Þjóðviljinn - 27.05.1967, Page 10
Vilja flytja
sfyttu
Leifs heppna
Nokkuð lengi hefur staðið
orrahrið á bak við tjöldin um
að fá flutta styttuna af Leifi
heppna af Skólavörðuholtinu
inn að Hrifnistu. Er ætlunin
að styttan yrði þannig stað-
sett þar, að hinn aldni vik-
ingur væri Iátinn horfa yfir
Sundahöfn.
Nokkuð vasklega hefur ver-
ið gengið fram í þessu flutn-
ingsmáli og hefur stjórn
Sjómannadagsrá'ðs gengið á
fund margra aðila og fengið
víða jákvæðar undirtektir,
meðal annars er fengið sam-
þykki gefandans, — er þar
við að eiga sjálft bandaríska
utanríkisráðtineytið — en
hvorki gengur þó né rekur
með þetta mál.
Pétur Sigurðsson, formaður
stjómar Sjómannadagsráðs, lét
svo um mælt við fréttamenn,
að ráðið ætti þar einn mikinn
mótherja er brygði fæti fyrir
þá félaga i þessu máli.
Og hver er þessi illvígi and-
stæðingur?
Jónas frá Hriflu. Það er
ennþá töggur í gamla mann-
inum.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■:
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!
Illgresi komið út
í viðhafnarútgáfu
Sala hefst á Sjómannadaginn
□ Núna á sjómannadaginn hefst sala á sérstakrí há-
tíðarútgáfu á „Illgresi“. Ijóðabók Arnar Amarsonar eða
Magnúsar Stefánssonar.
□ Er hún með sérstökum formála eftir Ásgeir Ás- \
geirsson, forseta, er þekkti skáldið vel á sínum tíma. Er
upplagið fimm hundrpð tölusett eintök og faer forsetinn
númer eitt.
□ Dr. Bjami Aðalbjamarson sá um útgáfuna á sínum
tíma.
Á sínum tima arfleiddi öm
Amarson Sjómannadaginn að al-
eigu sinni, — þar með höfundar-
Gideon Stihlberg
lézt í Leníngrad
STOKKHÖLMI 26/5 — Sænski
stórmeistarinn í skák, Gideon
Stáhlberg lézt í dag í Leníngrad,
59 ára gamall. Hann kom til
Sovétríkjanna fyrir nokkrum
dögum til ad taka þátt í miklu
skákmóti en veiktist áður en það
hófst.
Kosningahandbók F/ölvísút-
gáfunnar kominn íbókabúðir
Bókaútgáfan Fjölvis hefur gef-
ið út kosningahandbók fyrir al-
þingiskosningarnar 11. júní n.k.
Fremst í bókinni er að finna
upplýsingar um forseta og rík-
isstjóm íslenzka lýðveldisins frá
stofnun þess til þessa dags. Þá
kemur kaflinn Aiþingi og al-
þmgiskosningar og eru þar m.a.
birt nokkur atriði úr stjórnar-
skránni og kosningalögunum,
ennfremur reglur um úthlutun
uppbótarþingsæta.
Þá eru birt heildarúrslit al-
þingiskosninga 1933 til 1963 og
úrslit í einstökum kjördæmum
við kosningamar 1959 og 1963.
Þá koma kaflar um einstök kjör-
dæmi og er þar margvíslegan
fróðleik að finna, bæði um úr-
slit fyrri þingkosninga og bæj-
arstjórnarkosninga, um þing-
menn kjördæmanna allt frá 1931
og sitt hvað fleira. Einnig eru
birtir allir framboðslistamir í
hverju kjördæmi og myndir og
upplýsingar um 6 efstu menn
hvers lista í Reykjavík en 3
efstu menn hvers lista í öðrum
kjördæmum. Þá er í bókinni
þægilegt rúm til þess að færa
inn í atkvæðatölur jafnóðum og
þær berast.
Loks er í bókinni kynnt verð-
launagetraun sem Fjölvísútgáf-
an efnir til í sambandi við kosn-
ingaúrslitin og er heitið þrenn-
um verðlaunum fyrir réttustu
spámar.
Hirschsprung kynnir danska
vindiinga fyrir íslendingum
Hér á landi er staddur Asger
M. Hirschsprung, aðalforstjóri
danska tóbaksfirmans A. M.
Hirschsprung & Sönner, — á leið
frá Bandaríkjunum til heima-
lands síns.
‘Islenzkir blaðamenn áttu þess
kost að hafa tal af honum og frú
hans á Loftleiðahótelinu í gær-
dag.
Fyrirtækið var stofnað érið
1826 af þýztoum land'hlaupa, —
er ekki vildi taka þátt í Napóle-
onsstyrj öldunum, — síðan hefur
sonur teíkið við af föður og er
fyrirtsefcið nú stærsti vindlafram-
leiðandi í Danmörtou með út-
flutning til 42 landa, — er danski
hjörturinn víða tounnur, í mörg-
um Evrópulödum, Bandarikjun-
um, Suður-Ameríku, Asíu og
þannig rnætti teija.
Áttatíu prósent af framleiðsl-
unni ffer til útflutnings.
Hr. Hirschsprung telur Dani
vera mesini vindlareyfcdngameinin í
heimi og er 'vindiilinn virðuDeg-
ur endapúnktur á danskri máltíð,
— að minnsta kosti hjá kari-
mönnum, — dömuvindlar eru og
mikið i tízku þar í landi og
reykir hver* Dani 255 vindda á
ári, Englendingar aðeins 15
vindla, Svíar 50, Bandarikja-
menn 50, íslendingar 52, Vestur-
Þjóðverjar 80, Svissarar 90, Hiol-
lendingar 11«. Kvað hann Dani
reykja 5.6 miljarða af vindling-
um og er það mikið fyrir jafn
litla þjóð.
A. M. Hirsehsprung hefur
skipt við Islenddnga um sextíu
ár, — vissd þó eltoki um einstaka
kaupmenn hér áður fyrr, — „men
Mendingene er meget tmfaste
tounder", sagði aðalforstjórinn að
lokum.
Þá var sýnd tovikmynd um
danska vindlagerð, — var hún
fróðleg að Mkum.
Bolf Johansen er umboðsmaður
fyrirtækisi'ns hér á landL
rétti að ljóðum sinum og verð-
mætt bókasafn, er verður nú stöð-
uil að bókasafni á Hrafnistu. Vildi
skáldið láta hina öldruðu sjó-
menn handdeika bækur sínar. Eru
bar ýmsar sjaldgæfar bækur.
Á síðastliðnu ári gaf bókafor-
lagið Helgafell út Illgresi og
samdist þá svo um, að fyrir /út-
gáfuréttinn fengi Hrafnista fimm
hundruð tölusett eintök í hátíðar-
útgáfu og verður ágóðanum varið
til þess að etfla áðurgreint bðka- |
safn á Hrafnistu.
öm Arnarson gaf Sjómanna-
deginum einnig hátíðarijóðið
„Island Hrafnistumenn“ en Ámi
Bjömsson tónsitoáld hefur útsett
lagið sem mars fyrir lúðrasveit
og verður það lei'kið í fyrsta
skipti nú á sjómannadaginn. Lag-
ið var varð á sínum tíma númer
tvö í verðllaunasamkeppni um lag
að Ijóðinu.
★
Þá hefur' Sigfús Halldórsson
útsett iagafloíkkinn um Stjána
bláa fyrir kariakór og verður
hann fluttur núna á sjómanna-
daginn, — einnig verður kynnt
nýtt lag eftir Sigfús við Þymi-
rósu etftir öm Amarson og má
segja áð þessu góðkunna skáldi
sé verðsfculdaður sómi sýndur á
þrítugasta sjómannadeginum.
islandsmétíð í 1.
ðg 2. dsild hefst
um helgina
íslandsmótið í 1. deild hefst
í dag með leik milli Keflvíkinga
og Akumesinga á Njarðvíkur-
velli kl. 4.30. Dómari verður
Grétar Norðfjörð. Nasstu leikir
í 1. deild verða um aðra helgi.
Valur leikur þá gegn ÍA og ÍBA
gegn Fram.
Keppni i II. deild hefst nk.
sunnudag í Vestmannaeyjum
með leik milli Vestmannaeyinga
og Víkings.
Dvalarheimili
fyrlr sjómenn
á Akranesi
Hafinn er nú undirbúningur öð
byggingu dvaiarheimilis fyrir
aldraða sjómenn á Akranesi, —
hafa þeir fengið útihlutað fállegri
lóð í kaupstaðnum og er ætlun-
in að reka heimilið í tengslum
við sjúkráhúsið eða fyrirhuigaða
læknamiðstöð á Akranesi.
Er þegar hafin samvinna við
stjóm Hrafnistu í Reykjavík og
tediknar arkitefct þeirra Hörður
Bjömsson til dæmds húsið og er
það ætilað fyrir sjötíu tiil átta-
fcíu vistmienm.
K0SNINGA-
SKRIFSTÖFA
AiÞÝÐU-
BANÐALAGSINS
KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðuba'ndalagsms
eru í Tjamargötu 20, sími 17512 og 17511 opið
kl. 10 til 10, og í XÁndarbæ, Lindargötu 9,
símar 20805 og 18001, opið klukkan 9 til 6. —
SJÁLFROÐAlrlÐAR gefi sig fram við kosrúnga-
skriísíEd&*mær og láfa sferá síg iM sferfa 'fyrrr
kjördag. — Sjá nánar á 2. síð«.
Laugardagur 27. mai 1967 — 32. árgamgur — 116. töluiblað.
HGH-söfnunin vari
9,307,67.82 kr.
Fou Ts'ong.
Fou Ts‘ong leikur
fyrlr Ténlistar-
félagið tvívegis
Kínversiki píanósnillingurinn
Fou Ts'ong held.ur tónleika fyrir
styrktiaríélaga Tón'listarfélagsins
n.k. mánudags- og þriðjudags-
kvöld M. 7 í Austurbæjarbíói. Á
efnisskránni em verk eftir Hánd-
el, Schubert, Ohopin og Liszt.
Þetta verða sjöundu tónlei'kar
Tónlistarfélagsims frá áramótum
og þeir síðustiu nú í vor.
★
Næstu tónleikar verða síðari
hiluta ágústmánaðar, þá syngur
óperusöngkonan Hertha Töpper
og eiginmaður hennar dr. Franz
Mixa verður undirleikarinn.
Endanlega hefur nú verid
gengið frá uppgjöri söfnunarinn-
ar sem Herferð gegn hungri
efndi til haustið 1965, og verk-
efni valin. Framkvæmdastjóri
HGH, Skúli Möller skýrði blaða-
mönnum frá niðurstöðunum í
gær og fara meginatriði þcirra
hér á eftir.
Áður hafði fé úr söfnuninni
verið veitt til að kenna mönnum
við Alotravatn á Madagastoar
nýjar aðferðir við fistoveiðar,
tooma þar upp sfcólagörðum, til
mæðrafræðslu í Marokko og ein-
hverju fé var varið til aðstioð-
ar Nígeríubúum.
Niðurstöðutölur söfhunarinnar-
iinnar urðu kr. 9.307.667.84 en af
iþeirri upphæð hefur áður verið
varið til verkefna kr. 2.197.510.10
þannig að netfndim þurfti að finna
verkefi fyrir samtafe kr. 7.110.
166.74.
Fratntovæmdanefnd HGH er
mjög ánægð með þenmam árang-
ur, segja hann vera með bezta
árangri sem náðst hefúr í heim-
inum í slikum söfnunum og er
þá eins og vanalega miðað við
höfðaitölu.
Þjóðinni í heild ber að þakka
hinar góðu undirtektir sem sýna
að Islendingar Skilja þann ægi-
lega vanda sem við er að etja
og er ánægjulegt til þess að vita
að umgt fólk skuli hafá forgöngu
um þessi mál.
Maiikmiðið verður því að vera
að hið opimbera stofni sérstaikan
„þróunarsjóð“ sem fær vissar
fjárhæðir áriega af fjárlögum.
Má I þessu sambandi nefna sam-
þykkt sem gerð var á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna en
hún var sú að skora á allar þró-
aðar þjóðir að leggja fram 1%
af þjóarðtekjum til uppbygging-
af þjóðartekjum til uppbygging-
Iand scnnilega eina ríkið á Vest-
urlöndum sem viðurkennir ekki
einu sinni réttmæti þessarar
samþykktar.
Mifcill tími framfcvæmdanefnd-
ar HGH hefur farið í að finna
hentiug veirkefhi til viðbótár þeim
sem safnað var til þvi að alls
safnaðist rúmlega 4 sinnum sú
uppihæð sem framfcvæmdanefndiij
gerði sér vonir um. Verkefni sem
fyrir vailinu urðu eru þessi: 1.
Framleiðslu- og þjálfunarstöð í
fískirækt í saltmenguðu vatni
í Nígeríu. Áætlaður kostnaður
4.334.400 kr. 2. ÁætJun til
eflingair á vaitnaiveiðum og fisk-
eflingar á vatnaveitum og fiski-
sölu innanlands í Burundi. Áætl-
aður kostnaður er 82.70» bandar.
do'Hara eða 3.556.100 krónur.
3. Lestrarkennsla í Tanzaníu.
Hluti fslands 112.000 krónur.
Um vesaidóm íslenzkra róð-
herru í nýju
Fyrsta hefiti Tímarits Máls og
menningar þessa árs er fcomið út.
Sigfús Daðason sikirifar rit-
stjórnargrein um heimsókn
Williams Fullbri'gtihs og vesialdóm
íslenzkra ráðherra. Kristinn E.
Andrésson skrifar „Þjóð í elds-
logum“ — það er um styrjöldina
í Víetnam. Þorgeir Þorgeirsson
skrifár um kynni sín af írsku
kvikmyndafólki, um vitjunar-
tíma fjölmiðlunar í því góða
landi, ástand og horfur í dag. Og
Eyþór Einarsson skrifar gagnrýr.i
um náttúmvemdarmál á ísilandi
og birtur er annar hluti greinar-
tímuriti MM
gerðar Bergsteins Jónssonar um
fyxistu íslenziku tímaritin.
Birtir em þrír þættir úr „Ótta
og eymd þriðja ríkisins“ efitir
Brecht í þýðingu Þorsteins Þor-
steinssonar; vom þessir þættir
sýndir1 á listavöku hemámsand-
stæðinga í vor. Þá þýðir Baldur
Ragnarsson fjögur ljóð efitir eitt
eftirteiktarverðasta samtímastoáld
Þýzkalands, Hans Magnus Enz-
ensberger. Ljóð em í heftinu eftir
Þómnni Efilu og Jóhannes
Straumland og saga eftir Unni
Eiriksdóttur, umsagnir um bæk-
ur o.fl.
Að lokum er rétt að geta þess
að ömnur söfnun HGH mun
vera í bígerð og standa vónir
tíl að hún getí hafizt á næsta
vori.
KR vann Val
þrjú tvö
1 gærkvöld fór fram kappleik-
ur í Reykjavíkurmótinu í knatt-
spymu, ICR sigraði þá Val með
þrem mörkum gegn tveim. I hálf-
leik var staðan 1:1. Þetta var
fjörlegur og skemmtilegur lei'kur,
bezti leikur mótsins til þessa. —
Nánar síðar.
3 nýliðar í landsliðinu gegn
Spáni næsta miðvikudag
□ Næstkomandi miðvikudag leika íslendingar
sinn 44. landsleik og að þessu sinni gegn Spán-
verjum en leikurinn er liður 1 Olympíukeppriinni,
sem íslendingar taka nú þátt í í þriðja siimið 1 röð.
Landsliðsnefnd KSÍ hefur val-
ið landslið íslands gegn Spán-
verjum, og er það óbreytt frá
liðinu sem gerði jafntefli gegn
skozku atvinnumönnunum sl.
miðvikudag að öðru leyti en því
að Jón Jóhannsson ÍBK kemur
í stað Bjöms Lárussonar frá
Akranesi.
Þrír nýliðar eru í íslenzka
landsliðinu: Guðmundur Péturs-
son KR, Jóhannes Atlason Fram,
og Elmar Geirsson Fram.
Landsliðið verður þannig skip-
að; og er fjölda landslefkja get-
ið í svigum:
Guðmundur Pétursson, KR ( 0)
Árni Njálss., Yal (fyrirlíði) (Ið)
Jóhannes AtLason, Fram ( 0)
Magnús Torfason, ÍBK ( 2)
Sigurður Áffljertsson, ÍBK ( 2i)
Högni Gimnlaugsson, ÍBK ( 3)
Jón Jóhannsson, ÍBK ( 1)
Hermann Gunnarsson,, Val ( 2)
Ingvar Elísson, Val > (3)
Eyleifur Hafsteinsson, KR ( 5)
Elmar Geirsson, Fram ( 0)
Varamenn:
Kjartan Sigtryggsson ÍJBK ( (»
Ársæll Kjartansson, C";C ( 1)
Guðni Kjartansson ÍBK ( 6)
Ellert Schram, KR (14)
Bjöm Lárusson, ÍA ( 0)
Kári Ámason, ÍBA ( 4)
Fyrirliði íslenzka landsliðsins
er Ámi Njálsson og leikur hann
nú sinn 20. landsleik, er hann
mjög áberandi elzti maður í lið-
inu, því að nassti maður (Ey-
leifur Hafsteinsson) hefur leik-
ið aðeins fimm lands! iki.
Dómari verður Gunnar Micha-
elsen Banmörku og l***^.*ðir
Einar Hjartarson og Hreiðar
.Ársælsson. Forsala aðgöngumiða
hefst' við Útvegsbankann á
þriðjudag kl. 1—7 og allan mið-
vikudaginn. Jafnframt verða
miðar seldir við Laugardalsvöll.
Stúkusæti kosta 150 kr„ stæði
100 kr. og bamasæti 25 kr.
Að loknum landsleiknum held-
ur menntamálaráðherra boð í
Þjóðleikhúskjallaranum fyrir
Spánverjana, íslenzku landsliðs-
mennina og aðra gesti.
Flokkurinn
Orðsending: frá Sósíal-
istafélagi Reykjavíkur
Félagar, sem ekki hafa enn
fengið ný félagsskírteini geta
vitjað þeirra í skrifstofu félags-
ins Tjarnargötu 20. Skrifstofan
er opin daglega kl. 10—12 fyrir
hádegi og 5—7 síðdegis, á laug-
ardögum kl. 10—12 árdegis. —
Sími 17510.
Sósiaíistahftlaír Reykjavíkur.