Þjóðviljinn - 01.04.1967, Side 2
2 SfÐA — ÞJÖÐVXLJINN — Laugardagur 1. apríl 1967
Stefánsmót Skíðadeildar KR
Um þessa helgi verður svo-
nefnt Stefánsmót haldið við
Skíðaskála KR í Skálafelli.
Mót þetta er að venju haldiö
á vegum skíðadeildar KR.
Búizt er við mjög góðri þátt-
töku í mótinu að þessu sinni og
verða keppendur víðs vegar að
—.— --------------—— ■' ' <
Hve hátt svífur
Phillips í dag?
Meistaramóti íslands í frjáls-
um íþróttum innanhúss verður
haldið áfram í íþróttahöllinni í
Baugardal x dag kl. 3.30.
1 dag verður keppt í stang-
arstökki með þátttöku Banda-
ríkjamannsins Dennis Phillips
en hann er fyrsti stangar-
stökkvarinn sem hingað kemur
sem stokkið hefur yfir 5 m.
Einnig verður keppt í hástökki,
hástökki án atrennu. 40 m
grindahlaupi, 1000 m hlaupi og
hástökki og 40 m grindahlaupi
kvenna.
af iandinu auk þess sem nokkr-
ir skozkir skíðamenn verða
meðal þátttakenda.
Mótið hefst í dag á keppni í
stórsvigi. Keppt verður í fjór-
um flokkum; flokki karla, 17
ára og eldri, drengja, 16 ára
og yngri, kvenna, 16 ára og
elldri og stúlkna, 15 ára og
yngri.
Keppni hefst kl. 16.00, en
nafnakall verður kl. 14.30 við
Skíðaskála KR.
Farið er úr Reykjavík á
mótsstað frá Umferðamiðstöð-
inni kl. 12.30 og 14 og er fyrri
ferðin fyrst og fremst ætluð
keppendum.
Á morgun verður keppt í
svigi í sömu flokkum. Hefst
keppnin kl. 10.30 og verður þá
keppt í fl. drengja, stúlkna
og kvenna.
Kl. 14.30 heldur keppni á-
fram og verður þá keppt í
flokki karla.
Nafnakall fer fram hálfri
klukkustund áður en keppni
hefst. Ferðir úr Reykjavik
verða frá Umferðamiðstöðinrti
kl. 9.00 og kl. 13.00.
Barna-
vinurinn mesti
Við íslendingar erum sem
kunnugt er sannkristnir menn.
Við höfum meiri helgi á písl-
ardauða Krists og upprisu en
nokkrum öðrum atburði
mannkynssögunnar, fellum
niður störf dag eftir dag, lok-
um kvikmyndahúsum, leik-
húsum og dansstöðum svo að
engin ótímabær léttúð spilli
þeirri andlegu upphafningu
sem fylgir helgum dögum.
Enginn getur dregið í efa að
Jesús er enn bróðirinn bezti.
Hins vegar er hann ekki
lengur barnavinurinn mesti.
Dagana fyrir dymbilviku birt-
ist aftur og aftur 1 Morgun-
blaðinu auglýsing frá einni af
þeim verzlunum höfuðborgar-
innar sem hafa það fyrir
verkefni að uppfylla óskir
barnanna og gleðja þau. Á
auglýsingunni var mynd af
bandarískum hermanni sem
geystist áfram með stálhjálm
á höfði og hríðskotabyssu
milli handanna, og textinn var
svohljóðandi: „Fighting Yank
er með liðamótum. Kostar kr.
175. 12 tegundir af fötum.
Leikfangabúðin Laugaveg 11“.
Væntanlega hafa margir for-
eldrar hlaupið til og keypt
hinn bandaríska stríðsmann
handa börnum sínum svo að
þau hefðu eitthvað til að rísla
sér við á föstudaginn langa
meðan klerkarnir rifjuðu upp
söguna um mannssoninn og
krossinn Og væntanlega hafa
menn keypt allar fatategund-
irnar tólf, en hverjum nýjum
klæðnaði hefur trúlega fylgt
nýtt vopn; hver veit nema
einnig hafi verið hægt að fá
eftirlíkingar af bensínhlaups-
sprengjum og nálasprengjunni
sem kölluð er lati hundurinn,
að ógleymdum gassprengjun-
um?
Bandarískur þingmaður
skýrði frá því fyrir skömmu
að „The Fighting Yanks“
hefðu limlest eða deytt eina
miljón barna í Víetnam síðan
Y/4MK
Lihkuitiyabúiliii
l.;iugav«g 11,
þeir hóíu innrásarstyrjöld
sína. Hvað er þá sjálfsagðara
en að í stað úreltra biblíu-
mynda komi eftirlíking af hin-
um mesta barnavini okkar
tíma? Með liðamótum.
— Austri.
Tuttugu ára starf KSÍ:
Knattspyrnan vinsælasta
íþróttagreinin á Islandi
verið hafa í sambandsstjórn og
ekki verið hér nefndir eru
Ámi Ágústsson og Jón Eiríks-
son.
1 lögum Knattspyrnusamb.
Islands segir, að tilgangur sam-
bandsins sé að hafa yfirstjóm í
málefnum knattspyrnuíþróttar-
innar á íslandi og vinna að
eflingu hennar. Segir þar enn-
fremur, að sambandið komi
fram sem fulltrúi ISl við er-
lenda aðila.
Knattspyrnusamband Islands
er meðlimur í Alþjóðaknatt-
spyrnusambandinu, Evrópu-
knattspyrnusamb. og samtök-
um knattspymusambanda á
Norðurlöndum. Hafa knatt-
spyrnulið tekið þátt f heims-
meistarakeppni, Evrópukeppni
og Norðurlandamótum. sem
fram hafa farið á vegum
þessara samtaka, og einnig
hafa fulltrúar sambandsins tek-
ið þátt í ráðstefnum, þjálfara-
námskeiðum, dómaranámskeið-
um og öðrum fundum, sem
einnig hafa farið fram á veg-
um þessara samtaka.
Hafa fjölmörg lið, bæði eldri
keppenda og yngri keppenda,
farið utan og þá einnig tekið
á móti jafnöldrum sínum ti)
keppni hér á landi. Alls hafa
íslenzkir knattspyrnumenn leik-
ið 51 landsleik, þar af 43 A-
landsleiki, 3 B-landsleiki, 1
landsleik fyrir leikmenn undir
24 ára, og 4 unglingalandsleiki.
Knattspyrnusamband Islands
hefur að sjálfsögðu frá stofn-
un séð um öll landsmót í
Fi-amhald á 9. síðu.
■ Um þessar mundir eru tuttugu ár liðin síðan
Knattspyrnusamband íslands var stofnað og var
því þá falið að hafa yfirstjórn í málefnum
knattspymuíþróttarinnar á íslandi. Enn í dag er
knattspyrnan vinsælasta íþróttagrein á íslandi
eins og var er KSÍ var stofnað og segir það nokk-
uð til um hvemig sambandinu hefur tekizt að
rækja hlutverk sitt. í dag heldur KSÍ upp á 20
ára afmælið með móttöku gesta í Sigtúni, og vill
Þjóðviljinn af því tilefni rekja hér nokkuð sögu
sambandsins þessi tuttugu ár.
Þegar Iþróttasamband ts-
lands var stofnað árið 1912, var
knattspyrna vinsælasta íþrótta-
greinin hérlendis, en knatt-
spyrna barst til landsins nokkru
fyrir aldamótin. Stjóm ISI sá
strax nauðsyn á að fræða al-
menning sem bezt um þessa
íþrótt, og árið 1916 gaf ISÍ
í fyrsta sinn út knattspymu-
lögin og stuttu síðar voru gefn-
ar út almennar reglur ISl um
knattspymumót. Með þessari
útgáfu má segja að lagður
hafi verið varanlegur gmnd-
völlur að _viðgangi knattspyrn-
unnar á íslandi.
Stjórn ISl hafði ennfremiír á
þessum árum forgöngu um að
fá erlenda knattspymumenn til
keppni hér á landi, og voru
knattspymumenn úr Akadem-
isk Boldklub frá Kaupmanna-
höfn fyrstu erlendu knatt-
spyrnumennirnir, er heimsóttu
Island árið 1919. Þessi fyrsta
erlenda heimsókn knattspymu-
manna og mikill áhugi hér á
landi fyrir knattspymunni opn-
aði augu manna fyrir þeirri
nauðsyn að fela stjórn knatt-
spyrnumálanna einum aðila,
sem eingöngu beitti sér fyrir
útbreiðslu og eflingu þessarar
íþróttagreinar.
sáu forystumenn knattspymu-
mála nauðsyn þess, að einhver
aðili hér á landi kæmi fram
fyrir hönd allra knattspymu-
Stjóm ISl skipaði því á
fundi sínum hinn 29. maí 1919
nefnd er nefndist Knatt-
spymunefnd Reykjavíkur, og
var starfesvið hennar að hafa
forystu um knattspymumál t
höfuðstaðnum. Nefndin var
þannig skipuð: Egill Jakobsen
(frá ÍSÍ), Pétur Sigurðsson
(Fram), Erlendur Ó. Pétursson
(KR), Magnús Guðbrandsson
(Valur) og Axel Andrésson
(Víkingur).
Nefndarmönnum var það
strax ljóst, að nauðsynlegt væri,
ef reglulegur árangur setti að
fást af störfum þeirra, að
starfesvið nefndarinnar næði
yfir stærra svæði en Reykja-
vík, og lögðu þeir því til við
stjóm ÍSÍ, að starfesvið þeirra
næði til alls landsihs. Stjóm
ISÍ féllst á þessa tillögu, og
var nafni nefndarinnar breytt,
og nefndist hún „Knattspymu-
ráð lslands“. Hélzt þessi skip-
an til ársins 1923, en þá er
starfssviðið aftur eingöngu
bundið við Reykjavík, og nafn-
inu breytt í „Knattspymuráð
Reykjavíkur". Höfðu þá verið
stofnuð samtök knattspymu-
manna annars staðar á landinu.
Segja má, að með stofnun
þessarar. nefndar hafi stjóm
ISl á vissan hátt stofnað fyrsta
sérsambandið, og að þetta hafi
verið fyrsti vísirinn að Knatt-
spymusambandi Islands. — Á
næstu áratugum koma oft fram
tillögur að stofnun Knatt-
spymusambands íslands, en ali-
ar tilraunir í þá átt strönduðu
ýmissa orsaka vegna.
Knattepymxxráð ReykjaVíkur
ákvað árið 1946 að beita sér
alvarlega fyrir stofnun sérsam-
bands knattspyrnumanna og
var ástæðan fyi-st og fremst
aukin samskipti við útlönd, og
Stjórn Knattspymiisambands Islands, sem sctið hefur óbreytt frá árinu 1958. Talið firá vinstri:
Ingvar N. Pálsson, Guðmundur Sveinbjörnsson, Ragnar Lárusson, Björgvin Schram, form., Sveinn
Zoega, Jón Magnússon og Axel Einarsson.
manna á Islandi. Stjórn KRR
var þannig skipuð;
Jón Þórðarson, formaður; Ól-
afur Jónsson, Sveinn Zoega,
Sigurjón Jónsson, Lúðvfk Þor-
geirsson.
Ritaði stjóm KRR bréf til fé-
laga og bandalaga úti á landi
og barst síðan beiðni frá 6 sér-
ráðum og íþróttabandalögum
um að stofna sérsamband
knattspyrnumanna. Stjóm ISÍ
boðaði til stofnfundar Knatt-
spyrnusambands Islands í
Reykjavík hinn 26. marz ár-
ið 1947. Þóverandi forseti ISÍ,
Benedikt G. Waage, stjórnaði
fundinum. Sjö íþróttabandalög
vonx stofnaðilar að KSÍ, en nú
em 17 íþróttabandalög aðilar
að sambandinu..
Fyrsta ársþing KSl var hald-
ið 23. nóvember 1947 og hafa
árþing sambandsins ávallt verið
haldin í nóvembermánuði ár
hvert. Fyrsta stjóm sambands-
ins var þannig skipuð:
Agnar Kl. Jónsson, for-m.
Björgvin Sdhram
Pétur Sigurðsson
Guðmundur Sveifibjörnsson
Rútur Snomason.
Núverandi stjóm sambands-
ins er þannig skipuð: Björgvin
Schram form., Guðmundur
Sveinbjörnsson, Axel Einarsson,
Ingvar N. Pálsson, Jón Magn-
ússon, Ragnar Lámsson og
Sveinn Zoega. Þessi stjóm KSÍ
hefur verið óbreytt síðan 1958.
Björgvin Schram núverandi for-
maður hefur setið x' stjórn sam-
bandsins frá upphafi, en for-
menn hafa verið Agnar Kl.
Jónsson, Jón Sigurðsson og Sig-
urjón Jónsson, og aðrir sem
Byggingarfélag verka-
manna, Reykjavík
Framvegis verður skrifstofan í Stórholti 16 opin
til afgreiðslu; mánudaga og fimmtudaga kl. 4—7
síðdegis.
Stjómin.
Roamer
100% vatnsþétt
V erksmið j uáby rgð
Gæðin eru
óvefengjanleg.
ÍIERMANN
JÓNSSON & Co.
Lækjargötu 2