Þjóðviljinn - 22.03.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.03.1967, Blaðsíða 10
SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 22. marz 1967. JOHN FOWLES: SAFNARINN 20 Ég veit ekki hvað ég hefði get- að gert, ef hún hefði haldið á- fram eins og hún var áður. En það skiptir ekki máli. Morguninn eftir fór ég niður, mér var ennþá illt í höfðinu, ég var undir það búinn að vera andstyggilegur ef hún væri það, en ég varð alveg dolfallinn, það fyrsta sem hún gerði var að rísa upp og spyrja hvernig mér liði í höfðinu. Ég fann það af þvi hvemig hún spurði, að hún reyndi að vera öðm vísi. Vin- gjamleg. Ég má þakka fyrir að ég skuli ekki vera dauður, sagði ég. Hún var föl og líka alvarleg. Hún rétti fram hendurnar, hún hafði getað losað sig við keflið en hún hlýtur að hafa sofið með hendumar bundnar (hún var enn í sloppnum). Ég los- aðá af herini bandið. — Má ég líta á það. Ég hörfaði aftur á bak, hún hafði sannarlega gert mig hvimpinn. — Ég er ekki með neitt í höndunum. Emð þér búnir að þvo það? Já. — Með einhverju sótthreins- andi? Það er í lagi. Jæja, hún fór og sótti smá- flösku af Dettol sem hún átti, hún hellti ögn í bómullarhnoðra og kom til baka. Hverju hafið þér nú fundið upp á? sagði ég. — Mig langair til að leggja þetta á. Setjizt þér. Setjizt. Hún 6agði þetta þannig að ég vissi að henni. var gott eitt í hug. Það var skrýtið, en stundum vissi maður að hún gat fekki logið. Hún tók burt plásturinn og gasbindið, mjög varlega, ég famn að hún hrökk við þegar hún sá það, það var ekki sér- lega fallegt, en hún þvoði það liðlega og lagði umbúðimar yfir aftur. Kærar þakkir, sagði ég. — Mér þykir leitt að ég.... ,að ég skyldi gera það sem ég gerði. Og mig langar til að þakka yður að þér borguðuð ekki í sömu mynt- Þér hefðuð haft fyllstu ástæðu til þess. Það er ekki svo auðvelt þegar þér krimið svona fram. — Ég vil helzt ekki tala um það. Mig langaði aðeins til að segja, að mig tekur þetta sárt. Ég tek á móti afsökun yðar. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snytrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SÍMI 33-968. — Þökk fyrir. Við vomm ósköp tormleg, hún sneri sér undan til að .borða morgunverð og ég beið úti. Þegar ég barði að dymm til að að^æta, hvort ég gæti farið að taka til, var hún búin að klæða sig og búa um rúmið, ég'spurði hvort hún óskaði einhvers, en það gerði hún ekki. Hún sagði að ég ætti að fá mér TCP- smyrsl og hún rétti mér bakk- ann og daufu brosi brá fyrir á andliti hennar. Það virðist kannski ekki svo merkilegt, en það hafði mikla breytingu í för með sér. Mér fannst næstum sem höfuðsárið væri þess virði. Ég var reglulega hamingjusam- ur þennan morgun. Það var al- veg eins og sólin hefði bmtizt fram á ný. Eftir þetta komu fáeinir dag- ar sem vom svo sem hvorki fugl né fiskur. Hjln saigðá ekki margt, en hún var hvorki bit- ur né ónotaleg. Og einn daginn eftir morgunverð bað hún mig að setjast niður eins og ég hafði stundum gert áður svo að hún gæti teiknað mig. Það var bara til þess að fá tækifæri til að tala. — Ég vil að þér hjálpið mér, 6agði hún. Haldið áfram, svaraði ég. — Ég á vinkonu, stúlku sem ungur maður hefur orðið ást- fanginn af. Haldið áfram, sagði ég. Hún þagnaði. Sennilega til að láta mig flana beint út í vitleysuna. — Hann er svo ástfanginn af henni, að hann hefur rænt henni. Hann hefur hana hjá sér sem fanga- Undarleg tilviljun. — Já, er það ekki? Jæja, hún vill losna burt og hún vill ekki særa hann. Og hún veit ein- faldlega ekki hvað hún á að gera. Hvað mynduð þér ráð- leggja henni? Að sýna þoiinmæði, sagði ég. ' — Hvað verður að gerast til að unggi maðurinn sleppi henni? Allt getur gerzt. — Gott og vel. Við skulum ekki vera í feluleik. Segið mér hvað ég get gert til að losna héðan. Ég gat engu svaraö, ég hugs- aði með mér að ef ég segði að hún þyrfti að búa með mér ævinlega, myndum við aftur vera komin í hring. — Hjónaband kemur ekki til greina. Þér getið ekki treyst mér. Ekki ennþá. —< Ef ég svæfi hjá yður? Hún var hætt að teikna. Ég vildi ekki svara. — Jæja? Ég hélt ekki að þér væruð af því taginu, sagði ég. — Ég er bara að reyna að komast að skilmálum. Það var rétt eins og hún væri að tala um nýja þvottavél og kynna sér greiðsluskilmála- Þér vitið hvers ég óska, sagði ég- — En það er einmitt það sem ég veit ekki! Þér vitið það vel. — Guð minn góður. Heyrið mig nú. Svarið baira með jái eða neii. Langar yður til að sofa hjá mér? Ekki eins og nú er ástatt á milli okkar. — Hvemig er þá ástatt á milli okkar? Ég hélt að þér væruð svt> lítið á þessu. — Yður finnst ég gáfuð. Hún dró andann djúpt- Mér I fannst rétt að draiga hana svo- bara vera að Iéita að undan- komuleið? Allt sem ég gerði, væri í þeim tilgangi gert að 'losna héðan? Eigið þér við það? Ég játaði því. — Ef þér hefðuð það á til- finningunni, að ég gerði það af annarri ástæðu. Vegna þess að mér félli vel við yður. Mér til ánægju. Myndi yður líka það betur? Ég get keypt það sem þér eruð að tala um í London hve- nær sem verá skal, sagði ég. Þetta stakk upp í hana dá- litla stund. Hún fór aftur að teikna. Eftir nokkra stund sagði hún: — Þér hafið ekki farið með mig hingað vegna þess að yður finnist ég aðlaðandi kynferðis- lega. Mér finnst þér mjög aðlað- andi, sagði ég. Alveg sérlega. — Þér eruð alveg eins og kínversk askja, sagði hún. Svo hélt hún áfram að teikna og við sögðum ekki meira. Ég gerði tilraun til þess, en hún sagði að það eyðilegði stellinguna. Ég veit alveg hvað sumir myndu hugsa, þeim fyndist framkoma mín undarleg. Ég veit að flestir karlmenn hefðu bara hugsað um það að notfæra sér aðstæðurnar og tækifærin voru nóg. Ég hefði getað nptað klútinn. Gert það sem mér sýnd- ist, en ég er ekki sú maongerð, alls ekki sú manngerð. Hún var eins og lirfa sem þarf þrjá mán- uði til að klekjast út og reynir að gera það á nokkrum dögum. Ég vissi að ekkert gott myndi af því leiða, henni lá alltaf svo mikið á. Nú á dögum vill fólk gína yfir öllu, það er ekki fyrr farið að hugsa um einhvem hlut en það vill hafa hann milli handanna, en ég er öðru vísi, gamaldags, mér finnst notalegt að hugsa um framtíðina og láta hlutina þróast í friði og ró. Flas er ekki til fagnaðar, eins og Dick frændi var vanur að segja þegar fiskur beit á hjá honum. Það sem hún g’at aldrei skil- ið var það, að fyrir mig var það þýðingarmest að eiga- Það var mér nóg að hafa hana þarna. Það þurfti ekki að gera eitt eða neitt. Ég vildi bara hafa hana þama og vita hana á ðruggum stað. Tveir eða þrír daigar hðu. Hún sagði fátt, en éinn daginn eftir hádegisverðinn sagði hún: — Ég er í ævrlöngu fángelsi, er ekki 6VO? Ég sagði ekkert, þvi að ég vissi að þetta var ekki armað en raus. — Gætum við ekki reymt að verða vinir aftur? Allt í lagi mm vegna, sagði ég. — Ég Vildi gjarnan faa*a í bað í kvöld. Allt í lagi- — Gætum við ekki setið smá- 6tund uppi á efti-r? Það er þetta herber^i. Ég er sjúk í einhverja breytingu. Ég sagðist skyldi athuga mél- ið. Ég kveikti reyndar upp í am- inum og undirbjó allt. Gekk úr skugga um að hún gæti ekki fundið neitt til að ráðast á mig með. Það var tilgangslaiust ■ að láta eins og ég treysti henni eins og áður. Já, hún fór í bað og aHt var eins og vanalega. Þegar hún kom út, batt ég á henni hendumar en keflaði hana ekki og ég fylgdi henni niður. Ég tók eftir því að hún hafði sett upp hár- ið á sama hátt og einu sinni og hún var í hvítum og dumb- rauðum slopp, sem ég hafði keypt hana henni. Hún vildi fá að bragða á sherryinu sem eft- ir var (það var enn hálf flaska eftir) og ég hellti í glösin og hún stóð við arininn og horfði inn i hann og rétti fram bera fætuma á víxl til að verma þá. Við stóðum þarna og drukk- um, ■ við sögðum ekki neitt en hún sendi mér kynlegar augna- gotur, alveg eins og hún vissi eitthvað sem ég vis^i ekki og það gerði mig taugaóstyrkan. Jæja, hún fékk sér annað glas og tæmdi það samstundis og svo vildi hún fá eitt til. — Setjizt þér, sagði hún, svo að ég settist í sófann sem hún hafði bent á. Hún stóð kyrr amd- artak og virti mig fvrir sér þar sem ég sat. Svo gekk hún beint að mér, það var skrýtið, stóð þarna og horfði niður til mín, tvísteig stundarkorn. Svo allt í einu, bang, hlammaði hún sér niður í kjöltu mína. Það kom ATHUGIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Simi 14-0-99. atvinnurekendur. ÁBYRGDARTRYGGING ER NAUÐSYNLEG ÖLLUM ATVINNUREKSTRI TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINPARGÖTU 9 • REYKJAVÍK SÍMI 22122 — 21260 ■SKOTTA — Nei, þetta er ekki nýr dans. Ég er sólbrunnin.! (onfinental SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir era í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög háíku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GUMMIVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Kutdajakkar, úlpur og terylene buxur í úrvali. O. L. Traðarkotssundi 3 (mðti Þjóðleikhúsinu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.