Þjóðviljinn - 04.04.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVELJINN — Þriðjudagur 4. aprfl 1967.
Otgeíandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósialietaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson-
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj-: Eiður Bergmann.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólaivörðust. 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð kr. 7.00-
Sjálfsgagnrýni
Ör f jölgun skuttogara, togveiðar á
heimamiðum, hættur af netadrasli
FISKIMÁL
eftir tlóhann
J. Em KúBcS
eru Japanir mjög framarlega í
smíði skuttogara bæði stórra og
smárra fyrir sjálfa sig og aðra.
Þannig er nú japanska útgerð-
arfélagið Nihon Suisan Fishing
Company að láta smíða tvo
4000 tonna skuttogara sem báð-
ir verða að sjálfsögðu verk-
smiðjuskip. Auk þessa er þetta
sama félag að láta smíða 500
tonna skuttogara. Þannig væri
hægt að halda áfram að telja
upp fleiri og fleiri þjóðir sem
eru að smiða eða láta smíða
skuttogara. Það er því áreiðan-
lega hægt að slá því föstu, að
flestar fiskveiðiþjóðir nema Is-
hjá norsktim togskipum fra
iandinu út á Barentshafið utan
landhelginnar en þar eru líka
mið sem hafa að geyma ekki
minni smáfisk sumstaðar heid-
ur en landhelgin. Þessvegna sé
það einungis alþjóðasamvinna
sem þama geti bjargað.
Endurvinnsla á
síldarmjöli
Tvær síldarbræðsluverksmiðj-
ur í Noregi, önnur í Kopervik
en hin í Egersund eru nú að
setja niður nýjar vélar til end-
góðu fcunnar, þar sem margar
vélar frá þeim eru I íslenzka
vélbátaflotanum, hafa nú á-
kveðið að byrja smíði á stærri
díselvélum, heldur en verk-
smiðjumar hafa framleitt til
þessa. Þessar nýju vélar verða
frá 1300—2000 hestöfl.
Laxveiðar frá
Borgundarhólmi
Sjómenn og útvegsmenn á
Borgundarhólmi sem gera út á
laxveiðar á opnu hafi, héldu
fund nýlega í Nexö til að ræða
j ræðu þeirri sem Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri hélt í síðustu viku um afkomu þjóðar-
búsins komst hann svo að orði að árin 1965 og 1966
hefðu einkennzt af lánsfjárskorti og efnahagslegri
ofþenslu, „ekki vegna þess að framboð á lánsfé
minnki, heldur vegna hins, að eftirspum verður
þá óseðjandi, þar sem kapphlaup um fjárfestingu
og hvers konar spákaupmennska nær tökum á
efnahagslífinu. Þannig var þetta tvímælalaust hér
á landi, einkum síðari hluta ársins 1965 og fyrri
hluta ársins 1966, en þá leiddi fjárfestingarkapp-
hlaupið til mikillar eftirspumar eftir lánsfé og
óskynsamlegra f járráðstafana fyrirtækja, sem festu
rekstrarfé sitt í nýjum framkvæmdum í trausti
þess, að verðþenslan héldi áfram.“
JJér viðurkennir einn helzti forsvarsmaður við-
reisnarinnar mjög veigamikinn þátt í gagnrýni
þeirri sem Alþýðubandalagið hefur lagt áherzlu
á á undanförnum árum. Hann játar að fjárfesting-
in hafi einkennzt af óskynsamlegu kapphlaupi
um verðbólgugróða og hvers konar spákaup-
mennsku. Samt er hér um að ræða mjög veiga-
mikinn þátt í þjóðarbúskapnum. Fjárfes'tingin er
til marks um það hvernig þjóðarheildin ver spari-
fé sínu, hún er sá mælikvarði sem sýnir þróun
efnahagskerfisins, hvert stefnir. Það er ákaflega
alvarleg staðreynd að í mesta góðæri sem íslend-
ingar hafa lifað hafa bankahallir og verzlunar-
musteri og yfirgengilegar lúxusíbúðir sprottið
upp eins og gorkúlur á haug, en togaraflotinn hins
vegar minnkað um tvo þriðju og alvarlegur sam-
dráttur orðið hjá þeim hluta bátaflotans sem afl-
ar hráefnis handa fiskvinnslustöðvunuim, svo að
þær hafa átt mjög í vök að verjast. Þegar aflafé
Þjóðarinnar er þannig varið í spákaupmennsku
en framleiðsluatvinnuvegirnir eiga í sívaxandi örð-
ugleikum er verið að sóa fjármunum á kostnað
framtíðarinnar.
^jálfsgagnrýni viðreisnarleiðtogans Jóhannesar
Nordals kemur því aðeins að notum að henni
fylgi athafnir. Ekki er unnt að koma í veg fyrir
spákaupmennsku og óskynsamlegar fjárráðstafan-
ir nema tekin verði upp skynsamleg fjárfestingar-
stjóm, áætlanir sem stuðli að eðlilegri hagþróun.
Slíkur áætlunarbúskapur er nú hvarvetna í sókn,
einnig í auðvaldsríkjum Vestur-Evrópu, og hann
er hvergi sjálfgefnari nauðsyn en í örlitlu sam-
félagi eins og því íslenzka, þar sem þjóðarbúið
allt jafnast á við eitt miðlungsfyrirtæki meðal
stórþjóða. í .s.tað gervifrelsis sem tengt er spákaup-
mennsku og sóun kemur þá aukið raunverulegt
frelsi í þágu þjóðarheildarinnar. — m.
Það er sama hvaða erlent
blað er opnað sem fjallar um
sjávarútvegsmál, allsstaðar
blasir við sama sagari, smíði
nýrra skuttogara.
Ég held að segja friegi, að
hvert einasta fiskveiðiland,
nema ísland, sé að láta smíða
skuttogara og eigi áður slfk
skip að veiðum á hafinu.
Hin konunglega danska
Grænlandsverzlun á td. eitt
skip í smíðum í Danmörku og
hefur nú nýlega gert samning
um smíði á öðrum skuttogara í
Noregi. Þetta eru 500 smálésta
skip búin tveimur vélum sam-
tals 2.200 hestöfl. Skipshöfn
verður 28 menn. Þá lagði nýj-
asti skuttogari Norðmanna út
á veiðar við Finnmörku í byrj-
un marzmánaðar. Þetta er skip
smíðað jöfnum höndum fyrir
veiðar á heimamiðum og Græn-
landsmiðum. Togarinn er smfð-
aður i sterkasta flokki Norska
Veritas fyrir veiðar á norðlæg-
um höfum og er ísvarinn.
Lengd skipsins er 55 m, breidd
10 m og dýpt 6.80 m. Þetta er
tveggja þilfara togari með vf-
irbyggingu að framan, en vél-
in er staðsett aftantil í skip-
inu og er bað 8 strokka
MAK dieselvél irieð 375 snún-
ingum á mínútu, en hestafla-
fjöldi er 1400. Togvindur eru
tvær, hvor með 1000 famða vír-
um 3“ og eru þær vökvadriín-
ar með lágum þrýstingi. Skipi
og vél er hvorutveggjá stjórnað
frá stýrishúsi. Mannaíbúð ar
samtals fyrir 25 merin. Þetta
skip er smíðað af A.S. Stór-
viks Mek. Verksted í Kristian-
sundi fyrir A.S. Frysitrál á
sama stað. Togarinn er smiðað-
ur til að afla hráefnis handa
hraðfrystihúsi fyrirtækisins.
Togarinn er búinn 4 plötu-
frystitækjum til heilfrystingar á
físki og eru afköst þeirra 20
tonn af hausuðum og slægðum
fiski á sólarhring.
Frystilest skipsins er 500
rúmmetrar og á hún að rúma
470 tonn af heilfrystum fiski.
Fiskurinn verður geymdur við
25 gráðu frost á selsíús. Auk
frystilestar er pláss: fyrir 60
tonn af saltfiski á milliþilfari.
Nafn þessa nýjasta skuttogara
Norðmanna er „Ole Wirum“
Nei. það er mikill barnaskap-
ur þegar menn hér halda, að
útgerð skuttogara sé aðeins á
byrjunarstigi. Englendingar eru
t.d. komnir nú begar með 22
skuttogara búna frystivélum, en
í þessum flota eru þrjú Fair-
try verksmiðjuskipin og eitt
skip sem jöfnum höndum heil-
frystir eða ísar aflánn. Hvað
marga skuttogara þeir eiga,
sem eingöngu ísa fiskinn, veit
ég ekki. Spánverjar áttu í fyrra
42 stóra og smáa frystitogara
og voru. Ðestir þeirra skuttog-
arar. Þjóðverjar, Pólverjar og
Rússar eiga stóran flota nf
skuttogurum sem flest eru
verksmiðjuskip. Nú er verið að
smíða 24 stóra skuttogara fyrir
Rússa í Austur-Þýzkalandi og
er það hluti af samningi sem
hljóðar upp á 104 skip. Kan-
adamenn hafa nú eignazt
nokkra skuttogara og eru nú að
smíða fleiri. Þannig er Atlantic
Sugar Refineries Company
Limited. í Montreal að láta
smíða 4 nýja sfcuttpgara. Þá
Nýtízku skuttogari þýzkur.
lendingar eiga nú. skuttogara í
smiðum'.
Norskar tog-
veiðar á
heimamiðum
Norðmenn ■ leyfá sinuni togur-
um veiðar innán lartdhelginnar
upp að 6 mílum Eri á beltinu á
milli 4 og 6 mílnanna leyía
þeir takmarkaðar togveiðar
skipum upp að ákveðinni stærð.
Þó eru allar togveiðar bannað-
ar, á þessu belti frá því á haust-
in og tjil marzmánaðar. Sjó-
menn í norður . Noregi sem
stúnda veiðar með öðrum veið-
arfærum en togvörpu, hafa vilj-
að láta banna undantekningar-
laust allar veiðar með togvörpu
á þessu tveggja mílna belti og
hafa þá jafnan vitnað til þess
banns gegn togveiðum sem er i
gildi í íslenzkri landhelgi, má'.i
sínu til stuðnings, ásamt þeirri
ofveiði sem fiskifræðingar telja
að eigi sér stað á þorsk- og
ýsustofnunum á norðaustur
Atlantshafi. Norska Stórþingið
hefur sífelit neitað að verða
við þeim tilmælum að banna
hina takmörkuðu togveiði á
tveggja mílna beltinu og nú
síðast á þessum vetri var þeirri
beiðni hafnað.
Nýlega áttu norsk blöð við-
tal um þetta mál við haffræð-
inginn Arvid Hylen sem ann-
azt hefur að undanfömu rann-
sóknir á miðunum við norður-
Noreg. Hann segir það alger-
lega tilgangslaust að banna tog-
veiðar á þessu tveggja mílna
belti, í því augnamiði að slíkt
mundi hafa áhrif á fiskistofn-
ana. Hann segir það vera al-
gjörlega ofviða hverri ein-
stakri þjóð að ráða við slíkt
verkefni, þar verði alþjóða-
samningar og alþjóðasamvinna
að koma til. Hann heldur því
fram að verndun smáfisksins
með meiri mörkvastærð í
vörpu og neti sé það einasta
sem geti bjargað. Arvid Hylen
segir að bann gegn togvörpu á
þessu umrædda belti mundi
einungis hafa þau áhrif að
veiðamar færðust í stærri stil
urvinnslu á síldarmjöli. Þetta
er nýleg þýzk uppfinning, en
með henni er hægt að iækka
fituinnihald mjölsins, sem er
venjulega kringum 10% niður
fyrir 1%. Þarna er meiningin
að endurvinna ca 12 þús. smá-
lestir af síldarmjöli. Það er
sagt að talsverð eftirspum sé
eftir þessari nýju gerð af mjöl-
inu.
Wichmanverk-
smiðjurnar
Wichman vélaverksmiðjumar
norsku, sem Islendingum eru að
ný vandamál f sambandi við
þessa útgerð. Síðastliðin, þrjú áf
yfir júní og júH mánuði hafa
10-15 vélbátar frá Borgundar-
hólmi stundað laxveiðar með
reknetum á opnu hafi vestur af
norður Noregi og lagt aflann
þar á land til hraðfrystihúsa;
Danimir höfðu frétt það að
norsku frystihúsin mættu nú
ekki lengur kaupa afla af er-
lendum skipum, en slíkt mundi
valda laxveiðiútgerð Borgúnd-
arhólmsbúa miklum erfiðleik-
um eða jafnvel útiloka þessar
oft ábatasömu veiðar á þessu
umrædda hafsvæði. Á fundin-
Framhald á 9. síðu.
<S—
(gnííneníal
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með okkar fúll-
komnu sjálfvirku neglingarvél.
veita fyllsta öryggi í snjó og
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjólbaiðá, með
eða án nágla, undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.