Þjóðviljinn - 15.06.1967, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.06.1967, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur .15.. júní. 1967. OtgefanJi: Sameiningarílokkur aiþýðu — Sósíalistafiokk- urinn. Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsmgastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust X9. Simi 17500 <5 linur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Gleymið ekki " r' Astæða er til þess að hvetja landsmetnn til að muna málflutning stjómmálaflokkanna fyrir kosningar og bera hann saman við þann dóm sem veruleikimn sjálfur mun kveða upp. Umræðurnar snerust að mjög verulegu leyti um efnahagsmálin og atvinnumálin. Stjómarflokkarnir héldu því ‘fram að á þeim sviðum léki allt í lyndi. Alþýðu- bandalagið benti á að ástandið í efnahagsmálum og atvinnumálum væri orðið mjög ískyggilegt. Hér hefði að undanförnu orðið samdráttur sem farinn væri að móta kjör fjölmargra launamanna. Upp- þætur og niðurgreiðslur næmu hærri fjárhæðum en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Þjóðvilj- inn spáði því að ef stjórnarflokkarnir héldu velli væri annaðhvort fraimundan stórfelld ný skatt- heimta til þess að rísa undir uppbótakerfinu eða þriðja gengislækkunin á sama áratugnum. Þjóð- viljiinn hvatti launamenn til þess að efla Alþýðu- bandalagið m.a. af þessum nærtæku ástæðum, að öðrum kosti myndi fólk einnig telja kosningaúr- slitin upp úr launaumslögunum sínum eftir nokkra mánuði. Þjóðviljinn er óhræddur við að riíja upp þennan málflútriing sinin vegna þess að hann var raun- sær, í samræmi við veruleikann. Hins vegar festi meirihluti þjóðarinnar ekki trúnað á hann, held- ur veitti Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokkn- um völd til áframhaldandi stjórnar. En landsmenn skyldu fylgjast vel me>ð því hvort gyllingaráróð- urinn heldur áfram í stjórnarblöðunum næstu mánuði, eða hvort senn verður farið að tala um „erfiðleika“ sem ekki mátti með nokkru móti við- urkenna fyrir kosningar. Ekkert tvíflokkakerfí rr' Aróður fyrir kosningar fjallar ekki ævinlega um málefni. Framsóknarflokkurinn lagði til að mynda allt kapp á að lýsa sér sem hinum gunn- reifa og sigurvissa flokki stjófnarandstæðinga, fylgisaukning hans myndi fella ríkisstjómina. Á það var bent margsinnis hér í blaðinu að þessi á- róður væri bæði rangur og hættúlegur, Fram- sóknarflokkurinn hefði hvergi tök á að bæta við sig þingsæti og hefði engar vonir um uppbótar- þingsæti Reynslan hefur nú sannað að þessi mál- flutningur Þjóðviljans var í samræmi við veru- leikann; Framsóknarflokkurinn tapaði meira að segja þingsæti. Þessi vonbrigði Framsóknarflokksins annarsveg- ar og stórfellt fylgishrun Sjálfstæðisflokksins hins vegar er til sannindamerkis um það að hug- myndir sem uppi hafa verið um tveggja flokka kerfi á íslandi að bandarískri fyrirmynd fá ekki staðizt. Enda þótt flokkar þeir sem tengdir eru verklýðshreyfingunni á íslandi séu nú sundrað- ir á hinn óskemmtilegasta hátt fengu þeir veru- lega fylgisaukningu sameiginlega. Sú staðreynd sýnir hvérjum árangri væri unnt að ná ef hug- myndir Alþýðubandalagsins uim einhuga stjóm- málasamtök launafólks yrðu að vemleika. — m. Hér fer á eftir skrá ýfir. þá sem hlotið hafa styrki úr Vís- indasjóði (sjá frétt. hér í blað- inu í gær): A — RAUNVÍSINDADEILD I. Dvalarstyrkir til vísindalegs sérnáms og rannsókna. 140 þús. króna styrk hlutu: Haraldur Sigurðsson .jarðfræð- ingur til sémáms rannsókna og vinnu að dqktórsritgerð við háskólann í Cambridge. : Ottó J. Björnsson ‘ stærðfræð- ingur til rannsókna*, í stærð- fræði við Raunýísindastofn- un Háskóla íslands. Sigurður Steinþórsson jarð- fræðingur til sérnáms, rann- sókna og vinnu að' doktors- ritg. við háskólann í Prince- ton. Stefán Aðalsteinsson ■ búnaðar- sérfræðingur til erfðarann- sókna á islenzku sauðfé, verkefni til doktorsprófs við háskólann í Edinborg. Sverrir Schopka- efnairæðingur til sémáms, raimsókna og vinnu að doktorsritgerð við háskólann í Fráökfurt. Vilhjálmur Lúðvíkssón efna- fræðingur t'il séfnáms. rann- sókna og vinnu að doktors- ritgerð í efnafræði. við há- Skólann í Wiscorjsin. 90 þúsund. kr styrk hlutu: Jón Stefán Arnórsson jarð- fræðingur til sérnáms, rann- sókna og vinnu að doktors- ritgerð við Lundúnaháskóla.' Magnús Birgir Jónsson bú- fræðingur til framhalds á rannsóknum sínum á arf- gengi bythaéðár og íitumágns mjólkur hjá íslenzkum þúm. (Verkefni 'til licenciatþrófs við Landbúnaðarháskóla Noregs). Sigfps J. Johnsen eðlisfræðipg- ur til sérnáms og rannsókna á eiginleikum hálfleiðaratelj- ara (við háskólann í Kaup- mannahöfn: 60 þús. króna styrk hlutú: ■ Alfreð Árnason menntaskóla- kennari til framhaldsrann- sókna á eggjahvítu í blóð- vökva (við háskólarin í Glas- gow). Einar Júlíusson, eðlisfræðingur til rannsókna og smíða á He-Ne-gaslaserum (við Raun- vísindastofnun Háskóía ís- lands). Guðmundur Oddsson læknir til framhaldsrannsókna í læknisfræði og rannsókna á sambandi nýmasjúkdóma og háþrýstings (við Cleveland Clinic Educational Founda- tion). Hólmgeir Björnsson kennari til framhaldsnáms 1 tilrauna- stærðfræði (biometry) við Cornellháskóla. Ingólfur Helgason arkitekt til framhaldsnáms og rannsókna í skipulagsfræði borga og sveita (við Edinburgli School of Town and Country Plan- ning). Magnús Óttar Magnússon lækn- ir til framhaldsnóms í lækn- isfræði og ranhsókna á nýrnasjúkdóumum og . með- ferð gervinýrna (við Cleve- land Clinic Educational Poun- dation). Ólafur Örn Arnarson læknir til sémáms og rannsókna í þvagfærasjúkdómum (við Cleveland Clinic Educational Foundation). Páll G. Ásmundsson læknir til framhaldsnáms... og "J bfeðlis- fræðilegra ranhsókna . a nýr- um. (Við háskólaspítaldnn í Georgetotýh, Washington). rrýggvi, Ásmundsson : -læknir til framhaldsnáms og lífeðl- isfræðilegra rannsókna á ánir króna í styrki úr ióði til alls 67 aðila lungum. (Við Duke háskól- ann í Durham). Valgarður Stefánsson eðlis- fræðingur til sémáms og rannsókna í eðlisfræði við háskólann í Stokkhólmi. Þröstur Laxdal læknir til sér- • náms og rannsókna á við- námshæfni • hjartasjúklinga gegn sýkingu af ýmsu tagi (við háskólann í Minnesota). 50 þús. króna styrk hlutu: Ámi Kristinsson læknir til sér- náms og rannsókna á hjarta- vöðvasjúkdómum (Bretland). Ásgeir Ó. Einarsson dýralækn- ir til rannsókna á sauðfjár- og nautgripasjúkdómum. (Þýzkaland). Axel Valgarð Magnússon garð- yrkjukennari til rannsókna á íslenzkum garða- og gróður- húsajarðvegi. (Þýzkaland). . John E. G. Benedikz læknir til sémáms og rannsókna á á- hrifum sykursýki á tauga- kerfið. (Bretlari<I). Sigurður DagbjartSson eðlis- fræðingur til sérnáms og rannsókna á kjarnakljúfum með sérstakri hliðsjón af notkun þeirra til orkugjaf- ar handa gervitunglum. — (Þýzkaland). Þorvaldur Veigar Guðmunds- son læknir til framhalds- rannsókna á calcitonin (Bret- land). Þór E. Jakobsson veðurfræð- ingur til sérnáms og rann- sókna á tímaraðagreiningu til könnunar á stuttum veð- urfarssveiflum (Noregur). 30 þús. króna styrk hlutu: Reynir Axelsson. stærðfræði- nemi til sérnáms og rann- sókna í stærðfræði og vinnu að doktorsritgerð við há- skólann í Princeton. Þorsteinn Vilhjálmsson eðlis- fræðingur til framhaldsnáms i eðlisfræði öreinda við há- skólann í Kaupmannahöfn. II. — VERKEFN AST YRKIR II. A. Stofnanir: Bændaskólinn á Hvanneyri til framhaldsrannsókna á eðlis- eiginleikum jarðvegs, •— kr. 80.000. Jöklarannsóknafélag íslands til rannsókna á Tungnárjökli og fleiri verkefna kr. 60.000. Landspítalinn, Rannsóknadeild í meinafræði til könnunar á joðefnaskiptum hjó börnum og unglingum. Verkefnið er<$> unnið í samvinnu við skozka vísindamenn. kr. 30.000. Náttúrufræðistofnun íslands til kostnaðar á efnagreiningum ofl. vegna undirbúnings ís- landsbindis af „Catalogue of Active Volcanoes of the World.“ Kr. 38.000. Rannsóknastofnun landbúnað- airins 100.000 kr. til rann- sókna á frostþoli íslenzkra ghasa. Rannsóknastofa Norðurlands kr. 70.000 til framhaldsrann- sókna Jóhannesar Sigvalda- sonar á brennisteinsskorti í jarðvegi. Raunvísindastofnun Háskólans kr. 75.000 vegna tilrauna með notkun nýrra segulinælinga- tækja til segulsviðsmælinga úr flugvél og til könnunar nýrra aðferða við staðará- kvarðanir. II. B. Einstaklingar: , Eggert Brekkan læknir kr. 30.000 til tveggja rannsókn- arverkefna. Guðmundur Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur kr. 30.000 til statistískrar rannsóknar á pólskiptum jarðar. Guðmundur Jóhannesson lækn- ir kr. 40.000 til rannsókna á krabbameini í konum. Ivka Munda náttúrufræðmgur, dr. kr. 70.000 til framhalds- rannsókna á þörungum við strendur íslands. Leó Kristjánsson eðlisfræðing- ur kr. 25.000 til bergsegul- mælinga á Vestfjörðum. Sigurður V. Hallsson efnafræð- ingur kr. 75.000 til vaxtar- mælinga á nytjanlegum þara við norðanverðan Breiða- fjörð. Sigurður S. Magnússon læknir kr. 60.000 til rannsókna á legbreytingum eftir fæðingu. Valdimar K. Jónsson háskóla- kennari kr. 80.000 til rann- sókna á hagkvæmni freon- hreyfils við virkjun jarð- varma. Þorkell Jóhannesson læknir, dr. og Vilhj álmur Skúl ason lyf j a- fræðinigur kr. 34.000 til lyfja- fræðirannsókna (framhalds- styrkur). Þorleifur Einarsson jarðfræð- ingur kr. 25.000 vegna kostn- aðar við C-14-ákvarðanir á lifrænum leifum frá ísaldar- lokum og nútíma. B. HUGVÍSINDADEILD Að þessu sinni voru veittir eftirtaldir styrkir: . 125 þús. króna styrku hlutu: A. Stofnun: Styrkur til alþjóðlegrar fræða- ráðstefnu um norræn og al- menn málvísindi á vegum Háskóla íslands árið 1969. B. Einstaklingar: Jón Sigurðsson hagfræðingur til að semja doktorsritgerð í þjóðhagsfræði við London School of Economics um efn- íð Vöxtur -og atvinnuskipt- ing mannaflans i hagþróun með sérstöku tillíti til ís- lenzkrár hagsögu frá alda- mótum. Lúðvík íngvarsson lögfræðing- ur til að fuílgéra rit um refsingar á þjóðveldistím- anum. . 100 þús. króna styrk hlutu: Bjöm Þorsteinsson sagnfræð- ingur til að rannsaka ís- landsverzlun Englendinga og siglingar þeirra á Norður- Atlanzhafi frá 1400-1550 og ganga frá riti um þennan þátt ensk-íslenzkrar sögu. Guðrún P. Helgadóttir skóla- stjóri til að gera textaútgáfu Hrafns sögu Sveinbj árnar- sonar og rannsaka samband hennar við aðrar samtíma- sögur, ennfremur til að kanna ýmis læknisfræði- söguleg atriði Hrafnssögu og ýmissa annarra fornrita. Sigurjón Bjömsson sálfræðing- ur til yfirlitsrannsókna á sálrænum þroska, geðheilsu og uppeldisháttum bama í Reykjavík. Rannsóknin nær til um það bil 1100 bama á aldrinum 5-15 ára og er fólg- in í sálfræðilegum prófum á bömum og viðtölum við for- eldra og í sumum tilvikum kennara bamanna. 60 þús. króna styrk hlutu: Álfrún Gunnlaugsdóttir licen- tiat til að vinna að doktors- ritgerð við háskólann í Lau- sanne um efnið Tristrams saga og ísöndar borin saman við le Roman de Tristan eftir Thomas. Arnheiður Sigurðardóttir — ag. art til að rannsaka rithöf- tmdarferil Jóns Trausta — (Guðmundar Magnússonar). Bjöm Stefánsson landbúnaðar- fræðingur (sivilagronom) til að rannsaka breytingar á fólksfjölda í sveitum ís- lands. Efnið er þáttur í sam- norrænni rannsóknaréætlun Félags norrænna búvísinda- manna (Nordiske Jordbruks- forskeres Forening). Styrk- urinn er bundinn því skil- yrði, að framlag tíl rannsókn- arinnar fáist frá Nordisk Kontaktorgan for Jordbruks- forskning (NKJ). Einar Már Jónsson licencié- és-lettres til að rannsaka . -stjórnmálakenningar Kon- ungsskuggsjár, rætur þeirra í evrópskri menningu og tengsl . þeirra við norsk stjórnmál og þjóðarsögu samtímans. Gylfi Ásmundsson sálfræðing- ur til a) stöðlunar Rorshach- prófs á 1100 reykvískum börnum, b) rannsóknar á persónuleikaþroska reykv. barna með sama prófi. Er hér um að ræða hin sömu 1100 böm og rannsókn Sig- urjóns Bjömssonar beinist að. Helgi Guðmundsson cand. mag. til að Ijúka rannsókn á fbr- nöfnum í íslenzku, einkum persónu- og eignaTfomöfn- um. Fraanhald á 9. síðu. Sjóvá greiddi 116,4 milj. / tjónabætur Aðalfundur Sjóvátryggingar- félags íslands h.f. var haldinn 6. júní s.l. Framkvæmdastjóri félagsins Stefán G. Björnsson flutti skýrslu um rekstur og hag fé- lagsins, en árið 1966 var 48. starfsár þess. Jafnframt skýrði hann ýmsa liði ársreikning- anna. Samanlögð iðgjöld sjó-, bruna-, bifreiða-, ábyrgða- og endurtrygginga námu um 151,4 miljónum króna, en líf- og líf- eyristryggingum um 4 miljón- ir, eða samitals um 155,5 milj- ónir. Fastur eða samningsbundinn afsláttur til viðs'kiptamanna er þegar frádreginn í upphæðum þessum, svo og. afsláttur eða þónus til bifreiðaeigenda, sam- táls uin 23 miljónir. Stærsta tryggingadeildin er Sjódeild, iðgjöld tæplega 71,7 miljónir, en þar urðu tjónin líka 72,4 miljónir króna. í tjónabætur voru greiddar samtals 116.4 miljónir, en í laun, kostnað, umiboðslaun og skatta um 26,3 miljónir króna. Iðgjald og tjónavarasjóðir, svo og vara. og viðlagasjóðir eru nú um 107,5 miljóhir kr. Er Líftryggingardeildin ekki talin með í þessum tölpm. Ið- gjaldasjóður, vara- og við- lagasjóður hennar eru hinsveg- ar tæplega 56.2 miljónir kr. Nýtryggingar í Líftryggingar- deild námu tæplega 19,2 miljón- um en samanlagðar líftrygg- ingar í gildi um s.l. áramót voru um 149 miljónir. Stjórn félagsins skipa, Sveinn Bonediktss. framkvstj., Ingv. Vil- hjálmsson útgerðarmaður, Ágúst Fjeldsted hrl., Björn Halilgrímsson framikv.stj., og Teitur Finnbogason stórkaup- maður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.