Þjóðviljinn - 11.06.1967, Side 5

Þjóðviljinn - 11.06.1967, Side 5
Kosningarnar í sumar falla saman við mjög afdrifarík vandamál í efnahagsmálum og sjálfstæðis' málum. Þrátt íyrir mesta velmegunartímabil sem íslendingar hafa lifað. hefur orðið samdráttur í hin- um mikilvægustu atvinnugreinum; togurum landsmanna hefur fækkað um 30 á nokkrum árum og enginn nýr bætzt við; þeim bátum hefur fækkað sem afla hráefnis fyrir fiskvinnslustöðvarnar; ýms fullkomnustu fiskiðjuver landsmanna hafa lamazt eða hætt starfsemi sinni, fjölmörg iðnfyrirtæki hafa hætt störfum eða eru að þrotum komin, þar á meðal járniðnaðurinn. Niðurgreiðslur, styrkir og upp- bætur nema hærri upphæðum en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar, nær tveimur miljörðum kr. á ári, og fé til þeirra útgjalda þrýtur eftir nokkra mánuði. Síldveiðarnar, sem á undanförnum árum hafa lyft sjávarútveginum, voru bannaðar allan maímánuð, og hagur þeirra hefur versnað til mik- illa muna. Þetta ástand undirstöðuatvinnuveganna hefur dregið tilfinnanlega úr atvinnu, takmarkað heildartekjur launafólks. og áhrif þess láta í vaxandi mæli til sín taka í hverskyns þjónustustarf- semi. Haldist þessi öfugþróun mun hún hafa áhrif á öllum sviðum þjóðlífsins. Jafnframt verða á næsta kjörtímabili teknar mjög örlagaríkai ákvarðanir í sjálfstæðismálum íslendinga. — Atlanzhafs- samningurinn fellur úr gildi og aðild að Efnahags bandalagi Evrópu kemst á dagskrá á nýjan leik. Alþýðubandalagið í Reykjavík leggur áherzlu á að kosningarnar í sumar eru nátengdar þéssum meginatriðum: 1 Framundan er óhjákvæmilega mjög harðnandi kjarabarátta. Um leið og dregur úr atvinnu mun reynslan sjálf sanna þá staðreynd að aukavinna og óumsaimdar yfirborganir eru skammvinn fyr- irbæri sem launamenn mega ekki miða afkomu sína við. Krafan um óskert heildarkaup fyrir dagvinnu eina saman kemst á dagskrá sem nær- tækasta viðfangsefni alþýðusamtakanna. Sú bar- átta verður að sama skapi hörð sem hún er óhjá- kvæmileg, og árangur hennar er kominn undir samheldni og styrk heildarsamtakanna, m.a. i alþingiskosningunum. 2 Því aðeins fá íslenzkir atvinnuvegir staðið undii þeim kjörum sem launafólk á heimtingu á að þeir verði endurskipulagðir frá grunni. Hvar- vetna blasa við glundroði og skipulagsleysi, tak- markalítil sóun í sambandi við fjárfestingu. Við- reisnin hefur leitt algert stjórnleysi yfir íslenzkt atvinnulíf og stjórnleysið ákaflega óhagkvæman rekstur. Atvinnurekstur af þessu tagi getur ekki staðið undir nútímaþjóðfélagi og þeim lifnaðar- háttum sem sæma ríki sem miklast af einhverj- uim hæstu þjóðartekjum í heimi. Því aðeins mun takast að styrkja þjóðlega atvinnuvegi að tekin verði upp skipulögð fjárfesting og áætlunarbú- skapur í samræmi við íslenzkar aðstæður. 3 Félagsleg stjórn atvinnumála og efnahagsmála er ekki aðeins eina leiðin til þess að tryggja at- vinnuöryggi og viðunanleg lífskjör, heldur og óhjákvæmileg stefna til þess að tryggja sjálfa framtíð þjóðlegra atvinnuvega á íslandi. Sú hætta blasir við að gjaldþrota viðreisnarstjórn haldi æ lengra inn á þá braut að láta erlenda auð- hringi taka að sér atvinnurekstur hérlendis, en slík yfirráð útlendinga yfir auðlindum og at- vinnulífí tíðkast aðeins í nýlendum og hálfný- lendum. Af þessum ástæðum er það brýnasta og örlagaríkasta verkefni landsmanna um þess- ar mundir að tryggja framtíð þjóðlegra atvinnu- vega með því að beita vísindaþekkingu nútím- ans iafnt í tækni sem skipulagningu atvinnu- mála. 4 Á næsta kjörtimabiii rennur Atlanzhafssamn- ingurinn úr gildi, og íslendingar eiga þess kos að taka a nýjan leik upp frjálsa og óháða utan ríkisstefnu og aflétta oki hernámsins. Verði sá kostur ekki valinn er hætta á því að íslendingar verði bundnir nýjum hernaðarsamtökum ásamt Bandaríkjunum og nánustu fylgiríkjum þeirra í Evrópu. Afleiðing þess gæti orðið sú að íslend- ingar yrðu viðskila við evrópska þróun og her- námið myndi herðast enn fastar að landsmö um en nú, bandarísk áhrif yrðu yfirgnæfandi og græfu jafnt og þétt undan menningarlegu fullveldi landsmanna. 5 Isiendingar leggja nú minni hluta af þjóðarteki- um sínum til tækni, vísinda, skólamála og an - arra menningarmála en nokkur önnur þjóð með svipaðan efnahag. Því aðeins að gert verði stór- átak á þeim sviiðum mun íslendingum takast að fylgjast með þeirri öru þróun sem er að gerast allt umhverfis okkur, og okkur mun því aðeins takast að tryggja fullveldi okkar til frambúðar að við höldum til jafns við aðrar þjóðir eða ger- am betur. Menntun og vísindi eru dýrmætustu auðlindir hverrar þjóðar; markviss skipulagning á þeim sviðuim er einhver brýnasta nauðsyn ís- lendinga. 6 Hvarvetna blasir við nauðsyn á stórauknum fé- lagslegum framkvæimdum; hér vantar m.a. þjóð- bókhlöðu og þjóðlistasafn. Ástandið í heilbrigðis- málum og sjúkrahúsmáluim er svo alvarlegt að um neyðarástand er að ræða á ýmsum sviðum. Félagslegt framtak í húsnæðismálum er sívax- andi nauðsyn til þess áð tryggja rétt almennings til íbúða með viðunanlegum kjörum og binda endi á fjárplógsstarfsomi. Þörf er á gagngerum endurbótum á almannatryggingum og sjúkra- samlögum, ekki sízt til þess að tryggja viðun- andi lífskjör aldraðra og sjúkra, en aðstaða þeirra er mælikvarði á menningarstig hvers þjóðfélags. Hagsmunamál barna og unglinga þurfa að verða sjálfsagður þáttur í öllum félags- legum framkvæmdum þjóðfélagsins. Lífeyris- sjóður fyrir alla landsmenn er næsti nýi áfang- inn í tryggingamálum. 7 Eitt alvarlegasta einkenni „viðreisnarinnar“ er siðferðileg upplausn sem mjög hefur magnazt á undanförnum árum og m.a. birtist í stórfelld- um fjársvikum sem eru að verða hversdagslegir atburðir. Skattsvik auðmanna ofan á stófelld skattfríðindi er þjóðfélagsmeinsemd sem þyngir til mikilla muna skattabyrðar á launafólki og skerðir lífskjörin. Skattalögreglan hefur ekki fengið eðlilega vinnuaðstöðu og starfsemi hennar smám saman koðnað niður í höndum stjórnar- valdanna. Það er mikilvæg þjóðfélagsleg nauð- syn að heiðarleiki í fjármálum verði endurreist- ur með ströngu aðhaldi hins opinbera og vökulu aJimenningsáliti. Um öll þessi meginatriði verður barizt í kosn- ingunum í sumar. Árangurinn er kominn undir einhug og samheldni Alþýðubandalagsins, jafnt andspænis andstæðingaflokkunum sem þeim er reyna að sundra samtökunum á örlagastund. Hornsteinar Alþýðubandalagsins eru nú, eins og í öndverðu, kjaramál launafólks og sjálfstæðis- mál þjóðarinnar; á báðum þeim sviðum eru fram- undan hinar örlagaríkustu ákvarðanir. Málefnin ein eiga að skera úr, og gengi þeirra er háð sam- eiginlegu félagslegu starfi allra stuðningsmanna Alþýðubandalagsins. Fram til sóknar fyrir sigri G-LISTAMS. t i k

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.