Þjóðviljinn - 19.05.1967, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 19.05.1967, Qupperneq 5
Föstudagur 19. maí 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA 5 Þróttur vann Víking 3:1 í 6. leik Reykjavíkurmótsins ■ Annarrardeildar-liðin Þróttur og Víkingur háðu mikla baráttu en sýndu litla knattspymu í 6. leik Reykja- víkurm’ótsins sl. miðvikudagskvöld. Töluverð spenna var í leiknum þrátt fyrir 3:1 sigur Þróttar, sem er of stór miðað við gang leiksins og tækifæri beggja. Víkingur hóf sókn strax í byrjun fyrri hálfleiks og hélt henni nær látlaust fyrstu tutt- ugu mínúturnar en tókst þó ekki að skora þrátt íyrdr nokk- ur góð tækifæri. Þegar liðnar voru þrjátíu mín. af fyrri hálf- leik kom fyrsta mark leiksins. Þróttarar só'ttu upp vinstri kant og sendu háan bolta inn á vítateig, þar sem miðherji Þróttar, Guðmundur Vigfús- son, var fyrir og skallaði laust í átt að marki, en markvörðuy Víkings var kominn langt út úr markinu og fór boltinn yfir hann og í netið. Ljótt klaufa- mark. Við þetta mark lifnaði Þrótt- arliðið við og sótti nú stíft út hálfleikinn. Á 37. mín. skor- ar svo Kjartan Kjartansson annað mark Þróttar með skalla eftir góða fyrirgjöf frá vinstri kanti. í seinni hálflcik hélt Þrótt- ur áfram þar sem frá var horf- ið, og sótti nú mun meir út allan hálfleikinn. Áttu Þrótt- arar meðal annars ein fjögur stangarskot og nokkur dauða- tækifæri sem kallað er.' Þó tókst þeim ekki að skora fyrr en á 35. mín síðari hálfleiks, er Haukur Þorvaldsson skor- aði þriðja mark Þróttar með skalla. Þannig voru öll mörk Þróttar skoruð með skalla. Tvéim mínútum síðar kom- ast Víkingar svo á blað, þeg- ar hægri bakvörður Víkings skorar laglegt mark; fékk hann boltann uppúr þvögu (ekki þeirri fyrstu í þessum leik) við Þróttar-markið og skaut við- stöðulaust og boltinn hafnaði í blá-horninu; vel gert hjá Haf- steini. Fleiri urðu mörkin svo ekki. Þrátt fyrir það, að Þróttur ætti meira í seinni hálfleik áttu Víkingar sín tækifæri sem þeir fóru illa með, m.a. tvö st'angarskot og nokkur opin færi. Knattspyrnan í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Samleikur, sem talinn er tilheyra flokkaiþróttinni, er ekki í metum hjá þessum lið- um. Aftúr á móti virðast föst Bpörk og mikil hlaup öllu hærra skrifuð, þó sérstaklega hjá Vík- ingsliðinu. Beztu menn þeirra og þeir einu sem reyndu að upphefjá samleik voru Þórar- inn og Gunnar. Hjá Þrótti tforu beztir þeir Haukur, Ómar og Halldór Bragason ‘og sá síðastnefndi er góður leikmaður sem hefur auga fyrir spili, en því miður þá virðist sem félagar hans hafi meiri trú á einstaklings- framtakinu. Dómari var Róbert Jónsson og mun þetta vera fyrsti „stór- leikurinn" sem hann dæmir, og gerði það mjög vel. Frá borgardómara- embættinu Frá og með 1. júní 1967 verða hin reglulegu bæjarþing Reykjavíkur, á þriðjudögum og fimmtudögum, haldin í dómsal borgardóm- araembættisins að Túngötu 14, Reykjavík. Frá sairna tíma verða hin reglulegu dóm- þing sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur haldin 'á sama stað, annan hvorn föstudag, í fyrsta sinn föstudaginn 9. júní n.k. Yfirborgardómarinn í Reykjavík. HÁKON GUÐMUNDSSON. TILKYNNING til viðskiptamanna um afgreiðslutíma og víxilafsagnir. Eins og áður hefur verið auglýst verða afgreiðslur vorar lokaðar á laugardögum á tímabilinu frá miðjum maí til septemberloka n.k. Er jafnframt vakin sérstök athygli á því, að afgreiðslur vorar eru nú opnaðar hálfri stundu fyrr en verið hefur, eða kl. 9.30. — Eru viðskipta- menn hvattir til að nota sér þennan aukna afgreiðslutíma á morgnana. Ef afsagnardagar víxla falla ,á laugardaga á tímabilinu frá miðjum maí til septemberloka n.k., verða þeir afsagðir næsta virkan dag á undan. 17. maí 1967. , \ ' SEÐLABANKI ÍSLANDS LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVÉGSBANKI ÍSLANDS BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS h.f. VERZLUNARBANKI ÍSLANDS h.f. / SAMVINNUBAN KI ÍSLANDS h.f. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR SPARISJÓÐUR OG NÁGRENNIS HAFNARFJARÐAR 4 Viðgerðir £ skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð bjónusta Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B. Sími 24-6-78. Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu III. hæð) símar 23338 og 12343 m Ms. Kronprins Frederik og vöruflutningaskip Áætlun um næstu ferðir frá Kaupmannahöfn verða. 23. maí, 27. maí, 7. júní, 13. júní, 17. júní og 28. júní. Frá Reykjavík 20. maí, 1. júní, 3. júní, 12. júní, 22. júní og 24. júní. Komið verður við í Fær- eyjum í báðum leiðum. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIIWSEN Símar 13025 og 23985. SOVIETSK KVIKMYNDA * KYNNING HEFST MAI VENJULEGUR FASiSMI ÁNAUÐUGA LEIKKONAN GRANSTEINA ARMBANDIÐ SfÐASTA BLÓÐHEFNDIN MAYA PLISETSKAYA REIKAÐ UM MOSKVU BYLURINN mm. HAFNARFJARÐAR B Ö I “ HÁSKÓLA BIO daglegum BÆJARBÍÓ auglýsingum AUSTURBÆJAR BÍÓ kvikmyndahúsanna LAUGARÁSBÍÓ -------- GAMLA BÍÓ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.