Þjóðviljinn - 27.04.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.04.1967, Blaðsíða 4
i| SllJA — RÍÖBVIUINN' —- IJfewntacteigur 27. apnffl. 1567. Otgefandi: Sameiningarflalckur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson Cáb). Magnús Kjartansson, Sigurdur Guömundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Priðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólarvörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Afí alþýðunnar j áróðri íhaldsins og Alþýðuflokksins hefur síðustu árin verið reynt að halda því fram, að ríkis- stjórn þessara flokka hafi á átta ára valdaferli ver- ið til fyrirmyndar um heiðarlega framkomu við verkalýðshreyfinguna. Réttast væri að í hvert sinn sem sá áróður klingir við sé rifjað upp, að ríkisstjórnir íhaldsins og Alþýðuflokksins hafa gengið feti lengra en aðrar ríkisstjómir á íslandi til árása á verkalýðshreyfinguna, og létu sér ekki segjast fyrr en alþýðusamtökin sýndu stjórninni svo í tvo heknana, að ljóst var að verkalýðsfélög- in myndu hafa að engu þvingunarlögin gegn verka- lýðshreyfingunni 1963, sem ætlað var að lama starfsemi hennar. Þessir flokkar, íhaldið og Al- þýðuflokkurinn, unnu það óhæfuverk í byrjun samstarfs síns að banna með lögum að greidd væri vísitöluuppbót á kaup og héldu því ranglæti við þar til stjómin var knúin til að láta undan í samn- ingunum 1964. Gengislækkanimar 1960 og 1961 og aðferðin við þær tala líka skýru máli um fram- komu ríkisstjórnar þessara flokka gagnvart verka- mönnum og öðrum launþegum. Við hina ósvífnu og tilefnislausu gengislækkun íhaldsins og Alþýðu- 'flokksins 1961 var ekki farið dult með að það var hefndarráðstöfun gegn verkalýðshreyfingunni, beinlínis gerð til þess að ræna alþýðu ávinningn- um af nýgerðum kjarasamningum. Og allt fram til nóvemberdaganna 1963 þegar verkalýðshreyf- ingin sýndi ríkisstjóminni í tvo heimana hugðist stjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins berja niður verkalýðshreyfinguna eða skáka henni til hliðar nema hún yrði þægt verkfæri stjómarinnar. Um það vitna þvingunarlögin frá haustinu 1963, sem ráðherrar beggja stjórnarflokkanna lögðu ofurkapp á að lemja gegnum þingið, þó þeir gugnuðu á þeim verknaði þegar eftir var ein umræða af sex í þing- inu, hinn eftirminnilega 9. nóvember 1963. gftir þann ósigur var stjómarflokkunum ljóst að þeim var um megn að lama svo verkalýðshreyf- inguna að hún yrði ófær til starfa. En enginn skyldi halda að í samningunum 1964 og 1965 hafi atvinnurekendur og ríkisstjómin boðið það fram sem vannst..í þeim samningum. Einungis vegna styrks verkalýðshreyfingarinnar tókst að knýja fram ávinninga þeirra samninga. Og það er sannar- lega broslegt að sjá ráðherrana vera að burðast við að þakka ríkisstjórninni það sem verkalýðshreyf- ingin hefur knúið fram með afli sínu til umbóta á húsnæðislánum og byggingamálum, svo mein- staðir sem stjómarflokkamir hafa reynzt til að fylgja slíkum málum hafi þingmenn flutt þau inn á Alþingi. Ríkisstjórnin á þó „heiðurinn“ af einu atriði þeirra mála, vísitölubindingu húsnæðislán- anna, á sama tíma og braskaralánin eru laus við slík ákvæði. Styrk verkalýðshreyfingarinnar og honum einum em ávinningar kjarasamninganna að þakka, ríkisstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins var þar alltaf andstæðingur, líka síðustu árin. — s. Stofnað hefur veríð félag meinatækna Meinatæknafélag Islands heit- ir nýtt félag sem stofnað var 13. febrúar sl. í Rvík af kon- um sem starfa á rannsóknar- stofum sjúkrahúsa í Reykjavík, en orðið meinatæknir samsvar- ar erlendu orðunum medical technician og hospital lab- orant. Rétt til aöildar að félaginu hafa ailiir þeir, sem unnið hafa tvö ár eöa lengur við rannsókn- ^ arstörf á þeim rannsóknarstof- um, sem mednatæfcnar fá rétt- indi til vinnu á og svo þeir, sem lofciö hafa tilsldidu námi meinatæfcna. Geta þeir sem vilja gerast félagar sent skrif- lega umsókn ásamt upplýsing- um til einihvers í stjóminni. TiBigangur félagsins er að efla samvinnu og samstarf félags- manna og bæta hag þeirra eft- ir þvi sem við veröur komið, en tilgangi sínum hyggst fé- lagið ná með því, m.a: 1. Að vinna að því, aö sér- hver, sem til þess hefur rétt, samkvaemt lögum félagsins verði félagsmaður. 2. Að vemda réttindi félags- manna og vinna að kjarabót- um. 3. Að auka kynni þedrra á meðai, t.d. rneð frseðslu, kynn- ingar- og skemmtistarfsemi. I stjóm voru kosmar: Form.: Elísabet Þorsteinsdóttir, Rann- sófcnarstofu Hásfcóilans. Varu- formaður: Guðbj-örg Sveinsdótt- ir, Landspítaianum. Meðstjóm- endur: Ester Kaídalóns, gjald- kieri, Guðiaug Konráðsdóttir, ritari, Borgarspítaianum, og Xna Hansen, Fæðingardeildinni. 1 varastjórn em Auður Theódórs- dóttir, Landspftalanum og Kar- oiína Kristinsdóttir, Keldum. Aðalfundur BF. Frama Aðalfundur Bifreiðas-tjórafé- lagsins Frama var haidinn á rhánudaginn L7. apríl s.l. Á fun?iinum var 1-ýst kosningu stjómar og annarra trúnaðar- manna fyrir félagið fyrir yfir- standandi ár, en fcosning for fram 15. og 16. marz s.l. Stjóm féllagsins er nú sfcipuð eftirtöldum mömnum: Formaður: Bergsteinn Guð- jónsson, varaformaður: Lárus Sigfússon, ritari: Kristján Þor- geinsson, gjaldfceri: Þorvaldur Þorvaldsson og meðstj ómandi: Guðmundur Ámundason. Vara- stjómendur eru Andrés Sverris- som og Karl Þórðarson. ABYRGDARTRYGGINGAR Námskeið fyrir starfstúlkur veitingahúsa ú vegum S. V.G. Stúlkur sem starfa við veit- inga- og gistihúsarékstur eða liafa hug á slíkum störfum, geta nú sótt námskeið í fram- reiðslu og fleiru sem að þess- um störfum lýtur, er haldið verður á Akureyri dagana 8. til 20. maí á vegum Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda. Aðalkennari námskeiðsins verður Sigurður B. Gröndal, Atvinnuleysi er lítið í Noregi STOKKHÓLMX 25/4 — Norski ráðherrann Helge Seip sagði í dag í grein sem birtist í sænska blaðinu „Dagens Nyheter“ að minna hefði borið á atvinnuleysi í Noregi undanfarið en nokkru sinni síðan núgildandi reglur um skráningu atvinnuleysingja voru teknar í notkun fyrir rúmum áratug. 1 desember s.l. voru 18. 900 menn skráðir atvinnulausir í Noregi eða 27% færri en í desember 1965. yfirkennari í Matsveina- og veitingaþjónaskólanum. Kennsla fer fram í bóklegri og verk- legri framreiðslu, reikningi, ensku o.fl. Aðrir, sem kenna og aðstoða við námskeiðið verða Ragnar Ragnarsson, hót- elstjóri á Hótel KEA, og Tryggvi Þorfinnsson, skóla- stjóri Matsveina- og veitinga- þjónaskólans. Kennsla mun fara fram að Hótel KEA, Akur- eyri. Námskeið þetta er hið fyrsta sinnar tegundar, sem S.V.G. gengst fyrir, og hafa stúlkur, sem vinna hjá meðlimum SVG, forgang um þátttöku í því. Námskeið þetta er liður í frek- ari fræðslu- og kynningarstarf- semi fyrir hótelstjóra og eigend- ur gistihúsa einkum utan af landsbyggðinni, en þessi fræðslu- og kynningarvika þótti takast mjög vel. ★ Allar frekari upplýsingar um námskeiðið á Akureyri veitir Tryggvi Þorfinnsson, skóla- stjóri Matsveina- og veitinga- þjónaskólans. Toyotu Coronu Stution Toyota Crown Station Traustur og ódýr. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7. — Sími 34470. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÓTU 9 • REYKJAVÍK ■ SIMI 22122 — 21260 Kjörskrá fyrir Hafnarfjarðarkaupstað til alþingiskosninga 11. júní 1967 liggur frammi í bæjarskrifstofunni ífrá og með 28. þ.m. Kærufrestur er til 20. maí n-k. Hafnarfirði 26. apríl 1967. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG ÍNNI Bifreiðaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bilana yfckar sjálfir. Við sköpum aðstöðuna Þvoum og bónum ef óskað er. Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. Kuidujukkur, úlpur og terylene buxur í úrvali Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.