Þjóðviljinn - 22.03.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.03.1967, Blaðsíða 8
T* g SÍÐA wóBvmæasHsr Miðvikudagur 22. macz 1963. Málverkasýning í Miðbæjarskóla 21.30 Lestur Passíusálma (49). 21-40 Ástarljóð eftir Skúla Halldórsson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Kristinn Halisson og Þuríður Páls- dóttir syngja með hljómsveit Ríkisútvarpsins; Hans Antol- itsch stjómar. 22.00 Úr ævisögu Þórðar Svein- bjarnarsonar. Gils Guð- mundsson alþm. les (5). 22.20 Djassþáttur. Ólafur Step- hensen kynnir. 22.55 Kvöldmúsik. Bidstrup teiknar sovézkt mannlíf Þessi mynd er af olíumálverki á sýningu Jóns E. Guðmundssonar ng hcitir það Trönur á Seltjam- amesi. — (Ljósm. Þ.Þ.). • Um páskana heldur Jón E. Guðmundsson málverkasýn- ingu í íþróttasal Miðbæjarskól- ans. Sýnir hann þar 32 mál- verk, allt olíumálverk nema þrjár olíukrítarmyndir. Flestar myndanna eru landslagsmynd- ir en þar er einnig að finna málverk af tveimur leikbrúð- um en Jón hefur sem kunnugt er verið með brúðuleikhús í 13 ár. í viðtali við Þjóðviljann sagðist hann nú loks vera hættur með brúðuleikhúsið en vonaðist til að einhver hefði áhuga á að halda þessari starf- semi áfram Fyrir 13 árum hefði fólk hér ekki sýnt mik- inn áhuga á brúðuleikhúsinu en nú væru þeir margir sem hefðu gaman af því og sýndu málinu skilning. Sýningin í Miðbæjarskólan- um er sjöunda sýning Jóns en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum. Verður mál- verkasýningin opnuð kl. 4 í dag miðvikudag, og síðan opin dagL kl. 2—10. þar til annan í páskum. Það skal tekið fram að aðgangur er ókeypis en myndirnar allar til sölu. Geng- ið er inn frá leiksvæði Mið- bæjarskólans. • Skuggi kveður Skozk vísa, ummyndunin. Fyrst að gömlum guðfræðing gátu þeir breytt í lögfræðing, löngum muh þá lðgfræðing létt að breyta í guðfraéðing. Helmagert. Viðreisnin er veltiþing, velur oftast hjúin slyng. Héma stundum hagfræðing hafa þeir þreytt í umskipting. Mesta stundin. Man ég ennþá æðstu manna fundinn austan hafs og Vestatn, frægðum bundinn, þó fannst ðllum þama mesta stundin þegar Johnson sýndi Bjarna hundinn. Andrés varðist Brýndu guðsmenn bitran geir, byrstir striðið háðu- Episkópar öflgir tveir á hann ráðast riáðu. Hrikti þá i himna ramn, hjuggu. lögðu. stungu. Gengu fram með grallarann, gnudduðu fast og sungu. Þú skalt nota þína raust, þinn skal opinn túli. Á þér hafa, Andrés, traust ýmsir fleiri en Skúli. Spurningar — svör. Hver er þessi armi Eykon? Einn af kanans lægstu þjónum. Er þetta ekki bara beikon- biti? Fyrir manna sjónum. Postulamir Jónas og Jóhannes. Viðreisnar í vítahring vöslar þjóð — og hikar- En heyri ’ún nefndan hag- fræðing háð í augum blikar. Samruni. Vikagæðin veitir sín völdum íhaldsdrottni; eins og geisli glaður skín 1 Gylfi — á tertubotni. • Skóræktarfél. íslands gef- in kvikmynd • Nýlega var Skógræktarfélági íslands gefin kvikmynd sem tekin var í tilefni af 100 ára afmæli Danska Heiðafélagsins og fjallar hún um skógrækt og fleira í Danmörku. Myndin er tekin að miklu, leyti á Jótlandi og þar sem mörgum veitist erfitt að skilja józku verður horfið að þvi ráði að setja í myndina íslenzkttal. Sfðan er meiningin að sýna hana hjá ýmsum félögum um land allt en sennilega verður það ekki 'fyrr en í haust. ® Þankarúnir • Mennirnir eru hver öðrum líkir. Það eru bara launin sem eru mismunandí. \ (Brana Crnevic). • Sú stúlka er skynsöm sem giftist hermanni. Hermaður getur búið til mat og saumað, hann er heilsugóður og vanur að hlýða. (Charles de Gaulle). • Guð veit allt en konan veit allt miklu betur. (Indverskur málsháttur). • Merkileg áhorf- endaíþrótt • Kynferðislífið er í eðli sínu einkamál tveggja aðila, sem eru kynþátttakendur. Það er eindregin einkaskoðun mín, að það sé óeðlilegt að gera það að áhorfendaíþrótt og , að hvers konar þátttaka annarra en tveggja þátttakenda, sé óeðli- leg. 1 bókmenntum og listum nútímans er mfkið fengizt við yfvas^pið 13.15 Við vinnuna. 14.40 Bríet Héðinsdóttir les , framhaldssöguna Alþýðu- heimilið. 1500 Brynjólfur Jóhannesson, Kristín Anna Þórairinsdóttir o.fl. syngja lög úr Deleríum búbonis eftir Jón Múla Áma- son. HljómsVeit H. Alperts, C. Wainer, The Dave Clark Five, C. Auge og hljómsveit hans, og Erla I>orsteins- dóttir syngja og leika. 1600 Síðdegisútvarp. Guðfinna Jónsdóttir syngur. Siníóníu- sveitin í Pittsburg leikur Klassísku sinfóníuna eftir Prokofjeff; W. Steinberg stj. Óperukórinn í Vín syngur jpphafskórinn úr Cavaller- ia Rusticana, eftir Mascagni. Kempff lejkur Píanósónötu nr. 17 eftir Beethoven. U. Ughi og E. Lush leika Skerzó op- lð eftir Wienia- wski. - 17.05 F ra mbu röark en n s la í espcranto og spænsku. 17.20 Þingfréttir. 17.40 Sögur og söngur. Guðrún Birnir stjórnar þætti fyrir yngstu hlustendurna. 19-30 Daglegt mál. 19.35 Þankar um sjávarút- veginn. Eggert Jónsson, fi’éttamaður flytur. 20.00 Kvintett fyrir blásturs- hljóðfæri eftir O. Nielsen. Blásarakvintett Fíladelfíu- hljómsveitarinnar loikur 20.20 Framhaldslciki'itið Skytt- urnar. M. Sfcard samdi eftir skáldsögu A. Dumas. Flosi Ólafsson þjó til fluthings í útvaip og er leikstjóri. Leik- endur í 9. þætti; Amar Jóns- sbn, Benedikt Ámason, Helga Bachmann, Erlingur Gísla- son, Rúrik Haraldsson, Helgi Skúlason o. fl. Siónvarpið kynferðislífið og mjög opin- skátt. Margir telja þetta vott frelsis — að listimar séu þama að leysa sig úr einihverjum viðjum. En hverjum er verið að þóknast, með öllum þessum opinskáu umræðum? Ekki fólk- inu, sem lifir heilbrigöu lífi. Það hefur engan áhuga á þessu og finnst það flestu heldur lít- ilmótleg tómstundaiðja, aðhorfa á hluti, sem svo miklu skemmtilegra er að gera sjálf- ur. Þá eru ekki eftir aðrir en þeir, sem hafa einhverja sjúk- lega ánægju af að horfa á þetta, og svo unglingarnir, sem ekki hafa reynsluna. (Kvikmyndagagnrýni i Mogga). 20.00 Fréttir. 20.30 Steinaldarmennimir. — Teiknimynd gerð af Hanna og Barbera. Islenzkur texti; Pétur H- Snæland. 20.55 Fyrr var oft í koti kátt. Skemmtiþáttur í umsjá Ríó- tríósins. 1 þessum þætti syngja Helgi Pétursson, Ólaf- ur Þórðarson og Halldör Fannar létt lög, sem flest era samin sérstaklega fyrir þennan þátt. Auk þeirra syngur Rósa Ingólfsdóttir, og Morgrét Steinarsdóttir leikur á ílautu. 21.15 Það er svo margt ......... Kvikmyndaþáttur Magnúsar Jóhannssonar. Að þessu sinni ■ verða sýndar myndirnar — Hnattflug 1924, öræfaslóðir, Skíðamenn í Kerlingarfjöll- um og Laxakjak- 21.45 Skemmtiþáttur Peter Kreuders. 1 þessari skemmti- dagskrá koma fram þýzkir söngvarar, dansarar og hljómlistarmenn. 22.40 Dagskrárlok. • Lesendur Þjóðviljans kannast að sjálfsögðu við danska teikn- arann Herluf Bidstrup, sem hefur um langt skeið verið einhver bezti starfskraftur danska kommúnistablaðsins Lond og Folk. Bidstrup er og vinsæll í mörgum löndum öðr- um, hnytínar myndasögúr hans úr daglegu lífi og pólítískum heimi hafa verið gefnar út í mjög stóram uppJögum — og þá ekki sízt í sósíalískum ríkj- um. Bidstrup hefur nú fengið ( fróðlega pöntun frá Sovétríkj- ' unum: að gera bók með teikn- ingum í tilefni 50 ára afmælis Októberbyltingairinnar nú í ‘ haust. Bidstrup segir í nýlegu viðtali á þá leið, að hann vilji gera „margbreytileik mannlífs- ins í Sovétríkjunum“ að þeim rauða þræði sem gegn um verkiö gangi — því þeir séu margir sem gangi með þá grillu að þar sé mannlíf allt mjög einhæft, sviplaust og leiðinlegt. — Hér birtast rheð tvær mynd- ir úr væntanlegri bók: gömul kona með heilagt vatn á flösku í höfuðvígi kirkjunnar, Zagorsk, og Kirgísar að steikja lamba- kjöt. 1 Nýjung í skemmtanalífinu - Kabarettsýning í Lídó Scxtctt Ólafs Gauks, sem leikur í Líxlú, talið frá vinstri: Þórarinn Ólafsson, Ólafur Gaukur, Guð- mundur R. Einarsson, Svanhildur Jakobsdóttir söngkona hljómsvcitarinnar, Ilelgi Kristjánsson, Andrcs Ingólfsson og Björn R. Einarsson. • Veitingahúsið Lido tekur upp nýjung í skemmtanalífi borgar- innar nú um páskahelgina. Efnt verður til kabarettsýning. ar í húsinu, og verður þaj5 um klukkustundar dagskrá, en auk þess leikur sextett Ólafs Gauks fyrir dansi á undan og eftir sýningu. Á kabarettsýningun- um koma fram hinir bcztu skemmtikraftar innlendir og erlendir, og verður fyrsta sýn- ingin í kvöld. Sérstakur há- tíðamatur verður á boðstólum í húsinu um páskahelgina. Undanfarna mánuði hafa komið fram erlendir skemmti- kraftar, — hvert kvöld, sem opið hefur verið. Nú er hug- myndin að hinir erlendu að- ilar komi fram, eftir sem áður og verði vandað enn meira val á þeim en liingað til. En auk þeirra hafa verið fengnir ís- lbnzkir listamenn til þess að leggja fram mikilsverðan skerf til að koma upp heilli kvöld- sýningu, með svipuðu sniði og gerist á hinum beztu veitinga- húsum erlendis, og nefnist „Floor show“. Nú (miðvikudaginn, 22. marz), verður hleypt af stokk- unum þessari kvöldsýningu. 1 Meðal listamanna, sem þá koma fram má ncfna óperu- söngvarana Svölu Nielsen og Jón Sigurbjörnsson, — sem munu í þetta sinn syngja eitt- hvað af léttara taginu. Þá verður sýndur stórsnjall leikþáttur, sem leikinn er af tveim okkar þekktustu leikur- um, — síðan mun eftirhermu- meistarinn Karl Einarsson, sjá um nokkurn hluta sýningar- innar. Þá koma dönsku fjöl- leikastúlkurnar DORELLOS systur, en þær hafa vakið héx mikla athygli fyrir sérstæð; sýningu. Hér er um algera nýjung a< ræða og til greinilegra bóta okkar annars svo tiltöluleg; fábreytta skemmtanalífi. Gef þessi tilraun góða raunj — e: áformað að slíkir kabarettar með síbreytilegum atriðum far j afnvel fram á hverjum sunnu degi. Ástpða er til að geta þes; einnig hér, að á miðvikudags- kvöldið, þegar fyrsta kabarett- sýningin fer fram, verður sér- stakur hátíðarmatseðill og er hér því um ákjósanlegt tæki- færi að ræða, fyrir þá sem vilja borða góðan mát og njóta fyrsta flokks skemmtunar á eftir. Þess skal getið að dómsmála- ráðuneytið hefur gefið sérstakt leyfi til að vínveitingar verði í húsinu í kvöld, ér kabarett- sý»ingarnar hefjast, þótt mið- vikudagur sé. CÓLFTEPPI WILTOH TEPPAORECLAR TEPPALACNIP EFTIR MÁLI Laugavegi 31 - Sími 11822.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.