Þjóðviljinn - 01.04.1967, Page 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVrUTNTSr — Laugardagur 1. apríl 1967
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður &uðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.:Sigurðux T. Sigurðsson.
Framkvstj-: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð kr. 7.00-
Guðinn sem brást
J fyrradag voru liðin 18 ár síðan Alþingi íslend-
inga samþykkti að ísland skyldi yfirgefa fé-
lagsskap friðarþjóða og gerast þátttakandi í hern-
aðarbandalagi, og í samræmi við það voru hafn-
ar næsta einstæðar hernaðaraðgerðir gegn íbúum
höfuðborgarinnar. Eftir nokkra daga eru svo lið-
in jafnmörg ár síðan Atlanzhafsbandalagið var
stofnað formlega og sáttmáli þess undirritaður,
m.a. af Bjarna Benediktssyni. Ævinlega er jafn
lærdómsríkt að rif ja upp hvaða boðskap ráðamenn
hemámsflokkanna þriggja fluttu þjóðinni af þessu
tilefni og hvernig hann hefur staðizt dóm reynsl-
unnar. Sá boðskapur birtist m.a. í einkar samþjöpp-
uðu og afdráttarlausu formi í útvarpsræðu sem
formaður Sjálfstæðisflokksins flutti fyrir 18 árum;
hann sagði:
„^tlanzhafssáttmálinn liggur nú fyrir, hefur legið
fyrir umheiminum um nokkurt skeið, og þá
líka fyrir okkur íslendingum. Hann er sáttmáli
um það, að frjálsar þjóðir efni til frjálsra samtaka
til varðveizlu friðnum í veröldinni. Hann er holl-
ustueiður frelsisunnandi þjóða til friðar, jafnrétt-
is og sjálfsákvörðunarréttar. Hann er sáttmáli um
það að sérhver þjóð ákveði sjálf, hvað hún telur
sig bæra um að leggja af mörkum og hvenær.
Hann er hvað íslendinga sérstaklega áhrærir
sáttmáli um það að þar sem íslendingar engan
her hafi skuli þeir heldur engan her þurfa að
stofna og enga hermenn leggja af mörknm, þótt
til styrjaldar komi. Hann er sáttmáli um það, að
engin þjóð skuli nokkru sinni hafa her á íslandi á
friðartímum. Hann er sáttmáli um það, að aldrei
skuli herstöðvar vera á íslandi á friðartímum“.
Jjetta eru afareinkennileg ummæli í ljósi þeirra
staðreynda sem blasa við 18 árum síðar. For-
usturíki hinna frjálsu friðarsamtaka hefur árum
saman háð innrásarstyrjöld gegn fátækri smáþjóð
til þess að svipta hana jafnrétti og sjálfsákvörðun-
arrétti. í sextán ár höfum við haft á íslandi þann
her sem Atlanzhafssáttmálinn átti sérstaklega að
tryggja að aldrei yrði hlutskipti okkar á friðar-
tímum. Jafnlengi höfum við haft herstöðvar, og
nú er rætt sérstaklega um að þær verði að hald-
ast um ófyrirsjáanlega framtíð, jafnvel þótt her-
inn færi.
'pluðu ráðamenn hernámsflokkanna þvert um
hug fyrir 18 árum? Það veit sá einn sem grand-
skoðar hjörtun og nýrun, en er ekki sjálfsagt að
gera ráð fyrir að þeir hafi verið heiðarlegir og
einlægir? En hvað kemur þá til að þeir halda ekki
fast við heiðarleik sinn og einlægni, þegar reynsl-
an brýtur gersamlega í bága við spádómana? Hafi
leiðtogar hemámsflokkanna í rauninni trúað því
að Atlanzhafsbandalagið væri vernd friðar, jafn-
réttis og sjálfsákvörðunarréttar allra þjóða og
færði íslendingum sérstaka tryggingu fyrir því
að þeir fengju að búa einir og frjálsir í landi sínu,
án hers og herstöðva, er þá nokkur annar kostur
í samræmi við manndóm og heiðarleik en að hafna
guðnum sem brást? — m.
Enn um hægri umferð
í fyrra voru samþykkt lög
frá Alþingi, sem kveða svo á,
að upp skuli tekin hægri um-
ferð á íslandi 1968. Það er von-
um seinna sem slík ákvörðun
er tekin til þess að ráða bót
á þeim öfuguggahætti og ör-
yggisleysi, sem nú ríkir í bíla-
umferð á landi voru. Þeir sem
eiga að skrifa um þessi mál
og skýra þau fyrir almenningi,
virðast ekki hafa gert það á
nógu sannfærandi hátt, en hver
ofstopamaðurinn á fætur öðr-
um ryðst fram á ritvöllinn og
skrifar um lögin af algjöru
skilningsleysi, en reynir að æsa
almenning upp á móti þeim, en
þar er hugarástandið nógu
slæmt fyrir. Ég vil því bæta
hér nokkuð um, með því að
reyna að skýra fyrir almenn-
ingi, útfrá minni löngu reynslu
sem ökumaður, hversvegna ó-
fremdar hættuástand ríkir hjá
okkur í bílaumferð, hversvegna
breytingin til hægri er nauð-
synleg, hvaða umbót hún fær-
ir okkur og hvers vegna svo
margir eru á móti henni, en
það er áríðandi að almenningur
skilji eðli málsins svo að hægt
sé að skapa þann samhug, sem
nauðsynlegur er um fram-
kvæmd laganna.
Bílaakstur er slysavaldur,
hvar sem er í heiminum. Öku-
reglur og umferðarlög eru því
í eðli sínu slysavarnarmál. Á-
kvæði um skoðun bíla og ör-
yggisútbúnað eru líka slysa-
varnir. En þegar eitt viður-
kennt ákvæði um útbúnað bíla
er frá upphafi hunzað af ís-
lenzkum yfirvöldum þá getur
með tímanum skapazt undar-
legt ástand og hættulegt, en þar
á ég við þann molbúahátt að
leyfa bíla með vinstra stýri í
vinstri umferð. Þetta gerði lít-
ið til meðan við áttum fáa bíla,
en nú þegar allar okkar götur
eru fullar af bílum og við flytj-
um inn 4—5000 nýja á ári, þá
er þetta orðið bagalegt öryggis-
leysi, sem veldur mörgum slys-
um árlega. Það er sem sagt eins
mikið öryggisatriði að bílstjór-
inn sitji í bílnum „nær vegar-
miðju“ (þ.e. vinstra megin i
hægri umferð) eins og að hafa
stýri, hemla, ljósabúnað í lagi
og hreinar rúður. Þegar bíl-
stjórinn situr nær vegarmiðju,
þá fyrst hefur hann rétta yf-
irsýn fyrir framan og aftan,
sérstaklega þegar ekið er í
löngum bílalestum. Einnig sjá
2 bílstjórar miklu betur til
að mætast á mjóum vegi, ef
báðir sitja „réttu megin“.
Nú er svo komið málum að
90—95 af hverjum 100 vögn-
um hjá okkur eru með stýrið
öfugu megin. Þetta skapar
hættuástand og aukinn slysa-
fjölda, og þó að ekki kæmu
önnur atriði til,. þá væri þetta
nægileg ástæða til að skipta
yfir í hægri umferð. En þetta
skýrir líka, hvers vegna svo
margir eru á móti breyting-
unni. Málshátturinn segir, að
svo má illu venjast að gott
þyki, og svo er það einnig hér.
Langsamlega flestir ökumenn
landsins þekkja ekki annað frá
blautu barnsbeini en vinstra
stýri í vinstri umferð. Nær all-
ir ökukennarar hafa líka nær
alla tíð kennt á slíka bíla.
Flestir hafa svo keypt sér bíla
með 'vinstra stýri en þekkja
ekki það öryggi sem felst í því
að aka „nær vegarmiðju", og
ef þeir eru spurðir um álit á
breytingunni, þá finnst þeim
hún algjörlega óþörf af því að
þeir skilja ekki, hvaða umbæt-
ur í umferð hún færir okkur.
Það skilja aðeins þeir menn,
sem árum saman hafa ekið bíl
með hægra stýri í okkar vinstri
umferð, en þeir eru bara til-
tölulega mjög fáir.
Með ýmsu móti hefur verið
reynt að villa um fyrir fólki í
þessu máli, t.d. með því að gera
samanburð á íslandi, Bretlandi
og Svíþjóð. Þetta er mjög vill-
andi samanburður af því <ð
þegar Bretar skipta yfir til
hægri þá verða allir þeirra bíl-
ar með röngu stýri fyrir um-
ferðina (og þeir eiga 10 milj-
ónir bíla), hjá Svíum verður
um helmingur með röngu stýri
en hjá okkur verða nær allir
vagnar með réttu stýri fyrir
umferðina. Hingað til hefur
þótt talsverður munur á réttu
og röngu. Auk þess eiga Bretar
og Svíar miklu meiri mann-
virki í sambandi við sína stræt-
isvagna, sem gerir þeim breyt-
inguna dýrari, en hjá okkur
þarf litlu að breyta nema stýri
og hliðum strætisvagnanna og
langferðabíla, þeirra sem verða
áfram í notkun, og skipta um
aðalljósin í fólksbílum ölferm,
öfugt við það sem gert hefur
verið við flesta nýinnflutta bíla
undanfarin ár.
í fyrra skrifaði hógvær mað-
ur um þetta mál og sagði í fyr-
irsögn fyrír grein sinni, að afla
þyrfti fleiri gagna um hægri
umferð. Þetta var rétt athugað,
vegna þess að hann sá, að þeir
sem skrifuðu um málið fjölluðu
aðeins um fá atriði þess og
skýrðu málið því ekki nægi-
lega vel fyrir almenningi. Ég
hef því reynt að kryfja málið
til mergjar og draga fram mik-
ilvægustu atriðin og hér legg
ég þau á borðið fyrir dóm al-
mennings.
Það er nauðsynlegt að breyta
úr vinstri í hægri umferð á ís-
landi vegna þess að:
1) Það er öryggis- og slysa-
varnamál fyrir alla framtíð,
og þess vegna verður að fram-
kvæma það, hvað sem það
kostar.
2) Flestir bílar á íslandi, eða
h.u.b. 95% eru með vinstra stýri,
gerðir fyrir hægri umferð, og
verða því loksins á réttum
kanti eftir breytinguna.
3) Það er almennt viður-
kennt sem öruggast í akstri að
bílstjórinn sitji „nær vegar-
miðju“, og þetta er framkvæmt
hjá öllum þjóðum nema íslend-
ingum. Þar er þetta þveröfugt
og hjá Svíum að hálfu leyti
— ennþá.
4) Þá stanza bflar á hægri
kanti og hleypa farþegum sem
frammí sitja út hægra megin
upp á gangstétt með fullu ör-
yggi fyrir hurð og farþega,
öfugt við það öryggisleysi, sem-,
nú á sér stað.
5) Flestir árekstrar verða á
hægra framhom bifreiðar (af
því að bílstjórarnir sitja báðir
öfugu megin og sjá illa til að
mætast) en farþegarnir, sem
frammí eru, eru í hættusætinu
og verða oft fórnarlömb gáleys-
is. Hér eftir verður stjórnandi
bílsins í hættusætinu, enda er
það aðeins á hans valdi að
forða árekstri, ef hægt er.
6) Samskipti okkar við aðr-
ar þjóðir eru stöðugt að auk-
ast á öllum sviðum, og þá einn-
ig á sviði ferðamála. Okkur er
því bráð nauðsyn að breyta
umferðarreglum okkar til sam-
ræmis við aðrar þjóðir og hafa
þær eins á láði, legi og í lofti.
Þetta er eitt af öryggismálum
framtíðarinnar.
7) Það er stöðugt erfiðara
og dýrara að fá keypta stræt-
isvagna og langferðabíla út-
búna fyrir vinstri umferð. Aðra
bíla þarf ekki að hugsa um,
menn kaupa þá hvort sem er
eingöngu fyrir hægri umferð.
8) Það er líka heilsufarsat-
riði. Það er alkunna hve marg-
ir eru bakveikir á íslandi, sér-
staklega eldri bílstjórar.
Kannski er það mest að kenna
okkar grófu og holóttu vegum,
sem hrista bíl og bílstjóra illi-
lega. En það er líka nokkuð að
kenna þessum öfuguggahætti
að aka bil með vinstra stýri á
vinstri vegarhelmingi. Það sem
ég nú tilfæri byggist á mínum
eigin athugunum og skýringin
er þessi: Ef vegurinn er með
góðum vatnshalla, eins og vera
ber og bílnum er ekið í vinstra
kanti þá hallast hann til vinstri
og því meir sem hann er
þyngra hlaðinn. Þó hallast sæt-
ið enn meir vegna þunga
mannsins og þar með sérstak-
lega mjaðmargrind hans, en ó-
sjálfrátt reynir hann að sitja
uppréttur í sætinu og við það
myndast skakkt horn milli
mjaðmar og hryggs. Nú er ekki
hollt að sitja lengi skakkur,
en því verra er það að hristast
lengi í skakkri stöðu. Það er
mikill léttir áð því fyrir bakið
að aka með vinstra hjól á miðj-
um vegi, og er þá bíllinn réttur
eða hallast aðeins til hægri.
Þetta getur hver og einn próf-
að á nýlðgðum vegi með góð-
um vatnshalla t.d. Vífilsstaða-
eða Álftanesvegi. Vel væri það
ef breytingin til hægri ætti eftir
að forða mörgurn ungum öku-
Alþjjóðleg sýning á barna-
teikningum í tilefni 50 ára
afmœlis Sovétríkjanna
Þjóðviljanum hefur borizt
eftirfarandi bréf frá Samtök-
um bamabókahöfunda og
listamanna í Moskvu um fyr-
irhugaða sýningu á bama-
teikningum í tilefni fimmtíu
ára afmælis Sovétríkjanna:
Kæru stúlkur og drengir.
Lönd eiga sér afmælisdaga
ekki síður en riki. Og þegar
lönd eiga afmæli safnast sam-
an margir gestir ekki síður
en þegar þið eigið afmæli.
Land okkar, Sovétrfkin,
eiga fimmtíu ára afmæli á
þessu ári. Því' miður getum
við ekki boðið ykkur öllum,
og þess vegna bjóðum við
teikningum ykkar. Viljið þið
nú ekki gjöra svo vel og
teikna fyrir okkur hvemig
þið ímyndið ykkur Sovétríkin,
daglegt líf sovézkra bama,
jafnaldra ykkar, leiki þeirra
og skólagöngu, ár okkar og
höf, þorp og borgir — og að
sjálfsögðu höfuðborgina okk-
ar, Moskvu. Kannski hafið
þið lesið ævintýri einhverra
beirra þjóða sem land okkar
byggja? Teiknið þið þá þær
persónur, sem ykkur geðjast
bezt að. Ef til vill hafið þið
séð listamenn okkar á leik-
sviði eða í bíó Eða kannizt
þið við einhverja íþrótta-
menn okkar, munið þið
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
spaugilegt andlitið á trúðnum
Oleg Popof? Og að öllum lík-
indum hafið þið heyrt sitt af
hverju um þá djörfu menn,
sovézka geimfara.
Það skiptir ekki máli hvað
það er, varðandi land okkar,
sem þið viljið sýna á teikn-
ingu, né heldur hvemig þið
teiknið — allar teikningar
verða kærkomnar.
1 Moskvu er fallegt hús og
gestrisið sem heitir Hús vin-
áttu við þjóðir annarra landa.
I stórum sölum þessa húss
munum við halda sýningu a
myndum ykkar. Þar munu þær
hittast eins og gamlir vinir.
Það getur vel verið að eft-
ir mörg ár farið þið sömu leið
og teikningar ykkar, fljúgið í
flugvélum, siglið á stórum
skipum — og komið að lok-
um í Vináttuhúsið og hittizt
þar eins og gamlir vinir,
Sendið okkur teikningar
ykkar!
Heimilisfang okkar er:
USSR, Moskva K-9, pros-
pekt Kalinina 14, Assosiatsia
dejatelei literatury i iskusstva
dlja detei.
Hittumst heil sem fyrst í
Vináttuhúsinu, teikningar
stúlkna og drengja í öllum
löndum.
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
mnTmnm frá bakskemmdum og
iskías-gigt.
Kannski væri ástæða til að
skýra nánar sum af þessum
ofanskráðu atriðum, en ég ætla
að þau séu nægflega skýrð hér
að framan.
Aðeins vil ég bæta því við,
að það er skiljanlegt og afsak-
anlegt þótt bílstjórar í sveitum
og kauptúnum sjái ekki og
skflji ekki að það sé nokkur
þörf á breytingu. Umferðin hjá
þeim er nefnilega álíka lítil og
róleg, eins og hún var í Reykja-
vík og nágrenni fyrir 25—30
árum.
En ég held að varla sé til
sá íslenzkur bílstjóri, sem ekki
viðurkennir að umferðin í
Reykjavík og nágrenni er orðin
gífurleg og hættuleg, og slysum
fer sífellt fjölgandi. Það er því
skylda yfirvaldanna að taka í
okkar umferðarlög allar þær
öryggisreglur í umferð sem við-
urkenndar eru og notaðar af
menningarþjóðum, til þess að
draga úr slysum og tryggja ör-
yggi borgaranna. Höfum við
ekki sett allar öryggisreglur?
Nei, það gleymdist um árið,
þegar vinstri umferð var á-
kveðin hér að setja um leið
regluna um stýrið. Þessvegna
er nú ástandið þannig hjá okk-
ur, að nærri allir bílstjórar
sitja öfugu megin fyrir vinstri
umferð en réttu megin fyrir
hægri umferð. Og þegar hún
er komin hér á þá eru núver-
andi yfirvöld búin að gera
skyldu sína og bæta fyrir
gamla synd og lögleiða allar
þær öryggisreglur í umferð. Þá
höfum við líka sem þjóð gegnt
þeirri siðferðilegu skyldu okk-
ar að auka á samræmi í sam-
skiptum þjóða, til öryggis fyrir
okkur sjálfa og þá sem heim-
sækja okkur.
Ásgeir Ó. Einarsson,
dýralæknir, Hannover.
»TRYGGING
ER
NAUÐSYN
FERDA-OG
FARANGURS
TRYGGING
eitt simtal
og pér eruð
tryggður
ALMENNAR
TRYGGINGAR g
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SfMI 17700