Þjóðviljinn - 01.06.1967, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 01.06.1967, Qupperneq 3
Fimmituú^gur 1. júni 19G7 — rJGkVILJXNi SÍDA 3 Sovézk og bandarísk herskip til hættusvæðisins Herskárri öfl í ísrael eggja stjórnarvöldin til styrjaldar fsraelsstjórn verður fyrir sterkum þrýstingi frá ,herská- um öflum sem vilja að ísraelsmenn hefji hernaðaraðgerðir í því skyni að opna siglingaleiðina um Akabaflóa. Egyptum berst nú æ öflugri stuðningur frá öðrum Arabalöndum og búast Alsírmenn m.a. til þess að senda herlið þeim til hjálpar. Sovétríkin vísa á bug tillögu Frakka um fjórvelda- ráðstefnu til að tryggja frið fyrir botni Miðjarðarhafs, ekki sízt vegna þess að styrjöldin í Víetnam torveldi ár- angur slfkra aðgerða. Sjötti floti Bandaríkjamanna á Mið- jarðarhafi er kominn á hreyfingu og Sovétríkin hafa sent herskip suður á bóginn. Stjóm ísraels verður nú fyrir miklum þrýstingi frá herskáum öflum sem mæla með því að ísraelsmenn hafi_ frumkvæði í deilunni og opni siglingaleiðina um Akabaflóa með hervaldi. fsraelsmenn þola miklu verr að bíða átekta en Arabar, þar eð mjög stór hluti starfandi fólks er kallaður til vopna meðan hættuástand ríkir, og stjórn landsins hefur tilkynnt Bretum, Bandaríkj amönnum og Frökk- Vinnaslys viS Barfell í fyrra'kvöld varð það sJys við Búrfell að sænskur verkstjóri varð fyrir vörufllutnkigabíl. Hann meiddist töluvert á fæti og var fluttur á sjúkrahús á Selfossi. Banaslys Dauðaslys varð í BoJungavík sll. þriðjudag er 9 ára garnall drengur varð fyrir sandskriðu i malargryfju. Dreargurinn hét Rúnar G. EH- asson. Leikbróðir hans náði í hjálp, en er hún barst var dreng- urinn látinn. um, að tímavandamálið sé nú brýnna en nokkru sinni fyrr eft- ir að Egyptar og Jórdaníumenn hafa gert með sér hernaðar- bandalag. Talið var líklegt í Tel Aviv í dag að þing ísraels, Knesset, verði kallað saman á sérstak- an fund til að samþykkja breyt- ingar á stjórninni, sem séu fólgn- ar í því að Moisje Dajan verði gerður hermálaráðherra á ný. Þessi eineygði stríðsmaður stjórnaði herferðinni gegn Eg- yptum 1956 og þótti takast vel. Dajan er nú í litlum þingflokki sem lýtur forystu Ben Gúríons, sem lengst af hefur verið for- sætisráðherra fsraelp, en þeirí voru í hópi þeirra sem klufu sig út úr stærsta flokki*. landsins, Mapai. árið 1964. Sovézk og bandarísk herskip Sex sovézk herskip fóru um Bosporus- og Dardanellasund inn í Miðjarðarhaf í dag. Eitt þeirra var birgðaskip fyrír kafbáta, eitt olíuskip, og svo fjórir tund- urskeytabátar. Tyrknesk yfir- völd sögðu frá því í dag að Sov- étríkin hefðu boðað ferð þriggja herskipa til viðbótar um sund- in fyrir 15. júní. Talið er að með þessu móti vilji Sovétríkin sýna styrkleika sinn sindspænis sjötta flota Bandaríkjanna á Miðjarðarhafi. Tyrknesk yfirvöld hafa verið spurð að því hvort þau muni loka sundunum ef til styrjaldar komi, en svarað á þá leið að enn sem komið væri hefðu þau engin áform í þá veru. Bandarískt beitiskip 33 þús. smál. var í dag á l«dð um Suez- skurðinn til Rauðahafs en ekki var látið neitt uppi um markmið ferðarinnar eða áfangastað. Haft er eftir frönsku fréttastofunni AFP að sovézk skip fylgist nú með ferðum sjötta' flota Banda- ríkjamanna á Miðjarðarhafi. Arabaríki Útvarpið í Belgrad tilkynnti í dag, að írak hefði þegar byrj- að að senda liðssveitir flugleið- is til Egyptalands og munu þær taka sér stöðu við landamæri ísraels. Yfirmaður herráðs Alsírs, Tahar Zbiri, tilkynnti í gærkvöld að innan skamms yrðu alsírsk- ar sveitir sendar til að styðja málstað Araba í átökum við ísrael — en talið er að ísrael standi einmitt mikill stuggur af vígreyndum her Alsírmanna. Ófriðarhorfurnar hafa ekki dugað til að jafna ágreining Jórdaniu og Sýrlands og er til þess tekið, að útvarp og blöð í Sýrlandi hafa ekki minnzt einu orði á hernaðarbandalag Egypta og Jórdaníu, sem kom- ið var á í Kaíró í gær. Sovétríkin Haft er eftir erlendum sendi- fuidtrúum í Moskvu, að Sovét- ríkin hafi tilkynnt frönsku stjórninni að styrjöldin í Víet- nam torveldi fjórveldaráðstefnu um ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs, og frá París berast þær Furðuleg ráðstöfun: Undanþága til benzínflutn- inga til Keflavíkurvallar? Enn stendur allt við sama i farmannadeilunni og hefur nýr sáttafundur ekki verið boðaður með deiluaðilum. Hins vegar var í gær haldinn fundur með verkfallsmönnum þar sem þeir munu háfa rætt málin og fram- kvæmd verkfallsins. í gær var skýrt frá því í Vísi L. Portisch er nú efstur á Moskvumótinu MOSKVU. Eftir sjöttu umferð í stórmeistaramótinu í Moskvu er Portisch, Ungverjalandi, efstur með fjóra vinninga: hann vann Keres f biðskák eftir 90 leiki og gerði nú síðast jafntefli við Uhl- man, Þýzkalandi. t sjöttu umferð luku sextán stórmeistarar skákum sínum með jafntefli, þeirra á meðal var skák Petrosjans heimsmeistara og Smyslofs fyrrum heiirismeist- ara- Keres var einn um að ná vinningi gegn Tal. Átta stórmeistarar fylgja Port- ich fast eftir með S'/s vinning hver; þeir eru: Tal, Petrosjan, Spasskí, Gligoric, Najdorf, Ghe- orghiu, Gipslis og Bobotsof. að olíulaust væri að verða á Austfjörðum vegna verkfalls- ins og hefðu eigendur oliuflutn- ingaskipsins Kyndils sem ligg- ur á Seyðisfirði farið fram á það að fá undanþágu fyrir skip- ið til að flytja olíu til annarra hafna á Austfjörðum. Var þeirri beiðni synjað af verkfallsnefnd. Þjóðviljinn fékk hins vegar fregnir af því í gær að í upp- hafi verkfallsins hafi Litla- fellinu verið veit undanþága að beiðni Olíufélagsins til þess að flytja flugvélabenzín frá Hafn- fréttir að Sovétmenn hafi hafn- að tillögu Frakka um slíka ráð- stefnu. Sagt er að Sovétríkin hafi í svari sínu einnig tekið það fram að Arabarikin gætu ekki fallizt á slíka ráðstefnu og því væri bezt að biða afgreiðslu öryg'gisráðs SÞ á deilu þessari. Örðrómur gengur einnig um það í Moskvu að Kosygín for-f’; s>etisráðherra hafi skrifað leið- togum Sýrlands og Egyptalands og hvatt þá eindregið til að verða ekki fyrstir til að hef>j stríð; Sovétríkin veita Aröbum mikinn pólitískan stuðning en um leið er talið að þau vilji forða styrjöld. Bretar, Öryggisráðið Utanríkisráðherra Bretlands, George Brown, sagði í ræðu á þingi í dag að Bretar hefðu snú- ið sér til annarra siglingaþjóða og hvatt þær (ál að gefa út sam- eiginlega yfiriýsingu um að þær álíti Akabafióann alþjóðlega siglingaleið. Sagði Brown að til- gangurinn með slíkri tillögu væri sá að skapa frest til að finna haldgóða lausn á deilunni um siglingar á þessum slóðum. Bandaríkin lögðu í dag fyrir Öryggisráðið uppkast að sam- þykkt, þar sem hvatt er til þess að allir deiluaðilar verði við tilmælum Ú Þants um að forðast allt sem geti aukið við- sjár austur þar. Líklegt var tal- ið að Sovétríkin og Egyptaland yrðu andvíg slíkri tillögu. Skip úr sjötta bandariska flotanum á ivlidjarðarhafi. Og nú eru sovézk herskip á leiðinni. arfirði til Keflavíkur og átti það að fara til notkunar á Kefla- víkurflugvelli. Verður það vissu- Iega að teljast furðuleg ráðstöf- un hjá verkfallsstjórninni að leyfa þannig benzínflutning til hernámsliðsins á Keflavíkurflug- velli. Eða hefur það einhvern meiri rétt í þessum efnum en íslenzkir aðilar. Aðeins ein undanþága önnur hefur verið veitt frá verkfall- inu og er hún um flutning á mjólk, vatni og farþegum til Vestmannaeyja með Herjólfi. Sovézkt blað gegn Svetlönu MOSKVU 31/5. MÓskvublaðið Komsomolskaja Pravda segir í grein í dag að sérstakir útsend- arar bandarískra stofnana hafi lagt hönd á plóginn í sambandi við samantekt endurminninga Svetlönu, dóttur Stalíns. Blaðið segir að ef til vill hafi dóttir Stalíns trúað því að hún myndi finna frið og réttlæti í Banda- ríkjunum. Að sjálfsögðu verði hún rík, en hún muni ekiki fimna þar frið eða mannlega hlýju, segir greinarhöfundur að lokum. SOKKARNIR Loftárásirenn SAIGON 31/5 — Bandarfskar fHiugvéQar gerðu enm loftárás á úthverfi Haiphongar, hafnarborg- ar Hanoi í dag. Kemur þetta iUa heim við blaðafregnir frá Washington um að Joihnson haii bannað loftárásir á þessar borgir. HONGKONG 31/5 — Stjórnar- völd í brezku nýlendunni Homg Korng hafa beðið Kíma um auka- birgðir af vatmi tii að mæta þurrkum. Sammbúð þessara aðila hefur verið stirð að undamfömu, og hefur tílmælum þessum ekiki verið svarað enn. mm-mmmmmmmmmmmmm+m—— PLAIN MESH KOSTAKJÖR Enn á ný hafa hinar milclu sokkaverksmiðjur í Tékkóslóvakíu lækkaö veröiö á framleiðslu sinni. Hinir 'viðurkenndu, fallegu og óslítandi 30 DENIER ÍSABELLA-REGINA sokkar kosta nú í smásölu um 34,00 (í stað kr. 42,00 áður) og ÍSABELLA 20 den. um kr. 27,00 (í stað kr. 35,00 áður). — Vöru- gœði ætíð hin sömu. — Fallegir sokkar sem fara vel og endast lengi. Notið þessi kjarakaup, sem eru einstök fyrir fyrsta flokks sokka. Heildsala : ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. HF. Auglýsið / Þjóðviljanum Flytjið vöruna f/ug/eiðis Flugfélagið heldur uppi áætlunarflugi milli 13 staða á landinu. Vörumóttakatil allrastaða alla daga. f Reykjavík sækjum við og sendum vöruna heim. Þér sparið tíma Fokker Friendship skrú- fuþoturnar eru hrað- skreiðustu farartækin innanlands. Þér sparið fé Lægri.tryggingariðgjöld, örari umsetning, minni vörubirgðir. Þér sparið fyrirhöfn Einfaldari umbúðir, auðveldari meðhöndlun,! fljót afgreiðsla. FLUCFELAC ISLANDS l immmiií;

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.