Þjóðviljinn - 13.05.1967, Qupperneq 6
▼
£ SÍDA — MÓÐViLJINTJ — Lawgardagur 13. mðí 1967.
BaristrendingafélagiB rekur
Hétei Flákalund í Vatnsfirði
Nýlega hélt Barðstrendinga-
félagið 1 Reykjavík aðalfund
sinn í skýrslu stjórnarinnar
kom fram að starfsemi félags-
ins hafði verið mikil og fjöl-
breytt á síðastliðnu ári.
Félagið á og rekur sumarhót-
elið Bjarkarlund í Reykhóla-
sveit; eru þar gistirúm fyrir 40
gesti og tekur hótelið á móti
gestum til lengri og skemmri-
dvalar. Vegna vorferðalaga
skólabarna úr Reykjavík og
víðar, sem mikið hafa pant-
að mat og gistingu í vor, mun
hótelið í Bjarkarlundi opna nú
um 20. tnaí, sem er nokkuð
fyrr en venjuiega. Hóteistjóri
í Bjarkárlundi í sumar verður
Svavar Ármannsson.
í Vatnsfirði á Barðaströnd
hefur félagið rekið greiðasölu
nokkur undanfarin ár. Á síð-
astliðnu ári réðst félagið í að
reisa þar hótel; boðin var út
smiði á 240 fermetra húsi, sem
Benedikt Davíðsson bygginga-
meistari og Magnús Ingvarsson
arkitekt höfðu teiknað.
Hagstæðasta tilboðið kom
frá Noregi og var því' tilboði
tekið. Milligöngu um samninga
við hina norsku framleiðend-
ur hafði fyrirtækið Bjöm
Westad & Co. í Reykjavík.
Framleiðendur sendu tvo fag-
menn með húsið til að setja
það upp og tók það mánuð fyr-
ir fjóra menn að gera húsið
fokhelt, þó tafði það nokkuð
að húsið hafði skemmzt í flutn-
ingi til landsins. í húsinu verð-
ur fullkomið eldhús, veitinga-
salur, sem rúmar 80 manns í
sæti og gistirúm fyrir 10. Þá
hefur félagið fest kaup á nýrri
35 kw. rafstöð, sem sett verð-
ur upp í Vatnsfirði í vor.
Allar eru þessar íramkvæmd-
ir kostnaðarsamar. Til að afla
fjár til þeirra efndi félagið til
happdrættis á síðastliðnu ári.
Happdrætti þétta, sem var
heimilistækjahappdrætti gekk
mjög vel. Einnig fékk félagið
lán hjá Ferðamálasjóði íslands
til framkvæmdanna í Vatns-
firði. Ennþá er mikið eftir til
--------:-------------------—$
Sveinn Bergsveinsson:
EIGNIR
í SPÍTALAGARÐINUM
Ég geng út í loftið og ljósið
lungu mín svaladrykk teyga.
Þó að mér auðæfin þyrru
þ^tta er dýrmætt að eiga.
Gulleit er jörðin og greinamar enn
geyma brumin sín inni.
En himinninn er heiður og blár
og hann er í eigu minni.
Ég á útsýnið yfir garðinn
og eiga mun ég það lengi. —
Ég forðast að segja hve fagurt það er
svo fjársjóð þeim ræni mig engi.
Ég veit líka að eitthvað finnst annað
það ástir og nautnir menn kalla. —
En það eru annarra eignir.
Ætlaðar mér held ég varla.
Að stofni til ort í Höfn 25.2. 1945. — Breytt
upp ur miðjum apríl 1967.
að ljúka við húsið og sér fé-
iagið litla möguleika til þess
í sumar, vegna fjárskorts. Þó
verður reynt að ljúka við og
taka í notkun gistiherbergin,
en notast áfram við eldri að-
stöðu til veitingasölu. Þá var
á‘ aðalfundinum samþykkt að
gefa hótelinu í Vatnsfirði nafn-
ið Flókalundur. Hótelstjóri í
Flókalundi í sumar verður
Kristinn Óskarssoni-
Starfsemi félagsins í Reykja-
vik hefur verið með líku sniði
og undanfarin ár. Skemmti-
fundir haldnir einu sinni í mán-
uði og hafa þeir verið mjög vel
sóttir. Þá hefur starfað á veg-
um félagsins málfundadeild,
sem heldur fundi einu sinni í
mánuði. Kvennanefnd félagsins
hefur séð um jólafag'nað fyrir
börn, grímudansleik og skír-
dagssamkomu, en til hennar er
boðið öllum Barðstrendingum
búsettum í Reykjavík og ná-
grenni, sem náð hafa 60 ára
aldri. Þá starfar á vegum fé-
lagsins bridgedeild, sem spil-
ar einu sinni í viku allan vet-
urinn. • *
Á síðastliðnu ári réð félag-
ið sér framkvæmdastjóra, Er
það Guðbjartur Egilsson og
hefur hann opnað skrifstofu
fyrir félagið í Bugðulæk 18.
Félagar í Barðstrendingafé-
laginu eru nú 530 talsins.
Stjórn félagsins skipa nú
Guðbjartur Egilsson formaður,
Guðmundur Jóhannesson vara-
formaður, Sigmundur Jónsson
gjaldkeri, ' Ólafur A. Jónsson
ritari. Meðstjórnendur eru
Kristinn Óskarsson, Gísli Kr.
Skúlason, Alexanðer Guðjóns-
son og Marinó Guðjónsson.
Ósvaldur Knudsen og kvikmyndavélin.
,Með sviga lævi' - hin nýja
mynd Ósvaldar frumsýnd
Fjórða kvöldvaka Ferðafélags
íslands var haldin miðvikudag-
inn 10. þ.m. í Sigtúni.
Kvöldvökur þessar haf'a tek-
ið á sig nokkuð fast form og
skiptast í þrjá hluta, kvik-
mynda- eða skuggamjmdasýn-
ingar, myndagetraun og dans.
Myndasýningin var að þessu
sinni tvískipt, í fyrsta lagi •
var sýnd kvikmynd af Surts-
ey, og svo skuggamyndir af
Heklu.
Það var með mikilli eftir-
væntingu sem áhorfendur biðu
Surtseyjarmyndarinnar „Með
sviga lævi“ hvort hún myndi
standast samEinburð við fyrri
Surtseyjarmynd Ósvaldar „Surt-
ur fer sunnan“.
Vist má telja að enginn
þeirra fjölmörgu áhorfenda,
sem fylltu Sigtún þetta kvöld,
hefur orðið fyrir vonbrigðum.
Myndin var í fáum orðum sagt
afburða góð og var hún fyrri
myndinni sízt lakari, einkum
fannst mér litirnir í þessari
mynd njóta sín betur. í mynd-
inni var einnig sýnt frá gos-
inu í Syrtlingi og Jólni, auk
Surtseyjargossins sjálfs. Einn-
ig var sýnt frá rannsóknarferð-
um vísindamanna til eyjarinn-
ar til söfnunar gróðurs og skor-
dýrasýnishorna. Elektrónísk
tónlist Magnúsar Blöndals Jó-
hannssonar féll mjög vel að
myndinni, og skýringar Sigurð-
ar Þórarinssonar voru líflegar
og skemmtilegar að vanda. Við
lok myndarinnar var Ósvaldi
Knúdsen þakkað með dynjandi
lófataki. •
Því næst hófst skuggamynda-
sýning af Heklugosinu 1949 og
flutti Sigurður Þórarinsson
skýringar með hverri mynd,
fræðandi og gamansamar. Að
því loknu var myndagetraun.
Síðan var stiginn dans til
miðnættis. — Að endingu vil
ég svo þakka Ferðafélaginu
fyrir ánægjulega kvöldstund.-
ÆSI vill vandaðra þjóðhátíðarhald og
breyttan þjáðháning íslenzkra kvemu
D Á þingi sínu um fyrri
helgi ræddi Æskulýðssam-
band íslands meðal annars
þörfina á breyttu skipulagi
þjóðhátíðarhalds og sam-
þykkti ávarp til íslenzku
þjóðarinnar um það efni,
þar sem lagt er til að þjóð-
hátíðin verði fjölbreyttari
og betur til hennar vandað.
I sama ávarpi er borin fram
tillaga um breyttan þjóð-
búning kvanna og fer á-
varpið í hefld hér á eftir:
Fulltrúar landssamtaka æsk-
unnar á sameiginlegum vett-
vangi þeirra, þingi Æskulýðs-
sambands íslands, vekja athygli
þjóðarinnar á því að í heimi
síminnkandi fjarlægða, aukinn-
ar samvinnu og heillavænlegr-
ar samhjálpar eiga sérkenni
þjóða stöðugt erfiðara uppdrátt-
ar, sé ekki að gætt og á móti
spyrnt.
ísland hefúr nú í rúman ald-
arfjórðung verið i alfaraleið
og einangrun þjóðarinnar er
liðin tíð. Bendir þróun undan-
farinna ára ákveðið til þess, að
samstarf þjóðanna muni stór-
----------------------------------<g,
Úthlutun listamannalauna 67
Hér er birt tiilkynning út-
hlutunamefndar um úthlutun
listamannailauna:
Úthlutunamefnd listamanna-
launa fyrir ýið 1967 hefur lok-
ið störfum. Hlutu 102 listamenn
laun að þessu sinni. Nefndina
skipuðu Helgi Sæmundsson rit-
stjóri (formaður), Halldór
Kristjánsscn bóndi (ritarí),
Andrés Björnsson lektor, Andr-
és Kristjánsson ritstjóri, Einar
Laxness cand mag„ Hjörtur
Kristmundsson skólastjóri og
Magnús Þórðarson blaðamaður.
Listamannalaunin 1967 skipt-
ast þannig: K
Veitt af AJlþingi:
100 þúsund krónur:
Gunnar Gunnarsson, Halldór
Laxness, Jóhannes S Kjarval,
PólJ ísólfsson, Tómas Guð-
miundsson.
Veitt af úthlutunamefndinm;
60 þúsund krónur:
Ásmundur Sveinsson, Finnur
Jónsson, Guðmundur Böðvars-
son, Guðmundur Daníelsson,
Guðmundur G. Hagalin, Gunn-
laugur Scheving, Haraldur
Bjömsson, Jakob Jóh. Smári,
Jakob Thorarensen, Jóhann
Briem, Jóhannes úr Kötlum,
Jón Engilberts, Jón Leifs, Krist-
mann Guðmundsson, Ólafur
Jóh. Sigurðsson, Ríkharður
Jónsson, Sigurður Þórðarson,
Sigurjón Ólafsson, Snorri Hjart-
arson, Svavar Guðnason, Þor-
steinn Jónsson (Þórir Bergsson)
Þorvaldur Skúlason, Þórbergur
Þórðarson.
30 þúsund krónur:
Agnar Þórðarson, Amdís
Bjömsdóttir, Ágúst Kvaran,
Ármann Kr. Einarsson, Arni
Bjömsson, Ásgeir Bjarnþórsson,
Benedikt Gunnarsson, Björn
Ólafsson, Bnagi Ásgeirsson,
Bragi Sigurjónsson, Brynjólfur
Jóhannesson, Eiríkur Smith, El-
ínborg Lárusdóttir, Eyborg Guð-
mundsdóttir, Eyþór Stefánsson,
Guðbergur Bergsson, Guð-
munda Andrésdóttir, Guðmund-
ur Elíasson, Guðmundur L.
Friðfinnsson, Guðmundur Frí-
mann, Guðmundur Ingi Kristj-
jánsson, Guðrún frá Lunöi,
Gunnar Dal, Gunnar M. Magn-
úss. Gunníríður Jónsdóttir,
Hafsteinn Austmann, Hallgrím-
ur Helgason, Hannes Péíursson,
Hannes Sigfússon, Heiðrekur
Guðmundsson, Indriði G. Þor-
steinsson, Jóhann Hjálmarsson,
Jóhannes Helgi, Jóhannes Jó-
hannesson, • Jón Björnsson,
Jón Helgason próf., Jón Nor- •
dal, Jón Óskar, Jón Sigur-
bjömsson, Jón úr Vör, Jón Þór-
arinsson, Jökull Jakobsson,
Karl Kvaran, Karíl O. Runólfs-
son, Kristinn Pétursson listmál-
ari, Kristján Daviðsson, Kristj-
án frá Djúpalæk. Leifur Þórar-
insson, Magnús Á. Árnason,
Maria Markan, Matthías Jó-
hannessen, Nína * Tryggvadóttir,
Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðal-
steinn, Pétur Friðrik Sigurðs-
son, Rósberg G. Snædal, Sig-
urður Sigurðsson, Sigurjón
Jónsson, Stefán Islandi, Stefán
Júlíusson, Steinar Sigurjónsson,
Steinþór Sigurðsson, Sveinn
Þórarinsson, Sverrir Haralds-
son listmálari, Thor Vilhjálms-
son, Valtýr Pétursson, Vetur-
liði Gunnársson Þorgeir Svein-
bjamarson, Þorsteinn frá
Hamri, Þorsteinn Valdimarsson,
Þórarinn Guðmundsson, Þórar-
inn . Jónsson, Þóríeifur Bjama-
son, Þóroddur Guðmundsson.
aukast á komandi árum. Þess-
ari þróun fagna fulltrúar lands-
samtaka æskunnar og hvetja
ákveðið til aukinnar þátttöku
íslands í alþjóðlegri samvinnu
og samhjálp þjóðanna. Sam-
hliða því er hvatt til eflingar
þjóðarvitundar og varðveizlu
þjóðlegra sérkenna, eða aðlög-
unar þar sem svo á við.
Á þessari stundu skal minnzt
á tvö atriði:
í fyrsta lagi að íslenzkt þjóð-
hátíðahald hefur ekki þá reisn
né þann þokka, sem vera
skyldi.
í öðru lagi að íslenzki þjóð-
búningurinn er að hverfa af
sjónarsviðinu og mun innan
fárra ára, ef ekki verður að
gáð, verða lítið annað en safn-
og kistugripur.
Fulltj-úar íslenzku æskulýðs-
samtakanna
hvetja þjóðhátíðarnefndir til að
vanda undirbúning þjóðhá-®
tíðarhaldsdns og þær stefni
jafnframt að því að þjóðhá-
tíðin verði fjölbreytt, þann-
ig að hún beri ekki sama svip
árum saman.
hvetja almenning til að leggja
sitt af mörkum á komandi
árum, þannig að íslenzk þjóð-
hátíð megi verða þáttur í nð
efla heilbrigða þjóðernis-
kennd og verða landsmönnum
til sannrar ánægju.
hvetja konur, yngri sem eldri,
sem þess eiga kost, að bera
íslenzka þjóðbúninginn, þeg-
ar við á, þannig að hann
megi fremur verða einkenni
þjóðhátíðardagsins, en margt
það annað,' sem undanfarið
hefur sett svip sinn á hátíða-
höldin.
Fulltrúar íslenzku æskulýðs-
samtakanna á sameiginlegum
vettvangi þeirra, þingi ÆSÍ '
samþykkja
að ÆSÍ stofni þjóðhátíðar-
nefnd ungs fólks, sem setji
fram hugmyndir um nýja
þjóðhátíð fyrir aldarfjórð-
ungsafmæli lýðveldisins 1969,
og verði nefndinni ætlað áð
móta blæ þjóðhátíðarhalds í
framtíðinni.
að í sumar leiti ÆSÍ til nokk-
urra ákveðinna samtaka og
stofnana um að skipa full-
trúa í dómnefnd fyrir lands-
samkeppni á vegum Æsku-
lýðssambandsins, þar sem
leitað verði eftir hugmyndum
um nýjan íslenzkan þjóðbún-
ing við hæfi nútímakonunn-
ar. Verðt með því hindrað
að íslenzkur þjóðbúningur
kvenna hverfi af sjónarsvið-
inu og verði eingöngu safn-
gripur.
KR vaiHt Vík-
ing 3:1
Fjórði leikur Reykjavíkur-
mótsins í knattspyrnu var háð-
ur. á Melavellinum í gærkvöld.
KR sigraði þá Víking með 3
mörkum gegn einu. Sigur KR
varð þó ekki eins auðsóttur og
flestir munu hafa búizt við fyr-
ir leikinn. Víkingar skoruðu
fyrsta markið er stundarfjprð-
ungur var af leik, og KR-ing-
um tókst ekki að jaí’na fyrr en
um miðjan síðari hálfleik. Ann-
að mark KR var skorað er 10
mín. voru til leiksloka og loka-
markið nokkrum mínútum sí&
ar.
i