Þjóðviljinn - 27.05.1967, Page 8

Þjóðviljinn - 27.05.1967, Page 8
xcarr- g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laiugardagur 27. mai 1S63. P.N. HUBBARD I BROTHÆTT GLER 7 aði mlg svo sem ekki að tázz- an skyldi skjóta upp kollinum hér, ef svo var þé í raun og veru. Það hefði ekki komið mér á óvart þótt ég hefði rekizt á rotnandi leifar af kaupmanni einhvers staðar undir eikunum með forboðin Feneyjaglös á sölustalli. Þegar ég sneri aftur til bæjar- inS rak ég augun i skilti sem á stóð Antik. Það var verið að auglýsa uppboð. Truscott og Searworthy tilkynntu sumarupp- boð sitt þar sem selja skyldi húsgögn, gamla gripi og list- muni, meðal þeirra eikarskrif- borð, spilaborð, speglasamstæðu, hliðarborð frá 1729, kryddsam- stæðu frá 1763, Dresden, Derby og Staffordshire styttur og at- hyglisvert fomenskt ölglas með útskurði o. s. frv. Salan skyldi fara fram næsta dag klukkan 10 árdegis. Þetta leizt mér vel á. Þessi sveitauppboð gengu oftast þannig fyrir sig að kaupmenn úr næstu þrem héruðum komu á staðinn til að skipta dótinu milli ísín, reiðubúnir að kaupa hvað sem var svo framarlega sem þeir gætu átt von á þrjátíu og þriggja prósent hagnaði og fund- ið kaupánda yfir sumarleyfis- timann eða þegar einhver stór- láxinn villtist inn úr ferðamanna- miðstöðvunum. Ef annars konar kaupandi skipti sér af þessu, Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyíta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SÍMI 33-968 var honum fylgt upp í markaðs- verð og hann látinn eiga sig þar. Þetta gat verið býsna skemmtilegt fyrir þann sem vissi markaðsverð og þek-kti kaupmennina á útlitinu. Ég þóttist gera hvort tveggja. Og burtséð frá öllu öðru, þá hafði ég áhuga á hverjum þeim í Dunstreet sem hafði áhuga á gömlu gleri, og uppboðið var tækifæri sem heimskulegt hefði verið að láta úr greipum ganga. Ég lagði bílnum og fann upp- boðssalann í Queen Street, þar sem uppboðið skyldi haldið. Það var komið langt framyfir sýn- ingartíma, en ég þrýsti nefinu upp að glugganum og gat meðal annars greint hliðarborðið, speglasamstæðuna og tvær Staff- ords'hirestyttur, forljótar, en öl- glasið sá ég ekki. Ég gerði ráð fyrir að ég gæti litazt um klukk- an hálftíu og með aðstoð skrár- innar ætti ég að geta komizt í bardagahug. Þarna virtist að visu ekki vera neitt sem ég hafði áhuga á, ekki einu sinni ölglasið, og ágimdin þurfti því ekki að eyðileggja ánægju mína. Ég þurfti ekki að setja neitt á svið til að fá upplýsingar um Levinson. Ég talaði einfaldlega við manninn í bílageymslu hótel- sins, minntist á háa, upprétta bílinn og hann mundi strax eftir honum. — Maður með skegg, sagði hann. ~ — Roskinn og klæddur á gamaldags hátt. Var efcki nema eina nótt. En mjög lipur óg alúðiegur. Ég skildi þetta svt> að Levinson hefði gef- ið ríflegt þjórfé, eins og búast mátti við af honum. Ég gat ekki gert mér vonir um að verða settur á bekk með Levinson, en ég reyndi að tala eins al- úðlega og ég gat og hann virtist ánægður. Fleur-de-Lys hefði getað unn- ið fyrir fjórðu stjömunni með því að ráða Lundúnamenntaðan yfirþjón og gera mátseðilinn ögn franskari. Yfirþjónninn var með hunangsviðmót eins og unga stúlkan við afgreiðsluborð- ið, og matsveinninn hafði trú- lega hlotið fræðslu sína í eld- húsum sveitaaðalsins. Ég borðaði kraftsúpu sem kölluð var kraft- súpa, nautabringu, eplatertu og rjóma og Stiltonost. Ég held þvi efcki fram að ég hafi drufckið bjór í staöinn fyrir rauðvín, en að öðru leyti — og rauðvín er alþjóðlegt — hefði ég efcki viljað skipta á þvi sem ég fékk og neinu öðru frá Moskvu til San Francisco. Ég býst við að ég hafi matsmekk eyjabúans. Ég fór snemma í rúmið og horfði í rökkrinu yfir á eifcur- nar handan við brúnina. Ein- hvers staðar, ekki langt undan, í þessu saltþefjaða, skógiklædda landi, hafði gripur sem ég mátti vart til hugsa, haldizt ó- snortinn, brothættur og við- kvæmur, í meira en fjögur hundruð ár. Einhver — ein per- sóna, áleit ég — vissi deili á gripnum og hafði fengið Levin- son á minn fund til að líta á hann. Allt benti til þess — ó- vænta ferðalagið án fylgdar, varúðin, tortíming allra plagga, jafnvel bréfa, sem hlutu að hafa verið til. Og nú var Levinson dáinn og hvar svo sem hinn aðilinn var, hlaut fiann að álíta að hann væri nú einn um vitn- eskjuna. Og hér var ég, upp- fullur af Lundúna skepnuskap og staðarmat, kúrandi í velsæld í námunda við leyndardóminn. Ég andvarpaði ánægjulega. Mjúkt, dálítið súrt loftið lék um nasir mér og ég var sæll og hamingjusamur. Ég svaf eins vel og á varð kosið og klukkan sjö um morguninn var mér fært sterkt te í bláum og hvítum te- katli. Fjórði kafli. Ég tók upp skrá af borði við dyrnar og setti tvö sexpens í ómerkilegan bauk. Ég gekk milli fágaðra flatanna, yfir Kirman Dg Tabriz teppin sem dreift var um gólfið þangað sem silfrið og glermunimir voru geymd í glerskápum með númerumihom- unum. Þetta var reyndar furðu- lega stórkostlegt allt saman. Ég hef efckert vit á húsgögnum, en þetta voru bersýnilega ósviknir gripir, sem hækkandi verðlag seiddi útúr húsum sem geymt hafði þá um áraraðir. Þeir voru blettóttir og viðgerðir á stöku stað, en annars eins og þeir höfðu verið þegar þeir komu af verkstæði iðnaðarmannsins að viðbættri húð tímanis. Eins var um silfrið. Og eins og ævinlega rann mér til rifja átakanleg fæð og smæð gler- varningsins. Það er ekki hægt að gera við eða bæta* gler, engin leið að ■hamra það til og pússa það upp. Það er þama aðra stundina, gljáandi, viðkvæmt, þrungið leyndardómi og töfrum, og í næstu andrá er það glatað að eilífu, malað mélinu smærra- Sérhver tilverustund gamals glers ér fengin að láni frá síðbúinni tortímingu. Kraftaverk sköpunar þess hverfur næstum í sfcugg- ann fyrir kraftaverki lífdaga þess. Þarna vom fjögur glös frá tímabilinu mikla á móti hundr- uðum lóða af silfri. og fullum sal af húsgögnum. Ég gat ekki skilið og skildi aldrei hvernig nokkur maður með viti gat keypt nokkuð annað meðan þau voru til sölu. Ekki svo að skilja að þau væru neitt sérstök í þessu til- felli. Þarna var fallega skorin vínskál með því sem kallað er Oxo mynstur á belgnum. Og svo voru tvö hvit snúin TIlös sem ég skoðaði ekki, en hélt að væru útlend. Og svo var athyglisverða ölglasið. Það var reyndar ekki sérlega athyglis- vert, en það var dæmalaust fal- legt. Hátt og fínlegt á lágum legg með fíngerðu útskomu kornmynstri. Ég átti svipað glas og hafði séð ýmis fleiri. Ef ég hefði getað fengið það fyrir til- tölulega skikkanlegt verð, hefði ég keypt það fremur en að láta það fara í slæmar hendur. En skikkanlegt verð kom ekki til greina. Svipurinn á andlitum við- staddra villti ekki á sér heim- ildir. Þama var útskorin kona með úlfgréa hérgreiðslu sem var fomgripur í sjálfu sér. Þama HELDUR HEITU . OG KÖLDU ÚTI OG INNI 4911 Þórði er sagt að elta fiskiskipið. Allt í lagi, en nú vill hann fá að vita hvað þetta allt á að þýða; Furet hikar. „Þeir eru að lérta að skipsflakr, sem við'höfum lfka áhuga á að finna . . . “ — Þórður hefði ekkert á móti því að vita hvers vegna þetta er svona þýðingarmikið, en hann kýs að þegja. Honum yrði hvort sem er sermilega efcki sagður allur sannleikurinn, svo bezt er að fylgjast vel með öllu og vera á verði. Því minni áhuga sem hann sýnir því meiri von til að hinir verði ekki eins leyndar- dómsfullir. — „Ef við höldum áfram á eftir þessu ekipi þarna komumst við inn. á hætbulegt svæði,“ varar hann við. UG-RAUÐKÁL - UNDRA GOTT Bílaþjónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184. / RADI tækin henta sveitum landsins. Með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda það á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann — auðveldara í viðhaldi. NE.TTE. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 ABYRGDARTRYG6IN6AR ATVINNUREKENDUR. ím ABYkGDARTRYGGiNG ER NAUÐSYNLEG ÖLLUM ATVINNUREKSTRI TRYGGINGAFELAGiÐ HEIMIRf LINPARGÖTU 9 • REYKJAVUT S ÍMI 22122 — 21260 Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÖNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. BifreiSaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er. Meðalbraut 18, Kópavogl. Sími 4-19-24. TRABANT EIGENDUR Viðgerðaverkstæði. Smurstöð. Yfirförum bílinn fyrir vorið. FRIÐRIK ÖLAFSSON, vélaverkstæði. Dugguvogi 7. — Sími 30154.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.