Þjóðviljinn - 15.06.1967, Page 7

Þjóðviljinn - 15.06.1967, Page 7
Fimmfcudagur IS. jtóní 19G7 — ÞJÖÐVTLJXNN — SÍÐA 7 Einræiisfyrirmyndina fundu grísku hershöföingjarnir í NATO-Portúgal □ Rarmsóknardómstól 1 inn í Róm ákvað 22. maí s.l. að hefja að nýjn rannsókn á einu hinu eftirminnilegasta morði sem framið hefur verið í Evrópu eftir síðustu heims- styrjöld. Þetta er morðið á leiðtoga andspyrnuhreyfingar- innar í Portúgal, Humberto Delgado og skrifaira hans, sem var frá Brasilíu./Lík þeirra fundust hroðalega útleikin í apríl 1965 'í nágrenni við spænskt þorp sem heitir Villa- nueva del Fresno og er í nánd við borgina Badajós — í fárra kílómetra fjarlægð frá landamærum Spánar og Portúgals. □ Bæði spænskum og ítölskum yfirvöldum þótti á- stæða til að gera rannsó'kn í máli þessu. ítalska lögregl- an tók tvo menn fasta, ítalskan lækni og portúgalskan mann, sem nú er grunaður um að hafa vís^ð leynilög- reglu Portúgals, PIDE, á Delgado þegar þessi landflótta hershöfðingi var að ferðast með leynd til landamæra Portúgals. Vopnabróóur Salazars, Franc- isco Franco hershöfðingja, varð svo felmt við bessa fregn, að hann fyrirskipaði rannsókn þegar í stað. Að þeirri rann- sókn afstaðinni voru fyrirskip- aðar handtökur tíu manna, og INTERPOL falið að fram- kvæma handtökurnar. Þessir tíu menn, sem taka skyldi fasta, eru í leynilögreglu Salazars, eða mjög nátengdir henni. Með- al þeirra er lögregluumboðs- maður PIDE, António Goncalv- es Semedo. Salazar svaraði þessari móla- leitun engu orði. Á þvi er enginn efi að til er virk stjómarandstaða í Portúgal. En svo sterk eru kúgunaröflin og grimm, og svo víðtækt uppljóstrunarkerfið að lítíð sem ekkert ber á þessu svo séð verði. Einræði það sem þama hefur ríkt í 41 ár, hefur gengið svo nærri fóllkinu, að það virðist orðið sljótt, og hvorki hreyfir hönd né fót á hverju sem gengur. í bréfi, sem nokkrir menn úr þessari ólög- legu andspyrnuhreyfingu skrif- uðu Salazar, stóð eithvað é þá leið, að portúgalska þjóðin væri umbreytt í svefngengla. Hver, sem þess hefur átt kost, hefur afneitað þessari stjóm með því að fara úr landi eða flýja land. Eftir árið 1965 hefur hálf miljón Portúgala (þjóðin öll er 9 milj.) fengið leyfi tit að fara úr landi, og nokkur hundr- uð þúsunda hafa flúið, án þess að þeir hafi fengið burtfarar- leyfi. 1 fátsekrahverfum Parisar eru n,ú um 200.000 portúgalskir innftytjendur, þvínær atlir flóttamenn (heimild: amlbassa- dor Portúgals í París). En ekki hafa þessir flóbta- menn í löndum Vestur-Evrópu nein tök á að vinna á móti stjóm lands síns, því að sam- vinna NATO og EFTA við Sata- zar hefur gert lönd þessi fjand- samleg andstöðumörmum ein- ræðisstjómar Portúgals. T.d. var Delgado harðlega bannað að koma til Englands. Þeir Port.úgallar, sem krefjast í heyr- anda hljóði að Iýðræði verði komið á í iandinu, verða að láta sér lynda að gera það í löndum utan Evrópu: Alsír, Kanadn, Venezuela og einkum í Brasil- fu. Lissaibon hefur undirritað mannréttindasáttmáta Saméin- uðu þjóðanna, svo sem einnig stjórnarskrá Porlúgala felur í sér öli undirstöðulögmál lýð- ræðisins, og er engan mun á þessu að sjá og hjá löndum sem lýðræði hafa meir en í orði kveðnu svo sem Norðurflönd. Með tilliti til meðferðar Sata- zarstjómarinrrar á mannrétt,- indaákvæðum sáttmálans, og hinum sjá'lísögðustu lýðræðis- reglum, mætti svo virðast sem áletrun vegabréfa væri lítiilvægt atriði. En svo er nú reyndar ekki. Því þetta athæfi, að neita að endumýja vegabréf portú- gatskra ríkisborgara sem farnir eru úr landi, jafngildir skerð- ingu á mannréttindum á sam- þjóðlegu sviði. Málið hefur vak- ið athygli í Brasitíu og verið tit umræðu á þinginu þar. Framferði portúgösllku stjórnar- innar hefur verið kært fyrir mannréttindadómsixili Samein- uðu þjóðanna. Journal de Tarde, dagblaö sem gefið er út í Brasiiíu, segir að Brasitía sé orðin að lífstíðarfangelsi fyrir landflótia menn frá Portúgal. Meðal hinna þekktustu aí þessum flóttamönnum er mað- ur sem fyrrurn var í kjöri til forsetaemibættis, prófessor Ruy I.uis Gomes, Sarmenlo Pimentel setutiðsforingi, og Castro Soro- membo ritihöfundur frá Angola, og Miguel Urbano Roderigues, sem skrifar forustugreinar um -S> SJÓNVARPIÐ í SÍÐUSTU VIKU Ég get ekki stillt mig «m að byrja þetta spjall á kosninga- sjónvarpinu, þó að það eigi í raun réttri ekki heima fyrr en i næstu viku. Það var verulega gaman að sjá hvað sjónvarpið megnaði í þessu efni og auðsæft að allir höfðu lagzt á eitt um að hagnýta þetta tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó. Þeir Magnús Bjarnfreðsson og Guð- mundur Arnlaugisson spjölluðu rólega og þægilega við áhprf- endur. Einkum dáðist ég að Guðmundi, sem ekki er skerm- vanur á við Magnús, hvað hann var í fullkomnu jafnvægi í öllum talnafansinum og rétt eins og heima hjá sér framan við sjónvarpsvélamar og í sinni eigin stofu. Lista- og skemmti- (deildin gerði sitt á mánudags- kvöldið til að hafa ,ofan af fyrir fólki, með því að renna í gegn nokkrum upptökum frá vetrin- um, eingöngu söng og tónlist. Ekki kunni ég allskostar við þann hátt Eiðs Guðnasonar, að láta kjósendur vitna um skoð- anir sínar undir nafni. Þetta er kannski ekki stórt atriði og óþörf viðkvæmni fyrir skoðana- helgi háttvirtra kjósenda hér á Islandi, þar sem allir vita hvar allir eru í pólitík og allir flokk- ar þykjast hafa sínar merking- ar í fullkPmnu lagi, en óvið- kunnanlegt þótt mér það engu að síður. En allt um það. Hafi sjón- varpið heila þökk fyrir kosn- ingadagskrána- Ég mætti kannski skjóta þvi að Markúsi Erni Antonssyni að bæði mér og mörgum fleirum þykir hann lesa fréttirnar allt of hratt og líklega eiga óþarf- lega tíðir mislestrar hans rót sína í þeim ágalla, sem hann ætti að lagfæra hið bráðasta, þvf að öðru leyti er hann starfi sínu prýðilega vaxinn. Á sunnudagskvöld sýndu Bandaríkjamenn sjálfa sig á undanhaldi í Kóreu í kvikmynd inni ,,Mannaforráð“. Myndin sýnir hvemig atvinnulhermann- inum og Mahninum lendirsam- @n í liðsforingja, er fengið hef- ur fyrirskipun, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að tortíma nokkrum af hans eigin mönnum, ef hann hlýðir. Þrátt fyrir virðingar- verða baráttu verður Maðurinn að lúta í lægna haldi og at- vinnuhermaðurinn gerir skyldu sína undir því yfirskini, að leifamar af heilli hensveit séu mikilvægari en 20 mannslíf- Vafalaust hefur þessi ákvörðun verið rétt frá herfræðilegu sjónarmiði, en engu að ' síður hlýtur hún aö, vekja menn til unihugsunar um hve ómennsk hermennskan er í raun og veru. Þó að myndinni væri greinilega ætlað að færa mönnum heim sanninn um að persónulegar tilfinningar séu alls óhæfar í hemaði, þá gerði hún í raun- inni hið gangstæða. Aðalhlut- verkið var leikið af Robert Stalk' Á mánudagskvöldið binguðu formenn sjómmálaflokkanna um stjórnmálaviðhorfið með til- liti til kosninganna Pg urðu ekki á eitt sáttir, eins og nærri má geta. Skemmtilegast fannist méraðsjá hvemig Bjarni for- maður brosti asvinllega við Ey- steini, þegar hann átti við hann orðastað. I brosinu leyndistheill hafsjór af umburðarlyndi og vorkunnsemi hin6 algóða, en umvörndunarsama landsföður. Það var nærgætnislegt af sjónvarpinu að skjóta söng beirra Lyn og Graham Mac- Garty milli stjórnmálaforingj- anna og „Bragðarefanna“. Á miðvikudaginn var „Syrpa“ Jóns Amar Marinóssonar at- hyglisverð að vanda, en hann fór með okkur norður í land á nfmælisuppfærslu Leikfélags Akureyrar á „Draumi á jóns- messunótt" eftir W. Shake- speare. Á eftir Syrpu var endursýnd brezka kvikmyndin „Horfðu reiður um öxl“ sem gerð er eft- ir frægu leikriti John Osborne. Sú mynd verður minnisstæð bg ekki sízt leikur Richard Burt- ons. Muni og minjar á föstudags- kvöldið kynnti að þessu sinni frú Elsa Guðjónsson safnvörður. Nefndist þátturinn ,,Blátt var pils á baugalín“ og fjaWaði um sögu og þróun íslenzkra kvenbúninga. Þetta var veru- lega forvitnilepur þáttur, eins og aðrir'sem á undan eru komn- ir, en lýti var að hve flutn- ingur frú Elsu var stirður, eða réttara sagt stífur- Hún vék ekki frá púlti því, sem hún las af fróðleik og kynningar og starði á textann, eins og hún væri dauðhrædd við að líta upp. Henni til aðstoðar voru átta indælar meyjar. Þær báru vel hinar fornu flíkur og mikið væri gaman, ef ungar íslenzk- ar konur sýndu fatnaði þessum meiri ræktarsemi en nú gera þær. Andlitið á ungum etúlk- um verður svo skemmtilega undirfurðulegt undir skotthúf- unni. Öðmenn úr Keflavik létu móðan rnása. Þar fór saman slæm tónlist og vondur söngur. í söngnum draga þeir félagar mjög dám af Hljómum, eða „Þórshömrum". Hann er líkast- ur þvi að piltarnir séu í þann veginn að gera á sig, en maður stendur vamarlaus og ráðþrota gagnvart táningatízkunni í þessum efnum sem öðrum. Ekki veit ég hvort þeir ætluð- ust til að fá klapp á kollinn fyrir að flytja frumsamið lag með „frumsömdum“ amerískum texta fyrir íslenzka. áhorfend- ur, en nær hefði verið að gefa þeim spark í afturendann, svona af „prinsipp“ ástæðum. Á hinn bóginn var það þó skömminni til skárra en mis- þyrming þeirra á móðurmál- inu, sem þeir bera fram á til- gerðarlegri tæpitungu. Ef til vill er það lenzka hjá ungu fólki suður með sjó að vera tvítóla í málfarslegum skilningi? Ég veit að þetta er æði harð- ur dómur um unga menn, en þess verður að krefjast að skemmtikraftar, sem taka laun fyrir að koma fram í sjónvarpi, sýni áhorfendum sínum lág- marks kurteisi. Vikunni lauk með æði nú- tímalegum, en skemmtilegum frönskum ballett eftir Roland Petit. Sjálfur dansaði hann að- alhlutverkið ásamt Zizi Jean- marie. — GO. stjómmál í íhaldsblaðið O Est- ado de S. Paulo, mjög áhrifa- ríkt blað. Þegar Castrb Soro- mebo, sem er aMþeiklctur rithöf- undur, bað um framlengingu á vegabréfi sínu í skrifstofu ræð- ismanns Portúgals í París, var beiðni hans að vísu sinnt, — cr> stimplað var reyndar á vegá- bréfið: „Gildir aðcins á ferð til Portúgals um Spán“. Salazar, sem sjáifur ferðast aildrei neitt og hefur aldrei komið út fyrir Pyreneaskaga, hllýtur að líka það vel að vita landa sinná svo vandlega gætt jafnvel þótt þeir séu komnir til annarra landa en þessa hins bezta af öllum hinum ágastj ei n ræðisrík jum. Samt hlýtur sú spurning að vakna fyrr eða síðar, hvort hin- ar NATO-þjóðimar láti sér t>l lengdar líka að hafa samstarf við annað eins skrípi, sem Portúgai vissulega má teljast. I sáttmála Norðuratllanzhafs- bandalagsins er svo ákveðið í greinunum um markmið banda- 18'gsins, að þátttakendur séu fastákveðnir að tryggja frelsi þjóðar sinnar hver fyrir sig og sameiginlegan menningaraif sem á allt sitt undir grundvall- arlögmálum lýðræðis og per- sónufrelsis og lögum og rétti. Þessi markmiðsyfirlýsing cr endurtekin í annarri grein og þar er það fulilyrt, að „aðilar að sáttmáiianum vilji stuðla að friðsamlegum og vinsamHegum samskiptum miMi þjóðanna . . .“ „Samt hafa þær þjóðir, sem þessu lýstu sig samþykkar, látið sér lynda, án þess að depla auga, að Portúgal hefur nú á sjöunda ár átt í blóðugu striði á þrem vígstöðvum við nýlend- ur sínar í Afríku, en vopn Portúgala koma reyndar beint frá NATO-löndunum. Og án þess komið hafi til nokkurra mótmæla frá nokkru af þess- um af þessum löndum, hefur Portúgal nú ó síðustu mánuðum verið gert að einum aðalhyrn- ingarsteininuín í (svoköMuöu) hervarnankerfi NATOs, með þvf að staösetja yfirstjóm IBER- LANT í Portúgaí. Eftir að Griikkland viarð að einræðisríki í april síðaslfliðn- um, hefur komið til andmæla gegn því að Grikkland sikuli eiga sæti með lýðræðisríkjum NATOs. Þessu mætti svara þannig á hótfyndinn hátt, að Grikkland sé fjariægt þeim löndum, sem annars standa að bandalaginu. Þá munu ófyrir- leitnir náungar ef til vill leyfa sér að spyrja hvernig á því geti staðið að Portúgal fókk að vera með, og það sem eitt af stofn- endum, NATO, án þess nokkur gerði neitt til að andmæfla því. Hið eina af NATO-ríkjunum, sem hingað til hefur nokkuð látið í Ijós um stjómarfar Portú- gals — hvernig því er farið — er Grik'kland, og svo sem vænta mé, hið nýja einræðisríki hers- ins. Eftir að valdaránið fór fram, sagði málsvari þessarar nýju stjórnar f viðtali við Súddeutsche Zeitung, að fyrir- Salazar. Fasist-aríkiö Portúgal er oftar til umræðu í blöð- um erlendis en hér á Iandi, til dæmis birta Norður- landablöðin iðulega greinar þar sem stjómarfarinu i þessu bandalagsríki okkar er lýst af raunsæi og það harðlega fordæmt. Sem dæmi um slík skrif í dönskum blöðum er sú grein sem hér birtist í þýðingu og endursögn, tek- in úr einu Kaupmannahafn- arblaðanna fyrir skömmu. myndin væri Salazar, og eng- inn annar. Þetta er vel skiljan- legt, þvi stjórn Salazars i Portú- gal er hið elzta og lífvænleg- asta af þeim fasistaríkjum, sem upp komu í Evrópu á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Jafnvel einræðisríki Francos, svo slæmt sem það er, þá er það að öfllu leyti — bæði stjóm- arfarslega, f járhagslega og þjóð- félagslega — langtum frjáls- legra og miklu síður afturhalds- samt en hið portúgaflska. Franco á sér sögulegar forsendur, hinn er ekki annað en ósvífnin. Stjórnarfar Salazars er ná- kvæm eftirlfking ,af stjórnarfari fyrirmynda hans: ítalíu Musso- linis og Þýzkalandi Hitlers. Þannig er uppfræðslu barna á sömu lund háttað (Mocidade Portuguesa með leiðtogaskólurn þess) verkalýðssamtökunum FN AT (Kraft durch Freude) og þinghaldinu og réttarfarinu, svo ekki sé minnzt á PIDE. (er Gestapcsérfræðingar skipu- lögðu forðum) eða Legiano Portuguesa, eftirmynd af SA Hitlers. Bftir að stúdentar í Portúgal hófu andmæli svo um munaði árið 1962, hefur verið svo kyrrt í Portúgail að heyra mætti flugu detta. Franco hefur haft það til að sýna útlendingum inn i fangelsi sfln, — það hefur Sala- zar aldrei gert. Jafnvefl Rauði krossinn fær ekki að líta þar inn. Á Spáni er hverjum manni heimilt að ferðast úr landi og ritskoðun er afnumin, og verka- menn hafa verkfallsrétt. í Portúgal er haft nákvæmt eftir- lit með öllum leyfum til að Framhald á 9. síðu. | | Ritgerðir Barða Guðm. um uppruna | í slendinga eru komnar út á ensku □ Ritgerðir Barða Guðmundssonar um Uppruna ís- lendinga eru nú komnar út á ensiku í Bandaríkjunum, gefnar út af University of Nebraska PreSs í Lincoln. Dr. Lee M. Hollander prófessor hefur þýtt rit Barða og skrifar formála. Þessar ritgerðir Barða heit- ins Guðmundssonar birtust upphaflega í ýmsum tíma- ritum, og vöktu þær þá þegar mikla athygli- Þær komu í bókarfprmi 1959, eftir lát Barða, og önnuðust Skúli Þórðarson sagnfræðingur og Stefán Pétursson þjóðiskjala- vörður þá útgáfu. Þar voru einnig birtar ýmsar ritgerðir um aðstæður í Noregi á vík- ingaöld, en í ensku útgáfunni eru einvörðungu birtar þær ritgerðir sem fjalla um upp- runa íslendinga. Þýðandinn, dr. Lee M. Hollander, er prófessor í ger- mönskum málum við háskól- ann í Texas og hefur lagt sérstaka stund á norrænar fornbókmenntir. Hann er heið- ursfélagi í Visindafélagi Is- lendinga og hefur verið sæmd- ur Fálkaorðunni, enda hefur hann þýtt á ensku mikið af norrænum fornbókmenntum, þar á meðal Eyrbyggja sögu, ásamt Paul Söhaoh, en hún hefur áður komið út á for- lagi Nebraska- Ennfremur hef- ur það forlag gefið út bók Peters Hallbergs um Islend- ingasögur. I formála segir Hollander prófessor að rann- sóknir Barða séu brautryðj- andaverk mikils fræðimanns, er hafi verið lítt kunnar ut- an Islands. Úr þvi sé ætlunin að bæta með þessari útgáfu. Enska útgáfan er 173 síður. og fylgir henni nafnaskrá. Hún mun vera komin f bóka- verzlanir hér. Barði Guðmundsson ÁvUMVWVUMmMVMMUWUAMUMAUVUUMMMMMMMMMWVUMMMUMM) 'VMMVWUVUVUMMVUMMMMVUMMMMMMWWVWWVWMMVWVWMVVMVMM l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.