Þjóðviljinn - 16.04.1967, Side 7

Þjóðviljinn - 16.04.1967, Side 7
segja að Stalín hafi komizt svo að orði við sendinefnd frá Júgóslavíu rétt áður en vinslit- in urðu milli hans og Títós 1948: „Það er rétt að við höfurn einnig gert skyssur. Til dæmis buðum við kínversku félögun- um til Moskvu eftir stríðið til að ræðaf við þá um ástandið 1 Kína. vjð sögðum þeim hrein- skilnisle|a að við teldum að engar ríiinnstu líkur væru á byltingu í Kína og að þeirættu að leita að samkomulagi við Sjang Kajsék, taka þátt í stjórn hans og leysa upp her sinn. Kínverjár samsinntu þessu sov- ézka sjónarmiði, en fóru síðan til Kína og sneru þar alveg við blaðinu. Þeir söfnuðu liði, skipulögðu her sinn og eru nú að því komnir, eins og við sjá- um, að sigra hersveitir Sjang Kajséks. Við viðurkennum því að um Kína höfðum við á röngu að standa. Það kom á daginn að það voru Kínverjar sem höfðu rétt fyrir sér, en ekki við.“ Og Krústjof sagði í „leyni- ræðu“ sinni á 20. flokksþinginu í Moskvu 1956: „I samskiptum okkar við Kína var það vantrú Stalíns á Fyrstu árin eftir Fyrstu árin eftir að alþýðu- stjórnin kínverska tók viðvöld- um mátti svo virðast sem allt hefði fallið í Ijúfa löð milli hennar og sovétstjórnarinnar. Sovétstjómin viðurkenndi al- þýðustjómina daginn eftir að hún tók formlega við völdum og aftur degi síðar var skipzt á sendihermm. Mao Tsetung fór til Moskvu tíu vikum síð- ar og dvaldist þar lengi. Dvöl hans leiddi afsérnokkra samninga milli ríkjanna, vin- áttu- og samstarfssamning 14. febrúar 1950, samning um ýmsa efnahagssamvinnu og útvegun sovézkra sérfræðinga til að- stoðar kínverskum atvinnuveg- um 27. marz og síðan almenn- an viðskiptasamning 19. apríl. Á næstu áram voru enn gerðir ýmsir samningar milli ríkj- anna, sem einkum miðuðu að því að fella úr gildi ýms sér- réttindi sem Sovétríkin höfðu fengið á kínversku landi með samkomulagi við stjórn Sjang Kajséks (notkun Mansjúríujárn- brautarinnar, hafnarinnar i Port Arthur o.s.frv.). Þótt Kín- verjum tækist að knýja sovét- stjórnina til að afsala sér þess- um fríðindum, er það athyglis- vert að ekki var hlaupið oð því. Þannig fóru sovézku her- sveitimar ekki frá Port Arth- ur,. fyrr en i maílok 1955. Samt verður ekki annað sagt en að á þessum tíma hafi sambúð okkar kínversku félaga sem leiddi til ónauðsynlegra tafa á því að þeir kæmu á alþýðu- lýðræði og vikju frá óhappa- stjórn Sjang Kajséks." Það þykir enn í frásogur færandi að þegar stjórn Sjang Kajséks hrökklaðist til Kant- ons undan framsókn hersveita kommúnista, þá fylgdi sendi- herra Sovétríkjanna henni einn allra erlendra sendimanná. Það má þannig vera aúgljóst af þessu stutta yfirliti að margt bjátaði á í samskiptum sov- ézkra og kínverskra kommún- ista jafnvel áður en þeir síðar- nefndu unnu fullan sigur og alþýðustjórnin tók við völdum á meginlandi Kína haustið 1949. Vafalaust á þessi gamla reynsla nokkurn þátt í þeim tortryggni Kínverja í garðSov- étríkjanna sem síðar átti eftir að koma í ljós, en rétt er þó að hafa í huga að þeir hafa aldrei látið þessa gömlu á- rekstra spilla sambúð sinni við þau. Þeir hafa þvert á móti farið viðurkenningarorðum um stefnu og störf sovétstjórnar- innar á þessum tíma; þeir hafa haldið uppi vörnum fyrir Stal- ín, enda þótt þeir yrðu oft fyrir þarðinu á gerræði hans. sigurinn í Kína ríkjanna verið að mestu leyti eðlileg og vinsamleg. Ekki er auðvelt aðársetjaná- kvæmlega hvenær ' hinn nýi þáttur í samskiptum þeirra hefst, sá sem enn stendur yfir, en ástæða er til að miða við árin 1956—1957, sem mörkuðu reyndar tímamót í sögu allrar hinnar kommúnistísku hreyfing- ar. Það var ekki aðeins að upp- Ijóstranir Krústjofs í „leyni- ræðunni" á 20. flokksþinginu 1956 um mistök og illvirki Stal- íns græfu í Kína sem annars staðar undan mórölsku áhrifa- valdi sovézka flokksins: Kínverjum mun ekki hafa líkað það betur en ráða- mönnum kommúnista annars staðar að þær uppljóstranir voru bornar fram að þeim forn- spurðum. Atburðimir í Pól- landi og Ungverjalandi sem Kínverjar létu sig miklu varða (Sjú Enlæ fór í sérstaka ferð til Evrópu þeirra vegna) voru heldur ekki til þess fallnir að auka áhrifavald Sovétríkjanna. Þegar á þessum tíma höfðu Kínverjar fengið mjög misjafna reynslu af viðskiptum við Sov- étríkin, en afdrifaríkara fyrir sambúð flokkanna og ríkjanna mun þó hafa verið sú ákvörð- un kínversku forustunnar að reyna nýjar leiðir í uppbygg- ingu sósíalismans, hafna hinni sovézku fyrirmynd. Kínverjar hafna sovézkri fyrirmynd Þeirri spumingu hefur verið varpað fram hvor spútnikinn, sá‘ sovézki eða sá kínverski, mtmi reynast hafa haft meiri áhrif á gang heimsmálanna. Kínverski spútnikinn var fyrsta kommúnan sem mynduð var í Kfna óg gefið var nafn eftir hinu sovézka gervitungli. Klaus Mehnert segir í bók sinni Pek- iríg óg Moskva að eitt sé víst áð éinhver örlagaríkasti at- tíúrðurinn fyrir sambúð Kína ög - Sovétríkjanna hafi verið sYiþulágning alþýðukommún- anna, sem hófst vorið 1958, og sú stefna í-efnahagsmálum sem kölluð hefur verið „Stórastökk- ið fram á við“, eftir þeim orð- um sem Lfú Sjaosji notaði um hana í ræðú sinni é framhalds- fundi 8. flokksþingsins í maí 1958. Hér "'gefst ekki kostur á að f jölyrðá um rökin sem lágu til þessarár ákvörðunar, ns heldur hvernig framkvæmdinui var háttað.iÁ nokkur atriði má þó drepa. Enginn vafi er á þvi að meginorsakarinnar til þessað kínverska .forustan ákvað að reyna þessar nýju leiðir er að leita í alveg sérstökum skil- yrðum sem riktu og ríkja í Kína. Tilgangurinn var að virkja allt tiltækt vinnuafl í landinu í því skyni að skapa á tiltölulega stuttum tíma grundvöll að nútíma efnahags- lífi. Ástæðan,|til þess að Kínverj- ar töldu að þeim hentaði ekki hin sovézka fyrirmynd var sú, sem mönnum gleymist oft, að kínverskir kommúnistar stóðu eftir sigur alþýðubyltingarinn- ar frammi fyrir margfalt meiri vandamálum en sovézkir komm- únistar á sfnúm tíma. Mönnum gleymist að þott Rússland keis- arans væri tiltölulega skammtá veg komið í iðnþróuninni mið- að við hin háþróuðu auðvalds- lönd, þá gnæfði það að þessu leyti himinhátt yfir Kína. Jafn- vel þegar um síðustu aldamót var Rússland fimmta í röðinni af ríkjum heims í iðnfram- leiðslu og margvíslegur stór- iðnaður var risinn í landinu fyrir byltinguna. En Kínverj- ar áttu allt eftir. Það er lærdómsríkt að bera saman nokkrar tölur um efna- hag Sovétríkjanna og Kína í upphafi fyrstu fimm ára áætl- ananna, 1928 í Sovétríkjunum og 1952 í Kína. Af þeim tölum má ráða að þjóðarframleiðsla Sovétríkjanna var tæplega fimm sinnum meiri á íbúa en Kína, komuppskeran að hrís- grjónum meðtöldum tæplega helmingi meiri, stálframleiðsi- an um fólf sinnum meiri, raf- magnsframleiðslan tuttugu sinn- um meiri, kolaframleiðslar. hálfu þriðja sinni meiri bg þannig mætti lengi telja. TSg nefni þessar tölur ekki til þess að gera lftið úr því stórkost- lega og sögulega afreki sém sovézk alþýða undir forastu Sunnudagur 16. apríl 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA f Handaband sem slitnaði. kommúnistaflokks síns vann við hin erfiðustu skilyrði þegar hún á skömmum tíma gerði Sovétríkin að einu háþróaðasta iðnaðarveldi heims. En þær gefa hugmynd um þá óskap- legu erfiðleika sem kínverskir kommúnistar áttu við að etja, erfiðleika sem ekki, urðu minni af því að á örfáum árum (frá 1949 til 1960) eftir sigur alþýðu- byltingarinnar fjölgaði þjóðinni um 140 miljónir vegna bættra heilbrigðishátta og skipulags sem tryggði öllum landsmönn- um nægileg matvæli til lifsvið- urværis. Sovétríkin höfðu orðið að treysta á mátt sinn og megin við uppbyggingu sósíalismans í landi sínu, en ekki átti þetta síður við um Kínverja. Þeir nutu að visu nokkurrar aðstoð- ar frá Sovétríkjunum og öðr- um sósíalistískum löndum, en bæði var hún af skomum skammti — aðeins dropi í haf- ið miðað við þörfina — og nægði auk þess varla til að vega upp á móti því gífurlega tjóni sem nær algert viðskipta- bann Bandaríkjanna og ann- arra vesturvelda olli þeim. Það er því rétt sem sagt hefur ver- ið að það var alls ekki um það að ræða að Kínverjar vildu af einberum sjálfbirgingshætti treysta á sjálfa sig, fara sínar eigin leiðir; þeir áttu beinlín- is ekki völ á öðra. Á 20. flokksþinginu i Moskvu hafði það sjónarmið verið stað- fest. að hver þjóð ætti að fara sína eigin leið til sósíalism- ans og þetta hafði aftur verið ítrekað í ályktunum og rit- stjórnargreinum, ræðu og riti. Það hefði því mátt ætla, að hver sem skoðun leiðtoga sov- ézkra kommúnista var á þeim nýju leiðum sem ákveðið hafði verið að reyna í Kina, hefðu þeir talið sjálfsagt að Kínverj- ar réðu því einir hvaða stefnu þeir tækju. En því var ekki að heilsa. Að vísu birtist lengi vel á sovézkum vettvangi eng- in opinber gagnrýni á alþýðu- kommúnurnar eða stóra stökk- ið. En athygli vakti það, að þessara nýmæla sem þóttu tíð- indum sæta um víða veröld var í fyrstu hvergi getið í Sovét- ríkjunum. Það var ein fyrsta vísbend- ingin um að ekki væri alit með felldu í sambúð þeirra og Kína. Það var eðlilegt að slik viðbrögð vektu óánægju Kín- verja, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og sú óánægja hlaut að magnast þegar loks bárust spumir af því hverskoð- un sovézkra leiðtoga væri á hinni kínversku leið til sósíal- ismans, og ekki sízt vegnaþess með hvaða hætti það varð. Það var í viðtali við Hubert Humphrey, þá öldungadeildar- mann og nú varaforseta Banda- ríkjanna, 1. desember 1958, sem Krústjof lét í ljós þá skoðun að alþýðukommúnurnar væru skref aftur á bak, úrelt fyrir- bæri sem ekkert gott gæti af leitt. Þessi ummæli voru siðan birt í bandarískum blöðum. Á næstu mánuðum linnti ekki í Sovétríkjunum gagnrýni á hina kínversku leið, þótt hún væri jafnan borin fram undir rós. í þessu sambandi skiptir það ekki máli að Kínverjar játuðu sjálfir síðar að þeir hefðu far- ið of geyst í sakirnar. Hin mikla umturnun sem kommún- urnar höfðu valdið í sveitun- um hafði orðið til þess að framleiðslan minnkaði og ýms- ir erfiðleikar komu upp. En þetta tímabundna undanhald Kínverja (tvö skref áfram, eitt aftur á bak) stafaði áreiðan- lega ekki af þeirri gagnrýni sem borizt hafði frá Moskvu, heldur af raunhæfu mati á að- stæðum heimafyrir. Alþýðu- kommúnumar hafa verið end- urskipulagðar, en meginhugsun- in að baki þeim ræður enn ferðinni í Kína; það eru enn sömu viðhorf sem liggja að baki menningarbyltingunni, sem nú stendur yfir og enn verður ekki séð fyrir endann á. Þrátt fyrir þann ágreining sem kom upp á milli leiðtoga Kína og Sovétríkjanna á áranum 1957 og 58 og hér hefur lítillega verið minnzt á, höfðu þó ekki enn orðið alger vinslit á milli þeiira. Sjú Enlæ var gestur á 21. flokksþinginu 1 Moskvu snemma árs 1959 og skömmu sx'ðar var gerður nýr viðskiptasamningur milli ríkj- anna þar sem Sovétríkin féll- ust á að láta Kfnverja fá vél- ar og annan útbúnað fyrirfimm miljarða rúblna á tímabilinu 1959—1967. Þessi samningur fól þó ekki í sér beina efnahags- aðstoð við Kína; það var ril þess ætlazt að Kínverjar greiddu jafnharðan fyrir varninginn. Næstu ár voru þau erfiðustu sem yfir kínver&ka alþýðulýð- veldið höfðu gengið, bæði vegna þeirrar röskunar sem stafaði af alþýðukommúnunum og stóra stökkinu og óvenju slæms ár- ferðis, þurrka og flóða. Vorið 1961 fóru því fram nýjar við- ræður í Moskvu. Þeir samn- ingar reyndust erfiðir, stóðu í nærri því tvo mánuði, og að þeim loknum tilkynnti sovét- stjórnin öllum heimi að Kín- verjar hefðu ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Sovétríkjunum, hefðu safnað þar viðskiptaskuldum sem námu rúmum miljarði rúblna. Sov- étríkin hefðu fallizt á að veita Kínverjum nokkum greiðslu- frest. Það hefur aldrei verið sund- urliðað hvernig skuld Kínverja við Sovétrikin var til komin, en augljóst þykir af opinber- um skýrslum að hún stafi ekki einungis af þvx' að Kína ha£i ekki staðið í skilum með vöraafhendingar sínar. Margar aðrar ástæður voru t,il þess að Kínverjar stofnuðu til skulda við Sovétríkin. 1955 höfðu þeir þannig orðið að kaupa út Sov- étríkin úr hinum sameiginlegu sovézk-kínversku hlutafélögum í Mansjúríu og einnig að greiða fyrir þau mannvirki sem Sov- étríkin skildu eftir í Poirt Art- hur og Dairen. Kínverjar urðu að greiða hinum sovézku tækni- fræðingum sem störfuðu í Kína há laun og hluta þeiira í sov- ézkum gjaldeyri. Þeir urðu að greiða fullu verði flutnings- kostnað varnings frá Austur- Evrópuríkjunum með sovézkum jámbrautum. En mestan skulda- Ég get ekki lokið þessu spjalli án þess að minnast á sam- skipti Kina og Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi, afstöðu þeirra til annaira rfkja og viðhorf til hinna svokölluðu heimsmála. Það er þó að hætta sér út á hálan ís að ætla að ræða þau mál; þar er enn margt éhuldu. Ástæða er þó til að taka það fram sérstaklega að Kínverjar hafa talið ágreining í einu slíku máli eina helztu orsökina að vinslitunum. „Alþýðudagblaðið" í Peking sagði í febrúar 1963 bagga munu þeir þó hafa bund- ið sér með hergagnakaupum frá Sovétríkjunum vegna Kór- eustríðsins. Margt er enn á huldu um viðskiptamál rikjanna, en allt sem um þau er vitað bendir til þess að Kínverjar hafi síður ea svo notið neinna fríðinda í Sovétríkjunum. Á þrettán árum fengu þeir lán í Sovétríkjunum að upphæð 1.700 miljónir rúblna. Til samanburðar má nefna að á aðeins sex árum, frá 1954 til 1960, veittu Sovétríkin öðr- um fátækum bjóðum, Indverj- um, Egyptum, Indónesum svo að helztu lánþegarnir séu nefndir, lán sem námu rúmum 10 miljörðum rúblna. Kínverj- ar hafa orðið að standa á eigin fótum. Því má auðvitað ekki gleyma að lengi vel eftirstríð- ið og einnig á fyrstu árum eftir valdatöku kínverskra kommúnista voru Sovétrikin sem enn höfðu ekki náð sér eftir blóðtöku stríðsins ekki af- lögufær. Og þegar um hægðist hjá þeim var sambúð Kína og Sovétríkjanna orðin slfk að vafasamt er hvort Kínverjar hefðu þegið sovézka aðstoð, þótt hún hefði boðizt. Því má héldur ekki gleyma að Sovétríkin veittu Kínverj- um þrátt fyrir allt mjög mikr ilsverða aðstoð á fyrstu árum alþýðustjórnarinnar. Sú aðstoð var ekki hvað sízt fólgin í því að rúmlega tíu þúsund sovézk- ir sérfræðingar á ýmsum tækni- sviðum störfuðu í Kína í nokk- ur ár og Sovétríkin létu Kín- verjum einnig í té margs konar aðstoð við að leggja grundvöll að nútíma iðnaði, létu þá fá teikningar og hannanir að iðju- verum. Því meira áfall varð það Kínverjum og þá um leið sambúð þeirra við Sovétríkin þegar sovétstjómin kallaði heim fyrirvaralaust sumarið 1960 alla hina sovézku tækni- fræðinga frá Kína. Þá reifscxv- étstjórnin eins og Kínverjar komust sfðar að orði, bókstaf- lega í tætlur tugi gerðra samn - inga. að ógreiningur bræðraflokkanna (orðalag þess) hefði fyrst crðið opinskár í september 1959, þeg- ar hin opinbera sovézka Tass- fréttastofa hefði gefið út til- kynningu um landamæradeilu Kínverja og Indverja þar sem hinn kínverski málstaður hefði verið algerlega virtur að vett- ugi, og Kínverjum í rauninni gefið að sök að bera alla á- byrgðina á deilunni. Þettahefði verið í fyrsta sinn sem sósialistískt ríki hefði snú- Fx-amhald á 13. síðu. NOKKUR ATRIÐI TIL GLÖGGVUNAR - ERINDI FLUTT Á AÐALFUNDI KÍM Samskiptin á alþjóðavettvangi t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.