Þjóðviljinn - 16.04.1967, Page 14
14 SÍÐA — MÖÐ'VIIaJXNN — Surenudagur 16. e^erS. 1067.
JOHN FOWLES:
SAFNARINN
38
legt dádýr. Með kubbslegum, ör-
uggum fingrum. — Ekki það
að ég skuli vilja mála eins og
mér sýnist, lifa eins og mér
sýnist, tala eins og mér sýnist
— það stendur þeim á sama
um. Það vekur meira að segja
hrifningu þeirra. En það sem
þaer þola ekki, er að ég skuli
ekki þola þær, þegar þær haga
sér ekki eins og þeim er eigin-
legt.
Það var alveg eins og ég væri
karlmaður líka.
Fófk eins og þessi frænku-
herfia þín heldur að ég sé
kaldrani, hjónadjöfull. Kvenna-
flagari. Ég hef aldrei á ævinni
tælt kvenmann. Mér finnst
notalegt í rúminu, mér þykir
vænt um líkama kvenna, mér
þykir gaman að þvi hvað héra-
legustu konur geta orðið fallegar
þegar þær eru famar úr föt-
unum og halda að þær séu að
misstíga sig svo að um munar.
Það halda þær alltaf í fyrsta
skipti. Veiztu hvtað er næstum úr
sögunni meðal kynsystra þinna?
Hann leit á mig útundan sér
og ég hristi höfuðið-
— Sakleysi. I eina skiptið sem
maður sér það, er þegar kona
fer úr fötunum og getur ekki
hprft í augun á manni (ég gat
það reyndar ekki heldur á
þessu stigi). Einmitt þetta fyrsta
Botticelli-andartak í fyrsta skipti
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistoía
Steinu og Dódó
Laugav. 18, XII. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
sem hún háttar sig. Það hverfur
fljótlega. Eva gamla nær yfir-
höndinni. Skækjan. Anadyomene
út til vinstri.
Hver er það? spurði ég.
Hann útskýrði það. Ég sat og
hugsaði með mér, að ég ætti
ekki að láta hann tala á þenn-
an hátt, hann herti að mér net.
Ég hugsaði það ekki, ég fann
það.
Hann sagði: ég hef hitt ótal
konur og ungar stúlkur eins og
þig. Sumar hef ég þekkt vel,
sumar hef ég tælt gegn betri
vitund þeirra og betri vitund
minni, tveim þeirra hef ég meira
að segja kvænzt. Sumar hef ég
alls ekki þekkt að heitið geti,
aðeins staðið við hliðina á þeim
é málverkasýningu, í neðanjarð-
arbrautinni eða hvar sem vera i
skal.
Eftir nokkra stund ssgði hann: I
Þú hefur lesið Jung?
Nei, sagði ég-
Hann hefur gefið þinni útgáfu
af kvenkyninu nafn. Ekki svo að
skilja að það bæti neitt úr skák.
Sjúkdómurinn er jafnslæmur fyr-
ir það.
Segðu mér nafnið, sagði ég.
Hann sagði: Maður segir ekki
sjúkdómum hvað þeir heita.
Það varð undarleg þögn, eins
og við værum komin að úrslita-
stundu, eins og hann hefði átt
von á að ég brygðist öðru vísi
við. Væri ef til vill reiðari og
hneykslaðri. Ég var reið og
hneyksluð eftir á (á undarlegan
hátt). En ég er fegin því að ég
skyldi ekki hlaupa af hólmi.
Þetta var eitt af þeim kvöldum
þegar ég varð fullorðin. Allt í
einu vissi ég, að ég varð annað-
hvort að haga mér eins og ung-
lingsstelpa nýsloppin úr skóla,
eða eins og fullþroska kona.
Þú ert skringileg hnáta, sagði
hann loks.
Gamaldags, sagði ég.
Þú værir fjandans ári leiðin-
leg ef þú værir ekki svona lag-
leg.
Þakk fyrir.
Mér datt reyndar ekki í hug
að þú myndir sofa hjá mér, sagði
hann.
Ég veit það, sagði ég.
Hann horfði á mig drykklanga
stund. Svo venti hann sínu kvæði
í kross, harm tók fram skákborð-
ið og við tefldum og hann lét
mig vinna. Hann vildi ekki við-
urkenna það, en ég er viss um
að hann gerði það. Við sögðum
, .næsíum eklsert, það var eins og
við næðum sambandi hvort við
annað gegmtm taflmeiinina, það
var mjög symbólskt að ég skyldi
vinna. Hann vildi að ég fyndi
það. Ég veit ckki hvað það var.
Ég veit ekki hvort hann vildi að
ég sæi, að „dyggð“ mín hefði
sigrað „löst hans“ eða eitthvað
enn háfleygara, að stundum er
sigurinn fólginn i tapi og öfugt
Næst þegar ég kom gaf hamn
mér teikningu sem hann hafði
gert. Það var kaffiketillinn og
tveir bollar á bekknum. Fallega
teiknað, látlaust og gersneytt öllu
prjáli og tildri, alveg laust við
„skóla“ svipinn sem er á mörgu
sem ég teikna.
Aðeins bollamir tveir og litli
koparketillinn og höndin á hon-
um. Eða einhver hönd. Hún hvíl-
ir hjá öðrum bollanum eins og
gipsafsteypa. Aftan á hafði hann
skrifað Aprés og dagsetninguna
og síðan: pour „une“ princesse
leintaine. Une var undirstrikað.
Ég vildi gjaman skrifa áfram
um Toinette- En ég er álltof
breytt. Mig langar úl að reykja
meðan ég er að skrifa, og þá
verður loftið svo þungt.
29. október.
(Morgun). Hann er farinn til
— Lewes?
Toinette.
Það var mánuði eftir kvöldið
með plötuna. Ég hefði átt að
geta mér þess til, hún hafði mad-
að eins og köttur í kringum mig
dögum saman og sent mér und-
irfurðuleg augnaráð. Ég hélt það
stæði eitthvað í sambandi við
Piers. Og eitt hvöldið hringdi ég
dyrabjöllunni og uppgötvaði að
dymar voru ólæstar, svo aö ég
opnaði og leit upp stigann um
leið og Toinette leit niður. Og
þama stóðum við og horfðum
hvor á aðra. Eftir andartak kom
hún fram á pallinn og var að
klæða sig. Hún sagði ekkert, gaf
mér bara merki um að koma
upp og inn í vinnustofuna og það
versta var, að það var ég sem
roðnaði, en ekki hún. Henni var
bara skemmt.......... . ....
Vertu ekki svona hneyksluð á
svipinn, sagði hún. Hánn kemur
eftir . andarlak. Hann fór bara út
til að ____ en ég heyrði ekki
meira, því að ég fór.
Ég hef aldrei gert mér al-
mennilega grein fyrir, hvers
vegna ég varð svona reið og
svona hneyksluð og svona særð.
Donald, Piers, David, allir vita
að hún lifir á sama hátt í Lon-
don og hún gerði í Stokkhólmi
— hún hefur sagt mér það sjálf,
þeir hafa sagt mér það. Og G.
P. hafði sagt mér hvemig hann
var.
Það var ekki aðeins afbrýði-
semi. Það var það, að maður
eins og G. P. skyldi geta staðið
í sambandi við kvenmann eins
og hana — svona raunsannur
maður og hún svo grunn, svo
föl, svo trosnuð í jaðrana. En
því í ósköpunum hefði hann átt
að taka tillit til mín? Til þess
hefði ekki verið minnsta ástæða.
Hann er tuttugu og einu ári
.eJdri- en ég. Niu ámm yngri en
P.
1 marga daga á eftir hafði ég
ekki ógeð á G. P. heldur sjálfri
mér. Á þröngsýni mmni. Ég
neyddi sjálfa mig til að hitta
Toinette og hlusta á hana. Hún
setti sig ekki á háan hest. Ég
geri ráð fyrir að það hafi verið
G. P. að þakka. Hann hafði ráð-
ið henni frá því.
Hún hafði komið til baka
næsta dag. Hún sagði að það
hefði verið til að biðjast afsök-
unar. Og (hennar orð) „þetta
varð bara svona“.
Ég varð svo afbrýðisöm. Mér
fannst ég vera eldri en þau. Þau
voru eins og óþekkir krakkar.
Sæl — yfir — leyndarmáli. Sáu
að ég var köld. Ég treysti mér
ekki til að hitt G. P. Loks, það
hlýtur að hafa verið viku seinna,
hringdi hann til mín eitt kvöld-
ið sem ég var: heima hjá Caró-
línu. Hann viríist ekki vera með
slæma samvizku- Ég sagðist ekki
mega vera að. þvf að hitta hann.
Ég vildi ekki iíta inn til hans
þetta kvöld, nei, ónei. Ef hann
hefði farið að dekstra mig, hefði
ég haldið áfram að segja nei.
En hann virtist vera í þann veg-
inn að leggja á, og ég sagðist
myndu koma daginn eftir. Ég
vildi endiléga að hann fengi að
vita að ég væri særð. Það er
ekki hægt að vera særður í síma.
Carólína sagði: Mér finnst þú
hitta hann fulloft.
Ég sagði: Hann heldur við
I sænsku stúlkuna.
Við töluðum meira að segja
töluvert um þetta. Ég var afar [
óhlutdræg. Ég bar blak af hon- !
um. En þegar ég var komin í
rúmið, lá ég og ásakaði hann
með sjálfri mér. Tímunum sam-
an.
Það fyrsta sem hann sagði
daginn eftir (engin uppgerð þar)
— hefur hún verið með derring
við þig? I
Ég sagði: Nei. Alls ekki- Og
svo sagði ég eins og mér væri
sama um þetta allt: Hvaða á-
stæðu hefði hún til þess?
Hann brosti. Það var eins og
hann vildi segjac Ég veit hvernig
þér líður. Mig langaði til að gefa
honum utanundir. Ég gat ekki
litið út eins og mér stæði á
sama og það bætti ekki úr skák.
Hann sagði: Karlmenn eru
ruödar.
Ég sagði: Og það ruddailegasta
við þá, er að þeir skuli geta sagt
það með bros á vör.
Það er satt, sagði hann. Og
það varð þögn. Ég óskaði þess
að ég hefði ekki komið, ég ósk-
nði þess að ég hefði skorið hamn
burt úr lífi mínu. Ég horföi á
svefnherbergisdyrnar. Þær voru
í há'lfa gátt, ég sá í rúmstokk-
irin.
Ég sagði: Ég er ekki ennþá fær
um aö hólfa lífið sundur. Það
er allt og sumt.
Heyrðu mig, Miranda, sagði
hann, þessi löngu ár sem eru á
milli okkar. Ég veit meira um
lífið en þú, ég hef lifað lengur
og tælt fleiri og séð fleiri tældai.
Á þínum aldri er maður stút-
fullur af hugsjónum- Þú ert
þeirrar skoðunar að vegna þess
ÞÓRÐUR
sjóari
4881 — Hann hleypur niður að sjónum. Við garðyrkjuna hefur
hann haft næg tækifæri til að komast að raun um. hversu ó-
endanlegum erfiðleikum á þarf að sigrast við flóttann. Brattur
klettaveggurinn er eina undankomuleiðin, og þegar hann lítur
þar niður... — Hann heyrir hróp og köll. Verðimir haía fundið
„dúkkuna"... Eltingaleikurinn mun hef jast strax ... — Nei, nú
þýðir ekki að hika lengur Auk þess hefur hann í tvö löng ár
beðið eftir þessu augnabliki, beðið með ólýsanllegri óþreyju, það
væri brjálæði að láta nú bugast vegna klettanna, þó svo að þeir
séu hættulegir.
KARPEX hreinsar gólfteppin á augabragði
SKOTTA
^<©iiKÞ^Features^SyndmaÍe^JInc^J^65ÍBWoTl^rigKti^e*ervediii
— Þú sérð þaö: pað ex kominn tími tii að við giftum okkur.
Nú erum við búin að þekkjast í sextán daga.
UTRYGGINGAR
HEIMIR TRYGGIR VÖRUR
UM ALLAN HEIM
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR"
LINPARGÖTU 9 ■ REYKJAVfK -SÍMÍ 22122
21260
Útvegum eftir beiðni
flestar stærðir hjólbarða
á jarðvinnslutæki
Önnumst ísuður og
viðgerðir á flestum stærðum
nj
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 - Sími 30688
og 31055
TRABANT EIGENDUR
Viðgrerðaverkstæði.
Smurstöð.
Yfirförum bílinn
fyrir vorið.
FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstaeði.
Dugguvogi 7. — Sími 30154.