Þjóðviljinn - 30.05.1967, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 30.05.1967, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. mai 1967. Otgefanii: Samei ni ngarf lokkui aiþýOi — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: tvai H Jónsson (áb) Magnús Kjartansson, Sígurðui Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurðui V Friðþjófsson Auglýsingastj.: Sigurðui T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja Skólavörðust 19 Síml 17500 (5 línur) - Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr 7.00 Raunsætt mat Jjað er unnt að fella ríkisstjómina llta júní. En það tekst því aðeins að stjórnarandstæðingar beiti atkvæðisrétti sínum af fullu raunsæi og vit- andi vits. Það er til að mynda staðreynd sem allir verða að gera sér grein fyrir að það er ekki á valdi Framsóknarflokksins að fella ríkisstjómina. Sá flokkur hefur ekki tök á að vinna kjördæma- kosinn þingmann í nokkru kjördæmi og ekki minnstu líkur á að fá uppbótarþingsæti. Þetta get- ur hver einasti kjósandi sannfært sig um sjálfur - með því að meta úrslit síðustu kosninga á raun- sæjan hátt. Þegar Tíminn birtir ósannan áróður um hið gagnstæða er hann að mæla með því að stjóm- arandstæðingar kasti atkvæðum sínum á glæ, geri þau óvirk í stað þess að þau komi að gagni til þess að fella ríkisstjómina. Alþýðubandalaginu nýtist hinsvegar hvert einasta atkvæði sem það fær; í sumum kjördæmum .skortir aðeins herzlumuninn að frambjóðendur G-listans verði kjördæmakosnir og í síðustu kosningum vantaði aðeins um 1000 at- kvæði upp á að Alþýðubandalagið fengi síðasta uppbótarþingmanninn í stað Sjálfstæðisflokksins. J^ikilvægast er að menn geri sér þe’tta ljóst í þétt- býlinu þar sem atkvæðamagnið er mest og fjöldi Uppbótarþingmanna ræðst. Mönnum ber einnig að meta framboð Hannibals Valdimarsson- ar af samskonar raunsæi. Það er nú ljóst að fylgi I-listans verður að lokum vegið og metið af alþingi, og það mat verður að sjálfsögðu pólitískt, aðeins háð hagsmunum andstæðinga Alþýðubandalags- ins, hemámsfiokkanna þriggja. Það er ekki aðeins um það að ræða að þau atkvæði verði stjómarand- stæðingum ónýt; þau geta orðið síðasta haldreipi fallinnar ríkisstjómar. jyjenn taka afstöðu til stjórnmála af margvísleg- um ástæðum, og auðvitað eru tilfinningamar oft með í ráðum. En það hefur aldrei verið mikil- vægara en nú að róleg skynsemi og raunsæi fylgi vinstrimönnum inn í kjörklefann. Þá fellur ríkis- stjórnin. ^ ■ m % Þannig lítur sovézka farþegaþotan TU -144 út á flugi í 18-20 kilómctra hæð. TU-144 flogið til Parísar í vikunni? FLUGIÐ I SI- föstudag opnaði Charles de Gaulle Frakklandsfocseti 27, alþjóðlegu flug- og loftferða- sýninguna á Le Bourget-flug- vellinum utan við Parísarborg svo sem áður hefur verið get- ið í fréttum Þjóðviljans. Sýn- ingin verður opin til 4. júní n. k. og verður dag hvern eitthvað sérstakt um að vera. Þannig var síðasti sunnudagur helgaður verzlunarflugflotanum, ef svo má að orði komast, 1. júní verður dagur þyrlunnar og lokadag sýningarinnar, 4. júní mumi fjölmargar 'nýjar flugvél- ar frá ýmsum löndum flúga yf- ir sýningarsvæðið. Saga þessarar alíþjóðlegu flugsýningar í París eða næsta nágrenni verður rakin allt aft- ur til ársins 1909, er sýningar- mununum var komið fyrir und- ir hvolfþökum Grand Palais í borginni við Signu, en síðan annarri heimsstyrjöldinni lauk hefur sýningarskálinn og úti- sýningin verðið á Le Boui'get flugveMinum sem fyrr var get- ið. Til sýningarinnar er efnt annað hvert ár og segja má að þar sé sýnt allt hið nýjasta á flugtæknisviðinu hverju sinni. Auk þess veitir sýningin flug- málasérfræðingum hvað'anæva úr heimi kærkomið tækifæri til að hittast og bera saman bæk- ur sínar. Concorde-Iíkan í fullri stærð Sýningin á Le Bourget flug- velli er að þessu sinni stærri en nokkru sinni áður, sýningaraðil- ar yfir 450 talsins og frá 16 lönd- um. Sýndar eru, bæði á jörðu niðri og á flugi, meira en 100 gerðir flugvéla. Bandaríkja- menn og Englendingar hafa reist sína eigin sýriingarskáian flugvallarsvæðnu ’ og Sovét- menn hafa flutt fjöldann al’an af sýningarmunum. með hinum risastóru AN-22 flutningavélum, sem vöktu hvað mesta athygli á síðustu flugsýningu í París. Frakkar sýna nú í fyrsta skipti opinberlega hina nýju orustu- þotu Mirage F2 og sýnd verða líkön, í fullri stærð, af Con- corde-vélinni, farþegaþotunni sem franskir og brezkir aðilar vinna í sameiningu að og fljúga á hraðar en hljóðið. „Aðalnúmer“ Bandaríkja- manna á sýningunni verður DC8 „Super fan“, stæi'sta far- þegaflugvél sem nú er í notkun, en hún getur flutt allt að 250 farþega- Bandaríkjamenn sýna einnig tilraunafluguna Ling Temco Vought, en hún er með fjóra hreyfanlega hverfihreyfla og á að geta hafið flug lóðrétt. Loks sýna Bandaríkjamenn ná- kvæmt líkan af „The Spirit of St. Louis“, flugvélinni sem Charles Lándbergh flaug fyrst- ur manna yfir Atl'anzhafið fyrlr 40 árum. Geimflug Rússa og TU-144 Bretar sýna þarna í París sprengjuflugvélna „Vulcan“, en í henn hafa verð reyndir hreyflar þeir sem Concorde- vélin, fær í framtíðinni. I sovézku sýningardeildinni getur m.a. að líta eldflaugina sem færði geimfarið Vostok á brautu umhverfis jörðu. Rússar hafa tilkynnt að þeir sýni níu gerðir flugvéla og sex þyrlur. Sú vél, sem búizt er vift aft muni vekja hvaft mesta athygli á flugsýningunni er sovézka farþegaþotan TU-144 sem flýgur hraðar en hljóðið. Er jafnvel gert ráð fyrir að þotunni verði flogift til Parísar einhvern síð- ustu daga flugsýningarinnar. Rætist þessir spádómaT hafa Sovétmenn orðift fyrstir til aft fullgera þotu af þessu tagi, þar eð Bretar og Frakkar búast ekki vift aft koma Concorde-vél- inni á Ioft fyrr en í fyrsta Iagi í febrúar-mánuði 1968. Annars eru fyrmefndar þotur sagðar líkar á ýmsan hátt að ytra út- liti. í sovézkum tfmaritum er hámarkshraði TU-144 gefinn upp 2500 km. flugþol 6500 km, flughæð að öllu jöfnu 18-20 km, sæti fyrir 120 farþega, á- höfn þrír menn, brautarlengd í flugtaki 1720 metrar og há- marksþungi í flugtaki 150 lest- ir. Tilkynning Hér með er óskað eftir hugmyndum um gerð minn- isvarða í Fagraskógi í Arnarneshreppi. til minn- ngar um DaVíð Stefánsson skáld. Tillögur skulu berast fyrir 15. júlí n.k. til Þóroddar Jóhannssonar Byggðavegi 140 A Akureyri, sími 12522, sem veitir allar nánari upplýsingar. Minnisvarðauefnd. Samstaða um málefni ^nægjulegt er að hundruð nýrra liðsmanna hafa bætzt Alþýðubandalaginu í Reykjavík bæði fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra og þing- kosningamar nú, fólk sem ekki hafði áður tekið virkan þátt í stjómmálastarfsemi. Og það er ekki síður ánægjulegt að einmitt þessi liðsauki beitir sér nú mjög eindregið fyrir málefnalegri sam- stöðu um G-listann. Þá afstöðu orðar Sigurjón Björnsson sálfræðingur mjög skýrt í viðtali við blaðið „Alþýðubandalagið“: „Afstaða mín til Al- þýðubandalagsins er óbreytt frá því sem hefur ver- ið af þeirri einföldu ástæðu, að sá málefnagrund- völlur, sem ég féllst á, er ég fór í framboð fyrir A1 þýðubandalagið fyrir réttu ári, er óbreyttur. Deil umar, sem fram komu innan bandalagsins, eru ekki málefnalegar . . . ég mun áfram reyna að stuðla að auknum möguleikum þss og viðgangi". — m. I TTT ’TTjf^'OTTQí’V’TCrTl^Tf^ 20. MAf-4.JÚNf Iþrótta- og sýningarhöllin X V® V vXJLVí t«l X JlM XXli vT LAUGARDAL OPIÐ FRÁ KLUKKAN 14-22 ALLA DAGA í DAG opið klukkan 14 til 22. Stórt vöruúrval frá fimm löndum. — .Vinnuvélar sýndar í gangi. BÍLASÝNING. Fimm kvikmyndasýningar: Kl. 15 — 16 17 19 — 20 kl. 18.00 TVÆ FATASÝNINGAR og kl. 20.30. með pólskum sýningardömum og herrum. VEITINGASALUR OPINN. K" ATTPRT’FS'F'lVrAN' pólland t&kkóslóvakía SOVÉTRÍKIN UNGVERJALAND REYKJAVIK 1967 ÞÝZKA alþýðulýðveldið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.