Þjóðviljinn - 07.05.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 07.05.1967, Page 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVHJTNN — Suuiudagur 7. mai 1967. Otgefandi: Sameiningarflokfcur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmíðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Stríðsglæpadómstóll J^éttarhöldin í Stokkhólmi um stríðsglæpi Banda- ríkjanna í Víetnam vekja heimsathygli og eru líkleg til að ýta við samvizku manna og auka skiln- ing á hinu ógnarlega og svívirðilega athæfi, sam ríkisstjóm og her Bandaríkjanna vinnur þar 1 nafni „vestrænnar menningar“. Þjóðviljinn hefur fyrir sitt leyti gert ráðstafanir til að ýtarlegar fregnir berist af því sem fram fer í réttarhöldun- um, með því að hafa þar íslenzkan fréttaritara, sem skýra mun frá gangi mála jafnóðum. ^ fyrsta degi réttarhaldanna flutti franski lög- fræðingurinn Leon Matarasso yfirlit um þau alþjóðalög og samninga sem lögð verða til grund- vallar' við réttarhöldin, og flest eru undirrituð af stjómvöldum Bandaríkjanna. Skýrði lögfræðing- urinn frá, að þeir stríðsglæpir sem Bandaríkja- menn væru sakaðir um að hafa drýgt í Víetnam og rétturínn yrði að taka afstöðu til væru þessir: 1. — Umfangsmiklar og kerfisbundnar árásir á mannvirki án hernaðarlegs gildis, svo sem skóla, sjúkrahús og íbúðarhús. 2. — Útrýming og ofsóknir á hendur óbreyttum borgurum í Víetnam. 3. — Morð og pyndingar á stríðsföngum. 4. — Ólögleg vopn og tilraunir með ný vopn, fyrst og fremst hinar svonefndu stálflísasprengj- ur (lati hundurinn). 5. — Nauðungarflutningar fólks til svonefndra víggirtra þorpa eða öðru nafni fangabúða. 6. — Eiturgas af ýmsum gerðum. j ávarpi Bertrand Russells, hins aldna en síunga brezka vísindamanns, segir m.a.: „Menning vor er í hættu. Það er grimmd vor sem ógnar henni. Það er ekki mögulegt að byggja mannfélag á ráni og hópmorði án hræðilegra afleiðinga ... í Víet- riám höfuim vér gert það sama sem Hitler gerði í Evrópu. Skömm nazistaþýzkalands kemur yfir oss nema vér hefjumsit handa ... Hið aumkunar- verða er ekki þjáningar Víetnama. Þeir eru hug- prúðir og veita viðnám. Hið auimkunarverða er að finna í strætum Evrópu og borgum Ameríku þar sem svo lágt er lotið að láta sér standa á sama. — Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn er bylting- ardómstóll. Vér ráðum ekki yfir herjum. Oss skortir vald, jafnvel vald fjökniðlunartækjanna. Það er löngu tímabært að hinir valdalausu dæmi þá sem með valdið fara. Þetta er prófið sem vér verðum að standast, ein ef svo vill. Vér erum ábyrg gagnvart sögunni". Með svo ábyrgðarþung- um alvöruorðum hefjast stríðsglæparéttarhöldin í Stokkhólmi; þannig er samvizku vestrænna manna vegna glæpanna í Víetnam gefin rödd, og sú rödd á djúpan hljómgrunn í íslendingum. — s. í kirsuberjagarðinum Ég sit á kennarastofunni í Kirsebærhavens skole ásamt góðkunningja mínum Mogens Juul kennara. Við sötrum ilm- andi danskt kaffi og röbbum saman. „Hvað segir danskur al- menningur um handritadeil- una?“ spyr ég. í sama bili ber skólastjór- ann, Orla Lundbo, að, og ég endurtek spurninguna. Þeir eru sammála um, að danskur al- menningur láti sig málið engu skipta... Mig langar til að kynnast viðhorfi danskra menntamanna, svo að ég reyni að treina samtalið. Það er auð- fundið, að Mogens hefur sam- úð með málstað okkar, enda er hann fæddur á íslandi og al- inn þar upp til 20 ára aldurs. Mér skilst á Lundbo, að hann geti vel unnt íslendingum að endurheimta handritin, þó er honum það naumast mikið á- hugamál, enda varla þess að vænta. Við erum sammála um, að hér sé ekki deilt um laga- legan rétt, og hann samþykkir það með mér, að hefði Ámi Magnússon haft minnsta grun um, að einhvern tíma yrði stofnaður háskóli á íslandi, hefði erfðaskrá hans væntan- lega orðið allt önnur, en hún varð. Við erum líka sammála um það, að það skipti ekki neinu máli, hvort fyrri maður Mettu, konu Áma, hafi verið danskur eða þýzkur. Nú hef- ur nefnilega, sem kunnugt er, Westergárd-Nielsen gefið út pésa og sannað þar, að fyrri maður Mettu hafi verið dansk- ur, en hvorki þýzkur né sænsk- ur, eins og sumir höfðu ætlað. Þar með á víst að vera kippt öllum grundvelli undan rétti íslendinga í handritadeilunni, fyrst eitthvað af dönskum pen- ingum var notað til að viðhalda handritunum og afskrifa þau. Þetta kvað vera eina vísindaaf- rek Westergárd-Nielsen síðan hann varð prófessor. Er þetta kannski ekki lifandi sönnun þess, að danskir prófessorar séu manna færastir til að varðveita og rannsaka íslenzk handrit? Annars megum við fslending- ar vera þeim Dönum þakklátir, sem alltaf hafa staðið okkar megin í deilunni. Þeir hafa haft erfiða aðstöðu. Því hefur verið lítt á loft haldið heima, að því róttækari sem pólitíkus- arnir voru, því betur dugðu þeir okkar málstað. Kommún- istaflokkurinn og S.F. hafa gengið þar lengst. Þar næst koma svo Sósíaldemókratar og frjálslyndi hluti borgaraflokk- anna. Meðan Sigurður Nordai var hér sendiherra vann hann að málinu eins og vitað er, og þar koma og fleiri við sögu. Það er einnig minn grunur, að einn góður íslendingur, próf. Jón Helgason, hafi átt drýgri þátt í því en ýmsa grunar að glæða skilning Dana á okkar málstað, þótt hann væri í þeirri aðstöðu að hann gat ekki gengið fram fyrir skjöldu. En illa og ómak- lega hefur verið veitzt að hon- um af sumum mönnum heima. Eftir HLÖÐVE' SIGURÐSSON Um þá mætti segja: „Maður, líttu þér nær.“ Heima-íslend- ingar hafa staðið sig illa í þessu máli. Þeir hefðu fyrr mátt koma upp handritastofn- un, og þegar hafizt var handa að safna fyrir handritahúsi, þá reyndist það vera loftbóla, sem hjaðnaði fyrr en varði. Og svo datt Morgunblaðinu í hug, að fá handritin heim til að fela þau austur í Skálholti. En nú fáum við handritin bráðlega heim, og vonandi tökum við mannlega á móti þeim. En nú erum við komin nokk- uð langt burt úr Kirsuberja- garðinum, og þangað skulum við snúa aftur. Þegar ég hugsa til vetrarins 1932—33, og þess sem ég kynntist þá af dönskum skólum, er ég þess fullviss, að á því herrans ári hefðu fræðslu- yfirvöld Kaupmannahafnar ekki haft þennan skóla til sýnis fyr- ir útlendinga. Nú er hann þeirra stolt og má vera það. Sá andi, sem hér ríkir, var þó til meðal nokkurra ágætra skólamanna, en fræðsluyfirvöld- in fóru með þá skólamenn eins og Eva fór með óhreinu börn- in sín. Ekki veit.- ég, hvort danskir skólar almennt eru svona breyttir, eða kannski eru það bara viðhorf fræðsluyfir- valdanna, sem eru breytt. Ég ætla mér ekki að gefa neina tæmandi lýsingu á skóla- starfinu hér, enda varla fær um það. Ég vil aðeins draga fram nokkrar myndir úr skóla- lífinu. Mogens hefur sagt mér, að héðan hafi þeir aldrei þurft að losa sig við vandræðabörn, þau voru engin til. Auðvitað fer mi-kill hlúti kennslunnar fram á hefðbundinn hátt, og því er óþarft að lýsa. Hér er leiklist fastur liður á stunda- skrá, enda að minnsta kosti tveir kennaranna útlærðir úr leikskóla. Þó þurfa ekki aðrir nemendur að stunda leiklist en þeir, sem óska þess sjálfir. Hér virðast menn heldur ekki vera neitt hræddir við nútíma bók- menntir. Meðal lesbóka eldri bekkja — skólinn er tíu ára skóli — eru þrjú bindi 1000 þéttprentaðar síður, sem Lund- bo hefur safnað til og gefið út. Tvö fyrri bindin eru úrval úr verkum núlifandi skálda flestra danskra en einnig er- lendra. Þriðja bindið „De fem onde ár“, er úrval úr Ijóðum, sögum og ritgerðum varðandi hemám Þjóðverja. Danskir ung- lingar eiga að fá að kynnast því, hvað þjóðin varð að reyna. í kennslubók í réttritun eftir Verner Sörensen rekst ég á endursögn um þann atburð, að þýzkir nazistar taka höndum og dæma til dauða flokk föður- landsvina í Hvidsten. Frásögn- inni lýkur með eftirfarandi at- hugasemd: Átta dögum seinna stofnuðu tveir ungir menn ný samtök föðurlandsvina í Hvid- sten. — Og að lokum þessi vísa: „Vi ved at fjæld kan sprænges, og tvinges kan en elv, men aldrig kan et folk forgá, som ikke vil det selv.“ „Ánauð vér hötum, því and- inn er frjáls," orti Steingrím- ur. Þetta þótti góður bamalær- dómur á mínum bernskuárum. Næst skulum við líta inn í bekk hjá 16 til 17 ára ungling- um. Þau eru að halda málfund, slíka fundi fá nemendur að halda einu sinni í mánuði, auð- vitað í kennslutíma. Nemendur stjórna fundi sjálfir, velja um- ræðuefni og undirbúa það. Það eru tveir drengir, sem hafa und- irbúið fundinn, valið efnið og lagt fram nokkrar spumingar sem umræðugrundvöll. Annar stjórnar fundi en hinn innleið- ir umræður. Fundarefni er stríðið í Víetnam. Kennarinn blandar sér ekki í umræður nema til að leiðbeina drengjun- um og minna þá á að halda sér við rök en ekki slagorð. Skoð- anir eru skiptar og málið er rætt af nokkru kappi, þó 'fer allt mjög vel fram. Svo sem við er að búast rista röksemd- irnar misjafnlega djúpt, en kennarinn reynir að leiðbeina nemendum í að beita rökum og skýrri hugsun. Nokkrum dögum seinna sá ég og heyrði nokkra pólitíkusa með forsætisráðherra í broddi fylkingar ræða sama mál í sjónvarpi. Þar voru líka skipt- ar skoðanir, og líklega hafa nú pólitíkusarnir verið fimari í rökfærslunni, en varla hafa þeir tekið drengjunum í Kirsu- berjagarðinum fram í hrein- skilni og heiðarleik. Annan dag kem ég í kristni- fræðitíma í þessum sama bekk. Ég átti von á að sjá bók í líkingu við kirkjusögu Valdi- mars Snævars, og því kom mér nokkuð á óvart, er ég sá náms- bókina. Hún er eftir tvo amer- íska höfunda, annan trúar- bragðafræðing, en hinn uppeld- isfræðing og heitir í danskri þýðingu Verdensreligionerne og de störste spörgsmál. Hér er greinargott yfirlit yfir öll helztu trúarbrögð heims. Við léstur bókarinnar fæ ég samt þá hug- mynd, að höfundar reyni fyrst og fremst að draga fram hið jákvæða í öllum þessum trúár- brögðum, og jafnvel fegri éða dragi fjöður yfir hitt. Þetta ér sýnilega vel meint og saklaust ekki sízt í svona bók. Aðalat- riðið finnst mér vera það, að bókin undirstrikar skýrt og rækilega, að engin trúarbrögð hafi fundið allan sannleikann. Hver og einn einstaklingur verði sjálfur að leita hans og finna lífi sínu tilgang. Börnin hafa lesið um trúarbrögð Ind- verja og þau eru nú til um- ræðu. Nú er það ekki kennar- inn sem spyr. Nemendur hafa sýnilega mikinn áhuga á efn- inu. Þeir rétta upp hendur til að bera fram spurningar og koma með sínar athugasemdir. Sumt finnst þeim merkilegt, annað mótsagnakennt og jafn- vel fáránlegt. Það er auðfundið, að margir þessara nemenda hafa gert sér far um að skoða tilveruna með eigin augum og skilja tilgang lífs síns, og þeir eru ófeimnir að láta skoðanir sínar í ljós. Kennarinn lætur einnig í ljós sín sjónarmið. Þó virðist mér hann alls ekki vilja þvinga sínum skoðunum upp á nemendur. Að lokum beztu kveðjur heim. Hlöðver Sigurðsson. Mecking sigraði á svæðamóti S-Ameríka Eins og skýrt hefur verið frá hér í þættinum urðu þeir Panno (Argentínu), Bolbochan (Argentínu), Mecking (Brasil- íu) og Fougelman (Argentinu) jafnir og efstir á svæðamóti S,- Ameríkuríkjanna s.l. haust. — Aukakeppni þeirra um þrjú efstu sætin er nýlega lokið með sigri hins 15 ára gamla Brasil- íumanns Mecking. Hlaut hann 4% vinning, vann 3 skákir og gerði 3 jafntefli. Sigur hans kom nokkuð á óvart, því að hann stóð sig ekki vel á síð- asta jólaskákmóti í Hastings. Með þessum sigri hlýtur Mec- king alþjóðlegan meistaratitil, og er hann yngstur þeirra, sem þann titil bera í dag. í öðru sæti kom hinn gamal- reyndj stórmeistari Bolbochan með 4 vinninga. Þriðji varð Panno með 3 vinninga. Búast hefði mátt við betri frammi- stöðu hjá honum eftir glæsileg- an árangur á síðasta olympíu- skákmóti. Lestina rak svo Fou- gelman með % vinning. Hér kemur svo ein af skák- um Meckings frá úrslitakeppn- inni: Hvitt: Fougelman Svart: Mecking Ben-Oni 1. d4 Rf6 2. e4 c5 3. d5 e6 4. dxe6 — (Sjaldséður leikur, sem m.a. rússneski stórmeistarinn Kotov hefur beitt. Venjulega er leik- ið hér 4. Rc3). 4. — fxe6 5. Bg5 — (Eini leikurinn, sem gefur hvít- um von um frumkvæðið, því annars leikur svartur 5. — d5 án erfiðleika). 5. — d5 6. e4! — (Þessi leikur kemur svörtum í mikir.n vanda eins og eftirfar- andi afbrigði sýna: 1) — 6. — dxe4; 7. Dxd8f, Kxd8; 8. Rc3, Be7; 9. Rge2 o^.frv. 2) — 6. — Da5t; 7. Bd2, Dc7; 8. cxd5, exd5; 9. exd5, Rxd5; 10. Bb5f! ásamt Dh5f. 3) — 6. — Be7; 7. Bxf6, Bxf6; 8. e5, Be7; 9. Bd3, g6; 10. Rc3 (Casa-R. Garcia, Buenos Aires 1961) ). 6. — h6 7. Bxf6 Dxf6 8. cxd5 exd5 9. exd5 Bd6! (Betra en 9. — Dxb2; 10. Rd2 með betra tafli fyrir hvítan). 10. Bb5+? — (Þessi leikur er einungis tíma- tap. Betra var 10. Rc3, 0—0; 11. Rf3 ásamt 12. Be2). 10. — Rd7 11. Rc3 0—0 12. Rf3 Re5 13. Be2 Rxf3t 14. Bxf3 Bd7 15. Dc2 — (Hvítur er í miklum erfið- leikum, því 15. 0—0 gengur ekki vegna 15. — Df4. 15. Re4 dúgar ekki heldur: 15. — Hae8; 16. 0—0, Hxe4!; 17. Bxe4, Df4 og svartur vinnur tvo menn fyrir hrók. Eftir 15. Re2, Bb5; 16. 0—0, De5 vinnur svartur skiptamun). 15. — Hae8t 16. Be4 — (Eftir 16. Re4, Bf5; 17. 0—0 (17. 0—0—0? Bxe4; 18. Bxe4, Df4f og svartur vinnur). 17. — Dh4; 18. Hfel (18. g3?, Bxe4 og svartur vinnur). 18. —■ Dxh2+; 19. Kfl, Bxe4; 20. Hxe4, Dhl+ vinnur svartur. 16. Kfl, Bf5 (17. Dd2, Bf4) er hagstætt svörtum). 16. — Bf5 17. f3 — (Stutt hrókun strandar á 17. — De5; 18. f4, Dd4+. Eftir langa hrókun hefði framhaldið orðið 17. — Bxe4; 18. Rxe4, Df4+; 19. Rd2, Dxf2 o.s.frv.). 17. — Dh4t 18. Ke2 — (Auðvitað ekki 18. Df2?, Dxf2+; 19. Kxf2, Bxe4). 18. — b5! 19. g3 Dh5! 20. Kd2 — (Nú dugar hvorki 20. Hafl, Bxe4; 21. Rxe4, Hxe4+; 22. Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.