Þjóðviljinn - 13.05.1967, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 13.05.1967, Qupperneq 5
Laugardagur 13. maí 1967 — I~>JÖÐVTL.TINN — SlÐA 5 Reykjavíkurmöttð: Yalur hafði auðveld- an sigur gegn Þrótti Þróttar-liðið virðist eins og vængbrotirm fugl án Halldórs Bragasonar sém er meiddur og Axels Axelssonar, sem ekki hefur leikið með ennþá, hvað sem veldur. Liðið nær ekki saman þrátt fyrir ágæta ein- staklinga, k.iölfestuna vantar, sérstaklega í framvarðalínuna. Lang bezti maður Þróttar var og Gísli áttu líka ágætan dag. Haukur Þorvaldsson, en Ómar Dómari var Karl Jóhannsson og virðist þar á ferðinni einn okkar bezti dómari í knatt- íslandSmeistarar Vals léku sl. fimmtudag gegn Reykjavíkur- meisturum Þróttar og sigruðu með 5 mörkum gegn 1. Sigur Vals var fyllilega verðskuldað- ur og hefði getað orðið stærri. Þróttur hóf sókn strax á fyrstu mínútu sem endaði með ágætu skoti, en knötturinn fór framhjá marki. Fyrsta mark- tækifæri Vals, af fjölmörgum í þessum leik, kom svo á 8. mín. þegar Hermann Gunnarsson komst í dauðafæri en skaut yfir. Tveim mínútum seinna bjargaði Jens Karlsson síðan á línu hörkuskoti sem kom úr þvögu fyrir framan .Þróttar- markið. Á 12. mín. skorar Ingvar Elísson loks fyrsta mark Vals, eftir mjög góða sendingu frá Samúel Erlingssyni, nýliða í Valsliðinu sem átt frábæran leik og er með btztu efnum sem komið hafa fram um ára- bil hér í Reykjavík. Á 17. mín. átti Bergsveinn Alfonsson hörkuskot og lenti knötturinn í stöng, og á 20. min. komst Ingvar einn innfyrir en skaut framhjá. Á 30. mín átti Hauk- ur Þorvaldsson gott skot á Valsmarkið en Gunnlaugur Hjálmarsson varði örugglega. Svo er það á 32. mín að Ingvar skorar annað mark Vals. Það er með grófustu rangstöðumörkum sem maður hefur séð. Ingvar var a.m.k. 5 metra fyrir innan Þróttarvörn- ina, þegar hann fékk boltann, brunaði upp og. skaut frm hjá Gísla Valtýssyni sem kom út á móti en fékk ekki varið. Á síðustu mín. fyrri hálf- leiks bjargaði Jón Björgvins- son á línu hörkuskoti frá Reyni Jónssyni. Þannig endaði fyrri hálfleikur, 2—0 fyrir Val. Seinni hálfleikur var mun betur leikinn af Vals hálfu en -------------------------------$> Sjón varpsmyndir Framhald af 2. síðu. manna, — þá var þama jafn- framt Hlynur Sigtryggsson veð- urstofustjóri og Borgþór Jóns- son, deildarstjóri ísilenzku veð- urstofunnar á Keflavíkurflug- velli. Njósnahnötturinn Áður er greint frá notum ís- lenzku veðurstofunnar af þess- um sjónvarpsrtiyndum, — veð- urstofa flotans útbýr jafnframt daglegar spár fyrir flugleiðir og sendir jafnframt úrvinnslu sína til bandarisiku vcðurstofunnar í Suitland í Marylandfylki, — ná- laagt Washington D. C. Veðurstofan í SuiÆland vinnur úr athugunum yfir norður- hveli jarðar, — en hún er svo aftur hiuti af alþjóðlegu veður- stofunni í Washington, — ein af þrem slfkum í heiminum. 1 ljós kom, að móttökutækin é Keflavfkurflugvelli eru fær um að taika myndir frá þrem geryihnöttum, — Essa2. og Essa 4., — myndgerð eftir svoköllluðu A. P. T. kerfi, — sjónvarps- ' myndir teknar að deginum til og sendar jafnharðan til jarðar, — einnig er tekið á móti mynd- um frá Nimbus, *— er hefur innfrarauða geisla og getur tekið myndir jafnt á nóttu sem degi, — þessi hnöttur er líka njósnahnöttur. Nimbus gengur á 108 mínút- um og 9 sekúndum umhverfis jörðú í 1180 kílómetra hæð, — en Essa 2. og Essa 4. eru frá tólf hundruð til fjórtán hundr- uð kílómetra hæð frá jörðu. Komst afur á rétta braut Síkömmu eftir að Essa 2 var skotið á loft oÆhitnuðu tækin af sóflu og hallaðist gervihnöttur- inn í rásinni, — en 25. apríl síðastliðinn tólkst að rétta hnöttinn við með þvi að setja eldflaugarútbúnaðinn af stað um stund og hafa síðan komið milklu betri myndir frá Essa 2 heldur en Essa 4. Þá fengutn við líka að sjá myndir úr Essa 4 tii saman- burðar, en sá hnöttur gengur 113 mínúbur og 28. sekúndur umhverfis jörðu, — munar þannig þrem sekúndum á þess- um systurhnöttum- Að lokum höfðu íslenzku bladamcn n i rn ir tækifæri til þess að fylgjast með hálofta- belg, — hvemig honum var sleppt frá Vellinum till að mæla raka, vindhraða og hita í 20 til 30 kílómetra hæð og hvarf hanil brátt sjónum. Sérstakur radar fylgist með belgnum og er tímaskeið hveis belgs um 45 mínútur í gagninu og eyðist hann þá og falla flest- ir slfkir bel-gir til jarðar í ó- byggðum eða í hafinu kringum landið. Hver belgur kostar um 50 dali og eru þeir fylltir með eðalgasi. g.m. Prúð og samvizkusöm unglingsstúlka óskast til aðstoðar á heimili um eins -mán- aðar tíma. Tvö herbergi, afnot af eldhúsi í innri forstofu á annarri hæð í steinhúsi (Mið-Austur- bær) til leigu sé hægt að greiða eins árs leigu fyrir- fram og yrði þá veittur afsláttur af leigunni. Upplýsingar i síma 24579. sá fyrri, ef til vill af því að mótstaða Þróttar virtist dvína er á leikinn leið, mun úthalds- leysi hafa sagt til sín. Á 10. mín. s.h. kemur þriðja mark Vals. Hermann Gunnars- son fékk knöttinn rétt fyrir utan vítateig Þrótt, lék mjög fallega á þrjá varnarmenn Þróttar og skaut þrumuskoti, gjörsamlega óverjandi fyrir Gísla í Þróttarmarkinu. Stór- glæsilegt mark. Þrem mín. síð- ar á Reynir skot að Þróttar- mapkinu en boltinn snerti varn- armann, breytti stefnu og lenti í blá horninu, 4—0 fyrir Val. Þegar 22 mínútur voru liðn- ar af s.h. hóf Þróttur saklausa sókn um miðbik vallárins. Halldór Einarsson, miðvörður Vals, nær knettinum og ætlar að senda eigin markvercji knöttinn, en sendingin var of há og fór yfir Gunnlaug, sem var kominn út úr markinu, og knötturinn lenti í Valsmark- inu, .4—1. Síðan, á næst síðustu mín., skaut Hermann föstu skoti af vítateigslínu sem hafnaði í blá horninu, 5—1 fyrir Val. Fleiri urðu mörkin ekki. Tækifæri Þróttar voru fá og hættulaúst. Liffin: Valsliðið var nú • allt annað og betra en á móti Fram í fyrsta leik mótsins. Er það mest að þakka tveim nýliðum, 1 Samúel Erlingssyni og Alex- ander Jóhannessyni, sem voru lang beztu menn Vals ásamt Þorsteini Friðþjófssyni og Ingvari. Hermann og Árni áttu líka góðan leik. Útiœfingar frjáEsíþrótta- manna hafnar \ Með hækkandi sól og hlýn- andi veðri fer hugur margraað leita til útiveru, ekki hvað sízt þeirra, sem setið hafa á skóla- bekkjum í vetur. Því miður hafa ungmenni R- vífcurborgar ekki notfært sér útivistarsvæði borgarinnar sem skyldi, svo sem íþróttavellina. Frjálsíþróttadeild • KR vill því benda þessum ungmennum á, að frjálsíþróttaæfingar á vegum deildarinnar fara fram á Melavellinum alla virka daga frá kl. 5 — 8 e.h., nema laug- ardaga frá kl. 1, Mun þá þjálf- ari .deildarinnar Jóhannes Sæ- mundsson taka á móti byrjend- um til innritunar- í félagið og kennslu, jafnt stúlkum sempilt- um. Jafnframt vill stjóm deildar- innar hvetja þá, er æft hafa hjá deildinni í vetur til að koma á völlinn til æfinga, því að frjálsíþróttamót fara að hefja- ost. Fyrsta mótið fer fram 1. júní, sem er Sveinameistara- mót Reykjavfkur. spymu. Karl er löngu kunnur sem bezti dómari landsins í handknattleik og virðist ætla að ná jafn langt í knattspyrnu. Linuverðirnir stungu óþægi- lega í stúf við dómarann í sín- um störfum. S. dór. Tilkynning til viðskiptamanna W ár Utvegsbanka Islands Ákveðið hefur verið að bankinn verði lokaður á laugardögum frá 15. maí tiL30. sept. n.k. Jafnframt hefur verið ákveðið, að afgreiðslur bankans verði fyrst um-sinn opnar aðra virka daga frá kl. 9,30 til 12 og 13 til 16. Sparisjóðsdeild bankans er einnig' opin sömu daga frá kl. 17 til 18,30. Inngangur frá Austurstraeti og Lækjartorgi. Útibúið á Laugavegi 105 verður einnig lokað á sama tímabili alla laugardaga. Aðra virka c^aga verður það opið frá kl. 9,30 til 12 og 15 til 18,30. útvegsbanki íslands. TILKYNNING breyttan afgreiðslutima Frá og með 16. maí 1967 verður afgreiðslutími aðalbank- ans sem hér segir: i ^ Alla virka daga nema laugardaga kl. 9.30-12.30 og kl. 1-3.30 eftir hádegi. Þá verður tekin upp síðdegisafgreiðsla fyrir sparisjóðs- og hlaupareikningsviðskipti kl. 5-6.30 alla virka daga nema laugardaga. Frá 15. maí til 30. sept 1967 verður aðalbankinn ásamt öll- um útibúum bankans í Reykjavík lokaður á laugardögum. Athygli er hér með vakin á, að víxlar, sem falla f gjalddaga á fimmtudögum á ofangreindu tímabili, verða að greiðast fyrir lokun aðalbankans (kl 3.30) daginn eftir, svo komizt verði hjá afsögn. Austurbæjarútibú, Laugavegi 114 verður frá sama tíma opið kl. 9.30-12, kl. l-ó og 5-6 alla virka daga nema laugardaga. Búnaiarbanki íslands HALLÓ! í dag opnar EGGERT GUÐMUNDSSON málverkasýningu í vinnustofu sinni í HÁTÚNI 11 Sýningin er opin alla daga frá kl. 2-10 e.h.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.