Þjóðviljinn - 16.04.1967, Síða 3
Sunnudagur 16. apríl 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3
SOVÉTRÍKIN
PÓLLAND
Fyrr í vetur var efnt til sérstæðrar sýningar í Moskvu, sýningar á ýmiskonar handavinnu
manna, sem byggja nyratu héruð Sovétríkjann a. Sýningin vakti mikla athygli, enda var þar
að sjá íjölmarga forkunnar fagra muni, ekki hvað sízt ýmiskonar handavinnu úr skinnum og
skinnavöru. Myndin er af einni konunni, sem átti allmarga muni á sýningunni, Natölju Kaa-
atkinu frá krasnojarsk. Munir hennar út skinnum verða sendir á heimssýninguna í Montreal f
Kanada nu í vor.
Einn af virtustu læknaskólum á Bretlandsey jum er í Edinborg, The University of Edin-
burgh Medical School, sem stofnaður var fyrir tæplega hálfri annaTri öld 1726. Á mynd-
inni sjást nokkrir stúdentar, sem nám stunda við þennan aldna og virðulega skóla, virða
fyrir sér beinagrind Vilhjálms nokkurs Burke. Mynd þessi birtist í síðasta hefti tíma-
rits Alþjóðaheilbrigiðsmálastofnunarinnar, „World Health“, og segir í myndartextanum að
Vilhjálmur þessi Burke hafi, ásamt félaga sínum Vilhjálmi Hare, myrt að minnsta kosti
15 manneskjur í Edinborg snemma á 19. öld og selt likin til krufningar fyrir 7 pund
10 hvert. Burke var hengdur árið 1829 og líkið afhent læknaskólanum.
SKOTLAND
Rodion Malinovskí, landvarnaráðherra Sovctríkjanna, lézt fyrir skömmu eins og skyrt hefnr
vcrið frá i fréttum blaðsins- Utför hans vwr gerð hinn 3. apríl sl. Á myndinni sjást nokkrir
af Ieiðtogum Sovétríkjanna við útförina, en Ifk ráðherrans var brennt og öskunni fundinn staður
í Krcmlar-múrnum við Rauða torg að baki grafhýsi Leníns. Fremstir ganga þeir Kosygin for-
sætisráðherra (til vinstri) og Bresnéf aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Að baki þeim
síðarnefnda gengur Podgomí forseti.
SOVÉTRÍKIN
Pólverjar hafa nú um nokkurt skeið skipað sæti t röðum mestu skipasmíðaþjóða heims.
A sfðasta ári voru þeir í níunda sæti að því er tekur til alls heimsins og ef miðað er við
ósérgreinda skipasmíði, en í öðru sæti ef aðeins er miðað við smíði fiskiskipa. Þá voru
Pólverjar á síðasta ári fjórðu mestu útflytjendur skipa í heiminum. Mestu skipasmíða-
etöðvar Pólverja em í Gdansk og Szczecin (Stettin). Myndin er tekin í tilraunastöð einni
f fyrrnefndu borginni, þar sem unnið er að hverskonar tilraunum með og prófunum á
uýjum gerðum skipa af ýmsum stærðum.