Þjóðviljinn - 04.04.1967, Blaðsíða 12
HÍP er 70 ára í dag
Rætt við Jón Ágdstsson formann félagsins
Elzta starfandi verka-
lýðsfélag á landinu er
sjötugt í dag. Hið íslenzka
prentarafélag var stofnað
þennan dag árið 1897. Það
tók við af Prentarafélag-
inu, sem var stofnað 10 ár-
um fyrr eða 2. janúar 1887,
en starfaði ekki nema í
þrjú ár. Fyrsti formaður
HÍP var Þorvarður Þor-
varðarson. Þjóðviljinn
sneri sér til núverandi for-
manns, Jóns Ágústssonar,
og bað hann að segja lítil-
lega frá starfi félagsins á
sl. 10 árum, en á sextugs-
afmæli félagsins birtist
hér í blaðinu ýtarleg grein
um sögu þess og starf
þess tíma.
— Ég tel, sagði Jón, að íé-
lagið haíi unnið mjög merki-
legt brautryðjendastarf á sín-
um tíma miðað við þann tíð-
aranda, sem þá ríkti. Til
marks um þann anda, sem
ríkt hefur í félaginu, finnst
mér einna merkilegast, að það
á allar sínar fundargerðabæk-
ur frá upphafi og efast ég
um að mörg önnur félög litlu
yngri geti státað af því.
Síðustu 10 árin hafa kjara-
málin verið efst á baugi eins
og nærri má geta og merk-
ustu áfangana á þeirri leið
tel ég vera samningsákvæðið
um lífeyrissjóðinn, sem náðist
fram árið 1959, en sjóðurinn
tók til starfa 10. júní það ár.
Þá hefur félaginu orðið prýði-
lega ágengt í styttingu vinnu-
tímans, en það mál er lengi
búið að vera á stefnuskrá
þess. Strax árið 1908 er sam-
ið um styttingu vinnudagsins
úr 10 klst. í 9 klst. og árið
1920 er samið um 8 stunda
vinnudag og kom hann til
1920/1921. 1962 er síðan sam-
ið um 44 stunda vinnuviku og
Prentaraheimiliö að Hverfisgotu 21.
árið 1966 er samið um að
koma á 40 stunda vinnuviku
í áföngum til 1. janúar 1972.
Á þessi tvö atriði vildi ég
leggja sérstaka áherzlu og á
hinn bóginn er ekki hægt að
segja annað en að prentarar
njóti sízt verri kjara en önn-
ur sambærileg félög og minna
mætti á að náðst hafa fram
merk samningsákvæði í sam-
bandi við veikindadaga
Félagslífið
Árið 1941 keypti félagið
jörðina Miðdal í Laugardal og
árið eftir risu þar 14 sumar-
bústaðir í eigu einstakra pren.U
ara. 14 bústaðir til viðbótar
hafa verið reistir þar frá ár-
inu 1957 og árið 1960 var kom-
ið þar upp orlofsheimili fyr-
ir stéttina. Orlofsheimilið ýtti
mjög undir að einstakir menn
byggðu sér bústaði í landinu,
en framkvæmdir höfðu legið
þar niðri um langt árabil.
Um félagsstarfið almennt er
heldur lítið að segja. Ástandið
í verkalýðshreyfingunni í
heild er þannig að allt félags-
starf er að langmestu leyti
bundið við kaupgjaldsbarátt-
una. Við höfum samt reynt að
halda uppi spilakvr' 'tim hér í
heimilinu og hefur það gefið
góða raun, þó nú sé heldur
að draga úr aðsókn að þeim.
Hinsvegar höfum við haft
góða reynslu af kvikmynida-
sýningum fyrir böm félags-
manna é vetrum. Sú starfsemi
hefur farið fram á tímabilinu
frá þvi í október og fram í
apríl og notið stöðugra vin-
sælda. Svo höldum við auð-
vitað uppi allskonar fyrir-
greiðslu við félagsmenn í
sambandi við lánamál og
fleira. 1 þessu samtbandi er
kannski rétt að koma því að,
að atvinnuleysi er ekkert í
stéttinni núna og hefur ekki
verið í langan tíma. Sem bet-
ur fer er meira um það að
komið sé til að fala menn i
vinnu, heldur en að félags-
menn æski milligöngu félags-
ins um ráðningu.
Norrænt samstarf
Framtíðarverkefni félagsins
auk kjarabaráttunnar, tel ég
vera að fylgjast með tæknl-
þróuninni í prentverki, sem
búast má við að verði örari í
framtíðinni en verið hefur.
Félagið má ekki daga uppi á
þeim vettvangi.
HlP er meðlimur í alþjóða-
sambandi bókagerðarmanna
og höfum við alltaf haft ein-
hver bréfleg viðskipti við
starfsbræður okkar á Norður-
löndunum. Þeir hafa hinsveg-
ar hvatt okkur til að auka
þessi samskipti og höfum við
hugsað okkur að gera bað á
bann hátt, að senda fulltrúa
á kynningarráðstefnur, sem
haldnar eru til skiptis á hin-
um Norðurlöndunum árlega
og myndum við bannig fá
norræna prentara í heimsókn
til okkar fimmta hvert ár. Ef
þeir telja sig geta grætt á sam-
starfi við okkur, ættum við
ekki síður að geta grætt á
samstarfi við þá.
Félagið hefur engar undir-
deildir, að öðru Ieyti en því.
að starfandi er sérstök
kvennadeild. En meðlimum
hennar hefur heldur farið
fækkandi undanfarið.
Heimilið hér að Hverfis-
götu 21 keypti félagið árið
1941. Við höfum ekki hugsað
okkur að selja það, enda er
það vel staðsett og fellur inn
í skipulag. Hinsvegar eru
alltaf öðru hvoru uppi íraddir
um að við þyrftum að auka
við okkur húsrými. Allt slíkt
er þó á bollaleggingarstiginu.
— G.O.
Maður fé!l af
húsþaki
I gær varð það slys í Efsta-
sundi 71 að útlendur maður,
Karlsson að nafni, féll af þaki
hússins og meiddist á höfði og
víðar. Hann var fluttur á slysa-
varðstofuna, en ekki er kunnugt
hve alvarleg meiðsl hans reynd-
ust.
Sjóvinnunám-
skeiði Æskulýðs-
ráðs lokið
Hinu árlega sjóvinnunámskeiði
á vegum Æskulýðsráðs Reykja-
víkur lauk 20. marz s.l. Á nám-
skeiðið voru innritaðir um 50
þiltar, og lauk rúmlega helm-
ingur þeirra tilskyldu prófi í
sjóvinnubrögðum. Hlutu þeir að
venju sjóferðabók, þar sem til-
greindur er árangur hvers fyrir
sig.
Efstur í framhaldsflokki varð
að þessu sinni Hafsteinn Harð-
arson, og við námskeiðsslitin af-
henti formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, Jón Sigurðsson,
honum farandbikar, sem gefinn
var af Sjómannafélaginu.
Efsfcur í byrjendaflokki varð
Helgi Kristjánsson, og hlaut
hann verðlaunabikar gefinn af
Æskulýðráði.
Auk þess hlutu viðurkenningu
þeir Ebenezar Bárðarson, Viðar
Ólafsson og Þorvaldur Gfslason.
Aðalleiðbeinendur sl. vetur
voru eins og áður þeir Hörður
Þorsteinsson og Sigurður Óskars-
son.
Núverandi stjórn HÍP. Talið frá vinstri: Fremri röð: Pálmi Arason, Jón Ágústsson formaður, Guð-
rún Þórðardóttir og Óðinn Rögnvaldsson. Aftari röð: Stefán Ögmundsson, Halldór V. Aðalsteins-
son og Pjetur Stefánsson.
r
Aðalfundur HIP var haldinn sl. sunnudag
Aðalfundur Hins íslenzka
prentarafélags var haldinn 2. apr-
íl 1967. Var þar m.a. skýrt frá
úrslitum stjómarkosninga og
skipa stjórn félagsins nú þessir
menn: Jón Ágnstsson, formaður,
Stefán ögmundsson, ritari, Pét-
ur Stefánsson, gjaldkeri, Pálmi
A. Arason, 1. meðstjórnandi, Hall-
dór V. Aðalsteinsson, 2. með-
stjórnandi, Óðinn Rögnvaldsson,
varaformaður, og Guðrún Þórð-
ardóttir, formaður Kvennadeild-
ar.
Á aðalfundinum voru tveir
prentarar kjömir heiðursmeð-
limir, þeir Bjöm Jónsson og Þor-
steinn Halldórsson.
Kjörið var í nefndir og ýms-
ar merkar tillögur samþykktar,
m.a. var samþ. heimild til þess
að félagið festi kaup á einu or-
lofshúsa þeirra, sem Alþýðusam-
band Norðurlands ætlar að byggja
að Ulugastöðum í Fnjóskadal. Þá
var samþykkt að láta fara fram
rannsókn á gjaldiþoli Lífeyris-
sjóðs prentara í því augnamiði
að unnið verði að því að vinnu-
tími prentara styttist eftir aldri
á sama hátt og starfsmanna f op-
ir.berri þjónustu, td. kennara.
Einnig var samþ. að leita sam-
vinnu við Félag ísl. prentsmiðju-
eigenda og Iðnskóilann í Reýkja-
vík um að komið verði á nám-
skeiðum fyrir setjara og prent-
ara, sem veiti aofona þekkingu á
helztu nýjungum í prentiðn.
Ennfremur var samþykkt að
auka samstarf við stéttarbræður
Framhald á 9. síðu.
Þriðjudagur 4. apríl 1967 — 32. árgangur — 75. tölublað.
Ferðamannastraumurinn eykst:
Nær 35 þús. útlend-
ingarkomuhér 1966
■ Samkvæmt upplýsingum Jóns Sigurpálssonar hjá út-
lendingaeftirlitinu komu á síðasta ári hingað til lands
34.733 útlendingar og eru í þeirri tölu taldir bæði ferða-
menn og útlendingar sem hingað hafa komið í atvinnuleit.
Hafa aldrei áður komið jafnmargir útlendingar hingað á
einu ári en samsVarandi tala árið 1965 var 28.879.
Á árinu 1966 komu alls hing-
að til lands frá útlöndum 57.-702
menn með skipum og flugvélum-
Þar af voru eins og áður segir
34.733 útlendingar en íslending-
ar sem komu frá útlöndum voru
23.147. Hins vegar fóru 23.302
Islendingar til útlanda á árinu.
Stafar mismunurinn á þessum
tölum meðal annars af því að
áhafnir sem fara út til þess
að sækja skip fara á skrá hjá
útlendingaeftirlitinu sem ferða-
menn er þær fara út en ekki
þegar þær koma heim, þá eru
þær skráðar á viðkomandi skip.
Árið 1965 komu 18.679 tslend-
ingar heim frá útlöndum en aö-
eins fleiri fóru til útlanda.
Alls kbmu hingað til lands á
síðasta ári útlendingar af rösk-
lega 70 þjóðemum. Flestir voru
Bandaríkjamenn eða 11.756.
Næstir í röðinni eru Danir og
Færeyingar 5856, Þjóðverjar eru
þriðju í röðinni 4580 að tölu
og Bretar fjórðu en þeir voru
3718.
Af þessum tölum sést að á ár-
inu 1966 hefur komum útlend-
inga hingað til lands fjölgað um
5854 og mun láta nærri að það
sýni ferðamannaaukninguna, þótfc
einhver aukning hafi sennilega
orðið á því að útlendingar leit-
uðu hingað eftir atvinnu.
Mikil fjölgun hefur einnig
orðið á utanförum Islendinga á
sl. ári eða nær 4500.
Mörg má/ til umræðu í gær
á fundi Norðurlandaráðs
HELSINKI 3/4 — Allmörg mik-
ilvæg mál varðandi atvinnulíf,
menningu og f jarskipti voru rædd
á almennum fundi Norðurlanda-
ráðs í Helsinki eftir hádegi í
dag. Nefndarfundir höfðu verið
fyrir hádegi. x
Laganefnd ræddi um stöðu
Færeyja í Norðurlandaráði og
var samþykkt að vísa því máli
til ríkisstjórna Norðurlanda, en
það verður síðar tekið fyrir aft-
ur í nefndinni.
Efnahagsmálanefndin sem á
morgun á að skila áliti um
markaðsmálin fjallaði um tillögu
sænska þingmannsins Leifs Cass-
els um að Norðurlönd hafi sam-
eiginlega afstöðu í þeim við-
ræðum sem kunna að eiga sér
stað við EBE. Ekki er búizt við
að tillagan verði samþykkt.
Einna mestar umræður á hin-
um almenna fundi urðu um til-
lögu um samræmingu á lagasetn-
ingu um rétt manna til að koma
fram leiðréttingum í útvarpi.
Kvenfélag
sósíalista
Fundur í kvöld, þriðju-
! daginn 4- apríl.
■ Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Skýrslur sem félaginu
hafa borizt.
3. 1. maí.
4. Eystrasaltsvikan og
kvikmynd frá Austur-
Þýzkalandi.
i KAFFI. — Félagskonur,
] mætið vel og stundvíslega
■ og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
'■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■
Jón Kristinsson er í 12. —14.
sætii Halle eftir 9 umferðir
Að loknum 9 umferðum á
svæðamótinu í Halle er Jón
Kristinsson í 12.—14. sæti með
31 * * * * * 7 * * * * * * 14 15/, vinning. I 6. umferð tapaði
hann fyrir Ungverjanum Port-
isch í langri og erfiðri skák. I
7. umferð vann hann Svíann
Kinnmark en tapaði í 8. og 9.
umferð fyrir þeim Petersen frá
Dammörku og Zwaig, Noregi.
1 10. umferð átti Jón að tefla
við Miniev, Búlgaríu.
Blaðskák TR:TA
SVART: TA:
Jón Björgvinsson
Þorgeir Steingrimsson.
Staðan eftir 9 umferðir er
annairs þessi: 1. Portisch Ung-
verjalandi 814, 2. Hort, Tékkó-
slóvakíu 7V2, 3—5. Uhlmann, A-
Þýzkalandi, Vesterinen, Fin.n-
landi og Besser, V-Þýzkalandi,
6, 6- Zwaig, Noregi, 5V2> 7. Zinn,
A-Þýzkalandi 5, 8.—9. Johansson,
Svíþjóð og Matulovic, Júgóslaviu,
4V2 og biðskák sín á milli, 10.
Ciocaltea, Rúmeníu 4%, 11.
Kuijpers. Hollandi, 4, 12. —
14. Jón Kristinsson, Kinnmark,
Svíþjóð og Miniev, Búlgaríu 3V2>
15. —18. Petersen, Danmörku, Mi-
nic, Júgóslavíu, Gerusel, Vestur-
Þýzkal. og Havansi, Finnlandi, 3,
19. Camilleri, Italíu 2 Og 20. Pet-
rusiak, Póllandi, iVi-
abcdet gh
abcdef gh
HVÍTT: TR:
Arinbjörn Guðmundsson
Guðjón Jóhannsson
18. — Kf7