Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — ÞJÖÐVnkJTCFN — Þriðjudagar 21. marz 196*2. » Uppbætur og nlðurgreiðslur Framhald aí 1. síðu. inu 1960, voru gerðir út 46 tog- arar í landinu. Hagur togaraút- gerðarinnar var allgóður á árun- um 1958 og 1959 eða árin áður en sjálf viðreisnin kom til. En nú, eftir 7 ára viðreisn er tog- araútgerðin í rústum og eftir eru 16 skip í rekstri. Minni fiskíbát- um fer sífellt fækkandi, og rekstr- artimi þeirra styttist með hverju^ ári vegna vaxandi fjárhagsörð- ugleika. Þessi þróun í togaraút- gerð og rekstri minni báta leiðir svo aftur til minnkandi hráefnis í fiskiðnaði og versnandi rekstr- araðstöðu frystihúsa og fiskiðn- aðarfyrirtæk j a. Þessi óhagstæða þróun stafar fyrst og fremst af rangri og hættulegri stefnu ríkisstjómar- innar í efnahagsmálum. Aðalat- riði málsins eru þessi: Ríkisstjórnin hefur gert hverja ráðstöfunina eftir aðra, sem ieitt hefur af sér hækkandi verð inn- Yfirlýsing frá Styrktarfélagi vangefinna i Skrífstofu Styrktarfólags van- gefinna hafa borizt fyrirspurnir vegna þess að einhver brögð munu vera að því að gengið sé í hús hér í bæ með samskota- lista til styrktar vangefnum. Styrktarfélagið vill af þessu tilefni láta þess getið, áð slík fjáröflunarstarfsemi er alls ekki á þess vegum og það hefur aldr- ei aflað fjár með þessum hætti. Vill félagið beina þeim tilmæl- um til fólks, að það kynni sér hverjir standi fyrir slíkum söfn- unum áður en það lætur fé af hendi rakna til þeirra. Styrktarfélag vangefinna. ÆFR Ragnar Arnalds. Námskeið í fram- sögn og ræðulist Ragnar Arnalds leiðbeinir um ræðumennsku í kvöld kl. 21. Mætið vel og stundvíslega. Óveður Framhald af 12. síðu. og leiðir um Snæfellsnes. Á Vestfjörðum er mikil fann- fergi og alslaðar ófært. A norð- urleið vár Holtavörðuheiði lok- uð, en gert var ráð fyrir að opna hana í %.dag, einnig norður Strandasýslu til Hólmavíkur, en þar var allt lokað í gær. Mikill snjór var einnig á Öxnadals- heiði og verður reynt að ryðja þar og njoka á miðvikudag og áætlun er um að þúið verði að opna leiðína frá Reykjavík norður í Skagafjörð á fimmtu- dag. svo framarlega sem veður leyfir og ekki tekur að snjóa á ný. í Eyjafjarðarsýslu allri er gífurlega mikill snjór og er mjólk þar flutt á fjallabílum, einnig er mikil ófærð um Þing- eyjarsýslur, þó mun hægt að komast frá Köldukinn til Húsa- víkur. Á Norðaustur- og Austurlandi er allt á kafi í snjó, allir vegir lokaðir, en snjóbílar fara á milli helztu leiðir eins og Fjarðarheiði og um Fagradal. anlands. Hún hefur í reynd af- numið allt verðlagseftirlit og leyft stórfelldar hækkanir á á- lagningu og ýmiss konar þjón- ustu. Hún hefur í sffellu hækkað söluskatt og alls konar álögur. Hún hefur staðið fyrir hækkun á raforku, fyrirskipað almenna vaxtahækkun, hækkað allar aukatekjur ríkissjóðs ofi staðið fyrir margvíslegum nýjum álög- um. Allt hefur þetta ásamt með stjórnleysinu í fjárfestingar- og verðlagsmálum leitt til þeirrar óðaverðbólgu. sem allir þekkja. Og það eru afleiðingar þessarar óðaverðbólgu, sem biina á fram- .leiðsluatvinnuvegunum. Stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum sjávarútvegsins hcfur beinlínis verið fjandsamleg. Þar til má m. a. nefna: Hækkun vaxta að barflausu. Minnkun afurðaiána úr 67% í 55%, en þau lán voru hagstæðust. Stytt- ingu stofnlána. Sérstaka hækkun á dráttarvöxtum. Margvíslegar hömlur, sem settar hafa vcriðtil þess að torvelda kaup á nýjum fiskiskipum. / Við afgreiðslu þessa máls tel ég skylt að benda á, hvernig komið er hag undirstöðuatvinnu- vegar þjóðarinnar eftir 7 ára við- reisnarstjórn: Þó að gjöful fiski- mið, hagstæðir erlendir markað- ir hafi farið Vöxandi unctnnfarin ár og verðmæti aflans stórlega vaxið, þá hefur slíkt ekki gerzt vegna stjórnarstefnunnar, heldur þrátt fyrir hana. Hinar stórkost- Jegu síldveiðar hafa haldið þjóð- arbúinu uppi, og þær fram- kvæmdir, sem unnar hafa verið hin síðari ár í síldariðnaði, og sú aukning fiskiskipastólsins, sem farið hefur fram, eiga rætur sínar að rekja til uppgripaaflans og hagstæðra markaða, en ekki í stofnu .rfkisstjómarinnar í at- vinnumálum. > Frumvarpið, sem hér liggur fyrir, er sönnun á því, að við- rcisnarstefnan hefur mistekizt. Eftir sjö- ára viðreisn er milli- færslukcrfið jafnmikið ognokkru sinni fyrr. Af því ber að draga réttar ályktanir. Kvenfélag Framhald af 1. síðu. konur sátu aðalfund Bandalags kvenna í Rvík, dagana 7. —■ 9. nóvember 1966. Eins og undanfarin ár fóru fá- lagskonur gróðursetningarferð i Heiðmörk. Bazar var haldinn til ágóða fyrtr félagssjóð og gekk vel að vanda. 1 borgarstjórnar- kosningunum veitti félagið kaffi á kjördegi. Það tók einnig þátt í ferðalagi um Rangárþing á s.l. sumri. I félaginu starfa nú 7 fastá- nefndir auk stjómar Carolínu- sjóðs. Margt fleira hafði félagið með höndum þó þess verði ekki getið hér. Tvær konur, sem verið höfðu í stjórn félagsins báðust undan endurkasningu vegna anna. Stjóm þess skipa nú: Margrét Ottósdóttir formaður, Kamma Thordarson varaformað- ur, Halldóra Kristjánsdóttir rit- ari, Sigríður Ölafsdóttir gjaldkeri, Þorbjörg Sigurðardóttir,. Birna Lárusdóttir, Aldís Ásmundsdóttir. Norrænt sveitar- stjórnarnámskeið Norrænt sveitarstjórnarnám- skeið er haldið árlega til skipt- is á Norðurlöndum, Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi. Stendur það að jafnaði um viku tíma og cr ætlað bæði kjörnum fulltrúum í hreppsneíndum og bæjarstjórnum og starfsmönnum sveitarfélaga. Næsta sveitarstjórnamámskeið verður haldið í Hindsgavl á Fjóni í Danmörku dagana 19.-24. júní naKtkomandi. Um undir- búning þess *sjá sveitarstjómar- samböndin í Danmörku. Stjóm Sambands íslenzkra sveitarfálaga hefur ákveðið að beita sér fyrir þátttöku íslenzkra sveitarstjórnarmanna í þessu námskeiði. Hefur stjómin sam- þykkt að veita þremur þátttak- endum fararstyrk, kr. 7.500,00 hverjum gegn jafn háu framlagi frá viðkomandi sveitarstjóm. • Þessi ljósmynd er tekin alllöngu síðar en Jón úr Vör orti kv æðið um fuglinn sem hafði gert sér hreiður í gömlu fallbyssu- hlaupi, en það er engu líkara en þeim hafi verið hugsað hvorum til annars, ljósmyndaranum og Jóni. Annars gerðist sú ástar- sagai scm myndin segir frá í Vestur-Beriín ekki alls fyrir löngu, Og sú skriðdrekabyssa sem hýsir vinskap fuglanna er á minnis- merki þar í borg. IIHiili 111111! ijiipggiSíl íi$ͧíi¥iS:;S$SíwP! • Dario Fo kemur upp aftur í vor • Leikfélag Reykjavíkur sýndi Þjófa lík og falar konur eftir Dario Fo í síðasta sinn á þriðjudagskvöld. Þessi vinsæla sýning hefur nú verið á fjöl- unum í nákvæmlega tvö ár, frumsýningin var 16- marz 1965, en sýningin á þriðjudag var 97. sýning. Uppselt hefur verið á flestar sýningarnair, en nú á síðustu sýningamar hef- ur aðsókn verið svo féikileg, að hafa varð margar aukaisýn- ingar og seldist upp á þær allar mairga daga fyrirfram. Vegna margra fyrirspuma og áskorana skal tekið fram, að ekki er fyrir þrengsla sakir unnt að hafa fleiri sýningar á Þjófunum að sinni, en reynt verður að koma við örfáum sýningum i vor. • Bræðrafélag dómkirkjunnar • Bræðraíélag dómkirkjunnar gengst fyrir kirkjuathöfn á skírdagskvöld kl. 8.30 eins og að undanförnu. 1 þetta skipti er sérstaklega vandað til þessa kvölds, og má t.d. nefna það, að fyrrv. pró- fastur sr. Páll Þorleifsson frá Skinnastað flytur erindi, en hann er eins og allir vita hinn snjaM- asti ræöumaöur. Auk þess leik- ur einn af okkar beztu fiðlu- Jeikurum einleik á fiðlu en það cr Þorvaldur Steingrímsson, 02 hinn ágæti og vinsæli óperu- söngvari Guðmundur Guðjóns- son syngur þekkt kirkjutón- verk. Dómkirkjukórinn annast allan sálmasöng, og þeir dr. Páli Isólfsson og Ragnar Björnssorl sjá um allan undir- leik, og flytja orgelsóló, einnig þekkt kirkjuverk, og verður það því hvorttveggja í góðum höndum. Aðgangur verður vitanlega ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Sveinn Þórðarson form. Bræðrafélagsins.' • Ný Agötu Christie bók á íslenzku Agata Christie. • Regnbogaútgáfan hefur ný- lega sent frá sér nýja bók eftir Agötu Christie: Laumuspil í í Bagdad. Þýðandi er Jónas St. Lúðvíksson. Er betta 31. Regn- bogabókin. Óþarft er að kynna Agötu Christie fyrir íslenzkum lesend- um en um efni þessarar bókar segir svo á kápusíðu að húo fjalli um „njósnir, svik, ástir, æfintýri, rán og morð“ og ætri það að vera jafnsnjöllum höf- undi og Agötu Christie ærinn efniviður ,í skemmtilega bók. Bókin er 232 bls., prentuð í Prentsmið.junni Ásrún og kost- ar í bókabúðum kr. 115.00 með söluskatti. • Er náttúran bandaríkja- sinnuð? • Það er vissulega rétt, að fátt sýnir txstur muninn á þjóð- skipulagi Bandaríkjanna og Sovét-Rússlands, en að einka- dóttir Stalins skuli nú hafa flúið það veldi, þar sem faðir hennar var lengi talinn líkari guði en mönnum, og leita skjóls hjá þéim, sem henni frá barn- æsku hefur verið talin trú um, að nánast væru djöflar í mannsmynd. Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún ut um síðir. (Reykjavíkurbréf í Mogga). • Austur-þýzkur pennavinur Ungur Austur-Þjóðverji ósk- ar eftir bréfasambandi við ís- lenzkan jafnaldra sinn, 14—15 ára. Heimilisfang hans er J. Steinhagen 75 Cottbus Sielowerstr- 24 DDR. • Leikflokkur frá Bíldudal Leikflokkur frá Leikfélaglnu „Baldri“ á Bíldudal mun gista höfuðborgina um páskahelgina, og sýna í Tjarnarbæ sönglelk- inn „Þrjá skálka“ eftir Gand- rup. Lcikstjóri er Kristján Jónsson. Ákveðnar eru tvær sýningar á söngleiknum og eru þær báðar á skírdag. Sú fyrri hefst klukkan “4 og sú síðari tférður um kvöldið klukkan 8, og eins og fyrr segir verða þær báðar í Tjarnarbæ. Söngleikur þessi, sem er í 5 sýningum eða 5 þáttum, er annað verkefni ■ Leikfélagsins Baldurs, sem var stofnað á Bíldudal í janúar 1965 af nokkrum áhugamönnum um' leiklist á staðnum og síðan hefur félagið starfað af mikl- um dugnaði. Fyrsta verkefni félagsins var gamanleikurinn „Vængstýfðir englar“ eftir Al- bert Husson. Sá leikur var sýndur mjög víða á Vestfjörð- um við mikla aðsókn og ágætar undirtektir. Söngleikurinn „Þrir skálkar“ var frumsýndur á Bíldudal um miðjan fébrúar og var síðan sýndur á Bíldudal við mjög góða aðsókn og alls urðú sýn- ingamar bar fimm talsins- Síð- an hefur leikurinn verið sýnd- ur á ísafirði, Bolungarvík, Flat- eyri og á Þingeyri , við mjög góða . aðsókn og undirtektir. Leikendur í söngleiknum eru tólf talsins, en auk beirra kémur tíu manna dans- og söngflokkur fram ' í leiknum. Aðalhlutverkin í leikritinu em í höndum Gústafs Jónsson&r, Heimis Ingimarssonar, Hannes- ar Friðrikssonar og Benjamíns Jósefssonar. Eins og fyrr segir verða tvær sýningar á söngleiknum á skírdag í Tjamarbæ klukk- ari 8. Bílddælingamir vænta góðra undirtekta borgarbúa, er “ flokkurinn rasðst í svo stórt og kostnaðarsamt fyrirtæki sem það er að koma með svo stóran leikflokk t>g mikinn sviðsútbún- að langa leið. 13.15 Við vinnuna- 14.40 Við, sem heima sitjum 1500 Miðdegisútvarp. Fréttir. -Tilkynningar. Létt lög: A. Hartmann og l\iómsveit hans leika. R. Murray syng- ur. Mantovani og hljómsv. hans leika sívinsæl lðg. Nor- man Lufooff kórinn syngur. 16.00 Veðurfregnir. Islenzk lög og klassísk tónlist. Ölafur Þ- Jónsson syngur tvö lög eftir Inga T. Lárusson. Hljómsv. Finlandía leikur „Áallettar- et“ eftir Sibelíus; Jussi Jai- as stjómar. Sama hljómsveit leikur Sinfóníu nr. 2 eftir Madetoja; Martti Simila stj. 17.00 Fréttir. Framburðar- kennsla í dönsku og ensku. 17.20 Þingfréttir. Utvarpssaga bamanna: Bærinn á strörid- inni eftir Gunnar M. Magnúss. Vilbórg Dagbjartsdóttir les. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar- 18.20 Veðurfregnir. 18.55 Dagskrá kvöldsins og veðurfregnir. m 19.30 Iþróttir. ' 19.40 Lög unga fólksins. Herm. Gunnarsson kynnir- 20.30 Útvarpssagan: Manna- munur eftir Jón Mýrdal. Séra Sveirin Víkingur les (3). 21.00 Fréttir og veðurfregnir. 21.30 Lestur Passíusálma (48). '21.40 Víðsjá- 21.55 Músíkstund í dimbil- viku. Guðm. Jónsson bregður hljómplötum á fóninn. 22.50 Fréttir í stuttu máli. Á hljóðbergi Thé Red Badge of Courage, smésaga eftir Step- hen Crane. Edmond O’Brien leikari les- t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.