Þjóðviljinn - 27.05.1967, Síða 3

Þjóðviljinn - 27.05.1967, Síða 3
La’ugardagur 27. maí 1967 — ÞJÓÐVILJINN _ slÐA 3 Manntjén Framhald af 1. síðu. áttu sér stad á „friðlýsta“ svæð- mu á mörkum vietnömsku lands- hlutanna. Bandarískt herlið réðst inn á svæðið austanyert fyrir ríðustu helgi, lagði þar alla hyggð í eyði, skildi eftir sviðna ákra og brennda bæi. Þessum aðgerðum Bandarík.iamanna lauk 1 dag og var jafnframt lýst yfir í Saigon að héðan í frá yrði engu kviku eirt sem þar fyrir- fyndist. Tasplega 10.000 manns, baendur og skyldulið þeirra, hafa verið flutt burt frá svæðinu og fserð 1 í fangabúðir. 100.000 í ár Með manntjóni Bandaríkja- manna i síðustu viku hafa sam- tals fallið 10.253 bandarískir her- menn í stríðinu í Víetnam, að sögn herstjómarinnar í Saigon. Samtals hafa 61.425 bandarískir hermenn særzt í Víetnam síðan 1. janúar 1961. Ef svo héldur á- fram, segir í Reutersskeyti, mun samanlagt manntjón Bandaríkja- mannaí Víetnam, fallnir og særð- ir, fara upp fyrir 100.000 á þessu ári. Jafnframt er þess get- ið í skeytinu að „á sama tíma hafi tugþúsundir Víetnama ver- ið drepnar". Sagt er að „Víetcong og Norð- ! ur-Víetnamar“ hafi misst 2.464 fallna i síðustu viku, og sé það 310 mönnum færra en þeir hafi misst áður flesta á einni viku. Auk þeirra Bandarikjamanna að 241 hermaður Saigonstjómar- sem féllu í síðustu viku er sagt innar hafi fallið og 50 hermenn frá Suður-Kóreu og Astralíu. Samkvæmt tölum bandarísku herstjómarinnar í Saigon hafa því samtals fallið 3.092 menn í bardögum þessa viku, og em þá væntanlega ekki taldar með þúsundir óbreyttra borgara. Arabar og ísrae! Framhald af 1. síðu. Israelsmanna í Sinai), get ég treyst hersveitum okkar. C Þant í New York O ÞaVit, framkvæmdastjóri SÞ, er kominn aftur til New York úr ferðalagi sínu til Kaíró og er nú að semja skýrslu um viðræð- ur sínar við Nasser. Öryggisráð- ið mun ekki verða kvatt saman aftur fyrr en fulltrúar í því hafa fangið að kynna sér skýrsluna. Skýrt var frá þvi í Kaíró í dag að Egyptar hefðu hafnað fimm tillögum Bandaríkjastjómar til lausnar deilunni. Megininntak þeirra var að gæzlulið SÞ skyldi taka sér aftur stöðu á landamær- unum og hersveitir Egypta og Israelsmanna verða fiuttar það- an brott. Utanríkisráðherra Egyptalands, Mahmbud Riad, sagði í dag. að Israel væri sköpunarverk Banda- ríkjanna og þau ættu alla sök á þvi ástandi sem nú ríkti í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Flugsýningin í París opnuð PARlS 26/5 — De Gaullc forseti ppnaði í dag 27. flugsýninguna í París, en hún er að venju haldin á Le Bourget-flugvelli. Þetta er mesta flugsýning í heimi og taka að þessu sinni þátt 450 fyrirtæki frá 16 löndum. Einna mesta athygli á sýningunni vekur eldflaug sú sem Sovétríkin sýna, en hún er af þeirri gerð sem bar á loft fimm mönnuð Vostok-geimför. — Myndimar em af eldflaugihni. Forskóli fyrír prentnám Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst í Iðn- skólanum í Reykjavík, að öllu forfallalausu hinn 5. júní n.k. Forskóli þessi er ætlaður fyrir nemendur, er hafa hugsað sér að hefja prentnám á næstunni, og éinnig þeim nemendum sem eru komnir að í prentsmiðjum, en hafa ekki hafið skólanám. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans fyrir 2. júní. — Umsóknareyðublöð og aðrar upplýsing- ar verða látnar í té á sama stað. Iðnskólinn í Reykjavík. Félag íslenzkra prentsmiðjueigenda. NYTIZKU KJÖRBÚÐ Kynnist vörum, verði og þjónustu. Góð bílastæði. / KRON StakkaWíð 17 30 ára 30 ára Sjómannadagurínn 1967 að Hratnistu Sunnudaginn 28. maí 1967 08.00 Fánar dregnir að hún á skipum í höfninni. 09.00 Sala á merkjum Sjómannadags- ins og Sjómannablaðinu hefst. 11.00 Hátíðamessa í Laugarásbíó. Prestur séra Grímur Grímsson. Kirkjukór Ásprestakalls syngur. Söngstjóri Kristján Sigtryggsson. Einsöngur: Kristnn Hallsson. 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur sjómanna- og ættjarðarlöff við Hrafnistu. 13.45 Mynduð fánaborg að Hrafnistu með sjómannafélagafánum og ís- lenzkum fánum. 14.00 Minningarathöfn: A. Séra Ingólfur Ástmarsson minnist drukknaðra sjómanna. B. Guðmundur Jónsson, söngvari, syngur. ÁVÖRP: A. — Fulltrúi ríkisstjómarinnar, hr. Eggert G. Þorsteinsson sjávar- útvegsmálaráðherra. B. — Fulltrúi útgerðarmanna, hr. Ingimar Einarsson, lögfr. C. .—: Fulltrúi sjómanna, hr. Sverrir Guðvarðarson stýrimað- ur. - D. — Afhending heiðursmerkja Sjómannadagsins, hr. Pétur Sig- urðsson, alþm. formaður Sjó- mannadagsráðs. Karlakór Reykjavíkur syngur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á milli ávarpa. — Stjórnandi Lúðra- sveitarinnar er Páll P Pálsson. Konur úr kvennadeild S.y. F.í. selja Sjómannadagskaffi í borðsal Hrafnistu frá kl. 14.30. Ágóðinn af kaffisöl- unni rennur til sumardvalar barna frá bágstöddum sjó- mannaheimilum. ☆ ☆ ☆ Að loknum útihátíðahöldunum er heimilið til sýnis almenningi. Kl. 16.30 hefst í nýju sundlauginni í Laugardal stakkasund, björgunarsund, sýnd meðferð gúmmíbjörgunarbáta og froskmenn sýna. — Verðlaun veitt. ☆ ☆ ☆ Kvöldskemmtanir á veg- um Sjómannadagsráðs: Sjómannahóf í Súlnasal Hótel Sögu hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði: ' — Dansflofckur frá dansskóla Her- manns Ragnars. — Guðrún Á. Símonar syngur. — Leikaramir Rúrik Haraldsson og Róbert Amfinnsson fara með gamanþátt. Glaumbær: Dansleikur, skemmtiatriði. Klúbburinn: Dansleikur, skemmtíatriði. Lídó: Dansleikur, skemmtiatriði. Ingólfscafé: Gömlu dansamir. Aðgöngumiðar að öðrum skemmtunum en Hótel Sögu verða afhentir áið inn- gangnn á viðkomand stöðum frá kl 18.00 á sunnudag — Borðapantanir hiá yfirþjónum Allar kvöldskemmtanir standa yfir til klukkan 02.00. Barnaskemmfún í Laugar- ásbíó kl. 13.30 1. Dansflokkur úr dansskóla Hermanns Ragnars. 2. Hljómsveitin Bláa bandið syngur og leikur. 3. Gamanvísur. — Alli Rúts. .4. Þorgrímur Einarsson skemmtir. 5. Bamaþáttur. — Klemenz Jónsson. 6. Guðrún Guðmundsdóttir og Ingibjörg Þorbergs syngja og leika. Kynnir: Karl Einarsson. Aðgöngumiðar seldir í Laugarás- bíói frá kl. 14.00, laugardag. ☆ ☆ ☆ ■ Unglingadansleikur í Lídó frá kl. 14.00-17.00 TOXIK leika. Alli Rúts skemmtir. Aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn. ☆ ☆ ☆ Laugardaginn 27. maí 17.00 Kappróður í 'Reykjavíkurhöfn. Verðlaun veitt. ☆ ☆ ☆ SÖLUBÖRN I Afgreiðsla á merkjum Sjómanna- dagsins og Sjómannablaðinu verður á eftirtöldum stöðum frá kl. 09.00 á sjómannadaginn, sunnudaginn 28. maí: Mýrarhúsaskóla — Melaskóla — ÍR- húsinu við Túngötu — Miðbæjarbarna- skóla — Austurbæjarbarnaskóla — Sunnubúð við Mávahlíð — Hlíðarskóla — Álftamýrarskóla — Biðskýlinu við Háaleiti — Breiðagerðisskóla — Voga- skóla — Langholtsskóla — Laugalækj- arskóla — Laugarásbíói — og Hafnar- búðum, en þar verður einnig afgreiðsl- an kl. 16—19 í dag, laugardaginn 27. maí. Auk venjulegra sölulauna fá böm, sem selja merki og blöð fyr- ir kr. 200,00 eða meira, aðgöngu- miða að kvikmyndasýningu í Laugarásbíói.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.