Þjóðviljinn - 04.04.1967, Blaðsíða 10
|0 SÍÐA — ÞJÓÐVHjJINTJ — Þr*Sjuda3ur 4. apttl 1067,
JOHN FOWLES:
SAFNARINN
27
Það særðd hann næstum eins
mikið og þegar ég sló hann í
andlitið þegar hann kom í veg
fyrir að ég flýði-
Hann gerir mig öðru vísi, mig
langar til að dansa kringum
hann, gera hann ringlaðan, frávita,
orðlausan. Hann er svo silalegur,
svo hugmyndasnauður, svo líf-
lafus. Eins og sínkhvíta. Ég sé að
þetta er eins konar harðstjóm
sem hann beitir mig. Hann neyð-
ir mig til að vera mislynda, til
að leika. Vera með látalaeti. Það
er hin viðbjóðslega harðstjóm
hins veikbyggða. Það sagði G.
P. einu sinni.
Hversdagsmaðurinn er bölvun
menningarinnar.
En hann er svo hversdagsleg-
ur að hann er einstakur-
Hann tekur ljósmyndir. Hann
langar til að taka „portrett“ af
mér-
Svo voru það fiðrildin hans,
ég býst við að þau hafi verið
ósköp falleg. Já, fallega raðað
niður og veslings vaengimir
teygðir út á sama hátt á þeim
öllum saman- Og ég vonkenndi
þeim, veslings, dauðu fiðrildun-
um, þjáningasystkinum . mínum.
Hann var hreyknastur aif þeim
sem hann kallaði frávik!
Niðri leyfði hann mér að horfa
á meðan hann bjó til te (í fremri
kjallaranum) og eitthvað hlægi-
legt sem hann sagði kom mér
til að hlaeja — eða vakti hjá
mér löngun til að hlæja.
Hræðilegt.
Allt í einu fann ég að ég var
líka að verða brjáluð, að hann
var útsmoginn á óhugnanlega
illan og ljótan máta. Auðvitað
er honum sama um hvað ég segi
við hann. Þótt ég hafi brotið
þessar andstyggðar postulínsend-
ur hans. Þvi að allt i einu hef-
ur hann mig (það er geðveikt,
hann rændi mér) hjá sér og ég
hlæ meðan ég helli tei í bollana
fyxir hann, rétt eins og ég væri
bezta vinkona hans.
Ég bðlvaði honum og formælti.
Ég var dóttir móður minnar,
Dræsa.
Þannig er það, Minny. Ég vildi
óska að þú værir hér og við
gætum talað saman í myrkri.
Ef ég gæti aðeins talað við ein-
hvem í nokkrar mínútur. Ein-
hvem sem mér þykir vænt um.
Ég geri þetta allt bjartara, miklu
bjartara en það er.
Bráðum fer ég aftur að gráta-
Þetta er svo óréttlátt.
17- október.
Mér líkar ekki hvað ég hef
breytzt mikið.
Ég sætti mig við of mikið. 1
fyrstu hugsaði ég með mér að
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18, III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðsiu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
ég yrði að neyða sjálfa mig til
að vera raunsæ, láta ekki óeðli
hans ná yfirhöndinpi. En kannski
hafði hann líka skipulagt það.
Honum tekst kannski að fá mig
til að haga mér alveg eins og
hann vill.
Þetta er ekki aðeins fráleitt á-
stand; þetta er fáránlegt afbrigði
af fráleitu ástandi. Ég á við að
hann hefur mig á sínu valdi og
gerir ekki þsð sem allir myndu
búast við. Þess vegna kemur
hann inn hjá mér fölsku þakk-
læti. Ég er svo einmana. Hon-
um hlýtur að vera það l.ióst.
Hann getur gert mig háða sér.
Ég er taugaóstyrk, ekki nærri
því eins róleg bg ég virðist vera
(þegar ég les bað sem ég hef
skrifað).
Það er einfaldlega það, að það
er svo mikill tími að koma í lóg.
Óendanlegur, óendanlegur tími.
Það sem ég skrifa er ekki
eðlilegt. Það er eins og þegar
tvær manneskjur reyna að halda
uppi samræðum.
Þetta er alveg andstætt því
þegar teiknað er. Maður dregur
línu og veit undir eins hvort
hún er góð eða léleg. En maður
skrifar línu og hún virðist sönn,
og svo les maður hana aftur
seinna.
í gærkvöldi vildi hann taka
af mér mynd. Ég leyfði honum
að taka margar. Mér datt í hug
að hann gæti kannski verið dá-
lítið kærulaus, einhver gæti
komið auga á mynd af mér hjá
honum. En ég held hann búi hér
aleinn. Það hlýtur að vera.
Hann hlýtur að hafa verið
alla nóttina að framkalla og
kópera þær (rétt eins og hann
færi á Ijósmyndastofu. Það efast
ég um). Flseslýstar eiginpersón-
ur á gljápappír. Mér þótti flassið
óskemmtilegt. Mig verkjar í aug-
un.
'Það hefur ekkert gerzt í dag
nema hvað við höfum komizt að
einskonar samkomulagi um
hreyfingu- Engin dagsbirta enn-
þá. En ég fæ að ganga um
frammi í ytri kjallaranum. Ég
var í slæmu skapi svo að ég lét
það í Ijós. Ég sagði honum að
fara eftir hádegismatinn og ég
sagði honum að fara eftir kvöld-
matinn og hann gerði það í bæði
skiptin. Hann gerir allt sem hann
er beðinn um.
Hann hefur keypt handa mér
plötuspilara og plötur og allt
sem var á langa innkaupalistan-
um sem ég lét hann hafa. Hann
vill endilega kaupa hluti handa
mér. Ég gæti beðið hann um
allt. Nema frelsið.
Hann er búinn að gefa mér
dýrindis svissneskt úr. Ég segist
ætla að nota það meðan ég sé
héma og skila því þegar ég fari.
Ég sagðist ekki þola að horfa
lengur á þetta appelsínusafa-
teppi, og hann er búinn að kaupa
handa mér indverskar og tyrk-
neskar mottur. Þrjár indversk-
ar og fallegt dimmrautt, rauð-
gult og sepíahvítt kögrað tyrk-
neskt teppi (hann sagði að það
hefði verið það eina sem til var,
svo að það segir ekkert um
hans eigin smekk).
Þetta lífgar upp klefann hérna.
Gólfið verður svo mjúkt og
fjaðrandi. Ég er búin að brjóta
alla ljótu öskubakkana og vas-
ana. Ljótir skrautmunir eiga
engan rétt á sér.
Ég er svo yfirlætisfull gagn-
vart honum, Ég veit það lætur
andstyggilega í eyrum. En ég er
það. Og það er sem sé allur
Ladymont og Boudicca og no-
bless oblige upp á nýtt. Mér
finnst einhvem veginn sem ég
verði að sýna honum hvernig
betri borgarar lifa og hegða sér.
Hann er Ijótleikinn persónu-
gerður- En það er ekki hægt að
tortíma mannlegum ljótleika.
Fyrir þrem kvöldum var mér
svo undarlega innanbrjósts. Ég
komst í svo mikla geðshræringu
við tilhugsunina um að yfirgefa
þessa holu. Mér fannst einhvem
veginn sem ég hefði þetta allt í
hendi mér. Allt í einu var þetta
allt saman eins og eins konar
ævintýri, sem ég myndi segja
öllum frá með tíð og tíma. Eins
konar manntafl við dauðann,
sem ég hafði óvænt sigrað í.
Mér fannst sem ég hefði lagt í
m.ikla hættu og nú myndi allt
fara vel. Að hann myndi leyfa
mér að fara af frjálsum vilja.
Geðveikt.
Ég verð að gefa honum nafn.
Ég ætla að kallai hann Caliban.
Piero. Ég hef verið allan dag-
inn með Piero, ég hef lesið allt
um hann sem hér er að finna,
ég hef einblínt á allar mynd-
irnar í bókinni, ég hef lifað þær-
Hvemig get ég nokkum tímai
orðið góður málari, þegar ég veit
svo lítið í flatarmálsfræði og
stærðfræði? Ég ætla að fá Cali-
ban til að kaupa handa mér
bækur. Ég ætla að verða flatar-
málsfræðingur. Miklar efasemdir
um nútíma list- Ég hugsaði mér
Piero standai fyrir framan Jack-
son Polock, nei, segjum Picasso
eða Matisse. Augun í honum. Ég
get alveg séð fyrir mér augun í
honum.
Það sem Piero segir. Það sem
hann telur sjálfsagða hluti.
Ég veit þetta allt, það er búið
að segja okkur það aftur og aft-
ur og ég hef sagt það sjálf. En
í dag fannst mér þetta í raun
og veru. Mér fannst sem öll sam-
tíð okkar væri blekking og svik.
Hvemig fólk talar og talar um
tassisma og kúbisma og isma hér
Og isma þar og öll þessi löngu
orð sem notuð eru — samkrull af
skrúðyrðum og tilbúnum setn-
ingum. Allt til að leyna þeirri
staðreynd, að annaðhvort getur
fólk málað eða það getur það
ekki.
Ég vildi gjairna mála eins og
Berthe Morisot, ég á ekki við liti
hennar eða línur eða neitt á-
þreifanlegt, heldur með einfald-
leika hennar og birtu. Mig lang-
ar ekkert til að verða athyglis-
verð eða merkileg eða „stórkost-
leg“ og verða fyrir a'llri þessari
klunnalegu krufningu. Mig lang-
ar til mála sólskin á barns-
andlitum eða blóm í beði eða
götu eftir aprílskúr-
Gildið. Ekki hlutina sjálfa.
Birtuna sem svífur yfir allra
smæstu hlutum.
Eða er þetta tilfinningasemi
hjá mér?
Þungsinna.
Ég er svo langt frá öllu- Frá
því eðlilega. Frá birtunni. Frá
þvi sem ég vildi gjaman vera.
18. oktöber.
G. P.: Maður málar með allri
tilveru sinni. Fyrst verður að
læra það. Hitt er aðeins slembi-
lukka.
Góð ákvörðun: ég má ekki
vera huglaus.
1 morgun teiknaði ég fjölmarg-
ar flýtisskissur af skálum með
ávöxtum. Fyrst Caliban vill gefa,
stendur mér réfct á ssma hvemig
ég sóa pappírmim- Ég ,Jiengdi“
þær upp Og bað hamn að velja
þá beztu. Auðvitað valdi hann
þær sem voru • allra líkastar
bannsettri skálinni. Ég fór að
reyna að útskýra þetta fyrir hon-
um. Ég gortaði af einrri teikn-
ingunni (þeirri sem mér þótti
skást). Hann fór í taugarnar á
mér, þetta snerti hann eikki
minnstu vitund og hann sýndi
ljóslega með þessum Ég-trúi-þér-
svip, að honum var í rauninmi
alveg sama. 1 augum hans var
ég taðeins krakki að leika sér.
Blindur maður, annar heimur.
Mín sök. Ég vildi sýna mig.
Hvemig hefði hann átt að gefca
séð töfrana og það sem málí
skipti í Iist (ekki minni list,
listinni) þegar ég var svona
hégómleg?
Yið ræddum saman eftir há-
degisverð. Hann spyr mig alltaf
hvort hann megi vera kyrr.
Stundum er ég svo einmana, svo
þjökuð af mínum eigin hugsun-
um, að ég leyfi honum að vera.
Ég óska þess að hann sé kyrr.
Þannig fer fangavist með mann.
Og svo er það flótti, flótti, flótti.
Umræðumar snerust um bann
við kjamnrkuvopnum. Ég hafði
mínar efasemdir á dögunum- En
ekki lengur.
Samtal milli Miröndu og Cali-
bans.
M. (Ég sat á rúminu mínu og
reykti. Caliban á sínum vana-
lega stól hjá járnhurðinni, viftan
var í gangi fyrir utan). Hvert er
álit yðar á vetnissprengjunni?
C. Ekkert sérstakt.
M. Þér hljótið að hafa ein-
hverja skoðun á henni.
C. Ég vona að hún detti ekki í
höfuðið á yður. Eða mér.
M. Ég þykist vita að þér hafið
aldrei umgengizt fólk, sem lítur
alvarlegum augum á hlutina og
ræðir um málin í einlægni
(Hann setti upp særða svipinn).
Við skulum reyna aftur. Hvaða
álit hafið þér á vetnissprengj-
unni?
C. Ef ég segði eitthvað alvar-
legt, mynduð þér ekki taka það
alvarlega- (Ég einblíndi á hann
þsngað til hann varð að halda
áfram). Það liggur i augum uppi.
Hún er tilbúin. Hún verður hér
til frambúðar.
M- En er yður sama um hvað
verður um heiminn?
C. Hvaða máli skiptir það
hvað ég álít?
M. Hamingjan góða.
C. Við getum ekkert skipt
okkur af svona löguðu.
M. Heyrið mig nú, ef við erum
nógu mörg sem álítum að
sprengjan sé til ills eins og þjóð
með sómatilfinningu mætti aldrei
koma sér henni upp, ekki undir
neinum kringumstæðum, þá yrði
stjómin að afhafast eitthvað. Er
ekki svo?
C. Sumir vona það víst, ef mér
leyfist að segja það.
M. Hvemig ha'ldið þér að
kristnin hafi byrjað? Og allt
annað? Það var lítill hópur
fólks sem vildi ekki gefa upp
alla von.
C. Hvað myndi gerast ef Rúss-
arnir kæmu? (Góður leikur,
finnst honum).
ÞAKRENNUR OG NIDURFALLSPÍPUR
Plaslmo
ÞAKREI
E
<aT
RYÐGAR EKKI
ÞOLIR SELTU OG SÓT,
ÞARF ALDREI AÐ MÁLA
IAUGAVEG 103 — SIMI 17373
Bifreiiaeigendur
Þvoið, bónið og sprautið bílana
sköpum aðstöðuna. Þvoum og
Meðalbraut 18, Kópavogi.
Sími 4-19-24.
iM
VAl HINNA VAHDLATII
1
E L D H U S
SKORRI H.F
SIMI 3-85-85
SuSurlonckbrotrf 70 (gcgnT IþróltohöU) simi 38585
flogið
GREITT SÍÐAR%
5.-26. júlí. 1967. Verð kr. 13.500,00.
Fararstjóri: Magnús Magnússon, kennari,
Ferðaáætlun: 5. júlí. Flogið til Kaupmannabafnar
og dvalið þar til 8. júlí. Farið með lest til Wame-
munde og dvalið á Eystrasaltsviku til 17. júlí.
Lagt af stað í 9 daga ferð til Berlínar, Magdeburg,
Erfurt, Leipzig. Dresden og Wittenberg og farið 25,
júlí með næturlest til Kaupmannahafnar og
26. júlí til Reykjavíkur.
Innifalið fullt fæði nema morgunmatur
mannahöfn, flugfar, járnbrautir og langferðabQar,
leiðsögumaður, hótel, aðgangur að söfnum, dans-
leikjum o.fl. Baðströnd á Eystrasaltsvikunni. Ein
ódýrasta ferð sumarsins. Þátttaka takmörkuð og
þegar búið að panta í ferðina. Hafið samband við
skrifstofuna sem fyrst.
Lf\ N DSH N t
Látið stilla bílinn fyrir vorið
Önnumst hjóla-. ljósa- og mótorstillmgar. Skiptum um
kerti. platínur. Ijósasamlokur o.fl. — Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32, sími 13100.