Þjóðviljinn - 27.04.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.04.1967, Blaðsíða 7
, Fimmtudagur 27. aprfl 1967 — ÞJÓÐVTIaJIN’N — SÍÐA 'J i------------------------------------------------------------------fc------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Tíunda Eystrasaltsvikan á alþjóðlegu ferðamannaári Á þessu ári, sem samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegt ferðamannaár, heldur Eystrasaltsvikunefndin mót þjóðanna við Eystrasalt Frá Eystrasaltsviku 1966. auk Noregs og lslands, í tíunda skipti í Austur-Þýzka- landi. Mót þessi hafa jafnan verið, fjölrrienn, þama hittist fólk af öllum stéttum, skemmtir sér og heldur ráðstefnur um marg- vísleg málefni, viðskiptaleg og menningarleg samskipti hafa aukizt ár frá ári og á þetta einnig við um samskipti okkar íslendinga við þessar þjóðir ' enda þótt hlutfallslega hafi þátttaka okkar ekki verið jafn- mikil og margra annarra þjóða. Þrátt fyrir byggingu fjölda hótela í Rostock hefur ekki verið hægt að anna eftirspurn eftir þátttöku í mótinu t.d. verða Danir að neita fjölda manna um þátttöku árlega. Að venju mun íerðaskrifstof- an Landsýn efna til íerðar á Eystrasaltsvikuna og verður Magnús Magnússon, kennari frá Ólafsfirði, fararsljóri. Að þessu sinni verður lagt af stað þann 5. júlí n.k. og ílogið til Kaup- mannahafnar, en þar verður dvali^t til 8. júlí eða daginn áður en vikan hefsf. Frá Höfn verður ekið með jámbrautar- lest suður til Warnemiinde og þaðan verður ekið örstutta leið til smábaðstrandarbæjar, Kuhl- ungsborn, og dvelur íslenzki hópurinn þar í 9 daga. 9. júli verður svo Eystrasaltsvikan opnuð í Rostock með mikilli viðhöfn. Margt er á boðstólum fyrir hina almennu ferðamenn á Eystrasaltsvikunni; ágætar bað- strendur, vel ræktuð héruð og skógarflákar vítt og breitt og auk þess ríkulegar skemmtanir ----------------------;-----------s> Hætiir .1 W“ a8 smíða skio? á hverjum degi. Má geta þess að á þessu ári kemur hinn heimsfrægi sovézki dansflokk- ur Moissjev þangað og skemmt- ir, en hann hefur um margra ára skeið ferðazt víðs vegar um heim við góðan orðstír. Þá mun sinfóníuhljómsveit Berlínar flytja heimsþekkt verk og sýnd verða leikrit eftir Brecht undir stjórn'GÍselu May. Einnig verð- ur efnt til alþjóðlegrar dans- lagakeppni þar sem danska söngkonan Ulla Pia mun m.a. skemmta. Á Eystrasaltsvikunni verður sérstök listaverkasýning, al- þjóðleg frímerkjasýning, ljós- myndasýning og fjölmargar í- þróttasýningar að ógleymdum landsleik milli Sovétríkjanna og Austur-Þýzkalands í knatt- spymu og unglingamóti í frjáls- um íþróttum, svo nókkuð sé nefnt. Eftir viðburðarika daga i Rostockhéraði eða 17. júlí efn- ir Landsýn svo til frekari kynna af Austur-Þýzkalandi með því að skipuleggja 9 daga ferð til Neubrandenburg áleið-'®> is til Berlínar þar sem gist verður eina nótt. Eftir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessari umdeildu borg nokkuð verður ekið til Magdeburgar sem liggur í suðvestur frá Ber- lin, ekki fjarri landamærum þýzku ríkjanna á bökkum Elbe. Magdeburg er miðstöð héraðs- ins með um' 250.000 ibúa, mikil vélai ðn aðarborg. Einnig verður komið við í blómaborginni Erfurt, þar sem árlega eru haldnar alþjóðlegar blómasýningar, Léipzig, Dresden og Wittenberg, borg Lúthers. Síðan verður aftur haldið til Berlinar þar sem dvalizt verður í einn sólarhring og þaðan far- ið með sveínlest til Kaup- nannahafnar og flogið sam- lægurs til Keflavíkur. Er auðsýnt að ferðamenn íljóta að geta haft mikla inægju af ferðinni á Eystra- altsvikuna en auk þess er það útað að þátt fyrir tilhneiging- ir ýmissa ráðamanna í heim- num til þess að útiloka þá itaðreynd að Austur-Þýzkaland lé sjálfstætt ríki, hafa við- ikiptaleg og menningarleg sam- >önd við landið aukizt mjög mdanfarin ár og má án efa )akka það slíkum mótum að íinhverju leyti. Við íslendingar ;rum þama engir eftirbátar )g nægir þar að minna á út- ilutning fisks og innflutning )éla og skipa. í dag er svo komið að riki ;ins og Danmörk og jafnvel jms öfl í Vestur-Þýzkalandi eru ’arin að tala um að taka upp itjórnmálasamband við Austur- Þýzkaland. Sænskur þjóðdansaflokkur á EystrasaltsvikunnL Formaður stjómar danska fyrirtækisins „Burmeister og Waln hefur skýrt frá því að það muni á næsta ári neyðast til aft hætta við skipasmíðar. „B og W" hefði tapað á smíðum þeirra skipa sem það hefði smíðað undanfarin misseri og ljóst væri að fyrir- tækið gæti ekki keppt við japanskar skipasmíðastöðvar. „Bur- meister og Wain“ hefur um 3.000 verkamenn við skipasmíði, en auk þess fTamleiðir fyrirtækið dieseivélar og ýmislegt annað sem það hagnast á. Þau skip sem eru í pöntun og smíðum hjá fyrir- tækinu munu sjá starfsmönnum þess fyrir vinnu fram á haust næsta ár, en þá má búast við að þeim verði öilum sagt upp. — Myndin er tekin I erinni skipakví „B og W“. Kjara- og fræðslumál efst á baugi á þingi bankamanna Samband íslenzkra banka- manna hélt þing sitt í Reykja- vik dagana 7., 8. og 10. apríl sl. og sóttu þingið 59 fulltrúar frá níu starfsmannafélögum banka og sparisjóða. Fráfarandi íormaður sam- bandsins, Sigurður Öm Einars- son, flutti skýrslu stjórnar yf- ir síðasta kjörtímabil, sem er tvö ár, og rædd voru ýmis mál er stéttina varða og gerðar á- lyktanir um nokkur þeirra, fyrst og fremst um kjaramál- in og í því sambandi lokun bankanna á laugardögum yf- ir sumarmánuðina. Ályktun var gerð um skóla- og fræðslumál stéttarinnar og hvatt til aukinnar starfsemi Bankamannaskólans auk þess sem fagnað var skipun sam- norrænnar néfndar til athugun- ar og samræmingar á fræðslu- LFl gefur út tíma- rit um lyf jafræöi flgætar myndir frá Surveyor 3. ASADENA 25/4 — Myndir er sem bandaríska tunglfarið Jurveyor 3.“ tók í gær áf sól- ’ yrkva þeim sem varð, séð frá , ingli, þegar jörðin skyggði á ilina voru framar öllum von- n og yfirleitt hefur vísindaleg- * árangur af ferð tunglfarsins ■ðið meiri en menn gerðu sér ekast vonir um. Sagt er að yndir þær sem Surveyor tók pegar sólmyrkvinn varð, bæði af sólinni, öðrum stjörnum og plánetunni Venus, muni koma stjörnuvísindunum í góðar þarf- ir. Hitinn á yfirborði tunglsins lækkaði úr 94 stigum niður í 104 stig undir frostmarki með- an á sólmyrkvanum stóð. Þessi mikla og snögga hitabreyting | truflaði þó ekkert tæki tungl-1 farsins. Timarit um lyfjafræði er ný- komið út, þ.e. annað hefti, en það fyrsta kom út fyrir áramót. Lyfjafræðingafélag islands gef- ur tímartitið út, ritstjóri er Vilhjálmur G. Skúlason og að- stoðarritstjórar Almar Grims- son og Eggert Sigfússon. í formálsorði ritstjórans í fyrsta tölublaðinu segir m.a.: „Það er visulega vonum seinna, að lyfjafræðingar eignist sitt eigið málgagn, þar sem þeir geta ritað um fagleg áhugamál. Varla þarf að taka það fram, að ritið mun eingöngu fjalla um raunhæfa lyfjafræði enda hvarki efni né ástæða til ann- ars hér á landi. Er aðstandend- um þessa tímarits raunar ekki örgrannt um, að þær tilnaunir, sem gerðar verða til þess að gefa starfandi lyfjafræðingum nokkra hugmynd um þá öru þróun, sem nú á sér stað í öll- um greinum lyfjafræði, muni bera þess nokkur merki, hve bóka- og tímaritaskortur er geigvænlegur hér á landi í þessari vísindagrein. . . . . . . Um útkomutíðni þessa tímarits er ekkert hægt að segja að svo stöddu. Það fer að sjálfsögðu eftir þeim móttök- um, sem það fær hjá lyfjafræð- ingum í landinu . . .“ Af efni tímaritsins sem kom út fyrir skömmu má nefna grein ritstjórans; Á tímamótum, Reynir Eyjólfsson ritar grein- ina Eðiisfræðilegar rannsókn- araðferðir í lífraenni efnafræði. Almar Grímsson skrifar um nýtt efni í töflugerð og einnig er í blaðinu þáttur er nefnist „Kynning lyfjafræðinga“, eru þar birtar myndir af lyfjafræð- ingum og raktur námsferill þeirra. málum bankamanna á Norður- löndum. Þá var gerð ályktun um samræmingu á kjörum þeirra eftirlaunasjóða er starfs- menn banka og sparisjóða eru aðilar að og .talið áríðandi að allir bankamenn búi við sem jöfnust eftirlaunakjör. Fulltrúar sambanda banka- manna í Noregi, Svíþjóð og Danmörku voru gestir fundar- ins og einnig Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóri og Kristj- án Thorlacius, formaður BSRB. Þingið var nú £ fyrsta sinn haldið í eigin húsnæði sam- bandsins, að Laugavegi 103, sem er rúmgóður salur, 2 skrif- stofuherbergi, snyrting og eld- hús, en þetta húsnæði er jafn- framt notað til skólahalds Bankamannaskólans, þar sem kenntN hefur verið síðan í október sl. í lok þingsins fór fram stjómarkosning. Var Hannes Pálsson, Búnaðarbanka, kjör- inn formaður og aðrir í stjórn voru kjörnir; Bjarni G. Magn- ússon, Landsbanka, Adolf Bjömsson, Útvegsbanka, Sig- urður Öm Einarsson, Seðla- banka, og Ólafur Ottósson, Samvinnubanka. Það hefur nú seinast frétzt af vinkonu okkar Bonnie Parker, að hún var lokuð inni á geðveikrahæli svo sem títt er um mikilmenni bæði austanhafs og vestan. Samt hefur hún enn áhuga á íslenzkum málefnum og virðist dunda við einhverskonar radíóamatörskap í klef^anum — a.m.k. er ljóst af þessu ljóði, sem hún sendi okkur að hún hefur hlýtt á hina snjöllu og einörðu viðreisnar- ræðu Ben. Gröndal í eldhúsumræðunum á dögunum. Ljóðið heitir: EINN AMERÍSKUR BENE-DIKTUR Hér er orðið hjáróma allt víl um hallarekstur togara og báta fyrst ekur nú hver kratablók í bíl Aíf nöf 1 aTOT1 of e-iAwrmt'vie + eoTriiiwi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.