Þjóðviljinn - 15.06.1967, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 15.06.1967, Qupperneq 3
f \ Fimmtudagur 15. júní 1967 — ÞJÓÐVILJINN — StÐA 2 Æöstu leiðtogar Sovétríkjanna munu sækja aukafund allsherjarþings SÞ Sovézk tillaga í Oryggisráðinu sem fordæmir Israel fyrir að hafa rofið friðinn og krefst að lið verði flutt aftur fyrir 1949-mörkin MOSKVU og NEW YORK 14/6 — Gromiko, utanrikisráð- herra Sovétríkjanna, hefur í bréfi til Ú Þants fram- kvæmdastjóra skýrt svo frá að ýmsir helztu leiðtogar þeirra m-uni mæta á þeim aukafundi allsherjarþin-gs SÞ sem sovétstjómin hefur farið fram á að haldinn verði til þess að fjalla um ástandið í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs stjórnin myndi ekki beita sér gegn henni. Talið er að Gromiko að minnsta -kosti sé á förum til New ’York. Sótt hafði verið um leyfi fyrir sovézka flugvél að lenda í Prestwick í Skotlandi í kvöld, en síðan tilkynnt að ferð hennar myndi seinka og myndi hún væntanleé bangað annað kvöld. Fékk ekki sluðning í dag voru greidd atkvæði i Öryggisráði SÞ um sovézka á- lyktunartillögu þess efnis að ráð- ið fordæmdi friðrof ísraels og árásarstríð þess á hendur ná- grönnum sínum. Tillagan hlaut ekki nægan stuðning til þess að ná samþykki en til þess þarf níu atkvæði. Aðeins fulltrúar Sovétríkjanna, Indlands, Malí og Búlgaríu greiddu atkvæði með tillögunni, Hins vegar greiddi AP-fréttastai'an telur sig haía heimildir fyrir því að allir þrír æðstu leiðtogar Soyétríkjanna muni mæta á aukafundinum ef úr honum verður, þ.e. þeir Pod- gorní forseti, Kosygin forsætis- ráðherra og Bresnéf flokksritari. Sagt er að ákvörðun Sovét- stjórnarinnar um að fara fram á að allsherjarþingið verði kvatt saman hafi verið tekin eftir við- ræður sovézku leiðtoganna við Hoari Boumedienne, forseta Als- írs, sesn hélt heimleiðis frá Moskvu í gær. Búizt hefur ver- ið við að fleiri leiðtogar araba- ríkjanna komi til Moskvu, en ekki er vís\ að úr því verði að sinni, ef allsherjarþingið verður kvatt saman. Allar líkur eru á þvi að svo fari. Franska stjórnin hefur lýst stuðningi sínum við þessa til- lögu sovétstjórnarinnar og í dag var sagt í London að brezka HtFl FLUTT lögfræðiskrifstofu mícna að Mávahlíð 48. Fastur móttökutími frá kl. 6—7 s.d. \ Hafþór Guðmundsson lögfræðiskrifstofa. Blaðdreifing Blaðburðarbörn óskast á HJARÐARHAGA DIOOVIIIINN Sími 17-500. ATHUGIÐ! Breytið verðlítilli krónu í vandaða vöru Húsgagnaverzlun Þorsteins Sigurðssonar, l Grettisgötu 13 (stofnuð 1918) sími 14009. leysir vandann. Frá Fóstruskólanum Þær stúlkur, sem hafa í hyggju að saekja um skólavist skólaárið 1968—69 eru beðnar að hafa samband við skólastjóra sem fyrst í síma 18932. Skólinn er þegar fullsetinn skólaárið 1967 — ’68. enginn atkvæði á móti henni. Allar líkur eru taldar á að tillaga samá efnis myndi verða samþykkt með miklum meiri- hluta á allsherjarþinginu, þar sem flest ríki Afríku og Asíu myndu * greiða henni atkvæði, og mun það vera ein megin- ástæðan fyrir því að sovétstjórn- in hefur óskað þess að þingið komi saman. Þegar i vikunni í bréfi sínu til Ú Þants hafði Gromiko farið fram á að alls- herjarþingið yrði kallað saman með ekki lengri fyrirvara en ein- um sólarhring. Enda þótt ekki hafi verið hægt að verða við þeim tilmælum þykir flest benda til þess að aukafundur þingsins muni hefjast þegar í þessari viku, karmski þegar á morgun, fimmtudag. Goldberg, fulltrúi Baddaríkj- anna, hafði ív Öryggisráðinu lagzt mjög hindregið gegn sov- ézkri ályktunartillögunni. Ef orð- ið yrði við kröfunni um að ísra- elsmenn afsöluðu sér öllum land- vinnirigum í leifturstríði sínu og létu hersveitir sínar hörfa aft- ur fyrir vopnahlésmörkin frá 1949, myndi það aðeins auka lík- ur á nýjum vopnaviðskiptum, sagði Goldberg. Sovézki fulltrúinn, Fedorenko, hafði farið mjög hörðum orð- um um ísraelsmenn fyrir það sem hann kallaði árásarstríð þeirra og veitzt einnig að vest- urveldunum fyrir þá aðstoð sem þau hefðu veitt árásaraðilanum. Stuðningur Frakka Talsmaður frönsku stjórnar- innar sagði í París í dag að hún styddi sovézku tillöguna um aukafund allsherjarþingsins. Það væri réttur vettvangur til að fjalla um allt þetta mál og réyna að finna lausnir á þeim fjölmörgu erfiðu vandamálum sem upp væru komin. Couve de Murville, utanríkis- ráðherra Frakka, sagði í dag á ráð-herrafundi Atlanzbandalag.s- ins í Luxemborg, þar sem á- standið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs var eitt helzta málið á dagskrá, að hann væri mjög vondaufur um að lausn fengist í náinni framtíð þar sem bæði væru stórveldin á önd- verðum meiði í þessu máli og ísraelsmenn æsktu ekki lausn- ar sem. fengin væri innan vé- banda SÞ. Hann lagði mikla á- herzlu á að Atlanzbandalagið sem slíkt mætti ekki taka neina afstöðu til deilna araba og ísra- elsmanna. Júgóslavar slíta Öll ríkin í Austur-Evrópu, nema Rúmenía, hafa nú slitið stjómmálasambandi við ísraels- menn á þeirri forsendu að þeir háfi gerzt sekir um árásarstríð. Júgóslavía bættist síðust í hóp- inn í gær. Sagt er að ísraels- menn eigi einir alla sök á stríð- inu og er það í samræmi við yfirlýsingu leiðtoga sósíalistlsku ríkjanna sem gefin var út eftir fund þeirra í Moskvu 9. júní. f kvöld fréttist að egypzka stjórnin hefði lýst stuðningi sín- um við sovézku tillöguna um aukafund allsherjarþingsins, einnig stjómir Finnlands og Austurríkis. , Arabar herða refsiaðgerðir sínar gegn vesturveldunum DAMASKUS 14/6 — Arabaríkin hafa enn hert á þeim refsiað- gerðum sem þau hafa ákveðið að beita Bretland og Bandaríkin og önnur ríki sem þau saka um að hafa veitt ísrael aðstoð í stríðinu. Stofnun sá sem sam- ræma á refsiaðgerðirnar og að- setur hefur í Damaskus hefur skýrt frá því að fyrirhugaðar séu víðtækar nýjar ráðstafanir sem m.a. feli í sér algert bann við verzlun með brezkar og bandarískar«vörur í arabarikjun- um. Samtímis vex hugmyndipni um sambandsriki araba fylgi. Tveir áhrifamenn í stjómmálum íraks lýstu þeirri skoðun sinni í dag að mynda ætti sambands- riki Egypta, Sýrlendinga, íraka og Jórdana. Ef hefna á ósigurs- ins á vígvellinum með pólitísk- um sigri verður þegar í stað að lýsa yfir stofnun slíks sam- bandsríkis, þar sem ljóst er að ekkert eitt arabaríkjanna getur unnið sigur á ísíael, var safjt. Forseti Sýrlands, Noureddine Atassi, hvatti arabaríkin í dag til að „beita olíuvopninu" gegn yfirgangi ísraelsmanna og þeirra sem þá styddu. Nýjar kynþáttaóeirðir / USA — að þessu sinni i Ohie Stein er enn sigursæ/l ó Moskvumóti Á mánudag var lokið við að tefla fimmtán umferðir á al- þjóðlega skákmótinu í Moskvu og þá voru einnig tefldar nokkr- ar biðskákir. Stein gerði jafn- tefli við Geller og er nú efstur með 9% vinning en þeir Bobot- sof, Bronstein og Gisplis eru næstir með 9 (Bobotsof varin Gligoric í siðustu umferð). Port- isch kemur næstur ásamt ýms- um öðrum með 8% vinning, en á biðskáíc óteflda. Ekki olínskortnr að sögn OECD PARilS 14/1 — Olíunefnd Effna- hagsstoÆnunarinnar í París (OE- CD) hefiur nú komizt að þeirri niðurstöðu að etkjki sé ástaeða tJ.l að óttast olíuskort í Vestur-Evr- óipu þóitt araibarfkin hafi lagt bann við sölu á olíu tii Bret- lands og Bandaríkjanna. NEW YORK 14/6 Kynþáttaó- eirðir hafa magnazt í Banda- ríkjunum síðustu daga og þótt ekki bærust fréttir af miklum róstum í dag var búizt við að upp úr gæti blossað fyrirvara- laust. Um helgina höfðu orðið mikl- ar óeirðir í Tampa í Flórída og var þá fjölmennt lið úr fylkis- hernum sent þangað. í gær brutust svo út óeirðir í borginni Cincinnati í Ohio og mjögófrið- legt var í Watts-hverfinu í Los Angeles. Á öllum þessum stöð- um er fjölmennt lið lögregGu og fylkisherja til taks. Miklir eldar komu upp í Cin- cinnati í nótt sem leið og er tjón af völdum þeirra metið á uni 35 miljónir króna. Hi manna Israelsmenn staðráðnir í að halda landvinningum sínum Súezskurðinum verður lokað meðan hersveitir Ísraeís halda kyrru fyrir á austurbakka hans, segja Egyptar KAÍRÓ 14/6 — Súezskurðurinn verður lokaður á meðan ísraelsmenn halda kyrru fyrir á austurbakka hans vegna þess að dvöl þeirra þar gerir siglingar um skurðinn ó- tryggar, sagði Riyad, utanríkisráðherra Egypta, við frétta- mann APP í Kaíró í dag. — Það má gera grein fyrir af- stöðu Egypta í stuttu máli, sagði ráðherrann. Við munum koma í veg fyrir að árásarríkið hagnist á yfirgangi sínum. ísraelsmenn verða að hörfa með hersveitir sínar aftur fyrir hin fyrri vopnahlésmörk. Fallist öll ríki heims á þetta sjónarmið, munu þeir neyddir til þess, sagði Riy- ad. Hann skýrði frá því að á boð- uðum fundi fetjórnarleiðtoga arabaríkjanna myndi fjallað um sameiginlega afstöðu þeirra til ísraels og þeirra ríkja sem veitt hefðu því lið. Friðartal færi illa í munni ráðamanna ríkis sem gerzt hefði sekt um árásarstríð og lagt undir sig lönd annarra ríkja. Síendurteknar árásir ísraels- manna á hendur ai-öbum, 1948, 1956 og nú á þessu ári hefðu vakið hatur í brjóstum allra grannþjóðanna og þeir bæru einnig ábyrgð á versnandi sam- búð araba og nokkurra meiri-^ háttar ríkja sem þá hefðu að-' stoðað, sagði Riyad. Jcrúsalem höfuðborgin Levi Eshkol, forsætisráðherra ísraels, hefur sagt að „hin sam- einaða Jerúsalem" muni verða höfuðborg ríkisins. í ræðu sem hann hélt yfir ísraelskum her- mönnum einhvers staðar á Sin- aiskaga í gær, ítrekaði hann að ísraelsmenn myndu krefjast fullkominnar tryggingar fyrir því að siglingar um Akabaflóa yrðu frjálsar. Hann vildi ekki svara spumingu um hve miklu landi ísraelsmenn vildu halda af því sem þeir unnu í leiftur- sókn sinni á Sinaiskaga. Gífurlegur mannfjöldi flykkist nú til Jerúsalems úr öíllum hér- uðum ísraels til að heimsækja hina fomu helgu staði gyðinga £ gamla borgarhlutanum sem fram að stríðinu var í höndum Jórdana. Talið er að hundruð þúsunda manna hafi lagt leið sína að grátmúrnum í borgar- hlutanum. í samt horf Bæði frá Kaíró og Telaviv berast fréttir um að líf manna í Egyptalandi og ísrael sé nú farið að færast aftur í samt horf. í Kaíró hafa öll fyrirtæki sem stöðvuð voru méðan á stríðinu stóð aftur tekið til starfa og fiáar menjar um hið stutta stríð sjást nú í borginni. Fréttaritari Reuters segir að Kaíróbúar séu beizkir í garð vesturveldanna fyrir þá aðstoð sem þau eru sögð hafa veitt ísraelsmönnum. 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.