Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 2
2 SíÐA — ÞJÓÐVELJINN — Þtiðjudagar 21. marz 1*967. frumsýnir nýj- Diirrnmatts Þann 31. þ.m. frumsýnir Þjóðleilchúsið nýjasta leikrit Friedrich Diirrenmatt, Loft- steininn, í þýðingu Jónasar Kristjánssonar, skjaiavarðar. Loftsteinninn var fyrst frum- sýndur 20. janúar 1966 í Ziirich og vakti strax gífurilega athygli eins og öll leikrit eftir þennan merka og sérkennilega höfund. Fyrir skömmu var leikurinn frumsýndur á Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn og hefur verið sýndur þar við met- aðsókn undanfamar vikur. Friedrich Durrenmatt er fæddur 5. janúar árið 1921 í Konofingen, smáþorpi í grennd við Bem. Faðir hans var prest- 5 ur, mótmælendatrúar. Dúrren- matt lagði stund á heimspeki og guðfræði við helztu. háskóla í Sviss og er nú búsettur í Zii- rich, þar starfar hann sem rit- höfundur og gagnrýnandi. Tvímælalaust er Dúrrenmatt einn áhrifamesti og merkasti rithöfúndur, sem nú ritar á þýzka tungu. Hann hefur skap- að sér sterkan og sérkennileg- an stíl og á marga aðdáendur um víða veröld, en heíur eihn- ig verið umdeildur af öðrum. Helztu leikrit hans eru: Kóm- úlus mikli, flutt hér í útvarp- inu fyrir nokkru, Sú gamla kemur í heimsókn, og Eðlis- fræðingamir, en bæði þessi leikrit voru sýnd hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur fyrir nokkru, þá hefur hann einnig skrifað, Hjónaband herra Missisippi og Herkúlus og Ágíasarfjósið, en það var sýnt hjá Leikhúsi æsk- unnar. Auk þess hefur hann skrifað nokkur útvarpsleikrit. Eins og fyrr segir er Loft- steinninn nýjasta leikrit Dúrr- einmatts og er það fyrsta leikrit- ið, sem Þjóðleikhúsið sýnir eft- ir hann. Loftsteinnin er gamanieikur og fjallar um frægt nóbelsskáld, Wolfgang Schwitter, sem bíðtir dauða síns með óþreyju. En það gengur ekki hljóðalaust fyrir frægt nóbelsskáld að deyja og mikið vatnsmagn . rennur til Sjávar áður en Schwitter tekst það. Þessi skrumgjama aug- lýsingaveröld, sem við lifum 1, gefur okkur ekkj næði til að deyja í friði, og eins og nóbels- skáldið kemst að orði í leik- lok: „Þið eruð alltaí að trufla mig við að deyja." En þótt mikið sé rætt um ■ dauðann í þessum leik þá fjall- ar hann ekki um dauðann heldur upprisuna, Wolfgang Schwitter, nóbelsskáld, er Laza- rus okkar tíma. Á yfirborðinu virðist, að leik- rit Dúrrenmatts séu hörð á- deila á samtíðina og þjóðfélag- ið í heild. Þó fjaila þau fyrst og fremst um grundvallaratriði, en eru klædd í samtímabúning. Þau fjalla ekki um velferðar- ríki, hvorki um kapítalisma né kjamorkustyrjöld, heldur um ábyrgð mannsins, svik, sekt, frelsi og réttlæti og þá fyrst og fremst um siðferði í algerri merkingu þess orðs. Gísli Alfreðsson er leikstjóri við þetta leikrit og er þetta annað leikritið, sem hann stjórnar hjá Þjóðleikhúsinu. Leikmyndir eru gerðar af Gunnari Bjarnasyni. í Loftsteininum eru 14 hlut- verk og leikur Valur Gíslason aðalhlutverkið, nóbelsskáldið, Wolfgang Schwitter. Aðrir leik- arar eru: Ævar Kvaran, Bald- vin Halldórsson, Bessi Bjama- son, Rúrik Haraldsson, Helga Valtýsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Sigríður Þorvaldsdóttir ogfleiri. Um þessar mundir eru liðiu 40 ár frá því að Valur Gísla- Friedrich Durrenmatt. son lék sitt fyrsta hlutverk. Fjörutíu ára leikafmælis Vals verður minnzt með þessari sýningu á Loftsteininum, ' þar sem Valur leikur aðalhlutverk- ið, nóbelsskáldið Wolfgang Schwitter, eins og fyrr segir. Valur Gíslason hefur venð einn af aðalleikurum Þjóðleik- hússins, frá því það tók tU starfa árið 1950 og hefur leikxð Valur Gíslason. þar fleiri aðalhlutverk en nokk- ur annar. Hann var áður í mörg ár einn af aðalleikunxm hjá Leikfélagi Reykjavíkur og um margra ára bil í stjóm L.R. Valur hefur starfað mikið að félagsmálum fyrir stétt sína og hefur hann gegnt formanns- stöðu í Félagi íslenzkra leikara í samfleytt 10 ár eða lengur en nokkur annar. starfsemi Félags Aðalfundur Félags íslenzkra bifreiðaeigenda var haldinn 28. febrúar í Tjarnarbúð. Húsfyllir var á fundinum enda féiagið orðið mjög fjölmennt; félaga- tala á öllu landinu nær 12 þús- und. Lætur nærri að um 40% bifreiðaeigenda séu nú félags- menn í F.l.B. og mun það hæsta hlutfallstala sem noltkurí bifreíðaeigendafélag hefur. Bifreiðatryggingar og ferðamál I skýrslu stjórnarinnar var skýrt frá athugun á því, hver áhrif afskipti F.Í.B. af bif- reiðatryggingamálum hefðu haft á - iðgjöld bifreiðatrygg- inga. Samkvæmt athugun þess- ari kom í ljós að félagsmönn- um í F.Í.B, mun hafa sparazt fjárhæð. sem nemur 25-30 milj. króna á ári, vegna lækkaðra bifreiðatryggingariðgjalda, sem urðu fyrir atbeina F.Í.B. Á það var bent að 1965 voru bifreiða- tryggíngar sú ’ þjónusta, sem talið var að rekin væri með einna mestu tapi hér á landi og iðgjaldahækkun óhjákvæmi- leg. Fyrir frumkvæði F.l.B. var Beðið eftir skýrslu J»egar það var sannað og viðurkennt vestanhafs að bandaríska leyniþjónustan hefði um langt órabil lagt fram stórar fjárfúlgur til ým- iskonar félaga og alþjóðasam- taka, sem áttu að heita 6- háð á yfirborðinu, var þess krafizt hér í blaðinu að ís- lenzkar deildir þvílíkra sám- taka gerðu hreint fyrir sín- um dyrum. Samband ungra jafnaðarmanna hefur nú brugðizt við þeirri kröfu, en það er aðili að Alþjóðasam- bandi ungra sósíaldemókrata sém sannað er að þegið hefur fé frá bandarísku leyniþjón- ustunni. Rakti Samband ungra jafnaðarmanna fjár- reiður sínar í alllangri grein- argerð í Alþýðublaðinu, kostnað af rekstri, tímarits- útgáfu og húsakaupum, skuld- ir í því sambandi og samskot félagsmanna. Verður þessi greinargerð að sjálfsögðu ekki vefengd nema rök komi til. Hins vegar greintíi sambandið ekki sérstaklega frá tengslum sínum við Alþjóðasamband ungra sósíaldemókrata, þátt- töku í þingum og ráðstefnum og greiðslu ferðakostnaðar í því sambandi. Engu að síður eru þessi við- brögð ungra jafnaðarmanna virðingarverð og þurfa að verða öðrum fordæmi. Til þess er þó naumast að ætl- ast að hliðstæðar greinargerð- ir birtist frá Samtökum um vestræna samvinnu og Varð- bergi; þar er um að ræða hreinræktuð agentasamtök sem haldið er uppi opinskátt með erlendu fjármagni. Hins vegar ættu félagssamtök eins og Frjáls menning að telja sér skylt að gera hreint fyrir dyrum sínum. Það hefur verið sannað og viðurkennt vestan- hafs að bandaríska leyniþjón- ustan hafi lagt fram mjög verulega fjármuni til alþjóða- samtaka þeirra sem nefnd eru Frjáls menning og til ein- stakra deilda þeirra samtaka. Af þessu tilefni hefur yerið framkvæmd rannsókn annar- staðar á Norðurlöndum og niðurstöður hennar hafa nú leitt til þess að verið er að leggja niður skrifstofu sam- takanna í Kaupmannahöfn. Hliðstæð rannsókn hérlendis ætti að vera þeim mun sjálf- sagðari sem aðalleiðtogi sam- takanna er nú Jóhhnnes Nor- dal seðlabankastjóri; æðsta trúnaðarmanni íslenzka ríkis- ins í efnahagsmálum ber að sjálfsögðu að afsanna það að félagsskapur sem hann veitir forstöffu hafi nokkur annar- leg tengsl við leyniþjónustu stórveldis. Þetta er þeim mun sjálfsagðara sem í félagi við seðlabankasx jórann hafa ver- ið mikilsvirtir menningarleið- togar, eins og Tómas Guð- mundsson, sem auk menning- arinnar er nú pólitískur sið- gæðisvörður á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Raun- ar ætti ekki að þurfa að leiða jafn ágætum mönnum þessa nauðsyn fyrir sjónir; sjálfs- virðing þeirra ■ hlýtur að nægja. — Austri. tekið upp nýtt tryggingarkerfi, iðgjöld voru lækkuð og tjóna- bætur í sumum tilvikum aukn- ar, laun skrifstofufólks og bif- vélavirkja hækkuðu á tímabil- inu um 20-40 prósent. Við þess- ar ráðstafanir hvarf taprekstur bifreiðatrygginga, og breyttist raunar þann,-1;, að ^þetta er nú talin eftirsott og. sæmilega arðvænleg þjónustustarfsemi. Félagið hefur eflt sambönd sín við erlend bifreiðaeigenda- félög einkum varðandi öryggis- mál umferðarinnar, ferðaþjón- ustu og ferðatryggingar. I þessu sambandi má minnast á, að í ráði er að taka upp á þessu ári samskonar ferðatryggingar og bifreiðaeigendafélögin á Norðurlöndum veita félags- mönnum sínum. Þá hefur F.Í.B. fengið rétt til að gefa út svo- nefnd tjaldbúðavegabréf (IAT Camping Camet) og hafa all margir ferðamenn notað sér þá þjónustu. Ráðstefna um vega- og öryggismái Þá var skýrt frá ráðstefnu sem F.I.B. efndi til á Akureyri dagana 19.-20. nóv. s.l. þar sem rædd voru öryggismál og vega- mál og skipulagsmál félagsins. Voru samþykktar allmargar á- lyktanir varðandi öryggismál og vegamál og sendar þeim opin- berum aðilum, sem um þessi mál fjalla. 1 athugunum sem gerðar höfðu verið um vega- mál kom greinilega fram að þeir einstöku skattar Sem bif- reiðaeigendur hafa greitt af bíl- um og rekstrarvörum til þeirra hefðu nægt til þess að endur- byggja og setja varanlegt slit- lag á mikinn hluta hinna fjöl- fömustu vega hér á landi. Einnig kom fram á ráðstefnu þessari ábending um það, hvernig auðvelt er að spara út- gjöld ríkisins, þannig að nóg fé verði fyrir hendi, án nýrra skatta, til þess að endurbyggja og setja varanlegt slitlag á flesta fjölfömustu vegi landsins á næstu 5 árum. Framhald á 7, síðu. Framkvæmdamefnd byggingaáætlunar óskar eftir til-boðum í smíði á handriðum á stiga og kjallara- tröppum 6 fjolbýlishúsa í Breiðh o-ltshverfi. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora frá þriðju- deginum 21. marz 1967 fyrir 1000,00 kr. í skila- tryggingu. ÚTBÚÐ Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum í hita- og hreinlætislagnir (efni og vinna) í 6 fjölbýlishús í Breiðholtshverfi. Útboðsgagna má vitja frá 21. marz 1967 gegn 3000,00 kr. skilatryggingu. ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd byggingaráætiunar óskar eftir tilboðum í sölu á miðstöðvarofnurh í 6 fjölhýlis- hús í Breiðholtshvprfi. Útboðsgagna má vitja frá 21. marz 1967 gegn 500,00 kr. skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI7 SÍMI 10140 Frn Barístrendmgufélnginu Barðstrendingafélagið í Reykjavífc býður að venju fóUd úr Barðastrandarsýslu, sem búsett er í Reykjavík og nágrenni, 60 ára og eldri, til sam- komu í Skátaheimilinu við Snorrabraut 23. marz n.k. (skírdag) kl. 14,30. Tilhögun verður með sama hætti og verið hefur. Gestir úr heimabyggðum veri einnig velkomnir. Boðið gildir fyrir hjón, þótt annað þeirra sé ekki úr Barðastrandarsýslu. Að þessu sinni verða ekki send sérstök þoðskort til fólks. Barðstrendingafélagið. Otboð Tiiboð óskast um að byggja viðbyggingu við Vöggustofu við Dyngjuveg, hér í borg, fyrir Thorvaldsensfélagið. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, gegn 5090 króna skilatryggingu Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 13. apríl kl. 14,00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 tlí SOIU Eignir H.f. Miðness í Sandgerði eru til sölu, ‘ef við- unandi tiiboð fæst. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. BJÖRN SVEINBJÖRNSSON hrl., Sambandshúsinu. Símar 12343 og 23338.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.