Þjóðviljinn - 07.05.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.05.1967, Blaðsíða 12
Fjölþætt starfsemi Krabbameinsfé- lagsins á síðastliðnu starfsári □ Aðalfundur Krabbameinsfélagrs íslands var haldinn 25. apríl sl. Á fundinum flutti for- maður félagsins, Bjarni Bjamason læknir, skýrslu um starfsemj félagsins á liðnu starfs- ári en hún var f jölþætt og í undirbúningi eru nokkur ný viðfangsefni. Fara hér á eftir nokk- ur atriði úr skýrslunni. LEITARSTÓÐ-A (Almenn skoðun) Samkvaemt ósk stjórnarinnar hefur Jón G. HaUgrímsson læknir unnið úr gögnum stöðvarinnar þau 10 ár, sem hún hefur starfað. Jón flutti í lok fundarins fróðlega skýrslu um starf stöðvarinnar, hvemig unnið væri, hvaða rannsóknir væru gerðar og hvaða sjúkdómseinkenni hefðu komið í ljós við þessar rannsóknir, og kom þar margt forvitnilegt fram. Fyr- irhugað er að bæta starfsskilyrði Leitarstöðvar-A, og flytur hún væntanlega um miðjan maí í nýstandsett húsnæði á 1. hæð hússins í Suðurgötu 22, en hún hefur haft aðsetur i kjallaranum, ásamt Leitarstöð-B, en sú stöð fær einnig bætta aðstöðu með þessu fyrirkomulagi. f athugun er að bæta við rannsóknum og jafnvel breyta starfstilhögun, en frá því verð- ur greint nánar síðar. LEITARSTÖÐ-B (Skoðun fyrir konur) Hennar viðfangsefni er eingöngu legháls- og legkrabbamein. Hafin er önnur umferð, og konur, sem mættu fyrst til skoðun- ar, eru nú kallaðar til rannsóknar aftur. Talið er, ef öryggi kvennanna á að vera sæmilega tryggt. þurfi þær að koma í skoðun á tveggja ára fresti. í fyrri umferð voru skoðaðar 15 þús. konur, eða 73% þeirra sem boðaðar voru. Frá 15/7 ’65 til 15/7 ’66 voru skoðaðar 6885 konur. Af þeim voru 77 með frumubreytingar. Af þessum 77 konum voru 15 með ífarandi krabbamein í leghálsi, 3 konur með krabbamein i legbol, 1 með krabbamein í eggjastokk og ein með krabbamein í vulva. eða alls 20 konur með krabamein. 51 kona fannst með stað- bundið krabbamein í leghálsi og ein með staðbundið krabba- mein í vulva, eða alls 72 konur (1.004 pro mill.). KRABBAMEINSSKRÁNING International Union Against Cancer, hefur gefið út á ensku rit: „Cancer Incidence in Five Continents“ undir umsjón dr. R. Doll. Þetta er rit um niðurstöður krabbameinsskráninga í 24 löndum og er fsland í hópi þeirra fáu landa, sem hafa heild- arskráningu yfir alla þjóðina, en mörg þessara landa hafa að- eins staðbundna skráningu og þar á meðal Bandaríki N-Am- eríku. Unnið er að því að koma krabbameinsskráningunni á íslandi inn á IBM kort og verður því væntanlega lokið á þessu ári. Formaður krabbameinsskráningarinnar er prófessor Ólafur Bjarnason. MAGAKRABBAMEINSRANNSÓKNIR Þær halda áfram undir stjóm próf. Júlíusar Sigurjónsson- ar og lýkur þeim væntanlega á þessu ári. Tvaér greinar eftir prófessorinn hafa birzt um þetta efni í „Joumal of the Natio- nal Cancer Institute". Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur vinnur einnig að þessum rannsóknum og eru niðurstöður af þeim væntanlegar á þessu ári. Hjörtur Hjartarson forstj., gjaldkeri félagsins, las upp end- urskoðaða reikninga og voru þeir samþykktir athugasemda- laust. Enda þótt rekstur félagsins sé orðinn all-umfangsmik- ill og lagt hafi verið í fjárfrekar framkvæmdir. er afkoma félagsins góð. Stjóm félagsins er þannig skipuð: Bjarni Bjamason lækn- ir formaður, Hjörtur Hjartarson forstj. gjaldkeri. Jónas Hall- grímsson læknir ritari, frú Sigríður J. Magnússon, Bjarni Snæ- björnsson læknir, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. dr. med. Friðrik Einarsson, Erlendur Einarsson forstj. og Jónas Bjama- son læknir. Eitt nýtt krabbameinsfélag var stofnað á sl. ári, Krabba- meinsfélag Skagafjarðar, formaður þess er Valgarð Björns- Samkoma MFÍK á friðardaginn, 9. maí: Werk Jukobínu Sig- urSurdóttur kynnt □ Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna minn- ast friðardagsins n.k. þriðjudag 9. maj með bókmennta- kynningu í Lindarbæ. Verða þá kynnt verk Jakobínu Sig- urðardóttur skáldkonu. Samkoman hefst kl. 8,30 um kvöldið með því að formaður Vísað á bug AÞENU 5/5 — Grísk stjómar- völd vísuðu í gærkvöld á bug orðsendingum þeim sem stjóm- ir Danmerkur og Noregs sendu herforingja- og fasistastjóminni í Grikklandi á dögunum. samtakanna, María Þorsteinsdótt- ir, flvtur ávarp um friðardaginn. Þá talar Amheiður Sigurðar- dóttir magister um Jakobínu Sig- urðardóttur og verk hennar, en síðan les skéldkonan upp. Aðrir upplesarar verða Vilborg Dag- bjartsdóttir kennari, leikkonum- ar Bryndís Sohram, Helga Hjörv- ar og Bríet Héðinsdóttir, svo og Þorsteinn Ö. Stephensen leikari. Jakobína Sigurðardóttir. Kaffiveitingar verða á staðn- um. Á bókmenntakynninguna í Lindarbæ á þriðjudagskvöldið eru allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Málfundur t Máldundur sósíalista í Tjarn- argötu 20 (niðri). FUND AREFNI: Vi'ðreisnin og sameiginlegar þarfir hinna vinnandi stctta. Framsöguerindi flytur Loftur Guttormsson. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. maí klukkan 21.00 í Tjarnargötu 20 niðri. Mætið stundvíslega. ÖLLUM OPIÐ. — Æ. F. Rein, Akranesi ■ Spilakvöld í Rein i kvöld kl. 21. Allir velkomnir. Sunnudagur 7. maí 1967 — 32. árgangur — 101. tölúblað. Ráðstefna verkfræðinga á morgun: FjuUuS um fkstur greinur fískiSnuSur Á morgun kl. 9.15 hefst í Súlnasal Hótel Sögu ráðstefna sú um vinnslu sjávarafurða sem Verkfræðingafélag íslands hefur gengizt fyrir og verður þar fjall- að um flestar greinar islenzks fiskiðnaðar. Hefur Verkfræðinga- félagið fengið fjölda sérfræðinga til að flytja fyrirlestra á ráð- stefnunni og boðið til hennar auk meðlima félagsins um 150 manns sem afskipti hafa af þessum mál- um, m.a. framámönnum i sölu- Stjórn LR Framhald af 1. síðu. íslands þann 5. maí 1967 hvetur samninganefnd til að standa fast á sanngjömum kröfum félagsins í vinnudeilu þeirri, sem nú er háð. Lýsir fundurinn furðu sinni og hneykslun á ummælum og hegð- un apótekarafélagsins, sem skýrt hefur verið frá í blöðum og út- varpi, og telur þar birtast lítinn vilja til að leysa sameiginlegan vanda á sanngjarnan og skyn- samlegan hátt. Skorar fundurinn á samninganefnd að mæta óbil- girni svo, sem verðugt er, og sýna .þeim mun meiri festu sem apótekarafélagið gerir sig lík- legra til að draga deiluna á langinn. Fundurinn telur, að með á- standi því, sem nú hefur skap- azt i lyfjabúðum Dg látið er gott heita, sé almenningi sýnd slík lítilsvirðing og ábyrgðarleysi, að furðu gegni, enda vofi sífellt yfir sú hætta, sem læknastéttin hef- ur talið sér skylt að vara við og kunnugir vita bezt, hve geigvæn- leg verður að teljast. Fundurinn fordæmir þá van- virðu, að yfirvöld heilbrigðis- mála skuli leyfa sér að skakka leikinn í vinnudeilu þessari með þvi að nema úr gildi mikilvæg lagaákvæði og halda vikum saman vemdarhendi yfir því ó- fremdarástandi í lyfjabúðum, sem menningarþjóðfélagi er alls- endis ósamboðið og jafnt apótek- urum sem yfirvöldum er til minnkunar". samtökunum, opinberum aðilum og fleirum. Þetta er í þriðja sinn sem Verkfræðingafélag íslands j -ngst fyrir ráðstefnu um viss svið ís- lenzks atvinnulífs, sú fyrsta var 1960 um tækniframleiðni og efnahagsþróun, þá 1962 um orku- lindir og iðnað. en ráðstefnan nú er sú viðamesta sem félagið hef- ur haldið. Að ráðstefnunni lok- inni munu erindin sem á hennl verða flutt, verða gefin út í bók- arformi, en í þeim er fróðleik- ur sem hvergi er að finna ann- arsstaðar, enda mun aldrei áð- ur hafa verið skrifað jafn tæm- andi verk um íslenzkan fisk- iðnað. Verkfræðingafélagið hefur undirbúið þessa ráðstefnu í 2% ár og fengið til fyrirlestrahalds fróðustu menn á sínu sviði, 19 íslenzka og 3 frá útlöndum, en alls verða flutt á ráðstefnunni 25 erindi. í undirbúningsnefnd fyrir ráð- stefnuna hafa starfað Þórður Þorbjarnarson formaður, Sveinn Einarsson, Páll Ólafsson, dr. Jak- ob Sigurðsson, Hjalti Einarsson og Hinrik Guðmundsson fram- kvæmdastj. Verkfræðingafélags- ins hefur verið ritari hennar. Blaðið hefur áður rakið dag- skrá ráðstefnunnar; en hún stendur í þrjá daga, 8.—10. maí. 212 óbreyttir íbúar létu lífið MOSKVU 5/5 — Sovézka frétta- stofan TASS skýrði frá því f dag, að í loftárásum Bandarikja- manna á Hanoi og úthverfi borg- arinnar í síðustu viku hafi 212 íbúar látið Iífið, þar af 79 börn og 91 kona. MAÍ Fundur í dag kl. 14.30 í Tjarn- argötu 20, salnum niðri. Erindi: Bjöm Bjarnason talar um verkalýðshreyfingu Albamu. Upplestur: Jón frá Pálmholti. Kaffi fæst á staðnum. Brezkur togari í landhelgi ★ í fyrrinótt tók varðskipið Þór brezkan togara að meintum ólöglegum veiðum um tvær sjó- milur innan fiskveiðitakmark- anna á Dígranesflaki. ★ Togarinn heitir Boston I þangað um kl. 10 í gærmorgun. Kastrel, FD 256, og er frá Fleet- Var búizt við að réttarhöld f wood. Er hann 431 tonn að stærð. máli skipstjórans á togaranum ★ Þór fór með togarann til hæfust síðdegis í gær. Heitir Neskaupstaðar og komu skipin I skipstjórinn Alan Borschini. Franskir strigaskór fyrir kvenfólk og börn — Stór- glæsiiegt úrval SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. Vinnuskór karlmanna Ný sending í fyrramálið SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.