Þjóðviljinn - 27.05.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.05.1967, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. mai 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Skúli Guðjónsson: LITLU VERÐUR VOGGUR FEGINN Nýlega barst mér til cyrna sú fregn, að blaðið Vesturland hefði í snoturlega innramm- aðri grein, svo sem venja er um dánartilkynningar, tilkynnt lesendum sínum, að ég væri dauður, svona pólitískt séð, eða, eins og blaðið orðaði það svo kurteislega, að ég hefði dregið mig í hlé frá stjórn- málum eftir að ég hvarf af Vestfjarðalista Alþýðubanda- lagsins, ásamt Hannibal VaLdi- marssyni og fleiri góðum mönnum. Það skyildi enginn treysit.a' sofandi manni, sagði karlinn, og varlega skyldi Vesturland treysta því, að ég sé dauður úr öllum æðum, þótt ég haíi horfið af fyrrnefndum lisla. Það er eins með dauða menn og guðhræðsluna, að ]>eir eru til margra hluta nytsamlegir. Ástæðan fyrir því, að fyrr- nefnt blað birti hina ótíma- bæru andlátsfregn, virðist vera sú, að ég hafði fyrir skömmu látið þau orð, íalla í útvarps- þætti í Þjóðviljanum í sam- bandi við þá nýafstaðnar eld- húsdagsumræður, að mér fyndist stjórnarandstæðingar dæma ríkisstjórnina of hart og 'að hún hefði reynzt betur en ég hafði þorað að vona. Þetta finnst blaðinu, að vonum, mik- ill hvalreki. En þetta er sann- færing mín, er ég skal bratt rökstyðja Þó má vera, að í áður- nefndri Þjóðviljagrein hafi ég látið þetta svo afdráttarlaust í ljps sökum þess, hve mér rann til rifja umkomuleysi ríkisstjórnarinnar, scr í lagi þó Sjálfstæðismanna í fyrr- nefndum útvarpsumræðum. Ég er þannig gerður að ég hef alltaf samúð með þeim, sem bágt eiga. En hefði Vesturland viljað vera jafn heiðarlegt og það telur mig vera sanngjarnan, myndi það hafa birt niðurlag hugleiðinga minna um við- reisnarstjórnina. En þar seg- ir svo: Ríkisst.iórnin gæti því með nokkrum rétti vikið við orðum postulans og sagt: Hið illa, sem ég vildi g.iöra, gjörði ég ekki, en hið góða sem ég vildi ekki gjöra, gerði ég. ^ Mér finnst nú sjálfum. þeg- ar ég rifja þetta upp, að mér hafi farizt við blessaða rík- isstjórnina líkt og hennj hefur svo oft farizt í skiptum sín- um við fólkið, að taka með annarri hendinni það sem hún hefur gefið með hinni Viðreisnin var 1 öndverðu kynnt þjóðinni sem nokkurs- konar sjálfvirk vél, visinda- lega útreiknuð og haglega sam- an sett af hinum færustu mönnúm. Ekki þurfti annað en að styðja á hnapp. Þá mjmdi allt fara í gang. Rikis- stjórnin, sem kenndi sig við vélina og kallaði sig viðreisn- arstjóm, þurfti ekki annað en að sitja hjá og horfa á, hver.n- inn eitf sovézkt fjarskiptatung! MOSKVU 25/5 — í dag var skotið á loft frá Sovétríkjunum enn einu gervitungli af gerð- inni „Molnía“, því fimmta i röðinni, en þessi tungl eru ætl- uð til fjarskipta. Umferðartími „Molnía 5“ um jörðina er 11 klst og 55 mín. ig vélin reisti allt við á ör- skömmum tíma. Felmti miklum sló á lands- lýðinn, þegar vélin fór í gang, því að menn þóttust yfirleitt sjá fram á, að vél sú myndi aðeins mala fáum útvöildum gull. Einn égætur Framsóknarmað- ur tók meira að segja svo djúpt í árinni, að likja vél þessari við Móðuharðindi af manna völdum. Ríkisstjórnin var svo stolt og steigurlát fyrst eftir að vél- in fór í gang, að hún var ekki til viðtals um neitt er laut að breytingum. eða endurbótum á þessari uppfinningu. Vélin var fullkomin. nokkurskonar perfectum mobile. Brútt fóru svo að koma i ljós ýmsir smiðagallar á vél- inni. Sjálfvirknin gekk úr skorðum og ýmsir vólarhlutar unnu á annan hátt en þeim hafði verið ætlað. Reynt var að lappa upp á sumt, er úr skorðum gekk, t.d. með endur- tekinni gengisfellingu, en allt kom fyrir ekki. Siðasta örþriía- ráðið sem gripið var til og koma skyldi vélinni í gang, var frumvarpið fræga, er Ólafur heitinn Thórs dró út úr þihg- inu á síðustu stundu og forð- aði þar með ríkisstjórninni og raunar þjóðinni allri írá stór- slysi. Síðan hefur ekki verið gerð tilraun til að setja við- reisnarvélina í gang. En ríkisstjórnin, sem enn kennir sig við viðreisn likt og gjaldþrota brezkur lord, er ekki á annað eftir af íornri frægð en titilinn einan, varð fyrst viðmælandi eftir að vélin sagði stopp. Um það ber með-1^ al annars vitni hið margum- talaða júní-samkomulag og ýmsir aðrir samningar, er hún hcfur léð máls á að gera við ýmsar stéttir þjóðfclagsins. Þetta er skylt að viðurkenna, og það var þetta, er ég hafði í huga, þegar ég sagði, að margneínd ríkisstjórn, hefði rcynzt bctur en inaður hefði þorað að vona. Hitt er svo annað mál, að ríkisstjórn þessi, er ekki öll þar scm hún vcrður scð. Hún er öllum rikisstjórnum slyng- ari, að hafa uppi ýmiskonar brellur og sjónhverfingar til þess að villa mönnum sýn. En það er ekki vélrænt fyrirbæri, heldur mannlegt, þess vegna verður það fyrirgefið. Það var á gamlárskvöld fyrir nokkrum árum, að for- sætisráðherrann okkar, hann Bjarni Benediktssoni. tilkynnti, að hún gengi með nokkrar skemmdar tennur, sem hún þyrfti að losna við. Að vísu gæti það orðið dálítið sárt, að taka þessar skemmdu tennur, en eigi að siður kynni svo að fara. að það reyndist nauðsyn- legt. Að vísu var þetta sett frani eins og véfrétt, enda er ráð- herra þessi mjög slyngur að tala í hálfkveðnum vísum. Þótt litlar sögur hafi gengið um tanndrátt ráðherrans fram að þessu, þarf enginn að efast um, að tannlönglna á hann enn. Fari svo, að ráðherra þessi nái að mynda stjórn að kosn- ingum loknum, hverju guð forði honurn frá. má eins vel gera ráð íyrir því að tann- töngin verði hans hægri hönd og hagstjórnartæki. Við skulum engu spá um úr- slit komandi kosninga. Það kernur í ljós, þegar talið verð- ur upp úr kössunum hvorir mega sín betur, ]x?ir sem óska eftir tanntökunni, eða hinir, sem biðja um að slíkt verk- færi megi frá þeim víkja. 21. maí 1967. Skúli Guðjónsson. 357 fórust eða er enn saknað í Brusselsbruna BRUSSEL 25/5 — Fjöldi þeirra sem fórust eða er saknað eft.ir brunann í vöruhúsinu „Innov- at.ion“ í Brússel á mánudaginn er nú talinn vera 357. Það get- ur þó verið að sú tala muni enn hækka. Leikararnir sem brautskráðust úr Leiklistarskola Þjoðleikhussms í vor. 10 luku prófi úr Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins í vor Leiklistarsikóla Þjóðleikhúss- ins var slitið sl. mánudag, og voru þá brautskráðir 10 ungir leikarar. Skólastjórinn, Guðlaugur Rós- inkranz, þjóðleikhú.vstjóri, sleit skólanum. Þakkaði nomendum góðan námsárangur og kenn- urum fyrir vdl unnin störf á síðasta skólaári. I-Iann gat þess ennfremur, að þetta væri í fyrsta skipti, sem nomendur væru útsikrifaöir eftir að náms- tíminn í skólanum var lengdur^' í þrjú ár og kennslustundum á hverri viku var fjölgað. Einnig liafa stkapazt miklu betri skil- yrði fyrir skólann, þar sem öll kennsla fer nú fram í hinu vist- lega húsnæði í Lindarbæ. Nú voru í fyrsta skipti tekin til meðferðar heii leikrit í skólan- um, þar sem nemendur sýndu tvo einþáttunga, „Yfirborð“ eft- ir Alice Gerstenberg og „Dauði Bessie Smith,“ eftir Edward Albee fyrir prófdómendur og kennara og auk þess höfðu nemendur eina sýningu á fyrr- greindum leikritum fyrir gagn- rýnendur bllaðianna ogaðra gesti. Leikstjóri var Kevin Palmer. Kennarar við skólann voi'u í vetur 13. Þetta er í tíunda skiptið, sem loiklistarunnendur eru braut- skráöir frá Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins, en alls hafa 60 nemendur lokið prófi frá skól- anum á s.l. 17 árum. Fjórtán af fyrrverandi nemendum skól- ans eru nú starfandi leikarar hjá Þjóöleikhúsinu. Þar af eru þrír á A-samningi og 11 á B og C-samningum. Hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur hafa að und- anförnu starfað 12 leikararsem lokið hafa prófi í Leiklistar- skóGa Þjóðleikhússins. Auk þess eru marg'r fyrrverandi nem- endur skólans starfandi hjá ýmsum leikfélögum úti á landi. Þeir, sem luku prófi að þessu sinni voru: Auður Guðmunds- dóttir, Anna Guðmundsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Jón- ína Jónsdóttir, Jón Gunnarsson, Hákon Waage, Ketill Larsem, Sigrún Bjömsdóttir, Sigurður Skúlason og Margrét Helga Jó- hannsdóttir. Myndin er af hin- um ungu lei'kurum. Sænskur stjórnmálamaður segir frá: Persónunjásnir og pyndingar á föngum i Grikklandi Brezki sendikennarinn Brander, heiðraður Myndin er tekin í fyrradag er brezki ambassador inn Halford Mc Leods afhenti sendikennaranum Donald Brander heiðursmerkið MBE. B'rander hcfur verið sendikennari hér um níu ára skeið en hætti nú starfi fyrir aldurs sakir. A myndinni eru talið frá vinstri: Sonur ambassadorsins, sem stadd- ur er hér í sumarleyfi og klæddist skozkum þjóðbúningi við þetta hátíðlega taekifærl, Dorotl ea -'Brander, sendikennarinn Donald Brander og amb assadorinn. — (Ljósm. Þjóðviljans RÍD. Allsstaðar eru iögregiumenn í borgaralegum fatnaði, per- sónunjósnir eru orðnar kerfis- bundnar eins og í Þýzkalandi nazismans, símtöl eru hler- uð, bréf eru ritskoðuð og póli- tískir fangar eru pyndaðir. Á þessa leið fórust orð formanni æskulýðssambands Þjóðflokks- ins sænska, Thomas Ilammar- berg, á fundi sem liann hélt með blaðamönnum eftir að liann kom heiin frá Grikklandi. Blaðið Dagens Nyheter hefur það eftir Hammarberg, að stað- hæfingar um að valdarán hersins í Grikklandi hafi ^arið fram án blóðsúthellinga séu falsaðar. Komið hefur verið á''"> íót herdómstólum og að því er Hammarberg segir hafa um 20 þús. manns verið handteknir, margir pyndaðir og um það bil 8000 pólitískir fangar hafa verið íluttir til hinna illræmdu fangabúða á eynni Jaros. Mörg hundruð þeirra sem þangað hafa verið fluttir eru aldraðir menn og sjúkir. Þessi formaður ungra frjáls- lyndra manna í Svíþjóð segir, að valdaránið hafi alls ekki verið blóðsúthellingalaust. Miklu fleirj hafi verið myrt- ir en talað sé um. Meðal þeirra geðbiluð kona, sem steytti hnefann að brynvagni á götu úti og hrópaði: Fasistar, naz- istar. Hammarberg segir að per- sónunjósnakerfið og fréttir um illa meðferð á föngum hafi skapað alménnan ótta í Grikk- landi. Menn forðast að tala saman, og gamlir kunningjar heilsa hvor öðrum ekki lengur. En andspyrnuvilji er fyrir hendi. Og það er einkum í hópi stúdenta að talað er um betur skipulagða andspyrnu. • Staða svæfinga- læknis auglýst Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur hefur verið heimilað að auglýsa stöðu svæfingalæknis við Borg- arspítalann. Borgarráð hefur fallizt á beiðni rafmagnsstjóra, að Bjöm Halldórsson verði ráðinn deilld,- artaeknifræðingur. Kosningahappdrætti G-listans ★ Þessa dagana berast stuðningsmönnum Alþýðubandalagsii um land allt í hendur happdrættismiðar frá Kosningahapi drætti G—LISTANS. ★ I happdrættinu verður dregið daginn eftir kjördag, — þ. 12. júní. ★ VINNINGAR eru fjölmargir og allir eigulegir. ★ KOSNINGASTJÖRríIN treystir þvf, að mena bregðist v við og geri skii til næsta kosningaskrtfstofu Albýðuhandalagj ins hið mMra fresta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.