Þjóðviljinn - 01.04.1967, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 01.04.1967, Qupperneq 12
Lélegar aflasölur togaranna Sjö togarar hafa selt afla sinn í Bretlandi nú í vikunni, flestir fyrir mjög lágt verð og reynd- ist stór hlufi af aflanum óselj- anlegur. Þetta er versta vika sem ég man eftir sagði Ingimar Einars- son failltrúi hjá LltJ er Þjóð- viljinn leitaði frétta hjá honum í gær um aflasölu togaranna. Alla vikuna var von á miklum óstöðugleika á sölu fisks í Bret- landi. Karfi, steinbítur og jafn- vel millistærð á þorski var ó- seljanlegt, enda varð raunin sú að allt frá 20% til 70% sfla skipanna var óseljanlegur og fór í gúanó eða seldist á mjög lágu verði til söltunar eða vinnslu sem dýrafóður. Á þriðjudag seldi Röðull 163 tonn fyrir 8.537 pund og Sval- bakur seldi 155 tonn fyrir 10.073 pund. Á fimmtudag seldi Sigurð- ur 184 tonn fyrir aðeins 4.832 pund og Harðbakur 224 tonn fyr- ir 10.485 pund. í gær seldi Slétt- bakur 160 tonn fyrir 7.090 pund, Víkingur 270 tonn fyrir 8.907 pund og Egill Skallagrímsson 193 tonn fyrir 8.245 pund. Allir togaramir seldu í Grimsby nema Egill Skallagrímsson, sem seldi í Hull. Athyglisvert er að stærstu tog- aramir em með lakast meðal- verði á aflanum, og sala Sigurðar er í algeru lágmarki. Engir ís- lenzkir togarar munu selja er- lendis í næstu viku, en sex eða sjö þeirra eru nú á veiðum. Sumaráætlun FÍ gengur í gildi í dag: Gerbreyting a millilanda- flugi vii tilkomu (wtunnar □ í dag gengur sumaráætlun Flugfélags íslands, innan- lands og millilanda, í gildi. Eftir tilkomu sumaráætlunar- innar, fjölgar ferðum í áföngum og krottfarar- og komu- tímar ýmissa ferða breytast. Innanlands verða fleiri ferðir en nokkru sinni fyrr. Ferðaáætlun í millilandafluginu er einnig yfirgripsmeiri en nokkru sinni áður í sögu Flugfé- lagsins. Hinn 1. júlí verða þáttaskil í millilandafluginu er hin nýja Boeing 727 þota verður tekin í notkun á milli- landaleiðum þess. Þegar sumaráætlun innan- landsflugs hefur að fullu gengið í gildi, verður ferðunum hagað sem hér segir: Milli Reykjavíkur og Akur- eyrar verður 21 ferð í viku; þrjár ferðir alla daga. Milli R- víkur og Vestmannaeyja verða 20 ferðir í viku; þrjár ferðir alla virka daga og tvær ferðir á sunnudögum. Milli Rvíkur og Egilsstaða verða þrjár ferðir í viku. Milli Isafjarðar og Egils- staða er ein ferð. Milli Rvíkur og Isafjarðar verða níu ferðir í viku; ferðir alla daga og tvær ferðir á fimmtudögum og laug- ardögum. Milli Reykjavíkur og Sauðárkróks verða fimm ferðir í viku; á mánudögum, miðviku- dögum, fimmtudögum, föstudög- um og laugardögum. Til Homa- fjarðar verða fjórar ferðir; á mánudögum, miðvikudögum, Jón Kristinsson er með 50% vinninga á Halleskákmótinu tJm þessar mundir stendur yfir svæðamót í skák í Halle í Austur-Þýzkaiandi og tekur Jón Kristinsson þátt í því fyrir Is- Iands hönd. Mótið hófst 18. marz og þegar síðast fréttist höfðu veriff tefldar 5 umferðir og hafði Jón hlotið í þeim 214 vinning eða 50% sem er góð frammi- staða hjá honum. Þátttakendur í mótinu eru 20 að tölu og verða því tefldar 19 umferðir og hljóta þrír efstu menn rétt til þátttöku í milli- svæðamótinu sem haldið verður i Alsír síðar á þessu ári. Úrslit i einstökum skákum Jóns hafa verið sem hér segir. 1 umferð: Jafntefli gegn alþjóða- meistaranum Ciocaltea frá Rúm- eníu, 2. umferð: Tap fyrir stór- meistaranum Uhlmann frá A- Þýzkalandi, 3. umferð: Vinning- ur gegn alþjóðameistaranum Minic frá Júgóslavíu, 4. umferð: Vinningur gegn Pólverjanum íslandsglíma Islandsglíman fer fram sunnudaginn 30. apríl í Iþrótta- húsinu að Hálogalandi. Þátt- tökutilkynningar sendist Rögn- valdi Gunnlaugssyni Félkagötu 2 fyrir 22. april. Glímudeild KR sér um mótið. Blaðskák TR:TA SVARX: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdef gh abcdef gh HVÍTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson ÍS. Kc2 Petrusiak, 5. umferð: Tap fyr- ir Hollendingnum Kuijpers. Eftir 5 umferðir var staðan Jón Kristinsson í mótinu þessi: 1. Portisch, Ung- verjalandi 4% v., 2.-3. Hort, Tékkóslóvakíu og Uhlmann A- Þýzkalandi. 4, 4.15. Vesterinen, Finnlandi og Besser, V-Þýzka- land 3%, 6.-7. Matulovic, Júgó- slavíu og Zwaig, Noregi 3, 8.-13. Ciocaltea, Rúmeníu, Johnsson, Svíþjóð, Jón Kristinsson, Kin- mark, Svíþjóð, Miniev, Búlgaríu, og Minic, Júgóslavíu 2Vz, 14.-15. Kuijpers, Hollandi og Zinn, A- Þýzkalandi 2, 16.-17. Gerusel, V- Þýzkalandi og Petersen, Dan- mörku 1%, 18.-19. Camilleri, ítal- íu og Havansi, Finnlandi 1 og Petrusiak, Póllandi %. Aðalfundur Skák- sambands Islands Aðalfundur Skáksambands Is- lands var haldinn 25. marz. For- seti sambandsins, Guðmundur Arason, var einróma endurkjör- inn. Aðrir í stjórn voru kjörnir Hjálmar Þorsteinsson varaifor- seti, Guðmundur G. Þórarinsson ritari, Guðbjartur Guðmundsson gjaldkeri t>g Guðmundur Pálma- son meðstjórnandi. I varastjóm voru kosnir Arinbjörn Guð- mundsson, Guðlaugur Guðjóns- son og Stemgrfmur Aðalsteins- föstudögum og laugardögum. Milli Reykjavíkur og Húsavíkur verða brjár ferðir í viku; á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Patreksfjarðar verða sömuleiðis þrjár ferðir í viku; á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum. Til Raufarhafna- verður flogið þrisvar f viku, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögunt. Til Kópaskers verður flogið á mánudögum og til Þórshafnar á mánudögum og laugardögum. Þessi áætlun til Raufarhafnar, Kópaskers og Þórshafnar gild;r aðeins út aprílmánuð, en þá verður ný áætlun til þessara staða birt. Til Fagurhólsmýrar verður flogið á miðvikudögum og á miðvikudögum verður einn- ig flogið milli Vestmannaeyja og Hellu. Millilandaflug Sem fyrr segir verður gagn- gjör breyting á millilandaflugi Flugfélags íslands, er það tekur þotu í notkun á millilandaleið- um 1. júlí næstkomandi. Eftirfar- andi áætlun gildir fram að þeim tíma og verður ferðum hagað sem hér segir eftir að hún hefur að fullu gengið í gildi. Milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar eru tólf ferðir í viku; þannig að ferðir eru alla daga en tvær ferðir á mánudög- um, þriðjudögum, laugardögum og þrjár ferðir á sunnudöguni. Milli Reykjavíkur og Glasgow eru fimm ferðir í viku; á mánu- dögum, miðvikudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnu- dögum. Til Lcmdon er flogið þrisvar í viku; á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum. Til Vogar í Færeyjum verða tvær ferðir í viku, á sunnudögum og þrið.iudögum. Til Bergen verður ein ferð í viku, á þriðjudögum. Jón Maríasson hættir við Seðlabankann | Á ársfundi Seðlabankans sem haldinn var í gær var tilkynnt að Jón G. Marí- asson, bankastjóri, hefði sagt starfi sínu lausu frá 1. ágúst n.k. — Formaður bankaráðs, Birgir Kjaran, og viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, þökk- uðu Jóni vel unnin störf að bankamálum. I Jón G. Maríasson hóf störf við Landsbankann á ísafirði árið 1919. Ellefu árum síðar tók hann við störfum við aðalbankann í Reykjavík. Árið 1934 varð hann aðalbókari bankans og bankastjóri árið 1945, og árið 1957 varð hann bankastjóri Seðlabankans. Jón hefur gegnt fjölda annarra trún- aðarstarfa. ■ Þjóðviljinn hefur áreið- anlegar heimildir fyrir því að Davíð Ólafsson fiskimálastjóri muni taka við starfi Jóns sem banka- stjóri við Seðlabankann. I Á fundinum var ennfrem- ur tilkynnt, að banka- stjórn hefði kosið dr. Jó- hannes Nordal formann bankastjómar næstu 3 ár. en frá Bergen til Reykjavíkur tvær ferðir; á sunnudögum og miðvikudögum. Þann 1. júlí hefst sem fyrr segir þotuflug á áætlunarleiðum Flugfélagsins milli landa með hinni nýju Boeing 727C-þotu fé- lagsins. Þá verða daglegar þotu- ferðir með Cloudmaster flugvél- um á mánudögum, laugardögum og sunnudögum. Til London verða fjórar ferð- ir með þotu í viku hverri, á þriðjudögum föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum. Til Glas- gow verða þrjár þotuferðir viku- lega; á mánudögum, miðvikudög- um og fimmtudögum og enn- fremur Cloudmastersflug á laug- ardögum og sunnudögum. Til Ós- ló verður þotuflug á föstudögum og Cloudmastersflug á mánudög- um. Flugferðir um Færeyjar til Bergen og Kaupmannahafnar verða eins og áður flognar á þriðjudögum og sunnudögum með F-27 Friendship. Þegar sum- aráætlun millilandaflugs Flugfé- lags íslands hefur að fullu geng- ið í . gildi, býður félagið við- skiptavinum sínum 16 áætlunar- ferðir í viku til útlenda. Laugardagur 1. apríl 1967 — 32. árgangur 73. tölublað. (Jr aðalvinnslusal Kjötmiðstöðvar KEA. — (Ljósm. G. P. K.). Ný og fullkomin kjötiðn- aðarstöð KEA á Akureyri □ Hin nýja Kjötiðnaðarstöð Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri tók til starfa á sl. hausti en var formlega opnuð 22. marz sl. að viðstöddum landbúnaðarráðherra og mörg- um fleiri gestum. □ Stöðin stendur á Oddeyrartanga skammt frá Slátur- og frystihúsi KEA. Starfsfólk er um 30 manns og véla- kostur mjög góður og fullkominn. Eru þarna nær ótak- markaðir möguleikar til framleiðsluaukningar, ef vel geng- ur með sölu. Bygging Kjötiðnaðarstöðvar K.E.A. hófst haustið 1963 og var í ársbyrjun 1967 að fullu lokið. Byrjað var að vinna á staðnum um miðjan október sl. Kaupfélag Eyfirðinga hóf rekstur pylsugerðar 1934 í sam- bandi við kjötbúð félagsins. Fyr- ir 17 árum flutti Pylsugerðin í húsnæði það í Grófargili, er hún hefur fram til þessa haft til um- ráða, en mörg hin síðari ár hef- ur allri starfsemi hennar þar verið svo þröngur stakkur skor- inn, vegna húsnæðisskorts og tak- markaðs vélakosts. Verksmiðjubyggingin, sem er gerð úr strengjasteypu, er 1800 fermetrar að stærð eða 10 þús. rúmmetrar. Byggingin er að mestu á einni hæð, þar sem öll vinnsla fer fram, en á efri hæð er vélasalur fyrir loftræstingar-, frysti- og rafmagnskerfi auk um- búðageymslna. Öll gólf erú flísa- lögð svo og veggir upp í 1,80 m. hæð. Allt húsnæðið er mjög bjart og vistlegt, enda miðað við ströngustu hreinlætiskröfur til matvælaiðnaðar. Allt skipulag og flestar teikn- ingar af Kjötiðnaðarstöð K.E.A. eru gerðar af danska verkfræði- fyrirtækinu N. E. Wernberg, sem hefur um langt árabil unn- ið að skipulagningu og teikningu kjötiðnaðar, og matvælamið- stöðva víða um heim, en mikið af teikningunum var síðan nán- ar útfært á Akureyri. Auk véla úr gömlu Pylsugerð- inni er Kjötiðnaðarstöðin búin nýjum vélum og tækjum af full- komnustu gerð, aðallega frá Danmörku og Þýzkalandi, og má þar nefna hraðhakkara, pylsu- sprautu, hakkavélar, áleggsskurð- ar- og „vacuum“ pökkunarvél, heitreykingar- og kaldreykingar- ofna auk ýmissa niðursuðuvéla. f stöðinni er mjög fullkomið loftræstingar- og hitunarkerfi, sem teiknað var og framleitt að hluta af Nordisk Ventilator A'/S í Danmörku, auk frysti- og kæli- kerfis, en mjög rúmgott kæli- rými er í stöðinni fyrir unnar og óunnar vörur. Pylsugerðin hefur, svo sem kunnugt er, framleitt margskon- ar varning úr kindakjöti, stór- gripakjöti og svínakjöti, svo sem ýmsar tegundir af pylsum og bjúgum, margar tegundir af á- leggi bæði úr nýju kjöti og reyktu auk niðursuðuvarnings. Kjötiðnaðarstöðin mun halda á- fram allri þessari framleiðsiu og auka fjölbreytni sina smátt og smátt. En mest framleiðslu- aukning er samt fyrirhuguð á niðursuðuvörum, en þeirri fram- leiðslu hefur ekki til þessa ver- ið mögulegt að sinna sem skyldi vegna slæmrar aðstöðu. Kjötiðnaðarstöðin mun fram- leiða eftirtaldar vörur niður- soðnar: Bæjarabjúgu, smásteik, nautakjöt, kindakjöt, kjötbúð- ing, svið, steikta lifur, lifrar- kæfu og kindakæfu, en einnig á þessu sviði fara fram frekari at- huganir, t.d. með niðursuðu á slátri. Mjög hefur verið vandað til allra umbúða t.d. niðursuðu- varnings, þ.e. vörumiðanna, sem munu vera með því glæsileg- asta sinnar tegundar hér á landi. Þá mun Kjötiðnaðarstöðin annast dreifingu á öllum kjötvör- um, eggjum og grænmeti til Framhald á 9. síðu. Kathleen Joyce heldur tón- leika i Gamla bíói 3. apríl Á lokatónleikum sínum á mánudaginn í Gamla bíói mun cnska altsöngkonan Kathleen Joyce frumflytja tvö verk eftir ungan, íslenzkan tónlistarmann, Garðar Cortes, sem nú er við nám í Englandi. Kathleen Joyce söng ul. miðvikudag á ísafirði á veg- um Tónlistarfélagsi'ns þar. Var húsfyllir á söngskemmtuninni og ágætur rómur gerður að söng listakonunnar. Auk þess hefur hún, sem kunnugt er af frétt- um blaða og útvarps, sungið tví- vegis í Jóhannesarpassíunni með Pólýfónkórnum, einnig við ágæt- an orðstír. Lokatónleikaimir verða, eins og þegar er sagt, á mánudag og leikur Guðrún Kristinsdóttir und ir. Viðfangsefni söngkonúnna verða aríur eftir Gluck og Perg olesi, ljóð eftir Schubert, Brahm ög Hugo Wolf, lög eftir enski tónskáldin Elgar, Williams o fleiri, og löks verða frumflut tvö lög eftir Garðar Cortes, 2 ára gamlan Reykvíking, sem m er við tónlistarnám í England Verk þessi heita „Lullaby (Vögguvísa) og Fjallið Skjald breiður, og er þar um að ræð enska þýðingu á ljóði Jónasa Hallgrímssonair. Mun tónlistar unnendum ekki sízt leika hugu á að hn’'ra verk þessa ung listamann. Tónleikarnir hefjast klukka 7.15, og fara þeir fram á vegun Péturs Péturssonar. Alþýðubandalagið í Revkiavík ★ Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn ★ næstu viku. Greiðið félagsgjöldin fyrir fundinn í skrifstofu A ★ þýðubandalagsins í Lindarbæ en hún er opin klukkan 10—1 ★ og 13.30-1- til 18.00.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.