Þjóðviljinn - 02.06.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 02.06.1967, Page 4
( 4 SlÐA — Þ'JÓÐVTEiJTNN — Föstudagur 2. júní 1967. OtgefanJi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivai H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.:Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- 30% kauplækkun jyjorgunblaðið fagnar ákaft ákvörðuninni um 30% kauplækkuín síldveiðisjómanna og túlkar þar að sjálfsögðu ánægju ríkisstjómarinnar og stjórn- a-rflokkanna með þau málalok. Hitt er víst að sjómenn telja .sig enga ástæðu hafa til þess að fagna ákvörðuninni, en ríkisstjómin er búin að vefja kjaramál sjómanna í svo fáránlegar laga- flækjur, að þeir eiga óhægt um vik að rétta hlut sinn, og þeim er vísvitandi gert óhægt um öll viðbrögð með því að draga verðákvörðunina fram á síðasta dag maímánaðar, eftir mánaðar veiði- bainn ríkisstjómarinnar. Sjómönnum skilst hins vegar betur hvað gerzt hefur þegar þeir finna hversu hlakkar í Morgunblaðinu, sama blaðinu og varði allt hvað af tók gerðardómslög Emils Jónssonar sem beitt var til þess að skerða hlut síldveiðisjómanna. Vaéri ekki ólíklegt að óvenju mörgum sjómönnum og vandamönnum þeirra þætti ástæða til að þakka stjórnarflokkutnum 11. júní fyrir velgjörðimar í garð sjómannastéttarinn- ar. Og þeir krefjast gerbreytingar á hinum óhæfu ákvæðum verðlagsráðslaganna, og vinnubrögðum verðlagsráðs. ^íldveiðisjómenn verða mjög varir við þantn á- róður að þeir eru taldir svo tekjuháir, að þeim sé engin vorkunn að taka á sig stórfellda kaup- lækkun, og er þá jafnan vitnað til bátanna sem hafa langmestan afla. í reyndinni er meðalkaup síldveiðisjómanna engar ofboðstekjur. Reiknað hefur verið út að meðalhásetahlutur á síldveiðun- um í fyrra, 1966, hafi verið 20 þúsund krónur á mánuði. Af því borga sjómenn að minnsta kosti 3000 krónur í fæði. Síldveiðisjómaðurinn ætti eft- ir því að hafa að meðaltali 17 þúsund krónur á mánuði fyrir svo til stanzlausa erfiðisvinnu langt frá heimili sínu, og það á anetaflaári eins og í fyrra. Þetta „rosakaup“ á nú að skerða um 30%, auk þess sem litlar líkur eru til þess að í ár veið- ist eins mikil síld og 1966, m.a. vegna þess að maí- mánuður hverfur 1 veiðibamn rikisstjómarinnar. En þó svo ólíklega takist til að jafnmikið veiðist, að meðalhásetahluturinn hefði orðið 17.000 krónur á verðinu 1 fyrra, þá næði hann nú eftir kaup- lækkunina ekki kauptryggingumni, sem er 12.225 kr. á mánuði. Þegar svo er komið fer ekki að verða mikið eftir af „síldarævintýrinu“ og hætt við að menn kjósi sér fremur önnur og átakaminni og þægilegri störf en sjómanmsstarfið. J^íkisstjóminni og flokkum hennar mun duga það skammt að fagna 30% kauplækkun síldveiði- sjómanna. Hér þarf önnur úrræði em ósvífna kaup- lækkun. Sjómannasamtökin geta ekki heldur lát- ið sér lynda að kjaramál sjómanna séu ár eftir ár afgreidd eftir hinum algerlega óhæfu lagabók- stöfum um ákvörðun fiskverðs. Sjómaninafélögin hljóta að draga af sér slenið og krefjast stærri hlutar sjómanna af afla, ekki sízt að fenginni margra ára reynslu af því hvernig verðlagsráðs- lögin eru notuð til að hafa réttmætt og sanngjarnt kaup af sjómöomum og dengja á þá kauplækkun þegar aðrar starfsstéttir hyggja á kjarabætur. — s. SIGURÐUR RÓBERTSSON: Til þ ess göngum við Til þess göngum við. Glatt brenna eldarnir á altari stríðsguðsins í Víetnam. Kyndarar þessa blóðuga harðstjóra verða að hafa sig alla við svo vel logi. • Einsog illvættir fomra ævintýra kröfðust óspjallaðra meyja 'til saðningar svo fer surtarlogi nútímans að. Hold og blóð sakleysingjans er það eldsneýti eitt er hann þrífst bezt af. Neistaflugið frá Víetnam berst um veröld alla. Af einum neista getur kviknað óslökkvandi bál. Eldtungumar rísa hærra og hærra. Himinrjáfrið sviðnar við snertingu þeirra. í dag loga eldamir í Víetnam. Á morgun getur röðin komin að okkur að vera varpað á bálið. Við verðum að slökkva eldana, áðuren þeir eyða heimsbyggðinni, mylja altari stríðsguðsins mélinu smærra. Þú og ég hvar í veröld sem við emm stödd, verðum við að finna hvort annað taka höndum saman ’tala kjark hvort í annajð hefja slökkviliðsstarfið öll sem eitt. Til þess göngum víð að þeir sem tærast í amrískum eldslogum í Víetnam megi greina dyninn af fótafaki miljónanna sem leggja lönd undir fætur í öllum löndum heimsbyggðarinnar til að slökkva eldana. Svo lífið megi bera sigur úr býtum, svo uppúr akri þjáninganna vaxi aftur blóm til yndis barnsaugum framtíðarínnar. Já, til þess göngum við. Mörg mótmœli gegn hægríhandar akstri Frá nýstof-nuð'U Fólagi <s- lenzikra ve-gfarenda hefur Þjóð- vilianum borizt fréttatilkynning, ■þar sem segir m.a. að 220 al- þingiskj£sendur í Strandasýs-lu. h-afi lýst óánægju sinni með lögin um hægrihandarakstur og krafizt þjóðaratkvæðagreiðs'lu. Samskonar saimþykkt gerðu 97 kjósendur á fsafirði, Þá segir í fréttinni að úr Árnessýslu hafi borizt undirskriftamótmæli 670 kjósenda 'og á aðallfundi Mjólk- urbús Flóamanna voru mótmæ'.i samíþykkt með 600 atkvaeðum gegn 3. Hér í Reykj-aivík munu undirsk-riftailistar ganga manna á miiii. f lok fréttatilkynnin-garinnar segir: „Félag íslenzkra vegfar- enda vill geta þess, að það hef- ur skrifað framfojóð-endum allra flokka, þ.e.a.s. efstu mönnum listanna, bréf þess efnis að þeir beiti sér fyrir frestun á fram- kvæmdum laganna á naesta þingi, og sdðan þjóðaratkvæða- greiðslu um lögin. Felagið tellur að bezta ráðið til að ná eyrum frambjóðenda sé, að samþy-kkja mótmaali gegn lögunum á fram-boðsfunduin þeirra, og fara þess á leit við þá að þeir þeiti sér fyrir frest- un laganna á næsta þingi, og k.refjist þjóðaratkvæðagreiðslu um lö-gin.“ 225 námsmey/ar i Kvenna- skólanum síðast liðinn vetur Kvennaskóllanum i Reykjavík var sagt jjpp laugardaginn 20. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Skólaslitaræðu fflutti frú Hrefna Þorsteinsdóttir settur skólastjóri í orlofi frú Guðrún- ar P. Helga-dóttur. Forstöðuikona geröi grein fyr- ir starfsemi skólans þetta skóllia- árið og skýrði frá úrsiitum vorprófa. 225 námsmeyjar sett- ust í skólann í haust og 35 brautskráðust úr skólanum i vor. Hæstu einkunn á lokaprófi h-laut Sotfifía Eggertsd'óttir náms- mær í 4. bekk Z. 9.37. Miðskóla- prófi lutou 32 stúlkur, en lands- próf þreyttu 27. Á miðskóla- prófi h'laut hæstu einkunn Ásta Ásdís Sæmundsdóttir 9,14. Unglingaprófi luku 63 stúlkur. Hæstu einkunn hlaut Guðný Ása Sveinsdóttir 9,43. Prófi upp í 2. bdkk lujiu 63 stúlkur. Hsestu einkunn þar hlaut Sig- ríður Jóbannsdóttir, 9,52. JVTiiJcillŒ mannfjöidi var við skóllauppsögn, og voru Kvenná- sikólanum færðar góðar gjafir. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna, sem útsikrifuðust fyrir 25 árum tailaði frú Guðrún Gísladóttir og færði sá árgangur sfcólanum forkunnarfagran fundarfiamar, gerðan af Ríkarði Jónssyni. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna, sem brautslcráðust fyrir 20 ár- um talaði frú Borghildur Feng- er og færðu þær Systrasjóði peningagjöf til minningar um látna bekkjarsystur sdna, Guð- rúnu Steinsen. Frú Amdís Ni> elsdóttir taiaði fyrir hönd 15 ára árgangs og færðu þær skól- anum peningaigjöf í Lista- verkasjóð skólans. Fyrir hönd 10 ára árgangs talaði Guðný Friðsteinsdóttir, færðu þser Systrasjóði einnig peningagjöf. Að lokum tallaði Guðný Hin- riksdóttir fyrir hönd 5 ára ár- gangs og gáfu þær sikólanum peningaupphæð til frjólsra ráðstafana. Þá barst Systrasjóði peningagjöf frá frú Agnesi Kragih. Sö'muleiðis frá frú Kristensu og Vilhelm St.einsen, bankaritara, og Bmil Ágústs- syni til minningar lim frú Guð- rúnu Steinsen, látna dóttur og, ei'ginkonu. Forstöðukona þalkkaði eldri nemendum skólans alla trj’ggð, sem þeir hefðu sýnt skóla 'sm- um, og kvað skólanum og hin- um un-gu námsmeyjum mikinn stynk að vmáttu þeirra. Hún væri þeim öllum hvatning. Þá fór fram verðlaunaaf- hending. Verðdaun úr Minning- arsjóði frú Thoru Melsted, veitt fyrir beztan árangur í bókleg- um greinum á lokaptófi, hlaiut Sofiflía Eggertsdóttir 4. bekk Z. Þó voru veitt verðlaun úr ' Thomsenssjóði fyrir beztan árangur í útsaumi. Þau hlaut Framhald á 9. síðu. Fjölhreytt hátíðahöld Sjó- mannadagsins í Neskaupstað Neskaupstað, 30/5 — Hátíða- höld sjómannadagsins fóru hér fram með svipuðu sniði og áður. Á laugardagskvöldið fór fram kappróður. Skipverjar á Barða NK 120 unnu í kapp- róðri s'kipshafna og hlutu bíkar er Björg h.f. hafði gefið- Þá sigruðu stýrimenn í kappróðri starfshópa og hlutu skjöld er hafði verið gefinn til minningar um Ingvar Þorleifsson stýri- mann. Klukkan 9 á sunnudagsmorg- un hófst hópsigling báta um fjörðinn, síðan sýndi björgun- arsveitin björgun úr sjávar- háska og meðferð gúmbjörg- unarbáta- Hannes Hafstein er- indreki Slysavarnafélags Islands var viðstaddur er þessi þáttur hátíðahaldanna fór fram en hann hafði á laugardaginn haldið fyrirlestur í Egilsbúð um lífgun úr dauðadái með blást- ursaðferð og sýnt þar jafnframt kvikmynd. Kl. 14.00 var sjómannamessa og prédikaði sóknarpresturinn séra Ámi Sigurðssón. Minntist hann drukknaðra sjómanna og lagður var blómsveigur á léiði óþekkta sjómannsins í kirkju- garðinum. Kl. 16.00 hófst samkoma við sundlaugina. Samkomuna setti Ragnar Sigurðsson hafnarstjóri. Ræðu dagsins flutti Magni Kristjánsson stýrimaður. Síðan fór fram sundkeppni og ýmis skemmtiatriði. Lúðrasveit Nes- "•kaupstnðar lék undir stjóm Haraldar Guðmundssonar. Mjeðal þeirra sem þátt tóku í keppni dagsins voru skipverj- ’ ar af færeyska bátnum Hafern- inum- Einnig kepptu varðskips- menn af Þór við heimasjómenn í knattspymu. Veður var mjög óhagstætt er hátíðahöldin fóru fram en þátt- taka var þó mikil. Um kvöldið var haldinn sjómannadánsleik- ur í Egilsbúð. Við guðsþjónustuna á sjó- mannadaginn bar.st Norðfjarð- arkirkju forkunnarfagur hökull sem er gjöf frá Gísla , Berg- sveinssyni útgerðanmanni og konu hans Eileifu Jónsdóttur til minningar um foreldra Gísla þau Bergsvein Ásmundsson og konu hans, Sigriði Gísladóttur, en á þessu ári eru 100 ár frá fæðingu Gísla og á næsta ári eru 100 ár frá fæðingu Sigríð- ar- Sóknarpresturinn þakkaði , gjöfina " vir hönd safnaðarins. ú RS \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.