Þjóðviljinn - 27.04.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.04.1967, Blaðsíða 10
/ 10 SfDA — ÞJÓÐVIUINN — Fimmtudagur 27. apnfl. 1367. 43 (hann kallar plötuspilarann „grammófón"). Og svo skortir hann gersamlega sjálfstraust. Nýja fólkið hefur ekki vanmeta- kennd. Ég man að P- sagði: Það heldur að allt sé fengið um leið og það hefur eignazt sjón- varp og bíl. En innst inni er Caliban alveg eins — í þessu hatri á öllu sem er óvenjulegt, þessari ósk um að allir séu eins. Og svo er þessi skeífilega mis- notkun á peningum. Af hverju þarf fólk að eiga peninga þegar það veit alls ekki hvemig það á að nota þá? Mér verður óglatt þegar ég hugsa um alla peningana sem Oaliban hefur unnið og um allt hitt fólkið sem hkist honum og kemst yfir peninga. Svo eigingjamt. Svo illgjamt. G.P. sagði þennan dag: Hinir heiðarlegu fátæku eru þeir blönku ríku. Blankheitin neyða þá til að hafa góða eiginleika og bera skyn á annað en pen- inga. Þegar þeir komast svo yfir peninga, víta þeir ekki hvað þeir eiga að gera við þá. Þeir gleyma öllum gömlu dyggðun- um, sem voru reyndar ekki ó- sviknar dyggðir. Þeir halda að- eins dyggðin sé að græða meiri peninga pg nota þá. Þeir geta ekki gert sér í hugarlund að tíl sé fólk, sem leggur ekki allt uppúr peningum. Allt hið ^ EFNI | pSf SMÁVÖRUR VI TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtístofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. fegursta er óháð peningum. Nú er ég ekki alveg heiðar- leg. Ég óska þess enn að eiga peninga. En ég veit að það er rangt. Ég trúi á G.P. — það er ekki vegna þess að ég verði að trúa honum af því að hann segir það, ég sé sjálf að þetta er satt — hann hefur í raun- inni engan áhuga á peningum. Hann hefur rétt nægilegt til að kaupa það sem hann þarf með til að mála, að lifa, að fara í árlegt leyfi, að komast nokk- um veginn af. Og ég þekki marga aðra. Peter, Bill McDon- ald. Stefan. Þeir lifa ekki í heimi peningana. Ef þeir eiga peninga, þá eyða þeir þeim, ef þeir eiga enga, þá bjargast þeir án þeirra. Manngerðir eins og Caliban bera ekkert skyn á peninga. Ef þeir eignast v eitthvað af þeim eins og Nýja fólkið, verðá þeir viðbjóðslegir- Allt þetta and- styggilega fólk sem vildi ekki leggja neitt af mörkum þegar ég gekk í hús og safnaði. Ég gat séð það við fyrstu sýn, ég þurfti ekki annað en sjá á því andlitin. Allir smáborgarar gefa vegna þéss að þeim leiðist þegar byrjað er að nauða. Gáfað fólk gefur eða þá að það neitar ær- lega. Það skammast sín ekki fyrir að segja nei ef svo ber undir. En Nýja fólkið er of lítilsiglt til að gefa og of lítil- siglt til að viðurkenna það. Eins og viðbjóðslegi nóunginn í Hampstead (hann var einn þeirra) sem sagði: Ég skal gefa yður hálfan dollar ef þér getið sannað að hann fari ekki beint í vasann ^ einhverjum. Hann hélt hann væri fyndinn. Ég sneri í hann bakinu og það var auðvitað rangt af mér, þvi að stórmennska mín var minna virði en börnin. Og ég baetti við peningum fyrir hann seinna. En ég hata hann ennþá. Þegar um Caliban er að ræða er rétt eins og einhver hefði fengið hann til að drekka heila flösku af whisky. Hann þolir það ekki. Hið eina sem olli þvi að hann var heiðvirður áður, var fátæktin. Hann var bund- inn við stað. og atvinnu. Það er rétt eins og að setja blindan mann inn í bíl sem ekur með ofsahraða og segja honum að hann geti ekið hvert sem hann vill hvemig sem hann vill. Góðar fréttir að lokum. Ég fékk Bach-plötíma í dag,' ég er búin að spila hana tvisvar. Cali- ban sagði að þetta væri fallegt, en hann væri ekfci „músík- alskur“. En hann sat þó með viðeigandi svip á andlitinu. Ég ætla að leika aftur og aftur þá kafla sem mér þykja fal- legastir. Ég ætla að liggja í rúm- inu í myrkri og hlusta á tón- listina og hugsa mér að ég sé með G.P. og hann liggi þarna hinum megin með lokuð augu Dg örin á hökunni og gyðinga- nefið eins og hann lægi á sinni eigin kistu. Nema hvað það er ekki til í honum dauði. Og þó. ; 1 kvöld kom Caliban seint niður. Hvar hafið þér verið, hvæsti ég- Hann varð bara undrandi á svipinn, sagði ekkert. Ég sagði: mér finnst þér koma svo seint. Hlægilégt. Ég óskaði þess að hann kæmi. Ég óska þess oft að hann komi. Svo einmana er ég. 10. nóvember. Eitt kvöldið ræddum við um peningana hans. Ég sagði að hann , ætti að gefa megnið af þeim. Ég reyndi að láta hann skammast sín, svo að hann gæfi eitthvað af þeim. En hann treystir aldrei neinum. Það er eiginlega það sem fyrst og fremst amar að honum. Rétt eins , og náunginn í Hampstéad treystir hann því ekki að fólk safni pen- ingum og noti þá í tilaetluðum tilgangi. Hann heldur að allir séu spilltir, allir séu að næla í eitthvað handa sjálfum sér. Það stöðar ekkert þótt ég segi að ég viti að peningamir séu notaðir í réttum tilgangi. Hann segir: Hvernig vitið þér það?- Og auðvitað get ég ekki svarað því neinu. Ég get aðeins sagt að ég sé öldungis viss um það — þeir hljóta að fara þangað sem þeirra er þörf. Þá brosir hann eins og ég sé alltof barnaleg til að geta haft á réttu að standa. Ég ásakaði hann (ekki mjög harkalega) fyrir að hafa ekki sent ávísunina til Samtaka gegn kjárnorkuvopnum. Ég skoraði á hann að sýna mér kvittunina. Hann sagði að gjöfin ætti að vera nafnlaus, hann hefði ekki gefið upp heimilisfang sitt. Það var komið fram á varir mér að segja: Ég skal ganga úr skugga um það þegar ég losna úr prís- undlnni. En ég sagði það ekki. Þvi að það gæfi honum enn eina ástæðu til að halda mér héi^ áfram. Hann roðnaði, ég er viss um að hann laug, alveg eins og hann laug um bréfið til P. og M. Það er í rauninni ekki skortur á örlæti — ósvikin nízka. Ég á við (þegar sleppt er því frá- leita við kringumstæðurnar) að hann er örlátur við mig. Hann sóar í mig pundum í hundraða tali. Hann gengur næstum af mér dauðri með gjarfmildinni. Með súkkulaði og sígarettum og mat og blómum. Eitt kvöldið sagði ég að mig langaði í franskt ilmvatn — mér datt það baæa í hug sem snöggvast, en þetta herbergi lyktar af sótt- hreinsunarefnum og lofthreinsi- efni. Ég fer oft í baö, en mér finnst ég ekki vera hrein. Og ég sagðist óska þess að ég mætti þefa af öllum tegundum til að vita hver mér þætti bezt. í morgun kom hönn með fjórtán mismunandi glös. Hann hafði leitað í öllum snyrtivörubúðum. Þetta er geðveikt. Fjörutíu pund að minnsta kosti. Þetta er eins og maður lifi í Þúsund og einni nótt. Sé eftirlætiseigin- konan £ kvennabúrinu. En eina ilmvatnið sem maöur þráir í rauninni er frelsið. Ef ég gæti sett fyrir hann hungrað bam og gefið því mat | og látið hann sjá hvernig það hresstist, veit ég að hann myndi gefa mér peningana sem til þyrfti. En allt sem hann borgar ekki beint fyrir og fær í hend- urnar, þykir honum grunsam- legt. Hann trúir aðeins á þann heim sem hann hrærist í og hann hefur fyrir augunum. Það er hann sem er í fangelsi, í þröngri, óhugnanlegri dýflissu. 12. nóvember. Næstsíðasta kvöldið. Ég þori ekki að hugsa um það, um möguleikann til þess að losna. Ég hef ekki minnt hann á það síðustu dagana. Ég held það sé bezt að koma honum á óvart með það. I dag datt mér í hug að við héldum smáveizlu annað kvöld. Ég ætla að segja að hug- arfar mitt gagnvart honum hafi breytzt og ég vilji gjaman vera vinkona hans og umgangast hann í London. * Þetta er eiginlega ekki eintóm lygi, ég finn til eins konar á- byrgðar gagnvart honum, sem ég skil raunar ekki. Ég hata hann svo oft, mér finnst ég ætti að hata hann til eilífðar- nóns. En þó geri ég það ekki alltaf. Samúð mín nær yfir- hendinni og mig langar í raun- inni til að hjálpa honum. Mér dettur í hug fólk sem ég gæti kynnt hann fyrir. Hann gæti farið til sálfræðingsvinarins hennar Carólínu. Ég gæti verið eins og Emma og komið í kring hjónabandi fyrir hann og með hagstæðara árangri. Einhver lítil Harriet Smith sem hann gæti verið grár og eðlilegur og sæll í samfélagi við. Ég veit ég verð að brynja mig fyrir þeim möguleika að ég losni ekki burt. Ég segi við sjálfa mig að jnöguleikamir séu einn á móti hundrnð fyrir því að hann standi við orð sín. En hann verður að standa við orð sin. G. P. Ég hafði ekki séð hann i tvo mánuði, meira en tvt) mánuði. Ég hafði verið í Frakklandi og á Spáni og síðan heima. (Ég gerði að minnsta kosti tvær til- raunir til að hitta hann, en hann var í bum allan september). Ég SKOTTA ÞÓRÐUR sjóari Jú, Dafood man vel, eftir þessu,- Stýrimaðurinn hafði verið æfur og hrópað, að við svona kringumstæður tæki hann enga ábyrgð á stjóm skipsins. Bemard kinkar kolli. „Og þannig skeði það að enginn hafði gát á stefnu skipsins . . . Og þegar við sáum hættuna var það um seinan. Með ógurlegum hávaða rákumst við á sker. Möstur og reykháíur brotnuðu, við hölluð- umst á hliðina og vatnið streymdi inn. — Björgun skipsins var óhugsandi. Tramontana var töpuð og nú var aðeins um það að ræða að bjarga lífinu.“ — Ég var að hugsa um að taka litlu svítípæjuna þína með út í lífið. RADIÍINETTE henta þar sem erfið skilyrði eru. — Byggð fyrir fjalllendi Noregs. Sérhæfðir menn frá verk- smiðjunum í Noregi annast þjónustuna af þekkingu. Radionette-verzlunin Aðalstræti18 sími16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. ATHUCIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. . _ 'íO Casino-Stereo B U Ð l N tHwSSSIIl iIlllllllllÉíJllilílÍlililiilíllilllii Frá Raznoexport, U.S.S.R. 2-3-4-5 og e mm MarsTradidgCompanyhf lr Laugaveq 103 sfmi 1 73 73 Aog B gæöaflokkai l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.