Þjóðviljinn - 22.03.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.03.1967, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvitoudagur 22. marz 1-967. Frá Skákþingi íslands 1967 Þegar þetta er , ritað hafa þegar verið tefldar tvær um- ferðir á Skákþingíi íslands 19C7. — Þátttakendalistinn í landsliðsflokki er að því leyti breyttur frá því sem tilkynnt var í upphafi að skákmeistari Reykjavíkur Benóný Benedikts- son forfallaðist á siðustu stundu og kom Gylfi Magnús- son í hans stað. Þá hefur Hall- dór Jónsson ekki enn fengið flugveður frá Akureyri. Pró- grammið i landsliðsflokki er mjög strangt en þar verða tefldar tvær umferðir á dag, flesta dagana, en mótinu lýkur á páskadag. Að loknum tveim umferðum er staðan í L-flokki þessi: 1.—3. Bragi Kristjánsson, Björn Þor- steinsson og Trausti Björnsson 1% v., 4. Jónas Þorvaldsson 1 v., 5.—8. Gunnar Gunnars- son, Bragi Björnsson, Arin- björn Guðmundsson og Gylfi Magnússon % v. og biðskák. 9.—11. Haukur Angantýsson, Jón. Þ. Þór og Ingvar Ás- mundsson % v. 12. Halldór Jónsson 0 v. og biðskákir. ★ Hér kemur svo ein skemmti- leg skák úr 1. umferð: Hvítt: Bragi Kristjánsson Svart: Haukur Angantýsson 12. Rbd7 cxd4 Hc7 og ef Dd7 þá Rxe5) 13. cxd4 Rc6 33. Bb4 Ha7 14. Rb3 a5 (Valdar peðið' óbeint). 15. Bd3 Ba6 24. Hedl Da8 16. Bd2 a4 25. De3 Hd8 17. d5 axb3 26. Hal Hdd7 18. dxc6 Rc5 27. Hd5 f5 19. axb3! Rxd3? 28. Hadl f4 (Betra var sennilega að leika hér 19. — Db6. Nú lendir svart- ur hinsvegar í erfiðleikum). 20. Ba5 Dc8 21. Dxd3 Dxc6 22. Hacl De8 (Ömurlegur reitur fyrir drottn- inguna en svartur á ekki ann- arra kosta völ því ef Db7 þá 29. De2 Dd8 30. Dd3 Bb7 31. Rxe5 (Nú hrynur svarta staðan í rúst, lokin þarfnast ekki skýr- inga)'. 31. — Hc7 32. BxdC Hc8 33. Bxe7 Dxe7 Bragi Kristjánsson 34. Hd8t 35. Dxd8t 36. Db6 Hxd8 Df8 Gefið. Jón Þ. Þór. , ..U.l"'" ■ VoJ>:i í>v i ,V-Sn --- C..( p c>ar Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Be7 6. Hel b5 7, Bb3 0—0 8. c3 d6 9. h3 Ra5 10. Bc2 clí 11. d4 Rd7 (Leikur Keresar, önnur leið er hér Dc7). Góðar framfarir urðu í A-Evrópu á síðasta ári GENF 2»/3 — í skýrslu Efna- hagsnefndar SÞ í Evrópu segir' að miklar framfarir hafi orðið i efnahagsmálum ríkjanna í Austur-Evrópu á síðasta ári og er það sagt stafa af einstaklega góðri uppskeru og þeirri ný- breytni að einstök fyrirtæki hafa fengið meira svigrúm til athafna. Það er enn sagt af iðnaðinum í Austur-Evrópu að hann sé of svifaseinn að færa sér í nyt tæknilegar nýungar. : OM-Í | tT4lKn L wméam ummmsmo ~ .. —..-.. .... .... ... ......./ V . ' , ■ $ g »5, BIDSTRUP teiknaði fyrir L AND og FOLK Skýr- inga þörf Morgunbtaðið kvartar und- an því í gær að hr. Edward Heath, forustumanni brezka íhaldsflokksins, hafi ekki ver- ið sýnd tilhlýðileg virðing þegar hann kom hingað til lands, einkanlega sé það ó- skilj anlegt að* þessi gestur Blaðamannafélags íslands skyldi ekki fá iöni í hátíða- sal háskólans. Gefur Morgun- blaðið hr. Heath æmar nafn- bætur í þessu sambandi, tel- ur hann mann „sem líklegt er talið að gegna muni foi'sætis- ráðherraembætti einnar fremstu og virtustu lýðræðis- þjóðar heims, mann, sem hefur staðið í fararbroddi Evrópu- hreyfingarinnar í Bretlandi og mun vafalaust verða einn af höfuðleiðtogum lýðræðis- ríkja á alþjóðavettvangi á næstu árum“. Því miður fyrir hr. Heath er það þó ekki á valdi Morgunblaðsins að á- kveða þessa glæsilegu fram- tíð, heldur er það verkefni brezkra kjósenda. Og þeir eru nýbúnir að hafna forustu þessa ágæta manns á afdrátt- arlausari hátt en tíðkazt hefur í Bretlandi um langt árabil. Hann kom því ekki hingað sem opinber fulltrúi brezka ríkisins, heldur sem einstak- lingur, vonbiðill þjóðar sinn- ar á sviði stjórnmála. Engu að síður var honum tekið hér sem þjóðarleiðtoga, ráð- herrar héldu honum veizlur, og sjálfur forseti íslenzka lýð- veldisins bjó honum mann- fagnað á Bessastöðum. Á þetta er ekki minnzt hér í gagnrýnisskyni; gestrisni er dyggð, og ekki sízt þegar hún er látin í té án manngreinar- álits. Hins vegar hefur mál- gagn íslenzkra ihaldsmanna sizt af öllu ástæðu til að kvarta; hr. Heath hefði naum- ast fengið hliðstæðar viðtök- ur í nokkru öðru landi heims. Auðvitað er hátíðasalur há- skólans ekki neinn sjálfsagður vettvangur fyrir brezkan í- haldsleiðtoga, og Sjómanna- skólinn raunar nær brezku skopskyni, þegar þess er gætt að hr. Heath var einn helzti andstæðingur okkar í land- helgisdeilunni. Hins vegar er ærin ástæða til að ráðamenn háskólans geri grein fyrir stefnu sinni. Á undanförnum árum hefur hátíðasalurinn margsinnis verið léður undir pólitíska áróðursfundi á veg- um samtaka sem tengd eru Atlanzhafsbandalaginu, og er vandséð hvers vegna hr. Heath átti þá síður að eiga innangengt. í haust bannaði háskólinn stúdentunum sjélf- um að taka erlendan gest, Söru Lidman, eitt kunnasta skáld Svía, innfyrir veggi háskól- ans. í fyrradag var sömu stúdentum hinsvegar heimil- að að bjóða landa Söru, C. H. Hermansson. til fundar í há- skólanum, en Hermansson er pólitískur leiðtogi í stjórnar- andstöðu eins og hr. Heath. Vandséð er hvernig unnt er að samræma allar þessar gagnstæðu ákvarðanir og ær- in nauðsyn að ráðamenn há- skólans skýri út hverjar regl- ur séu sem leitt geta að jafn fjölbreytilegum niðurstöðum. — Austri. Verkstjórar Vita- og hafnamálastjórnin vill strax ráða til sín verkstjóra. Iðnmenntun, próf frá stýrimannaskóla eða ámóta menntun ásamt starfsreynslu við verkstjórn er nauðsynleg. Skriflegum umsóknum sem greina um menntun og fyrri störf sé skilað til yita- og hafnamálaskrifstofunnar. Vita- og hafnamálastjómin, Seljavegi 32 — Sími: 24433. Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. verður haldinn í veitingahúsinu Lido í í Reykjavík laugardaginn 1. apríl n.k. kl. 2 e.h. D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í bankanum dagana 28. marz til 3l. marz að báðum dögum meðtöldum. Reykjavík, 21. marz 1967. S.VEINN B. VALFELLS form. bankaráðs. Látið stilla bílinn fyrir vorið Önnumst hjóla-, Ijósa- og mótorstillingar. Skiptum um kerti. platínur. Ijósasamlokur o.fl. — Örugg þiónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. BLAÐADREIFING ■ Blaðburðarböm óskast í eftirtalin bverfi: Hverfisgötu II. — Tjarnargötu — Vestur- götu •— Höfðahverfi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.