Þjóðviljinn - 04.04.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.04.1967, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. apríl 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA g Landsleikurinn gegn Dönum í körfuknattleik ísland hafði yfirhöndina nær allan leikinn og vann 61:51 Frjálsíþróttamótið: □ Islenzka körfuknattleiksliðið náði þriðja sigri símim yfir dönsku landsliði í körfuknattleik, en alls hafa liðin keppt 6 sinnum, þar sem Danir hafa unnið tvo leiki en einn varð jafntefli, og hefur Island því tekið forustuna í þessari grein eins og er. Leikurinn í heild var nokkuö akemmtilegur, sérstaklega var síðari hluti fyrri hálfleiks oft vel leikinn af Islands hálfu, enda var stigamunurinn 15 stig en íslendingar komust ekki yf- ir fyrr en eftir 13 mínútur. Áður en leikurinn hófst voru leiknir þjóðsöngvar landanna og voru menn ekki að spara þann danska því hann var leik- inn þrisvar sinnum. Það er nóg að leika hann einu sinni og vonandi athuga hljómsveitar- menn Hallarinnar það í fram- tfðinni. Þá má benda hinum sigur- saelu landsliðsmönnum á að það er venja að standa í réttstöðu þegar þjóðsöngurinn er leikinn, en ekki með hendur fyrir aft- an bak, en það voru 10 úr hópnum sem stóðu í þessari wkauðaiegu“ stöðu. Til að byrja með var leik- nrinn mjög spennandi og skemmtilegur, þar sem Dan:r höfðu forustuna í að skora stig, en Islendingum tekst ekki nema að jafna. Danir skora fyrstu mörkin, en Kristinn Stefánsson jafnar litlu síðar, og enn eru það Danir sem sækja á og komast í 6 stig, en þeir Birgir ö. og Kolbeinn jafna 6:6. Danir virS- ast ekki hugsa sér að gefa eft- ir því þeir skora litlu síðar körfu, og var þar að verki Egon Juul Andersen sem var sá sem skoraði flest mörk fyrir Dani. En það stóð ekki lengi þvi Gunnar jafnar og voru þá liðnar um 8 mínútur af leikn- um. Enn taka Danir forustuna og komast í 10 stig, en Birgir Jakobsson jafnar með góðri körfu 10:10. Andersen eykur við tölu Dananna með góðri körfu af löngu færi, og nú fær Gunnar möguleika að jafna úr vítáköstum en hann hefur ekki heppnina með sér því aðeins annað kastið heppnast 12:11 fyrir Dani. Það sama hendir Flemming Wich. hann' skorar úr öðru kastinu 13:11. Þegar hér var komið lælur Birgir Jakobsson til sín taka og jafnar með góðri körfu, og litlu síðar bætir hann tveim stigum við og þar með var Island búið að taka forustuna. 15:13. En Andersen unir því ekki og skorar tvö stig 15:15. Á þeim tíma sem eftir var hálfleiksins náði íslenzka liðið mjög vei saman því hálfleikurinn endaði með 36:21 fj rir Island. Síðari hálfleikur var ekki eins líflegur og skemmtilegur, og þó viss spenna í honum, þvi Danir voru sýnu harðari en áð- ur og virtust ætla að selja sig eins og hægt væri. Komst stiga- talan allt niður i 7 stiga mun, og þar um, en undir lokin tókst Islandi að rétta sinn hlut og lokatalan var 61:51 eða 10 stiga munur. Nýliðamir settu svip á liðið Það sem ef til vill kom mest á óvart í léiknum var frammi- staða n' I lanna Þóris Magn- ússonar og Jóns Jónassonar, og sérstaklega Þóris sem var mjög öruggur í körfuköstum og skor- aði langflest stig í íslenzka lið- inu. Hann var einnig sterkur í vöm. Báðir þessir menn sýndu mjög góðan leik ekki sízt þegar miðað er við það að þetta eru fyrsfcu leikir þeirra i landsliði. Hjörtur Hansson var ágætur og eins Kristinn Stefánsson og Birgir Jakobsson. Birgir ö. Birgis var sterkur í vöm en hann skoraði ekki mikið. Kol- beinn Pálsson var ekki vel upplagður í þessum leik, og ó- lfkur sjálfum sér, en slíkt getur alltaf hent beztu menn, en lið- ið var svo heppið að eiga slíka nýliða sem segja má að hafi hlaupið í skarðið fyrir Kolbein að þessu sinni. Danska liðið byrjaði heldur vel, en missti leik sinn niður í síðari hluta fyrri hálfleiks, en sótti sig nokkuð í síðari hálf- leik. I heild náðu Danimir ekki eins góðum leik og maður gat búizt við, og úrslitin £ leiknum verða að teljast sanngjörn. Framhald á 9. síðu. Íslenzku piltarnir stóðu sig mjög vel íslenzku handknattleikspilt- arnir urðu í öðru sæti á Norð- urlandamótinu, sem fram fór í Svíþjóð um helgina, á eftir Svíum, sem höfðu nokkra yf- irburði í mótinu. tslendingar unnu alla sína leiki nema gegn Svíum, og er þessi árangur þeirra hinn ánægjulegasti fyr- ir íslenzkan handknattleik. Úrslit leikja á Norðurlanda- mótinu urðu þessi: Island — Island — Island — ísland — Svíþjóð — Svíþjóð — Svíþjóð — Danmörk Svíþjóð Finnland Danmörk Noregur - Noregur - Finnland - Danmörk - Finnland 6:16 16:15 20:14 15:11 17:11 26:8 19:13 22:19 Guðmundur settí íslundsmet 16.87m Phillips stökk 4.80 □ Þau óvæntu tíðindi gerðust á meistaramóti Islands í frjáls- um íþróttum innanhúss sem haldið var á föstudag og laugardag, að Guðmundur Hermannsson sétti glæsilegt Islandsmet í kúlu- varpi 16,87 m og kastaði 13 cm lengra en hið 17 ára gamla Is- landsmet Gunnars Husebys. Danmörk — Noregur 22:11 Netregur — Finnland 20:17 Svíþjóð hlaut 8 stig, Island 6 stig, Danmörk 4 stig, Nor- egur 2 stig og Finnland 0 stig. íslenzku stúlkurnar í 3. sœti Islenzku stúlkumar urðu f 3. sæti á Norðurlandamótinu í handknattleik sem fraim fór á Eiðsvelli í Noregi um helg- ina, en I>anir urðu sigurveg- arar í keppninni. Stúlkumar töpuðu fyrir Dönum með aðeins þriggja marka mun en gerðu jafn- tefli við norsku og sænska stúlkumar. Danmörk hlaut 6 stig, Nor- egur 3 stig, Island 2 stig c*g Svíþjóð 1 stig. iMniimiimiHiiiuiina Guðmundur átti njálfur gamla metið innanhúss 15,76 m og voru flest köst Guðmundar yfir 16 m svo að metkastið var engin tilviljun og sýnir að Guð- mundur er enn í öruggri fram- för þótt hann sé kominn á fimmtugsaldur. Bandarikjamaðurinn Dennis Phillips keppti í stangarstökki á laugardag, en mönnum varð ekki að þeirri von að sjá í fyrsta sinn stokkið yfir 5 metra hér á landi, því að Phillips var nokkuð langt frá að ná sínum bezta árangri og stökk „að- eins“ 4,80 m. Jón Þ. Ólafsson varð fjór- faldur íslandsmeistari: í há- stökki bæði með og án atrennu, í þrístökki án atrennu og lang- stökki án atrennu. Valbjöm Þorláksson varð tvöfaldur ís- landsmeistari: í 40 m grinda- Toyota Corona Statíon Traustur og ódýr. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7. — Sími 34470. hlaupi og í stangarstökki. Sigr- uðu þeir báðir með talsverðum yfirburðum í sínum greinum. Þrír fyrstu menn í hverri grein urðu þessir: 600 m hlaup Halldór Guðbjömss., KR 1.28,3 Agnar Levý, KR 1.30,9 Þórarinn Amórsson, ÍR 1.32,4 Þórður Guðmundss. UBK 1.38,6 Þórarinn og Þórður urðu báð- ir fyrir þvi óhappi að detta í hlaupinu. Kúluvarp Guðm. Hermannss., KR 16,87 16,17 — 16,87 - 16,68 - 15,95 - 15,80 - 16,54) Erlendur Valdimarss. ÍR 14,35 Arnar Guðmundss., KR 14,15 Árangur Guðmundar Her- mannssonar er nýtt íslenzkt met innanhúss (með leðurkúlu), gamla metið átti hann sjálfur, 15,76 m, sett 4 þessu ári. 40 m hlaup kvenna (Tvær umferðir) Björk Ingimundar- dóttir UMSB 6,0 6,0 12,0 Halldóra Helgadóttir KR 6,1 6,1 12,2 Aðalbjörg Jakobs- dóttir. KR 6,1 6,2 12,3 40 m hlaup karla (Þrjár umferðir) Ólafur Guðmunds- son, KR 5,3 5,1 5,1 15,5 Höskuldur Þráins- son, HSÞ 5,2 5,2 5,2 15,6 Einar Gíslason. KR 5,3 5,1 5.2 15,6 Langstökk áu atrennu Jón Þ. Ólafsson, ÍR 3,23 Trausti Sveinbjörnss.. FH 3,15 Ólafur Ottósson, ÍR 3,12 Langstökk án atrennu Björk Ingimundard. UMSB 2,50 Bergþóra Jónsdóttir, ÍR 2,31 Halldóra Helgadóttir, KR 2,31 Árangur Bjarkar er betri en staðfest íslenzkt met, sem Anna Njálsdóttir, KR, átti, 2,49 m Þristökk án atrennu Jón Þ. Ólafsson, ÍR 9,60 Trausti Sveinbjömss., FH 9,^8 Gissur Tryggvason. HSH 9,24 40 m grindahlaup (Þrjár umferðir) Valbjörn Þorláks- son, KR 6,1 6,1 5.9 18,1 Sigurður Lárus- son, Á 6,3 6,2 6,0 18,5 Kjartani Guðjónssyni, ÍR, fataðist hlaupið í 1. umferð og hætti. 40 m grindahlaup kvenna (Tvær umferðir) Halldóra Helgadótt- ir, KR 6,9 6,9 13.8 Björk Ingimundar- dóttir, UMSB 7.4 7,0 14,4 Sigrún Sæmunds- dóttir, HSÞ 7,2 7,4 14,6^ Guftmundur Ilcrmannsson Níu menn sœmdir plí merld KSf Fjölmennt var í kaffisaffnsæti KSÍ á laugardag í tilefni af 20 ára afmæli sambandsdns, og bárust þvi margar gjafir og ámaðaróskir. Björgvin Schram formaður stjómar KSl flutti ávarp t>g bauð gesti velkomna og ávarpaði heiðursgestmn, Sir Stanley Rous, á ensku. Auk hans tóku til máls m.a. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráöh., Geir Hallgrimsson borgarstj. og Sir Stanley Rous forseti Al- þjóða knattspymusambandsins, Eftirtaldir menn voru sæmd- ir gullmerki sambandsins: Sir Stanley Rous, Gylfi Þ. Gísla- son, Geir Hallgrimsson, Agn- ar Kl. Jónsson, Sigurjón Jóns- son, Guðmundur Sveinbjöms- son, Kristján L. Gestsson, Pét- ur Sigurðsson og Gunnar Lange forseti Sænska knattspymusam- bandsins. Hástökk án atrennu Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1,72 Valbjörn Þorláksson, KR 1,55 Karl Hólm, ÍR 1,50 Hástökk Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,03 Erlendur Valdimarss., ÍR 1,84 Halldór Jónasson HSH 1,77 Kjartan Guðjónsson, ÍR, felldi byrjunarhæð sína, 1,84 m. Hástökk kvenna Björk Ingimundard. UMSB 1,40 Sigrún Sæmundsd., HSÞ 1,40 Sólveig Þorsteinsdóttir, Á 1,35 Staiifrarstökk Valbjörn Þorláksson, KR 4,10 Kristján Eiríksson, UMSS 3,15 Guðm. Guðjónsson, ÍR 2,95 Sigurvegari varð gestur móts- ins, bandaríski stangarstökkv- arinn Dennis Phillips, Oregon State University 4,80 1000 m hlaup Halldór Guðbjörnss., KR 2.,i9,0 Þórarinn Arncrsson, ÍR 2.4€>,5 Trausti Sveinbjömss., FH 2.52,0 Roamer 100% vatnsþétt V erksmiðjuábyrgð Gæðin eru óvéfengjanleg. MAGNTJS ÁSMUNDSSÓN úra- og skartgripaverzlun Ingólfsstræti 3.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.