Þjóðviljinn - 16.04.1967, Side 6
g SlÐA — ÞJÖÐVIUINN — Sunnudagur 16. aprfl 1967.
Asmundur Sigurjónsson:
Samskipti Sovétríkianna og Kína
Það er víst óhætt að fu31-
yrða að deilur kínverskra og
sovézkra kommúnista, deilur
Kína og Sovétríkjanna, hafi á
undanförnum árum haft meiri
áhrif á gang sögunnar en nokk-
urt annað atriði þróunarinnar á
vettvangi heimsmála. Að sjálf-
sögðu hefur þessara deiina gæU
mest innan hinnar róttæku
verklýðshreyfingar í öllum
heimsálfum, en þær setja í sí-
vaxandi mæli mark sitt á alla
söguþnSunina; án þeirra væri
mjög ólíkt viðhorfs 1 heimin-
um í dag. Þetta er næsta skilj-
aniegt því að hér eigast við
tvær fjölmennustuþjóðirheims;
hver svo sem væru þjóðfélags-
leg eða hugmyndafræðileg við-
horf þessara rikja eðaölluheld-
ur forustumanna þeirra hlyti á-
greiningur þeirra sem nú virð-
ist jaðra við fullan fjandskap
að hafa áhrif á meginþætti al-
þjóðamála. Þessar deilur hafa
orðið enn afdrifaríkari vegna
þeirrar sérstöðu sem kommún-
istaflokkar Sovétríkjanna og
Kína hafa i hinni alþjóðlegu
verkiýðs- og þjóðfrelsishreyf-
ing; þ.e. meðal þeirra afla sem
mestu hafa ráðið og mestu ráða
enn um framvindu sögunnar á
tuttugustu öldinni.
Þegar spumir bárust fyrst af
þessum deilum fyrir einum sjö
árum — þá oft eftir miklum
krókaleiðum — voru það við-
brögð margra, ekki sízt þeirra
sem báru vinarhug og virðing-
ar til beggja, Sovétríkjanna og
Kína, að telja allar slíkar frá-
sagnir staðlausa stafi eða þá
mjög orðum ýktar; festu menn
trúnað á þær, voru þeir marg-
ir, kannski flestir, sem töldu
að einungis væri um stundar-
fyrirbæri að ræða, leiðinlegan
misskilning sem brátt mundi
verða greitt úr. En þetta hefur
farið á aðra leið. Deilumar hafa
ágerzt með hverju ári, hverju
misseri, og eftir því sem lengra
hefur liðið hafa horfumar á
sáttum stöðugt versnað. Það
sem í upphafi gat virzt vera
aðeins ágreiningur bræðra-
flokka um fræðikenningar eða
starfsaðferðir, er nú ekki ein-
vörðungu orðið að deilum um
grundvallaratriði, heldur hefur
það leitt af sér andstæður >g
hagsmunaárekstra tveggja stór-
velda. Það er því augljóst að
hér er um að ræða mál sem
varðar alia hugsandi menn, en
alveg sérstaklega alla sósíalista
og verklýðssinna, alla þá, sem
kunna að meta framlag beggia
til þeirrar stéttarlegu og þjóð-
ernislegu frelsisbaráttu sem
framar öllu öðru einkennir okk-
ar tírna. Því finnst mér að fát.t
geti verið brýnna að fjalla um
en þessar deilur.
Hér verður að sjálfsögðu að-
eins stiklaC á stóru í löngum
óg margflóknum samskiptum
Kína og Sovétríkjanna og margt
látið kyrrt liggja sem ástæða
hefði verið til að nefna. Og
strax i upphafi vil ég taka það
fram að ég tel mig þess ekki
umkcminn að kveða upp neinn
endanlegan dóm, neinn algild-
an úrskurð.
Tvennt finnst mér nauðsyn-
legt að minnast á áður en lengra
er haldið, enda þótt þaðkunni
hvorttveggja að virðast sjálf-
sagður hlutur. 1 fyrsta lagi:
Deilur innan hinnar kommún-
istísku alþjóðahreyfingar eru
síður en svo neitt einsdæmi.
öllu fremur mætti segja að allt
frá upphafi hafi öll saga henn-
ar mótazt af hörðum og ill-
skeyttum deilum; það hefur
verið deilt um menn og mál-
efni, markmið og leiðir, i
meira en heila öld — og jafn-
vel það orðbragð sem mörguir,
blöskrar nú er svo sem engin
nýlunda. Slíkar deilur hafa
verið og em ™vndar enn upr>'
í einstökum flokkum, þar sem
andstasðingarnir eiga allir við
sömu ytri aðstæður að búa, en
greinir samt á um mat á þeim
og skilgreiningu þeirra. Hversu
miklu meiri ástæða er þá ekki
til að búast við því að deilur
geti komið upp á milli flokka
sem búa við gerólík skilyrði og
sögulegar aðstæður. Það verður
ekki nógu oft ítrekað aðfræði-
kenning sósíalismans, marxism-
inn, er ekki í sjálfri sér nein
allsherjarlausn á öllum þjóðfé-
lagslegum vandamálum, heldur
aðeins leiðarvísir um mat á
þeim vandamálum. Það ermik-
ilsvert að kunna að beita fræði-
kenningunni, en hún veitir
enga algera tryggingu fyrir því
að pólitískar athafnir henni
samkvæmt leiði til þess sem að
var stefnt. 1 mannlegu þjóðfé-
lagi eru of margar ókunnar
stærðir til þess að hægt sé að
semja algild lögmál. Pólitískar
athafnir verða alltaf umdeilan-
legar þar til reynslan hefur
sannað réttmæti þeirra.
Hitt atriðið sem mér finnst
að ekki megi liggja í láginni
þegar fjallað er um deilur kín-
verskra og sovézkra kommún-
ista er hið algera og einstæða
brautryðjandastarf rússnekrar
og sovézkrar alþýðu og flokks
hennar í frelsisbaráttu tuttug-
ustu aldar, og þá ekki hvaðsízt
hin geysimikla þýðing, mætti
ég segja úrslitaþýðing, sem það
brautryðjandastarf hafði fyrir
þjóðfrelsisbaráttuna í öllum hin-
um fátæku löndum heims, og
þá sérstaklega í Kína. Geoffrey
Barraclough segir í hinum á-
gæta Inngangi sínum að sam-
tíðarsögunni að áhrif byltingar-
innar í Rússlandi 1905 sem
menn hafi varla veitt eftirtekt
í Evrópu hafi farið eins ogeld-
ur í sinu um alla Asíu. Hún
hafi ásamt ósigri hins evrópska
stórveldis Rússlands fyrir Jap-
an sama ár vakið þjóðemisvit-
und með Asíuþjóðum. Áhrifa
hennar hafi gætt alla leið til
Vietnams; byltingarnar í
Persíu 1906, Tyrklandi 1908 og
Kína 1911 hafi allar verið eft-
irköst hennar. Áhrif hennar á
gang mála í Asíu á þessari öld
megi telja ’sambærileg við á-
hrif frönsku stjómarbyltingar-
innar 1789 á evrópsk stjómmál
nítjándu aldar.
Og ekki átti þetta síður við
um októberbyltinguna 1917.
Verklýðshreyfing í þeim skiln-
ingi sem vlð leggjum í það
orð var engin til í Kína fyrir
októberbyltinguna og nokkur
tími leið áður en fyrsti vísir
hennar varð tii. Byitingin 1911
mótaöist ekki af sósíalistískurn
og þaðanafsíður marxistfskum
viðhorfum, enda þótt sumir for-
vígismenn hennar, eins og Sún
Jatsen, hefðu kynnzt marxist-
ískum fræðum. Mao Tsetung
hefur sagt: „Fyrir októberbylt-
inguna vissu Kínverjar ekki
einungis ekkert um Lenín eða
Stalín, þeir þekktu jafnvel ekki
Marx og Engels“. En þetta
breyttist fljótt. Leiðtogar rússn-
eskra kommúnista sáu öðrum
fyrr að Asíuþjóðir myndu rísa
upp gegn heimsvaldastefnunni
og þótt mátt hefði ætla að þeir
hefðu haft öðrum hnöppum að
hneppa fyrstu árin eftir bylt-
inguna beindu þeir, og þá ekki
hvað sízt Lenín sjálfur, þáþeg-
ar athygli sinni að Asíu. Lenín
hafði verið einna fyrstur evr-
ópskra byltingarmanna til að
skilja fyllilega þýðingu þjóð-
frelsisbaráttunnar gegn nýlendu-
kúguninni. Hann hafði allt frá
1905 velt fyrir sér á hvern hátt
mætti bezt hagnýta þjóðfrelsis-
hreyfinguna í Asfu í þágu hinn-
ar sósíalistísku heimsbyltingar,
en það var þó ekki fyrr en á
öðru þingi Alþjóðasambands
kommúnista (Komintems) 1920,
að samþykktar voru fullmótað-
ar kenningar hans um það efni.
Hin borgaralega þjóðfrelsis- og
lýðræðishreyfing Asíulandanna
átti að vera hliðstæða hinnar
sósíalistísku byltingarhreyfing-
ar verklýðsins í Evrópu.
Þetta sama ár gerði Komin-
tern út erindreka sinn til Kína
og hann var viðstaddur þegar
Kommúnistaflokkur Kína var
stofnaður í júlí 1921. En Kom-
intern og Kommúnistaflokkur
Sovétríkjanna töldu þegar frá
upphafi að kínverskir kommún-
istar ættu að starfa innan vá-
banda þjóðfrelsishreyfingarinn-
ar og samtaka hennar, Kúom-
intangs. Margt er enn óljóst
um starf kínverskra kommún-
ista fyrstu árin og samskipfi
þeirra við fulltrúa Komintems,
en þó virðist allt benda tilþess
að þeir hafi fyllilega sætt sig
við það hlutverk að starfa inn-
an Kuomintangs og þetta á ekki
hvað sízt við um Mao Tsetung
sjálfan.
Hann hóf eins og flestir ef
ekki allir leiðtogar kínverskra
kommúnista stjómmálaferil
sinn sem þjóðemissinni og ætt-
jarðarvinur. Mörgum árum síð-
ar, í Jenan árið 1937, sagði
hann í viðtali við Agnesi Smed-
ley: — Því fer mjög fjarri að
kommúnistar einskorði sjónar-
mið sín við hagsmuni einnar
stéttar á ákveðnum tíma; örlög
kínversku þjóðarinnar, ekki að-
eins í tíma, heldur og um alla
eilífð, eru þeim mjög hugleik-
in ... Kínverskir kommúnistar
eru aíþjóðasinnar, þeir eru
hlynntir alþjóðahreyfingu
kommúnista. En samtímis eru
þeir föðurlandsvinir sem standa
vörð um ættland sitt... Þessi
föðurlandsást og alþjóðahyggja
stangast síður en svo á, því að
aðeins fuilveldi Kína og fnelsun
munu gera því kleift að taka
þátt í alþjóðahreyfingu komm-
únista.
★
En hvemig svo sem sam-
starfi kínverskra kommúnista
við Komintern og þá um leið
við Kommúnistaflokk Sovétríkj-
anna var háttað á þessum ár-
um, sannaði reynslan að ekki
gáfust alltaf jafn vel þau ráð
sem þeir þágu. Fyrstu ellefu
árin eftir stofnun kínverska
kommúnistaflokkgins voru tengsl
hans við sovézka kommúnista
nánust. Og það var á þessu
tímabil sem flokkurinn varð
fyrir mestum áföllum. Honum
hafði vaxið ört fiskur um hrygg,
ekki sízt fyrir ötult starf Mao
Tsetungs meðal bænda oghans
og Líú Sjaosjis meðal verka-
lýðs, en hann sætti sig viðþað
hlutverk sem alþjóðahreyfingin
hafði ætlað honum: að starfa
innan vébanda Kúomintangs í
samvinnu við þann marglita
hóp sem þar réði. Hér gefst
þess enginn kostur að rekja
hina furðulegu sögu um sam-
skipti Komintems og Kúomin-
tangs á þessum árum. Það
voru sovézkir kommúnistar eða
ráðgjafar þeirra, — eins og
hinn frægi „sendimann sovét-
stjórnar", Borodin,— sem byggðu
upp Kúomintang og hlóðu und-
ir Sjang Kajsék svo að hon-
um varð fært að ráðast gegn
kommúnistum og ganga að
heita mátti milli bols og höfuðs
á þeim árið 1927. Jafnvel eftir
þá voðaatburði, hélt Komintern
tryggð við Kúommtang. 1 háift
ár eftir blóðbaðið í apríl 1927
hvatti Komintem kfnverska
kommúnista til að halda áfram
samstarfirwx vfð Kúomintang f
þeirri tðvon að með aðstoð
vinstriarms hans gætu þeir
unnið sigwr á Sjang Kajsék.
Það leiddi aðeins til uppreisn-
arinnar í Kanton í desember
1927 og annarra slíkra von-
lausra aðgerða. Að þeim lokn-
um hafði Sjang Kajsék tekizt
að útrýma kommúnistum með
öllu úr borgum Kína.
Það væri áreiðanlega rangt
að kenna Komintern og sovézk-
um kommúnistum um allt það
sem miður fór í starfi kín-
verskra kommúnista á þessum
fyrstu árum. Þeir voru margir
í forystu hinna síðarnefndu
sem voru alveg sammála þeirri
stefnu að öreigabylting væri
ekki tímabær f Kína ogflokkn-
um bæri því að starfa með
þjóðhollum öflum að borgara-
legri lýðræðisbyltingu. Sams
konar sjónarmið höfðu leið-
togar sovézkra bolsévika reynd-
ar haft alveg fram á haust 1917.
Og sovézkum kommúnistum
verður heldur ekki einum
um kennt að megináherzla var
lengst framanaf lögð á aðvekja
og skipuleggja verklýð borg-
anna sem átti samkvæmt kenn-
ingunni að hafa forystuhlut-
verkið í væntanlegri alþýðu-
byltingu. Sovézkir kommúnist-
ar voru einmitt fyrstir til að
virkja fátæka bændur í þágu
öreigabyltingarinnar og Komin-
tem benti mjög snemma á
nauðsyn starfsins á meðal
bænda. Kínverskir kommúnist-
ar munu því heldur ekki hafa
framkomu Komintems á þess-
um árum með í þeim synda-
registrum sovézkra kommún-
ista, sem þeir hafa sett saman.
Það er þó rétt og lærdóms-
ríkt að minnast þessara fyrstu
samskipta kínverskra og sov-
ézkra kommúnista og víst er
að eftir þá hörmulegu reynsiu
sem kínverskir kommúnistar
höfðu af því aS fylgja ráðum
s Komintems hafa þeir jafnan
, farið sfnar eigin götur ogekki
látið neinn segja sér fyrirverk-
um. Þeir hafa fulla ástæðu til
að ætla að þaðhafi orðiðþeim
til happs og því ósköp skiljan-
legt að þeir vilji ekki víkja af
þeirri braut.
★
Næstu tvo áratugi voru næsta
lítil samskipti með kínversk-
um og sovézkum kommúnist-
um. Kínverjar reistu flokk sinn
við upp á eigin spýtur, fóru í
öllu sínar eigin götur. Alit
það samband sem Sovétríkin
höfðu við Kína var við Kína
Sjang Kajséks. Það var eðli-
Jegt eins og málum var þá kom-
ið í Evrópu að Sovétríkin vildu
tryggja sér vinveitt rfki í austr-
inu, vinsemd við Kína hvaða
stjóm sem færi þar með völd.
Þess verður heldur ekki vart
að kínverskir kommúnistar á-
saki Sovétríkin fyrir þennan
þátt í samskiptum þeirra við
Kína, nema síður sé. Það var
líka meginstefna Mao Tsetungs
að hafa vinsamlega samvinnu
við Kúomintang og Sjang Kaj-
sék meðan stríðið gegn Japön-
um stóð. Þá veittu Sovétríkin
Sjang Kajsék aðstoð sem nam
300 miljónum dollara. Kín-
verskir kommúnistar fengu
enga aðstoð þaðan og ekki er
vitað til þess að þeir hafi um
hana beðið né að þeir hati
nokkum tíma erft við Sovét-
ríkin aðstoðina við Sjang.
Allt fram til loka heimsstyri-
aldarinnar vom sem sagt lítil
sem engin samskipti milli sov-
ézkra og kínverskra kommún-
ista; það var oft á tíðum svo
að varla varð komið boðum á
milli. En þetta breyttist upp úr
stríðslokunum. Enn einu sinni
fengu kínverskir kommúnistar
góð ráð frá Moskvu, en þeir
höfðu þau að engu. Þessu til
staðfestingar em ummæli sem
höfð eru eftir Stalín af Júgó-
slövum ibeím Vladimir Dedijer
og MJo, Ljliasþ og ekVi er
ástæða tii að vefengja. Þeir
Myndin var tekin þegar Sjú Enlæ undirritaði vináttusamning Kína og Sovétríkjanna í Moskvu í febrúar 1950
Til hægri á myndinni sjást þeir Stalín og Malenkof.
Þessi mynd var tckin á 22. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna 1961. Margir forystumenn kommúnista í
öðrum löndum lýstu stuðningi við stefnu Sovétríkjanna, eins og t.d. Maurice Thorez sem er í ræðustólnum
á myndinni. Til hægri aftantil má greina Sjú Enlæ.