Þjóðviljinn - 02.06.1967, Side 10
JQ SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 2. júni 1963.
\
P.N. HUBBARD
BROTHÆTT
GLER
12
anum bakvið Cartery og yfir á
þjóðveginn rétt utanvið Dun-
street og vegurinn er beinn alla
leið. Mér fannst þetta mikil vega-
lengd.
Húsin birtust allt í einu og
síðan ljósin á götunum. Það kom
mér á óvart að pöbbarnir skyldu
enn vera opnir og fólk á ferli á
götunum. Sg stöðvaði bílinn fyr-
ir utan dymar í Neðra Vestur-
straeti og sneri mér að Claudíu.
Hvorugt okkar hafði mælt orð
af munni síðan hún hafði snert
mig og ég veit ekki hvað ég bjóst
við að finna. Ég sá ósköp elsku-
lega, sjálfsörugga unga konu, sem
sneri sér brosandi aj mér þegar
ég leit á hana.
Hún sagði: '— Þetta var æðis-
genginn akstur. Fjandinn var
ekki í alvöru á hælunum á þér,
Jöhnnie.
— Hann var það, sagði ég. —
Ég ók hann af mér.
Hún dró mig ti-1 sín. — Ég skal
fást við hann, sagði hún.
— Það efast ég ekki um. Það
var broddur í þessu, en friður-
inn sem ég hafði fundið til áð-
ur, streymdi frá henni og breytti
innihaldi setningarinnar meðan
ég talaði-
— 'Hvenær ferðu aftur til Lon-
don?
Mér vitanlega hafði ég enga á-
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. hæð flyfta)
Sími 24-8-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. StMI 33-968
kvörðun tekið, en ég svaraði: —
Á morgun, held ég.
— Heppnin ekki með þér?
— Ekki ennþá.
— Þú getur nú samt heimsótt
mig einstöku sinnum, er það
ekki?
— Já, ég kem og heimsæki
þig. Ég var ekki að gefa neitt
loforð upp í ermina á mér held-
ur að skýra frá staðreynd.
Hún færði sig skyndilega' frá
mér, opnaði dymar og fór út.
Hún sagði: — Þakka þér fyrir
málsverðinn. Hann var dásam-
legur.
Ég sagði: — Það er mitt að
þakka. Þetta var himnesk mál-
tíð- — Það var líka staðreynd.
Bíllinn var illa dældaður og
dökkir flekkir á honum. Enginn
var í bílageymslu hótelsins og
ég sótti vatn og bursta og réðst
að honum með ofsa. Ég skildi
við hann hreinan en dældaðan-
Henry sem alltaf virtist við-
látinn, sá á mér hendurnar og
sagði: — Lentuð þér í einhverj-
um vandræðum, herra Slade?
— Ök á dádýnshöfuð, sagði ég.
— Drap hann er ég hræddur
um. Og dældaði bílinn.
Hann skellti í góm. — Þetta
gerist oft á kvöldin, sagði hann.
— Ljósin blinda þé- Komuð þér
með hann hingað?
Ég hristi höfuðið og hann
skellti aftur í góm. — Hvaða
vandræði, sagði hann. — Þeir
geta bragðazt mjög vel. Og þeg-
ar skepna er dauð þá er hún
dauð.
— Ég býst við því. Mig langaði
til að útskýra veiklun mína fyr-
ir Henry. Ég fór upp og lokaði
mig inni í herbergi mínu- Ég
gat ekki hugsað um neitt nerha
Claudíu og þó naumast skýrt. Ég
gekk að speglinum við vaskinn
og hamaðist ofsalega með vatni
og sápu langalengi eftir að ég
hafði fjarlægt ryðbrúnu rákina
niður vinstri vanga minn.
Ég hefði ekki svo mikið sem
hugsað um töskuna síðan klukk-
an sex.
SJÖTTI KAFLI.
Frú Larkin sagði: — Þessi
herra Sarrett kom. Hún hafði
þekkt Peter Sarrett jafnlengi ,og
ég, og það voru orðin ein tíu
ár, en hún sá sig aldrei úr færi
að kalla hann þennan herra
Sarett eins og hún liti á hann
gegrtum einhvem öfugan siögæð-
iskíki. Ég vissá aldrei af hverju
henni var svona lítið um hann.
Ég var sjálfur ekki sérlega hrif-j
inn af Peter, en mér var huilin
ráðgáta hvernig hann gat með
nokkru móti brotið í bága við
einhverjar hugsanlegar megin-
reglur hjá frú Larkin. Hann var
einhleypur og sú staðreynd að
hann varði einni hugsun af
hverjum þremur í Gamalt gler
gerði hann ekki að vinnandi
manni í augum hennar, býst ég
við- En hið sama hefði mátt
segja um mig og skriftir mínar.
Sennilega hafði hún á vissan
hátt vanþóknun á mér líka, en
ég var henni ekki sérlega erfið-
ur og hún hafði sigrazt á van-
þóknun sinni fyrir sakir hag-
stæðrar samvinnu.
— Hann kom inn, sagði hún.
— Æddi beint inn meðan ég
var að taka til og spurði hvert
þér hefðuð farið. Ég sagði hon-
um að þér hefðuð enga skýringu
gefið mér, og þótt ég vissi það
þá bæri mér engin skylda til að
upplýsa hann um það.
Ég vissi mætavel að hún hafði
ekki sagt neitt í þá átt. Það sem
frú Larkin sagði frá var eins-
konar draumaatvik þar sem í-
myndað indælissamband okkar
rakst harkalega á allt það sem
hana langaði til að átelja hjá
Peter Sarrett. Trúlega hafði hún
ekki gert annað en horfa niður
með nefinu á sér og segja hon-
um að hún vissi ekki hvenær ég
kæmi aftur.
Ég sagði: — Ojæja, hann er
alltaf vanur að ganga beint inn
ef ekki er læst. Hann veit að
mér er sama. Hvenær var þetta,
frú Larkin?
— í gærmorgun.
— Ég skal hringja til hans og
hughreysta hann.
Hún lét það gott heita. Svo
birti yfir henni- — Og herra
Bruce hringdi í morgun, sagði
hún, — af skrifstofunni. Ritar-
inn hans kom fyrst í símann og
spurði hver ég væri og ég sagði
henni það. Svo heyrði ég að hún
sagði það við herra Brufce og
hann sagði: — Já, ég vil endi-
lega tala við frú Larkin.
Tilvitnun frú Larkin í orð
Davíðs, sem var kannski ekki
alveg sannleikanum samkvæmt,
átti bersýnilega að vera mjög
jákvæð. Hún var jafnhrifin af
Davíð og henni var lítið um
Peter og þetta atvik virtist hafa
haft mjög hagstæð óhrif á hana.
— Já? sagði ég. — Og 'hvað
sagði hann svo við yður?
— Hann bað mig að segja yður
að líta inn, ef þér kæmuð í dag,
og fá drykk með honum og. frú
Bruce og helzt að borða með
þeim. Ég sagðist skyldi segja
yður það ef þér kæmuð en skilja
annars eftir boð.
— Þakka yður fyrir. Það var
á^ætt.
— Ætlið þér þá að fara?
Ég pexa yfirleitt ekki við frú
Larkin, en þetta voru svo frek-
leg afskipti af einkalífi mínu að
ég sagði: — Ég veit það ekki.
Hvers vegna spyrjið þér?
Hún varð á svipinn eins og
kökubiti hefði allt í einu bitið
hana á móti. — Hvers vegna?
sagði hún. — Nú — það væri
bara skemmtilegt fyrir yður, er
ekki svo? Þessd indæla frú
Bruce.
Daphne kona Davíös var yfir-
leitt þessi indæla frú Bruce á
sama hátt og Peter var þessi
herra Sarrett. Hún var ímynd
þeirrar _ konu serh frú Larkin
fannst ég eiga að giftast, og ég
hefði sagt henni að ég ætlaði
að lifa í synd með Daphne þar
til Davíð skildi við hana, þá
hefði hún áreiðanlega sagt: —
Henni indælu frú Bruce? Ekki
svo að skilja að líklegt væri að
þetta kæmi fyrir. Daphne Bruce
sameinaði allar röksemdir með
hjónabandi, væri maður í gift-
ingarskapi, og allar röksemdir
gegn því, þegar svo var ekki.
Hún var vel menntuð og aðlað-
andi og dugleg og góður félagi
og það var dæmalaust efitt að
losna frá henni- Ég vár ósköp
ánægður með hana sem ejgin-
konu Davíðs og hún sýndi mér
notaleik, umburðarlyndi og hálf-
gildings samúð, eins og giftum
kbnum á borð við hana er tamt
að sýna mönnum eins og rriér.
Ég notfærði mér þetta til fulln-
ustu, þegar ég var í því skap-
inu, og þess á milli þakkaði ég
mínum sæla fyrir hið heiðar-
lega einlífi.
Ég fylgdi frú Larkin til dyra
og hún vissi ekkert um það
hvort ég ætlaði að dveljast um
kvöldið með hinni indælu frú
Bruce. Frú Larkin var' viðloð-
andi heima hjá mér fimm daga
vikunnar, en næturfélagi var hún
mér ekki. Trúlega gegndi hún því
hlutverki hjá herra Larkin, sem
ég vissi að var til, en var að
öðru leyti heldur óljós persóna.
Hún var fáorð um einkalíf sitt
þótt henni hætti til að gera sér
fulltíðrætt um mitt- Þegar hún
var farin tyllti ég mér niður
og beindi huganum í kyrrð og
einbeitni að Claudíu.
Árangurinn varð satt að segja
ófullnægjandi. í umhverfi Lund-
únaborgar, svo háværrar og yfir-
lýstrar, varð umhugsunin um
Claudíu og hið undarlega um-
hverfi kringum Dunstreet og
Cartery svo áþekkt draumi, að
það reyndist næstum ógerningur
að hugsa rökrétt. Skynsamleg-
ar vangaveltur breyttust allt í
einu í hugaróra, og órarnir virt-
ust engu ósennilegri.
Annars þurfti ég ekki á nein-
um skynsamlegum röksemdumað
halda. Ég færi bráðlega aftur
til Dunstreet, vegna þess að
þangað myndi leit mín að tözz-
unni leiða mig. Og ef ég færi
til Dunstreet, þá myndi ég alla-
vega hitta Claudíu, þótt ekki
væri nema vegna þess að ég
gæti ekki neitað mér um það.
Hið eina sem ég hefði getað
lagt niður fyrir mér var hvernig
ég ætti að koma fram við Claud-
íu þegar ég hitti hana: og ég
vissi nú þegar nóg til þess að
vita að sérhver ráðagerð kynni
að fara í súginn andspænis nýrri
útgáfu af Claudru eða óvæntum
viðbrögðum mínum gagnvart
þeirri Claudíu sem’ ég hafði gert
ráð fyrir-
Ég blandaði mén drykk. til að
deyfa mesta eirðarleysið. Þegar
SKOTTA
4916 Ekki er „Spadille“ fyrr farið a£ staðnum en „Prosper" er
komið þangað í þess stað. Laroux hefur skilið eftir bauju til að
auðveldara sé að finna staðinn aftur og Wallace hlakkar yfir
sigrinum sem hann þykist eygja. Furet smitast af æsingi hans.
„Ef Angélique tæki hér nokkrar myndir, gætum við kannski
komizt að því hvort þetta er rétta skipsflakið“. „Þeir hafa sett
baujuna þarna, það er næg sönnun“, syarar Ameríkaninn. — Þeir
eru svo niðursokknir í atihuganir sínar, að þeír taka ekkert eftir
skipinu sem nálgast þá.
Látið ekki skemmdar kartöflnr koma yður
í vont skap. Noíið COLMANS-kartöflnduft
— Við skulum láta eins og við vitum ekki af þeim, þangað 01 við
heyrum hvort þeir ætla að kaupa eitthvað handa okkur.
Foreldrar
Get tekið að mér að gæta bama fyrir foreldra, sem
vinna bæði úti. — Upplýsingar í sima 19674.
HELDUR
HEITU
OG
KÖLDU
ÚTI
OG
INNI
TRABANT EIGENDUR
V iðger ða verkstæði.
Smurstöð.
Vfirförum bílinn
fyrir vorið.
FRIÐRIK OLAFSSON, vélaverkstæði.
Dugguvogi 7. — Sími 30154.
Bífaþjónusta
Höfðatúni 8. — Símá 17484.