Þjóðviljinn - 01.04.1967, Side 7
kaugardagur L apríl 1967
ÞJÓÐVILJINN
— SlÐA r*
kviHcmyndir*
Ungverskur kvikmyndamaður gerir
Snilldarverk um
djöfullega maskínu
harðstjórnarinnar
Ungverjinn Miklós Janscó
hefur gert kvikmynd úr sögu
Ungverja sem nefnd hefur
verið „Þeir vonlausu“ og
hefur hlotið einróma lof í
austri og vestri.
Menn segja að sjaldan
hafi verið sýnt af jafnsterku
raunsæi hvernig hin kalda
vél harðstjórnarinnar malar
í sig manneskjurnar af djrif-
ullegri grimmd og slóttug-
heitum.
★
ar hefur sögu að Gedeon
Raday greifi, lögregluherfor-
ingi Habsborgara, hefur fengið
það verkefni að útrýma skæru-
liðaflokki Sándors Rózsa, sem
hafði tekið þátt í Kossuth-upp-
reisninni 1848 og enn berst gegn
yfirvöldunum. Raday notar ým-
islegar djöfullegar sálrænar
pyndingar og aðferðir til að
komast að þvi hvaða bændur
eru í þessum flokki. Allmargir
bændur eru handteknir og
geymdir í virki nokkru. Morð-
ingja einum er heitið lífi ef
hann geti fundið uppreisnar-
menn meðal fanganna. Hann
nefnir tvo menn og unnustu
eins — en lögreglan getur nú
notað hann sem beitu og skilur
nótt eina nokkra klefa eftir
opna. Morguninn eftir finnst
uppljóstrarinn kyrktur í klefa
sínum — og lögreglan veit, að
sá sem morðið framdi hlýtur
að vera uppreisnarmaður sem
vildi þagga niður í svikaran-
um. Þennan mann finnur lög-
reglan með brögðum — og tel-
ur honum trú um að honum
verði leyft að ganga í keisara-
herinn sem foringi nýstofnaðr-
ar riddaraliðssveitar og megi
hann kjósa sér liðsmenn. Hann
gerir það — og dæmir þar með
til dauða félaga sína í bylting-
arhreyfingunni.
Og fleira er þarna af djöful-
skap: feðgar eru látnir draga
um það hvor þeirra skal hengd-
ur — ungur maður á um það
að velja að sjá unnustu sína
barða nakta til bana eða koma
upp um félaga sína, og svo
mætti lengi telja.
Ung kona er barin til bana tii að unnusti hennar ljóstri upp um félaga sína.
Höfundur myndarinnar, Jans-
có, fer m.a. svofelldum orð-
um um myndina: „Ég hef unnið
að hreinsun, að einföldun, í
þessari mynd var kvikmynda-
vél mín fyrst og fremst köld,
þurr. .. Til eru menn sem halda
því fram að ég hafi ekki vilj-
að segja söguna af skæruliðum
Sándors Rózsa heldur af fanga-
búðum Stalíntíma. Hefði það
verið ætlun mín, hefði ég búið
til kvikmynd einmitt um þá
staði, um þá tíma. Ég ætlaði
ekki að vera „abstrakt" . . .
— Ég held að „Hinir von-
lausu“ . sé raunsæjust sögulegra
mynda okkar . . . Raday greifa
hafði verið sagt að slökkva
gjörsamlega elda uppreisnar
í Ungverjalandi. Þeir atburðir
sem sýndir eru gerðust í raun
og veru í virkinu í Szeged. Við
höfum skjalfestar heimildir um
aðferðir þær, sem notaðar voru
til að knýja fram upplýsing-
ar og við fundum einnig mynd-
ir af skæruliðum Sándors
Rózsa . . .
Vestrænir gagnrýnendur hafa
furðað sig á því, hve litlu fé
var varið til að gera svo ágæta
mynd. Janscó hefur og vikið að
þessu atriði: Við höfum ekki
peninga til þess í Ungverja-
landi að mála heila borg upp
á nýtt vegna sálrænnar kvik-
myndar í litum (hér er átt við
Auðnina rauðu eftir Antonioni)
. . . Ég elska liti en hef ekki
efni á að nota þá. . . . En frá
hvaða landi sem við annars er-
um, hvaða tungumál sem við
tölum og hvaða ráð sem við
höfum, þá eigum við eitt sam-
eiginlegt kvikmyndamenn: erf-
íðleikana við að búa til góða
mynd.
Thomas gleymir morðinu; uafnlausar fyrirsætur gera meira til-
kali til athygli hans.
Antonioni gerir kvikmynd á Englandi um
Ungt fólk sem hvorki vill skilja
né útskýra raunveruleikann í dag
Sá marglofaði ítalski
kvikmyndameistari. Antoni-
oni, er nú að ljúka við kvik-
mynd sem hann nefnir „Sál-
arlíf tízkuljósmyndara11 og
gerist hún í London og fara
enskir leikarar með aðal-
hlutverk. Antonioni segist
hafa valið tízkuljósmyndara
og fyrirsætur sér að verk-
efni því að í þessu fólki
birtist skýrast nýr lífsstíll,
nýr hugsunarháttur — og
háskasamlegur um leið.
Aðalpersónan er Thomas,
þekktur ungur ljósmyndari í
London og um leið dæmigerður
fulltrúi sinnar kynslóðar, seg-
ir Antonioni, virkur og forvit-
inn í allt að því sjúklegum
mæli, hrifnæmur en ekki fær
um að taka raunverulega þátt
i nokkrum sköpuðum hlut og
sannar tilfinningar eru honum
lokuð bók.
Dag nokkurn tekur hann eft-
ir pari í skemmtigarði: ung
kona er að tæla roskinn mann
með sér út í runna — Thomas
fylgir þeim eftir og tekur af
þeim myndir. Konan verður
hans vör og veitir honum eft-
irför og heimtar af honum
filmuna. Hún fer heim með
honum og leggst með honum
og fær fyrir filmu — en ekki
þá réttu. Thomas fer nú að
framkalla og tekur þá eftir
ýmsu einkennilegu og að lok-
um sér hann á myndunum
mann í felum með skamm-
byssu: hann skilur að hann hef-
ur ekki aðeins orðið vitni að
ástarævintýri heldur og morði.
Og viti menn: í ofangreindum
runna finnur hann roskna
manninn myrtan.
Thomas reynir að hafa upp
á konunni, leitar aðstoðar
félaga síns sem ekki er við-
mælandi sakir eiturlyfja, lendir
sjálfur í partí — og vaknar
til þess að myndirnar, stúlkan
og líkið eru horfin. Hann sér
stúdenta með hvítmáluð andlit
í einkennilegum leik í garð-
inum þar sem morðið var fram-
ið og Thomas fær áhuga á
þessu skrýtna fyrirbæri: á-
horfendur skilja, að hann mun
ekki framar reyna neitt til að
upplýsa glæpinn. það er sem
ekkert hafi skeð.
Framhald á 7. síðu.
Ingmar Bergman kveður leikhúsið eftir 25 ár
Leikhúsið - kirkja fyrir lítinn söfnuð!
Kvikmyndaleikstjórinn heims-
frægi, Ingmar Bergman, hef-
ur unnið að því að setja
á svið fyrir Þjóðleikhúsið
í Osló leikrit Pirandellos
Sex persónur leita höfund-
ar, og er frumsýningin í dag.
í samtali við blaðamenn
segist Bergman með þessari
sýningu kveðja leikhúsið, en
hann hefur um 25 ára skeið
sett a.m.k. þr jú leikrit á svið
árlega — fyrir utan kvik-
myndir sem hann hefur
gert.
Er Ingmar Bergman var
spurður um ástæðuna fyrir þvi
að hann kýs nú að hætta að
starfa við leikhús svaraði hann
því til að sér fyndist eitthvað
svo þýðingarlaust að vinna við
leikhúsið eins og það væri núna
orðið. Leikhúsið er, segir hann.
orðið eins og kirkjan, helgidóm-
ur sem aðeins fámennur söfn-
uður sækir meðan allur fjöld-
inn gengur fram hjá. Milli
þessa litla hóps og alls þorra
manna er lofttómt rúm — þótt
að til séu menn sem luma á
þrá eftir leikhúsi og að með-
al almennings sé leikhúsþörf.
☆ ☆ ☆
í mörg ár hef ég æpt mig
hásan um að við þurfum að
koma á fót barna- og æsku-
lýðsleikhúsi sem standist
strangar kröfur til að skapa
grundvöll að lifandi leikhúsi
fyrir fullorðna, sagði Ingmar
Bergman. Hann telur annars að
sjónvarpið hafi skerpt andstæð-
urnar milli skáldskapar og
veruleika. Listin hefur í dag
það erfiða verkefni að vinna
sér staðfestu við hlið þess
drama úr okkar eigin veruleika
sem blasir við okkur daglega á
skerminum í stofu okkar. Berg-
man segist vel geta hugsað sér
að vinna í sjónvarpsleikhúsi,
sem að hans áliti hefur ekki
enn fundið sér endanlegt form:
sjónvarpsleikhúsið er ekki
kvikmynd og ekki leiksvið en
það er mjög forvitnilegt list-
form sem nota mætti til stórra
hluta.
☆ ☆ ☆
Ingmar Bergman segist vera
í þann veginn að byrja á nýrri
kvikmynd sem frumsýnd verði
um næstu áramót og verði hún
„ólík öllum öðrum myndum
mínum“. Hann segist ætla að
láta lengra líða á milli kvik-
mynda en áður. en tota tímann
sem sparast til að gera í kyrr-
þey tilraunir með túlkunarað-
ferðir, sem hann muni ef til vill
aldrei beita. Hann hefur þegar
fundið leikara í tvö aðalhlut-
verkin, en vill ekki skýra frá
því hverjir þeir eru.