, keppinautum okkar, til þessara landa og þeir hirtu þessa markáði frá okkur. En við, í miðju síldarfiski- ríinu, gátum staðið frammi fyrir því, að við hættum að notfæra okkur síldina á þenn- an hátt, sem við höfðum gert áður. „Frelsið1* í viðskiptamál- unum getur verið dýrt. Það getur kostað peninga. Maður getur beiniínis glatað niður mörkuðum sem því aðeins verður haldið að maður taki eitthvert tillit til allra að- stæðna varðandi framleiðslu- mál eða önnur viðskipti. Ríkisstjórnin vissi, að hún var t.d. í þessum tilfellum og í mörgum fleirum að gera ráð- stafanir, sem hlutu að verða út- flutningsframleiðslunni kostn- aðarsamar. En ríkisstjórnin skeytti ekkert um það. Hún fór þvert gegn þeim ráðlegg- ingum, sem framleiðendurnir beindu til hennar, og hún fór, eins og fyrri daginn, eftir kenningum þeirra Seðlabanka- manna og þeirra, sem réðu í viðskiptamálaráðuneytinu, en það voru fyrst og fremst inn- flytjendur í‘ landinu, kaup- sýslumenn. Hún fór eftir þeirra kenningum, en það varð til þess að gera hag útflutnings- framleiðslunnar lakari en hag- ur hennar var áður. Auðvitað er enginn vafi á því, að íslenzka bjóðarbúið hefur tapað á framkvæmd þessarar stefnu, því að þegar við eigum nægilegt af síldar- skipum fyrir, og við eigum öll veiðarfæri, sem við þurfum á að halda og við höfum mann- afla og við höfum frystihúsin ónotuð, var það vitanlega fengur fyrir okkur að geta margfaldað verð síldarinnar með því að frysta hana og flytja hana út þannig í stað þess að geta ekki hirt hana, láta hana liggja ónotaða, eins og útkoman varð á s.l. hausti. En þetta er auðvitað í miklu fleiri greinm, sem svona er að farið, en það er ekki verið að minnast á það, hvað þetta „við- skiptafrelsi“ kostar okkur mik- ið, þegar því er beitt m. a. þannig, að ekkert tillit er tekið til hagmuna útflutningsfram- leiðslunnar. Þvi má skjóta inn ílleiðinni, að mikið er státað af' því, að við eigum gjffldeyrisvarasjóð erlendis, sem nemur í kring- um 2000 miljónum kr. Og út af fyrir sig getur verið gott að eiga nokkurn gjaldeyrisvara- sjóð, m.a. til þess að tryggja liðleg viðskipti. En menn verða líka að gera sér grein fyrir, því, að við borgum mikið fyrir það að eiga þennan sjóð. Hvað halda menn, að við fá- um í vexti fyrir þessar 2000 miljónir, sem við geymum í bönkum erlendis? Meðaltals- vextirnir, sem við fáum fyrir þessa upphæð, ligja á milli 3— 4%. En á sama tíma borgar Seðlabankinn hér heima þeim aðilum, sem binda féð hjá hon- um á móti þessari fjárhæð, frá 8—9% í vexti. Hanri" tapar á þvi að eiga þessa upphæð upp- undir 40 milj. kr. á ári. I Það er rétt að gera sér al- veg grein fyrir því, að þessi pólitík varðandi hin frjálsu gjaldeyrisviðskipti kosta líka sitt. Þó getur það verið rétt- lætanlegt að taka á sig slíka bagga sem þessa varðandi vaxtamismuninn, en þá fyrst kastar tólfunum, þegar við för- um að haga okkar málum þannig, að við getum ekki nýtt okkar framleiðslumöguleika, við getum ekki nýtt þau tæki sem við eigum, vegna þessarar viðskiptastefnu höfum við ver- ið að glata mörkuðum, en þannig hefur verið haldið ,á þessum málum að undanförnu. Þegar svo ríkisstjórnin stend- úr frammi fyrir því að sjávar- útvegurinn er kominn í þann vanda, sem hann er kominn í nú, á hún ekki önnur úrræði en grípa til uppbötargreiðslna, seijí hún hafði þó algerlega fordæmt sem alveg forkastan- lega leið. Hún verður að grípa til þess nú eftir 7 ára „við- reisn“. Ríkisstjórnin vill láta svo vera, að þetta sé nú aðeins til eins árs eða svooghér sé ekki um ýkja háa fjárhæð að ræða. En fjárhæðin sem hún notar í uppbótargreiðslur, er miklu hærri heldur en hún vill vera láta. Sjávarútvegsmálaráðherra talaði hér um, að þessi milli- færsla gæti verið samkvæmt þessu frumvarpi í kringum 310 —320 milj. kr. Ég held, að það megi búast við að þessi greiðsla verði miklum mun hærri. Auð- vitað er réttmætt að leggja þama við einnig þær aðrar fjárgreiðslur, þó að þeirra sé ekki sérstaklega getið í þessu frumvarpi, sem eru algerlega af sama toga spunnar, og eru uppbótargreiðslur alveg eins og þessar. Ég skal nefna m.a. nokkrar greiðslur, sem nú eiga sér stað. Samkvæmt þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því að greiða til sérstakrar fiskverðshækkunar 100 miljónir kr. og samkvæmt þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því að greiða svonefnt „hagræðingarfé“ til frystihús- anna og fiskiðnaðarins 80 milj. kr. Þá er gert ráð fyrir sam- kvæmt þessu frumvarpi að leggja fram fé til verðtrygg- ingar til þess að mæta verð- fellingu, sem frystihúsin verða fyrir, með því að leggja fram 140 miljónir kr. En það er að- eins áætlunarupphæð, vegna þess að í frumvarpinu er bein- línis gengið út frá því, hvernig á að reikna verðlækkunina, og samkvæmt frumvarpinu er rík- issjóður skuldbundinn til þess að borga alla verðlækkunina, þó að hún fari langt yfir 140 milj. kr. Og þá þarf vitanlega bara að bæta við fé. Ef t.d. er miðað við þá á- ætlun sem . frystihúsamenn Framhald á 9. síðu. Síldinni var mokað upp, frystihúsum var bannað að frysta meira: Stjórnin hafði glutrað niður mörkuðunum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.